Dagur


Dagur - 19.03.1936, Qupperneq 1

Dagur - 19.03.1936, Qupperneq 1
D AGUR semur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Ami Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVIV. ár Afgreiðslan •r hjá JÓNI Þ. ÞÓB. Norðurgötu3. Talsími 112- Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir X, des. Akureyri 19. marz 1936. 1 12- tbl. Aðalf undur Kaupfélags Eyfírðinga hefir staðiö yfir tvo síðustu daga. Fundinn sátu á annað hundrað full- trúar frá 23 deildum félagsins og auk þess fjöldi annara félagsmanna. Fundarstjóri var kosinn Hólmgeir Þorsteinsson óðalsbóndi á Hrafna- gili, en til vara Sigtryggur Þor- steinsson yfirkjötsmatsmaður. Skrií- arar voru bændurnir Hannes Dav- íðsson á Hofi og Hannes Kristjáns- son í Víðigerði. í árslok voru félagsmenn 2407 að tölu. Á árinu höfðu í félagið gengið 158 menn. K. E. A. var stofnað 19. júní 1886 og á því 50 ára afmæli þann mánaðardag næsta sumar. í tilefni af því samþykkti fundurinn að minnast skyldi þessa afmælis á við- eigandi hátt og í sambandi við það tekin sú ákvörðun að slíta ekki að- alfundinum fyr en þar að kæmi. Tveir stjórnarnefndarmenn, þeir Einar Árnason og Ingimar Eydal, gengu úr stjórninni að þessu sinni, en voru báðir endurkosnir. Endurskoðandi í stað Stefáns Stefánssonar á Varðgjá var kosinn Valdemar Pálsson á Möðruvöllum. Fundurinn samþykti að úthluta til félagsmanna arði af viðskiptum þeirra, er nemi 8% af ágóðaskyld- um vörum, og auk þess sama arði af kornvörum, kaffi og sykri. Auk þess samþykkti fundurinn eftirfarandi tillögur: Braaögerðin. Af innstæðu Brauð- gerðarreiknings sé félagsmönnum greidd 10% gegn skiluðum Brauð- gerðararðmiðum ársins 1935. Af~ gangi innstæðunnar sé varið til af- skriftar á áhöldum Brauðgerðarinn- ar. Smjörlikisgeröin. Rekstursafgang- ur Smjörlíkisgerðarinnar, kr. 9.458.- 93, færist til afskriftar smjörlíkis- gerðinni. Af arði af viðskiptum utanfélags- manna greiðist 10% í Skuldtrygg- ingarsjóð. Afganginum verði ráð- stafað síðar á fundinum. Ullarnppbót. Ull innlögð á árinu 1935 bætist upp þannig: Nr. I, II, III og IV með kr. 0.40 á kíló, og öll önnur ull með kr. 0.20 á kíló. Gærur innlagðar árið 1935 bætist upp með kr. 0.15 á kíló. Kjötuppbót. Fundurinn ályktar að fela stjórninni að ákveða endanlegt verð á kjöti, innlögðu í sláturhús fé- lagsins 1935, eftir að fullnaðar- reikningar eru komnir. Rekstursafgangi Mjólkursamlags- ins skal varið til að bæta upp inn- lagða mjólk samlagsmanna árið 1935 með 2 aurum á kg., Vk eyrlr leggist í Samlagsstofnsjóð og 1,5 aurar færist í reikninga samlags- manna við K. E. A. Innstæða Byggingarsjóðs kr. 30.- 958.70 sé færð til afskriftar á bók- færðu verði nýbyggingarinnar við Hafnarstræti 89. Or Fyrningarsjóði sé varið kr. 19.522.67 til afskriftar á gamla verzlunarhúsi félagsins, Hafnarstr. 90. — Nánari frásögn bíður næsta biaðs. Sjöfugur er Stefán Jónsson óðalsbóndi á Munkaþverá í dag. Stefán hefir lagt meiri stund á annað en bústaðaskipti um æfina. Nálega allan sinn aldur hefir hann alið á Munkaþverá. Þó brá hann sér til Ameríku og dvaldi þar nokkur ár þegar hann var á þrítugsaldrinum. Við búi tók hann á Munkaþverá að föður sínum látnum og hefir um langa hríð setið þetta forna höfuðból með sæmd og prýði. Hefir hann t.d. virkjað foss far í ánni og raflýst staðinn. En fremur mun Stefán þakka húsfreyjunni á Munkaþverá blómstrun búskaparins þar síðustu áratugina en sjálfum sér. Hann er kvæntur Þóru Vilhjálmsdóttur frá Stefán er ekki mikill að vallarsýn, en hann hefir reynzt drýgri fil dáða en margir þeirra, sein hærri eru í loftinu, og þó að árin séu nú farin að færast yfir hann, vinnur elli Iítt á honum enn. Hann er glaður og reifur með 70 árin að baki. í dag munu margir færa Stefáni á Munkaþverá hainingjuóskir, bæði í huga og heyranda hljóði. Dagur vill hér með fyrir sitt leyti árna sjötuga afmælisbarninu allra heilla með þakklæti fyrir farsælt starf hans í þágu samvinnumálanna fyrst og fremst. Undir þá árnaðarósk munu sam- viiinumenn í Eyjafirði