Dagur - 16.04.1936, Side 3

Dagur - 16.04.1936, Side 3
16. tbl. DAGHB 63 hatast við landbúnaðinn; villt koma honum á kné. Og þú hefir valið sömu leiðina og Rússinn.«----------- »Þú veður fram í fyikingu kommún- ista hér á landi og gerist róttækari og djarfari í starfinu en nokkur annar í fylkingunni. Engin dæmi eru til þess, að nokkur maður hafi lagzt svo lágt til fjandskapar við nauðsynlegustu stétt þjóðfélagsins sem þú Jónas. Það lítur út fyrir að það ætli að sannast, að þú veröir mesti óhappamáður þjóðarinnar«.* Ég held flestir verði sammála um það, að hér sé gengið svo langt i frekjuleguin ósannindaaustri, að öllu lengra sé ekki hægt að komast. — Svona ritháttur og svona framkoma þekkist ekki, nema hjá íburðarmikl- um hræsnurum, aukvisum og ættler- um. Þegar þeir ætla að gera mikið og upphefja sjálfa sig, sökkva þeir * Framsókn, 22. febr. 1936. Athugas 1.—3. Sjálfsagt er að biðja hátt- virtan Sæmund afsökunar á því, að láðst hefir að láta sér renna grun í grískulærdóm hans. Ástæðan til þess er einungis sú, að ritsmíðar lians hafa hvorki þótt bera með sér yfirbragð lærdóms eða skilnings. Örðugt hygg ég þó, að honum muni ganga, að telja lesendum Dags trú um, að hann hafi nú í vísinda- mennsku sinni á þéssu sviði yfir- stigið þá færustu grískumenn lands- ins, sem á sínum tíma unnu að hinni nýjustu biblíuþýðingu vorri. En að þeir hafi skilið þessi unnnæli eins og ég benti á, getur hver maður séð, sem lítur í nýja testamentið. »Hann settist á þau ofan« (Matt. 21. 7) verður ekki skilið öðru vísi af sam- bandinu, en að Jesús hafi sezt á báðar skepnurnar, enda er það í samræmi við skilning Mattheusar á Sakaría 9. 9. Benda má og Sæ- mundi á það, að þannig er þetta skilið í hinu inikla og merka fræði- riti Hastings: A Dictionary of Christ and the Gospels, sem er á engan hátt »nýguðfræðilegt skýringarrit«. Annað mál er það, að leshættir í handritum nýja testamentisins skipta hundruðum þúsunda, svo að gera má ráð fyrir því, að misjafnar þýðingar geti stundum verið sprottn- ar af því, að ekki sé alltaf lagður sami texti til grundvallar þýðing- unni. Ekki mun eg þó leggja það á lesendur Dags, að fara út í langar og flóknar skýringar í þessu sam- bandi, enda yrði það seinlegt verk, að leiðrétta í nútíð og framtíð allar þær vitleýsur, sem hr. Sæmundur er líklegur til að festa á pappírinn. En það er auðvitað mál, að til grund- vallar hinni nýjustu og vönduðustu biblíuþýðingu vorri, var lagður texti frá hendi hinna ágætustu textafræð- inga, hinn sami texti og notaður hefir verið við guðfræðinám í fjölda- mörgum háskólum víðsvegar um heim. Ef nú Sæmundur vill ekki fella sig við texta hinna beztu fræði- manna, sem varið hafa æfistarfi sínu í það, að velja á meðal mis- æ dýpra og dýpra ofan í forað spillingarinnar. Og þó, — og þó er ekki rétt að á- fella svona menn, jafnvel þó þeir tíni saman ósannindi og vitleysur. Þetta eru aumingjar og auðnuleysingjar, sem sjá ekki og vilja ekki sjá grein- armun góðs og ills. Þetta eru lítil- menni, sem á augnablikinu magna sjálfa sig, eða eru spanaðir af öðr- um til að vinna hermdarverk. Hins vegar er það skiljanlegt, þó grein þessa Sveins kæmi út í »Fram- sókn«. Þar, og ekki annarstaðar, hlaut hún að birtast, úr því hún varð til á annað borð. Greinin er náskyld þeirn verksmiðjuiðnaði, sem þar er rekin, undir umsjá bóndans, sem af stakri nákvæmni og án hlut- drægni hefir lagt hönd á að útkljá mál bændanna í Kreppulánasjóði, og hins fróma prests, sem utan kirkju og innan hefir með lífi og sál helgað allt sitt starf í þjónustu meistarans frá Nazaret. B. B. e in d. munandi leshátta, þá, sem af ýms- um orsökum þykja sennilegastir; ef hann hafnar allri