Dagur - 16.04.1936, Blaðsíða 2

Dagur - 16.04.1936, Blaðsíða 2
62 D A G UR 16. tbl. Hneyksliskosning íhaldsins i bankaráð Landsbankans. Ihaldíð kýs mesta skuldakóng landsins i ráðið. Nýlega kaus Landsbankanefndin tvo menn í bankaráðið í stað þeirra tveggja, sem úr ganga nú í ár sam- kvæmt lögum. Kusu Framsóknar- menn Jónas Jónsson, en íhaldsmenn Ólaf Thors. ' Hvar sem til spyrst, mælist þessi kosning íhaldsmanna afar illa fyrir. Ástæðan til gremju almennings yfir þessu framferði íhaldsins er ofur auðsæ og skiljanleg. Það er nú orðið upplýst og upp- víst, að hlutafélagið Kveldúlfur, sem þeir Thorsbræður eiga og bera ábyrgð á, skuldar bönkum landsins nálægt fimm miljónum króna, auk þess sern það kann að skulda ann- arstaðar. Meiri hlutinn af þessari iniljóna- skuld Ólafs Thors og bræðra hans er í Landsbankanum. Það hefir einnig verið upplýst og játað af aðstandendum Kveldúlfs, að 400 þús. kr. af þessu stóra láni hafj verið tekið út úr rekstri fyrir- íækisins og lánað ólafi og bræðr- um» hans til persónuiegrar einka- notkunar. Það, sem íhaldsmenn í Lands- bankanefnd hafa aðhafzt, er þetta: Þeir hafa valið rnann, sem skuldar Landsbankanum miljónir króna, til þess að gæta hagsmuna bankans og sjá um, að allt sé þar í röð og reglu. Þetta er tvímælalaust hneyksli og lýsir fjármálaspillingu íhaldsins á háu stigi. Það var ekki ófyrirsynju, að Jón- as Jónsson lagði þá spurningu fyrir Ólaf Thors í nýlega afstöðnum eld- húsdagsuniræðum, hvenær hann ætlaði að greiða þessa miklu milj- ónaskuld Kveldúlfs. Ólafur harð- neitaði að svara og var ófáanlegur til að ræða um skuldir sínar og Kveldúlfs, en var þvi ákafari að fár- ast yfir skuldum annara. Kosning Ólafs Thors í bankaráð- ið er talandi vottur um spillt fjár- málasiðferði íhaldsins, þar sem á- byrgðartilfinning þess er orðin svo sljó, að það kýs stórskuldugasta mann landsins í bankaráð þjóð- bankans. . ihaklsmenn eru með sífelldar hól- ræður um sjálfa sig fyrir það, hvað þeir séu mikiir sparnaðargarpar og gætnir í fjármálum. Jafnframt þessu ógeðslega og ósanna sjálfshóli ger- ast þeir auðmjúkar undirlægjur Kveldúlfs og leggja lið sitt til þess að rýra öryggi þjóðbankans með því að kjósa í bankaráðið mesta skuldakóng landsins. Og þó að Ólafur Thors hafi vikizt undan því, að gefa upplýsingar um það, hvenær hann hyggist að greiða miljónaskuldir sínar, þá verður þeirri fyrirspurn haldið áfram, þar til hann neyðist til að svara. Óiannindaverksiiiiií ja „einkafyrir(æki$in$“. í blaði því, sem Framsókn kall- ast, frá 22. febr. s. 1., eru enn einu sinni endurteknar lygarnar um bú- skap Jónasar alþm. Jónssonar, í Hriflu. Það er nú naumast ástæða til að kippa sér upp við það, þó þessi svokallaða »Framsókn« farl með ósannindi og blekkingar í garð bænda og samvinnumanna. Það er ekki í fyrsta sinn, og kemur fáum á óvart, enda sjaldnast tekið mikið mark á því, seni sagt er í blaðinu því. Virðist þar fara prýðilega sam- an málstaður og menn, enda eðli- legt, því hvað eiskar sér líkt. Að hinu leytinu virðist svo sem allt þetta tal um búskap J. J. í Hriflu sé seigunnið sælgæti í munni andstæðinga hans. Og þó vita þeir það, sem slíku halda á lofti, að J. J. hefir aldrei búið í Hriflu og aldrei »f!osnað« upp þaðan, þó þeir haldi slíku fram. En það virðist vera hin sterka, meðfædda eðlishneigð, er hér kemur fram, þ. e. löngunin til að skýra rangt frá, segja ósatt, þó í litlu sé, þegar andstæðingur á í hlut. En hversu er þá trúandi þess- uni sömu mönnum, þegar til annara mála kemur? Má ekki álykta, að þeir, sein þjóna svo einhliða lund sinni á opinberum vettvangi, að þeir virðast hvorki vilja né geta sagt annað en ósatt, og það í mjög einbrotnu og raunar ómerkiiegu máli, — má ekki álykta segi ég, að þeim hinum sömu sé hætt við að ganga á snið við sannleikann og fara um hann fremur köldum hönd- um, þegar um stærri og þýðingar- meiri mál er að ræða og andstæð- ingar eiga í hlut? — Það er talin gömul reynsla fyrir því, að þeir, sem af meðfæddri hvöt, eða af ut- anaðkomandi áhrifum — eins og t. d. af stöðugu samneyti við sér verri menn — gjörast talsmenn ósann- inda, þá verði þeir furðulega fast- heldnir og tryggir hinum illa mál- stað. Það er hálf gremjulegt að heyra það og lesa, þegar manntitjur, eins og þessi Sveinn — eða hvað hann nú heitir — frá Egilsstöðum, er með dólgsskap og drembilæti að gefa það í skin, að hann sjálfur sé ein- hver voðaleg stærð í andstöðuflokki bændanna, sem aðrir muni vera hræddir við, — hann, sem fæstir