taka einum rómi. NÝJA-BÍÓ sýnir í kvöld, fimmtudaginn 19. þ. m., kl. 9: Barni mínu liefir n í aðalhlutverkunum: DOROTHEA WIECK og BABY LEROY. Spennandi og vel leikin leynilögreglumynd. Alpýðusýning. Niðursett verð. Sýnd í síðasta sinn. Hin grænlenzka guðfræði. Rauðará, en hún ólst upp í foreldra- húsuin í Kaupangi. Stefán á Munkaþverá hefir tekið öflugan þátt í samvinnustarfseminni í Eyjafirði. Hann var fyrst kosinn í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga árið 1905 og jafnan síðan endurkosinn. Hefir hann því setið í stjórn félags- ins í rúm 30 ár óslitið. Sýnir þetta traust það, er hann nýtur meðal samvinnubænda í Eyjafirði, enda er Stefán óhvikull samvinnumaður, gætinn og fastur fyrir. Fræðimaður er hann meiri en flestir stéttarbræð- ur hans, einkum í sögulega átt; kippir honum þar í kynið; faðir hans var orðlagður fræðimaður. — Stefán er gagnfræðingur frá Möðru- vallaskóla. Jafnan hefir hann notið vinsælda og virðingar sveitunga sinna. Mér er nú heldur farin að leiðast guðfræði Sæmundar míns á Sjónar- hæð, enda sé ég lítinn árangur þeirrar fræðslu, sem ég hefi verið að reyna að láta honum í té. Hann er ennþá jafn áttavilltur í fræðun- mn og jafn hrokafullur í fávísi sinni og nokkru sinni fyrr. Þó hefi ég ákveðið, að gera enn eina til- raun, áður en ég skilst við hann, ef það mætti verða honum til leiðbein- ingar síðar meir, er skilningur hans opnast og hann sér út úr þeim dauðans barnaskap, sem hann hefir nú vafið sig í. Hið fyrsta, sem hon- um er nauðsynlegt að læra að þekkja, eru grundvallaratriði réttr- ar hugsunar. Hornsteinninn í allri röksemdaleiðslu hans er sá, að ein- hverstaðar í öðru Tímóteusarbréfi standi þau orð, að öll ritningin sé innblásin af guði. Þetta finnst hon- um sanna óskeikulleik ritningarinn- ar og notar síðan ritningarorð sem sönnunargagn í hverju máli. Nú þarf Sæmundur að breyta orð- anna hljóðan, til að fá þau í þetta form, og sér það hver maður, sem lítur í gríska testamentið, að þetta stendur þar alls ekki, heldur eins og i nýju bibííuþýðingunni: »Sérhver ritning, .sem innblásin er af guði« o. s. frv. (II. Tím. 3, 16.). En gef- uin nú Sæmundi það, sem hann langar til, og látum það gott lieita, að í pistlinum stæðu þessi dýrniætu orð: »011 ritningin er innblásin af guði«. Hvað sannaði það? Það sannaði það eitt, að RÖfundur bréfs- ins, hver sem hann væri, hefði gert sér þessa hugmynd um gamla testa- mentið, en hvað bindur það okkur, að gera okkur hina sömu hugmynd? Höfundurinn að bréfinu hefir sennl- lega verið alinn upp í Gyðingdómi og því innrætt þetta með móður- mjólkinni. En sé nú gengið inn á þessa kenning, þá er eftir að á- kveða, með hverjum hætti menn hugsuðu sér innblásturinn, hvað I því felst að hugsa sér ritninguna innblásna af guði. Til þess þarf sögulega rannsókn. Eigum vér, eins og Jósefus, að telja að ritin hafi verið valin með tilliti til þess, að þau hafi verið rituð af mönnum með spádómsanda, þ. e. óvenjulegum gáfum, eða eigum vér með Fíló, kirkjufeðrum og skólaspeki miðald- anna, að hallast að bókstafsinn- blæstri, þannig að menn hugsuðu sér, að fingri ritaranna hefði verið stjórnað af fingri guðs? Til að á- kveða hvor skoðunin hafi vakað fyrir höfundi bréfsins, þarf bæði víðtæka sagnfræðilega og málfræði- lega rannsókn, og ef vér komumst svo að hinni fyrri skýringu, sem öll rök mæla frekar með, þá þýðir reyndar innblásturinn ekkert annað en gáfnafar á æðra stigi en almennt gerist. — Til þess þá að skilja ritningarnar, þarf fyrst og fremst samskonar gáfnafar — þ. e. vits- muni. Eftir þessari kenning má þá segja, að hvert einasta rit sé inn- blásið af guði, meira og minna, eft- ir þeim mæli, sem það er skynsam- legt. Og þannig trúi ég að biblían sé innblásin af guði. En tökum vér innblásturskenninguna í seinni merkingunni, og mér þykir senni- legt að Sæmundur geri það, að guð hafi með fingri dauðlegra manna ritað allskonar speki, sem sé hafin yfir mannlega skynsemi, þá vaknar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.