aðferð þekkingar og skynsemi, þá væri gaman að fá að vita, hvaða aðferð hann hefir til þess að finna, á milli óteljandi af- bakana þann leshátt, sem drottinn hefir innblásið og ætlast til að menn trúi. Þessu næst má spyrja Sæ- mund: Ef drottinn hefir Iátið skrifa biblíuna í fyrstu eftir þeim aðferð- um, sem hann virðist ímynda sér, hvers vegna sá þá drottinn ekki um það, sem engu síður var nauðsyn- legt, að afritararnir afbökuðu ekki biblíuna, svo að bókstafstrúarmenn þyrftu ekki að velja á milli aragrúa leshátta? Annars gengur Sæmundur alveg fram hjá því, sein var aðal- atriðið í þessu máli — misskiln- ingnum, sem kemur fram í því hjá Mattheusi, að gera tvo asna úr einum. 4. Sannleiksást og skilningur hr. Sæmundar kemur í ljós í því, áð hann neitar því, að mótsögn komi fram í »þú átt að hata óvin þinn« og þessu boðorði Jesú: »Þú átt að clska óvin þinn«, eða mót- sögn sé á milli boðorðanna: »Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn« og þér skuluð ekki rísa gegn mein- gerðamanninum. Eða: »Þú skalt halda eiða þína við drottinn« og »þér eigið alls ekki að sverjaz o. s. frv. Um þessa tegund af vitsmunum eða sannleiksást fer ég ekki fleiri orðum. Hvert barn getur dæmt um þetta. 5. Hugsunarháttur fræðimanna og farisea 150 árum f. Kr. var að engu verulegu leyti frábrugðinn hugsun- arhætti þeirra á dögum Jesú. Bók- stafstrú þeirra, hroki, trúarofstæki og skinhelgi var söm og jöfn. Væri þeir því maklega kallaðir »djöfuls- ins synir« af Jesú og harðlega vítt- ir fyrir þe'ssa lesti, þá áttu þeir alla sína tíð þennan dóm skilið, hinir andlegu forfeður Sæmundar. 6. I I. Mós. 22, 18, er ekkert um það að ræða, að guð sé að gefa »Abraham og afkvæmi hans« nein fyrirheit, eins og í I. Mós. 12, 7; 13, 15 og 17, 8, heldur er sagt að af hans afkvæmi skuli allar þjóðir jarðarinnar blessun hljóta, sem er allt önnur hugsun. Þessvegna er það ljóst, að Páll vitnar í einhvern af hinum fyrrnefndu stöðum. Hinsveg- ar skiptir það engu máli, hvort orðið er notað í eintölu, eins og í grísku þýðingunni, eða í fleirtölu, eins og hjá Hebreum. Því að gríska orðið: sperma (= sæði), sem um er að ræða, felur í sér í eintölunni fleir- töluinerkingu: niðjar eða afkomend- ur, alveg eins og afkvæmi getur verið bæði eintala og fleirtala í ís- lenzkunni. Sæmundur getur t. d. flett upp í sínu gríska testamenti, Matt. 22, 24 og 25; Mark. 12, 20; Lúk. 1, 55; Jóh. 8, 33, til að sann- færast um þetta. Sjálfur Páll notar orðið í fleirtölumerkingu í Róm. 4, 13 og 9, 7 og jafnvel Gal. 3, 29. Þar mætti alveg eins standa: Þér eruð afkvænú Abrahams, því að þetta er allt eitt og sama orðið í grískunni. Af þessu verður það ljóst, hvað grískukunnátta Sæmundar stendur sterkum fótum og hversu líklegur hann er til þess, að leiðrétta starf þeirra, sem stóðu að biblíuþýðingu vorri. Um önnur atriði get ég orðið fá- orður. Ég veit ekki til, að það sé nein ný opinberun, að prestar getl ekki lifað á munnvatni sínu einu saman, frekar en aðrir menn, og þurfi því að taka laun fyrir starf sitt. Páll, sem Sæmundur trúir á, sagði að verður væri verkamaðurinn fæðis síns. Þessi launakjör eru þannig, að þegar safnað var fyrir nokkrum árum skýrslu um fjárhags- ástæður presta, kom það í ljós, að aðeins örfáir áttu fyrir skuldum. Ég sé ekki á hvern hátt það er hneyksl- anlegra af prestum, að taka laun fyrir starf sitt, en öðrum vinnandi mönnum og á engan hátt finnst mér ánægjulegra það fyrirkomulag mál- anna, sem þekkist hjá sumum sér^ trúarflokkum, að lifa á betli og sníkjum. Ég hefi enn einu sinni sýnt fram á grunnfærni hr. Sæmundar G. Jó- hannessonar og það frámunalega yfirlæti vanþekkingarinnar, sem birt- ist í öllu því, er hann lætur