Dagur - 12.03.1936, Page 2
42
DAGUR
11. tbl.
Neyfendafélögin og
innflutningsleyfio.
Einn af stórkaupmönnum Reykja-
víkur hefir ritað í Morgunblaðið
grein um innflutningshöftin og ís-
lendingur tekið hana upp. Greinar-
höfundur er Björn Ólafsson, sem
sæti á í gjaldeyris- og innflutnings-
nefnd sein fulltrúi kaupmanna.
Greinin er kurteislega skrifuð og að
því leyti ólík illindaaustri ihalds-
blaðanna um þetta mál, en aðalinni-
hald hennar gengur í þá átt að
harma það, að samkvæmt reglum
þeim, sem fjármálaráðherra hefir
sett, skuli neytendafélög (þ. e.
kaupfélög og pöntunarfélög) fá inn-
flutningsleyfi eftir fjölda félags-
manna í samræmi við áætlaðan
heildarinnflutning til landsins. Seg-
ir B. ó., að þetta ákvæði dragi úr
innflutningsleyfum til kaupmanna,
og geti þvi kaupfélögin eflzt á
kostnað kaupinanna, en þetta sé
skaðlegt fyrir bæjarfélögin, þvi
kaupmennirnir séu nauðsynlegir sem
verzlunarskattþegnar, til þess að
greiða gjöld í bæjarsjóðina. Á þenna
hátt verði stærstu skattstofnarnir
upprættir og bæjunum blæði til ó-
mættis.
Svo mörg eru þau orð.
Reglur þær, sem farið var eftif,
fyrst eftir að innflutningshöftin
gengu í gildi, voru aðallega á þá
leið að úthluta hverri starfandi
verzlun leyfi fyrir innflutningi i
hlutfalli við það vörumagn, sem
verzlunin hafði áður flutt inn. En
auðvitað hlaut sá innflutningur að-
allega að byggjast á viðskipta-
mannafjölda hverrar verzlunar, eins
og áður hefir verið bent á í þessu
blaði.
En sá meingalli fylgdi þessu fyr-
irkomulagi, að með því var hver
Raddir frá
Þing- og héraðsmálafundur var
haldinn í Norður-ísafjarðarsýslu í
síðasta mánuði. Voru mættir 27
fulltrúar.
Á fundinum var í einu hljóði
samþykkt traustsyfirlýsing til
stjórnarinnar út af aðgerðum henn-
ar í njósnaramálinu. Yfirlýsingin
var á þessa leið:
»Jafnframt því að fordæma hið
svívirðilega athæfi þeirra inanna,
er á einn eða annan hátt hafa léð
sig til liðs við veiðiþjófana í land-
heigi, Týsir fundurinn ánægju sinni
yfir því hve röggsamlega ríkis-
stjórnin hefir hafizt handa um
rannsókn í njósnarstarfsemi þeirri,
sem nú er uppvís orðin. Treystir
fundurinn því, að réttlátur dómur
verði látinn ganga yfir hina seku og
staðið verði vandlega gegn því, að
slík njósnarstarfsemi þrífist fram-
vegis«.
Aðalfundur Mjólkurbús Flóa-
manna var haldinn á Skeggjastöð-
um í mánaðarlokin síðustu. Alls
voru mættir á fundinum rúmlega
200 manns.
Hér fer á eftir ein þeirra tillagna,
verzlun skorðuð föst í því fari, er
hún var í, áður en innflutningshöft-
in komu til sögunnar. Niðurstaðan
hlaut að verða stirðnað verzlunar-
form, þar sem hindrað er að ein
verzlun geti vaxið og tekið við viö-
skiptum frá öðrum verzlunum,
hvernig sem verziunarkjörin reynd-
ust.