munu nokkuð kannast við, hann, sem sennilega aldrei hefir komið opinberTega fram og aldrei verið getið í sambandi við nokkurt þjóð- nytjamál í almennings þarfir. — Þá er það og eigi síður gremjulegt, þegar hann, þessi maður, læzt vera að fordæma ósannindin hjá öðrum, samtímis því sem hann sjálfur fyll- ir gúlinn af vísvitandi ósannindum um aðra. Önnur ósannindi þessa Sveins eru og þau, að J. J. hafi látið gera skurð í Hriflu og vatninu verið ætl- að að renna á brattann! Ekki er okkur sveitungum J. J. kunnugt um þetta, og ættum við þó að vita það gerst allra. En við vitum, að þetta eru ósannindi. Má segja að Sveini þessum sé ekki sérlega óljúft að offra tíma og eigin áliti í þjónustu ósannindanna. Við, gamlir sveitungar J. J., sem höfum þekkt hann allt frá. lians æskuárum og fram á þennan dag, þurfum alls ekki að láta Svein þennan, eða nokkurn annan, segja ©kkur hver eða hvernig maður Jón- as Jónsson.er. Það er öldungis ár- angurslaust fyrir Svein, eða hvern sem er, að ljúga upp á J. J. og ætla okkur að trúa. Til þess þekkjúm við of vel framfarahug hans og um- bótalöngun, drengskap hans og viljakraft til þjóðnýtra starfa og framkvæmda. Enda hefir J. J. sýnt það sjálfur, hver hann er, með störfum sínum í þágu alþjóðar. Samflokksmenn hans og margir aðrir hafa og sýnt það í orði og viðurkennt það í verki, þar sem fleiri hundruð manna voru mættir, að J. J. er mest metinn allra núlif- andi stjórnmálamanna þjóðarinnar. Enginn hefir hlotið jafn glæsilega viðurkenning fyrir því og J. J. Enda hefir öll hans stjórnmálabarátta lot- ið að því, að bæta úr því, sem núð- ur hefir farið í lífi og háttum þjóð- arinnar, og hefir sú umbótastarfsenú komið fram í dómsmálum, heilbrigð- ismálum, skólamálum, atvinnu- og landbúnaðarmálum, samgöngumál- um, landhelgismálum og fl. — Öll hans starfsenú hefir miðað að því, að gera nútíð og framtíð betri og bjartari, svo ahnenningi fái liðið betur, svo allir fái lifað menningar- lífi móts við aðrar siðmenntaðar þjóðir, svo sem þjóðarhættir, efni og ástæður frekast leyfa. — Þetta vita allir og þetta viðurkenna allir sæini- lega sanngjarnir og réttlátir, allir, sem meta sannleikann meira en ó- sannindin. En öll þessi starfsemi J. J., hefir kostað hann látlausa bar- áttu og stór átök. Engum dettur í hug að neita því, að Jónas Jónsson hefir oft og mörg- um sinnum veitt andstæðingum sín- um mörg högg og þung, svo þá hef- ir harla oft sviðið undan, og það ekki óverulega. En er nú raunar við öðru að búast, þegar alls er gætt? Reynast þau ekki býsna sterk öflin þau, er samanstanda af skiln- ingsleysi, þröngsýni, viljaleysi, kæruleysi, hlutdrægni, heimsku og ósannindum? Starfsemi J. J. hefir miðað að því að brjóta þessi öfl á bak aftur og slíta þau bönd, er hafa knýtt þau saman, jafnframt því að byggja upp nýja starfsenú á nýjum og heilbrigðari grundvelli. Og hon- um hefir, því betur, orðið mikið á- gengt. Hann hefir víða unnið marga sigra og stóra, með aðstoð góðra manna. Þegar nú litið er til hinna mörgu umbótamála, sem J. J. hefir barizt fyrir og konúð í framkvæmd, þá má segja að það sé undraverður við- burður — og þó neðan við það aö vera nokkurs verður — þegar kiaufalegir ritsnápar, eins og þessi Sveinn, fer að moka upp hrakyrðum og ósannindum um J. J. Þetta er enn undraverðara, þegar þess er ,gætt, að þetta gerir maður, sem enginn þekkir að hafi barizt fyrir nokkru umbótamáli eða nokkru nyt- semdarmáli komið í framkvæmd fyrir íslenzka þjóð. — Hversu má honum detta sú fjarstæða í hug, að nokkur trúi því, sem hann segir, — svona maður. Það væri undarlegt.— Það, sem mest einkennir grein þessa Sveins, sem birtist í áður nefndri »Framsókn«, er kæringar- leysið, stráksskapurinn og ósannind- in. Skal ég að lokum láta Svein sjálfan sanna þessi ununæli, með því að taka hér upp glefsur úr grein hans, sem örlítið sýnishorn fyrir þá, sem ekki sjá »Framsókn« eða ekki vilja lesa hana. Eg gríp af handahófi niður í grein þessa Sveins, Þar er af miklu að taka, og flest er iíkt hvað öðru: Sveinn segir meðal annars: »Þú (þ. e. J. J.) skilur ekki þýð- ingu ræktunar landsins, heldur ekki þýðingu Iandbúnaðarins fyrir þjóð- arheildina«.------»Enginn stjórn- málamaður hefir sett svo ranglátt mat á gildi landbúnaðarins sem þú. Þú hefir tekið upp þá stefnu, að Peir, setn ekki hafa þegar tryggt sér útsæði, ættu ekki að draga að gera pantanir. Kaupfólag Eyfirðinga. «g Kjötbúðin. HHHHHHHBlSHtiilÍHHHHHHHHHHHHHHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.