frá sér. Ennþá ógeðslegra er þó ofstæki hans og ólík’ara þeim Kristi, er hann þykist elska. Sæmundur hóf ritsmíð- ar sínar með því að þykjast sjálfur ætla að lerka á mér, svo að á mér sæi. Nú þykist hann vera búinn að brýna drottinn svo til reiði, að hann muni á dómsdegi henöa steini í hausinn á mér. Hvílík guðfræði! En það er vel, að Sæmundur hefir út- hverfzt. Með því hefir hann sýnt, að hann er jafnt að innan sem utan lif- andi eftirmynd þeirra, sem Jesús mælti þessi orð við: »Vei yður, þér fræðimenn og farisear, þér hræsnar- ar! Þér líkist kölkuðum gröfum, sem að utan líta fagurlega út, en eru að innan fullar af dauðra manna bein- um og hverskonar óhreinindum«. Vil ég að lokum ráðleggja Sæ- mundi mínum á Sjónarhæð það, að hætta um hríð öllu heilagleikamonti sínu og læra að sjá það og skilja, að hann er ekkert nema aunmr og vesæll syndari fyrir guði, eins og Vinum og vandamönnum tilkynnist, að jarðarför Jóns Jónssonar bónda á Borgarhóli, er ákveðin mánud. 20. þ.ra. og hefst með húskveðju á heimili hans kl. 2 e.h. Aðstandendur. aðrir. Því síður mun guð láta hann spana sig til fólskuverka, sá guð, sem Jesús sagði að léti sína sól upp renna yfir vonda og góða. Hinsveg- ar gæti honum orðið sálubót að því, að haldá betur áfram með sína grísku og leitast við að afla sér einhverrar þekkingar í þessum fræðum, með skynsemd og stillingu. Ef honum kynni að heppnast, að læra með tímanum eitthvað í þess- um efnum, hefi ég hugsað mér að spjalla við hann seinna í eilífðinni, ef svo kynni að fara, að drottinn léti ekkert verða af þessu með steininn. Benjamin Kristjánsson. IrúmðiaviOræður þeirra Saemundar G. Jó- hannessonar qg sfra Benjamíns Kristjáns- sonar eru hér með á enda í þessu blaöi. í naini menningariQnar. Fregnir af nýlegum svokölluðum sigurvinningum hinna ítölsku her- sveita í Ethiópiu láta þess getið, að í tilefni af þeim hafi stofnað verið til margháttaðra hátíðahalda víðs- vegar um Italíu. Sigrar þessir, eí það er þá réttlætanlegt að kalia þá því nafni, áttu rót sína að rekja til þess, að Pietro Badoglio yfirhers- höfðingi ítala lét á nokkrum klukku- stundum demba yfir varnarlaust Ethiópíufólk, konur, börn og gamal- menni, eitthvað um 70 smálestum af bráðdrepandi sprengiefni. Fyrirsláttur Mussolinis um það, að árásir ítalíu á Blámannaland séu háðar með það fyrir augum, að sið- manna þjóðina, verður því and- styggilegri, sem málið er nánar at- hugað. Innfædduin Afríkukynflokk- um stendur það vafalaust enn í fersku minni, hvernig hvítmenningin fór að ráði sínu þar í landi fyrír tuttugu árum eða svo; hve lágt hin- ar nafnkristnu þjóðir lutu þá. Og þar af leiðandi er þess heldur ekki að vænta, að virðingin fyrir vest- rænni hvítmenning fari vaxandi við þau hryðjuverk, sem daglega eru framin í Ethiópíu í nafni hennar . Sigrar ítala í Afríku verða senni- lega samt sem áður aldrei nema skannngóður vermir. Draumur Mus- solinis um endurreisn Rómaveldis hins forna á enn langt í land. En hjá því getur ekki farið, að hermd- arverk Itala skjóti djúpt rótum í meðvitund þeirra kynflokka í Afríku, sem nú eru sárast leiknir, og að hefndarhugurinn brjótist út í ægi- legri mynd, jafnvel áður en langt uin líður. Og þá er engan veginn ó- hugsandi að fjárplógsmanninum hvíta verði sýnt í tvo heimana. Því læra börnin málið, að það er fyrir þeini haft. Ef til vill skilst Et- hiópíumönnum það til fullnustu síð- armeir, hvert þeir eiga að sækja fyr- irmyndir sínar. Það tók Japani til- tölulega ekki lengi að koma auga á, hvernig þeir ættu að fara að, til þess að geta fært út kvíarnar. Þeir höfðu fordæmið við hendina og fylgdu þvi dyggilega. Lb.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.