Nú er það á allra vitund, að það
voru einmitt kaupfélögin, sem voru
í hröðum vexti víðast hvar, en kaup-
mannaverzlanir gengu að sama
skapi saman. Það er því ekkert
undrunarefni, þó að kaupmanna-
stéttin og fulltrúi hennar í innflutn-
ingsnefnd vilji halda í og verja það
fyrirkomulag, sem innifelur i sér
ráðstöfun um að hindra frekari vöxt
keppinautanna, þar sem kaupfélög-
in eru. Það er ofur eðlilegt, að
kaupmenn vilji berjast tii þrautar
fyrir tilveru sinni. En vöxtur kaup-
félaganna og vaxandi viðskipta-
magn þeirra er greinileg bending
um það, hvar almenningur vill hafa
verzlunarviðskipti sín. Það er stað-
reýnd, sem eigi verður á móti mælt,
að almenningur kýs að hafa við-
skipti sín hjá kaupfélögunum en
eigi hjá kaupmönnum. Og það er
ekki annað sjáanlegt, en fyrir þeirri
staðreynd verði kaupmenn að
beygja sig nauðugir viljugir.
Með gömlu reglunni um úthlutun
innflutningsleyfanna hefði algerlega
verið hindraður vöxtur kaupfélag-
anna og loku fyrir það skotið, að
ný kaupfélög gætu myndast. Fjölg-
un meðlima kaupfélaganna, án til-
svarandi aukins vöruinnflutnings,
gat ekki samrýmzt. Ný kaupfélög
þýddi heldur ekki að stofna, ef þau
gátu engan innflutning fengið. En
fnndum.
sem samþykktar voru á fundinum:
»Þar sern nú er fram komið hækk-
að mjólkurverð fyrir atbeina mjólk-
urlaganna, vottar fundurinn stjórn
M. B. F., forstjóra og fulltrúum
þess i mjólkursölunefnd, ásamt
landbúnaðarráðherra og öðrum
þeim, sein stutt hafa þessi mál,
fyllsta þakklæti fyrir vel unnin
störf í þágu mjólkurmálanna og
bænda þessa héraðs«.
Fiskiþingið hófst í Reykjavík um
' miðjan síðasta inánuð.
Fara hér á eftir ályktanir, er
þingið samþykkti í dulskeytamál-
inu, Iandhelgismálunum og fisk-
sölumálunum:
»Fiskiþingið lýsir ánægju sinn!
yfir hinni röggsamlegu rannsókn í
togaranjósnamálinu og skorar á
ríkisstjórnina að gera allt, sem í
hennar valdi stendur, til þess að
koma í veg fyrir, að siík njósna-
starfsemi geti endurtekið sig«.
»Fiskiþingið lýsir ánægju sinni
yfir framkomnum tillögum þeirrar
nefndar, er atvinnumálaráðherra
skipaði með bréfi, dags. 7. júní
1935, um samvinnu í landhelgis-
að fylgja stranglega gömlu reglunni
var að sjálfsögðu ógnar þægilegt
fyrir kaupmenn, því þá var sam-
keppni kaupfélaganna að miklu
leyti brotin á bak aftur.
Hiklaust verður að halda því
fram, að réttur neytendanna til inn-
flutnings sé meiri en réttur kaup-
mannanna, af því að þeir flytja ekki
inn til neyzlu handa sjálfum sér,
heldur til að verzla með vörurnar
og ná á þann hátt gróða handa sér
sjálfum.
Það er fjárhagslega skaðlegt fyr-
ir alþýðu manna að viðhalda þeirri
skipun, sem stendur í vegi fyrir
vexti neytendafélaganna, því þau
halda niðri verðinu og gera það ó-
nauðsynlegt að hámarksverð sé sett
á vörur.
Það verður því að gera þá ský-
lausu kröfu, að haldið verði fast við
þá reglu, að láta neytendafélögin
fá innflutning í hlutfalli við nreð-
limafjölda miðað við heíldarinn-
flutning til landsins. Sú krafa styðst
við almenna hagsæld og réttlæti.
Setjum svo, að h'elmingur þjóðar-
innar sé í neytendafélögunum, þá er
það ekki annað er sjálfsögð réttlæt-
iskrafa, að þessi helmingur þjóðar-
innar fái helming þess innflutnings,
sem leyfður er til landsins.
Sú firra, að það sé einhver óum-
ræðileg þjóðarnauðsyn, að
kaupmenn fái aðstöðu til að græða
sem mest á viðskiptamönnum sín-
um, til þess að þeir geti af þeim
gróða staðið undir skattabyrðunum,
er ekkert annað en gamla jórtur-
tuggan um það, að kaupmenn og
aðrir þeir, sem taka gróða sinn úr
annara vösum, séu hjálparhellur og
»máttarstólpar« þjóðarinnar. Hver
heilskyggn maður sér, að þetta er
hin herfilegasta villukenning. Kaup-
inaður, sem græðir af álagningu á
vörur sínar, skapar engin verðmæti,
og þeir skattar, er hann greiðir, eru
frá almenningi teknir.
gæzlu og björgunarstarfsemi á sjó,
þannig að 4—5 vel útbúnir vélbát-
ar annist landhelgisgæzlu og slysa-
varnir á tilteknum svæðum við
strendur Iandsins, ásamt einu til
tveim stærri varðskipum. Telur
fiskiþingið að á þenna hátt sé vel
séð fyrir hvorutveggja, án þess að
ofbjóða greiðslugetu ríkissjóðs.
Skorar . því fiskiþingið á ríkis-
stjórn og Alþingi að koma tillögum
þessum hið allra bráðasta í fram-
Dvöl.
Mánaðarrit til fróSleiks og skemmt-
unar.
Nýja dagblaðið er hætt við að
gefa út fylgirit sitt, Dvöl; þó fellur
ritið ekki niður, því Vigfús Guð-
mundsson hefir tekið það að sér og
gefur það út framvegis. Er ætlun
hans, að Dvöl komi út sem mánað-
arrit og verði að minnsta kosti 32
bls. hvert hefti, í sama broti og
undanfarið.
Útgefandi segir í ávarpsorðum til
lesenda:
»Hún (þ. e. Dvöl) mun einkum
eins og áður, flytja stuttar úrvals
skáldsögur, sem taldar eru perlur á
sviði heimsbókmenntanna og lengri
skáldsögur, er birtast sem fram-
haldssögur. Einnig mun Dvöl flytja
stutt kvæði, myndir, kýmnisögur,
frásagnir um æfintýralíf, ritgerðir
um menn og inálefni, ritdóma,
ferðasögur, íslenzka sagnaþætti og
fleira«.
Fyrsta og annað hefti undir stjórn
(Framh. á 4. d. 3. síðu).
kvæmd, með því að láta byggja 3
—4 vel útbúna vélbáta í stað Óðins,
verði eitt skip fyrst byggt til
reynslu, en til bráðabirgða leigð
skip til gæzlunnar«.
»Fiskiþingið lýsir ánægju sinni
yfir þeim tilraunum, sem gerðar
hafa verið um nýbreytni á hrað-
frystum og flökuðum fiski, harð-
fiski, karfaveiðum, karfavinnslu og
þessháttar.
Telur fiskiþingið brýna nauðsyn
bera til að leggja svo mikla áherzlu
á tilraunir þessar sem vert er að
styðja að því, að þær geti komið
sem fyrst að sern mestu gagni m. a.
með því að setja hraðfrystitæki í
íshús þau ,sem fyrir eru, jafnótt og
hagkvæmur markaður vinnst fyrir
hraðfrystan fisk, og að sjá fyrir
nægum skipakosti með frystivélum
eða kælirúmum til að annast út-
flutning.
Ennfremur vill fiskiþingið beina
því til Alþingis að haga löggjöfinni
þannig, að landsmenn geti notfært
sér, að hrygningartíma undanskild-
um, kolann, sem er verðmesta fisk-
tegund hér við land, og ef með þarf
að breyta lögum um bann gegn
botnvörpuveiðum þannig, að hægt
sé að veiða kampalampa með við-
eigandi vörpu innan landhelgk.
■wwnwmwmwwiwi
1 Ódýrt!
Gúmmískólilífar karla, verð frá kr. 3.60.
Gúmmiskór barna, verð frá kr. 0.75.
Gúmmískór, reimaðir, karla, kvenna og
unglinga, verð frá 3.60.
Kaupfélag Eyfirðinga.
* Skódeildin.
SBIiiiiiilMllMiillilililllftiHIIi