Dagur - 16.04.1936, Blaðsíða 4

Dagur - 16.04.1936, Blaðsíða 4
64 DAGUR 16. tbl. T E X T I : Ónotuð orka og ónumið Iand, vilmögum storka að vinna grand. Því iðjuleysið, móðir margra synda má ekki líðast. í norð-austur horni Islands, liggur Norður-Þingeyjarsýsla, írá Tjörnestanga, skammt norð-aust- ur frá Húsavík, þvert austur yfir Reykjaheiði, Axarfjörð, Melrakka- sléttu og Þistilfjörð, allt austur að Eiðisvík og Gunnólfsvík á Langanesi, hér um bil 100 km. frá vestri til austurs. En frá norðri til suðurs er sýsla þessi aðeins að meðaltali 20 km., er því flat- armál hennar alls um 2000 fer- kilometrar og er því 1/20 af öllu því landi (40000 ferkm.) sem telst vera hér á landi, vel ræktanlegt. í*essi sýsla er yfirleitt sléttlendi, lyngi og hrísivaxið, ágætt hag- lendi, sem plæging og herfun geta breytt i fínasta valllendi, ásamt gróðursælum jurtagörðum. Landinu hallar litið eitt til norðurs, meðfram ströndinni, nóg til áveitu. Um það fellur áin, Jökulsá á Fjöllum, stundum kennd við Axarfjörð, þar sem hún fellur til sjávar. Sú á flytur, þegar hvað minnst á sumrum, t. d. 30. okt. 1907, þegar G. J. Hlíð- dal mældi hana, 110m3 á sek- úndu. Hún getur með því vatns- magni og 75% nýtingu, alið X 110 — 1100 eimhestöfl á hverjum metra fallhæðarinnar. Nú er 1 km. vegar tyrir ofan Dettifoss, þess sem þeir G. S. og G. J. fylgdarmenn minir athug- uðu 9. okt. s.l. og, sem eg get um í grein minni, sem birtist í bl. Dagur 17. og 24. sama mán. svonefndur Selfoss 11 mtr. hár, og tveimur km. fyrir neðan ný- nefndan Dettifoss, fellur Hafra- gilsfoss 24 mtr. hár. Fallhæð þessara tveggja fossa, samanlögð við fallhæð Dettiíoss, sem er samkvæmt mælingum G. J. Hlíð- dals 58 mtr. hár, er því 11 -f 24 -f 58 = 93 mtr. Auk þess fellur gljúfrið sjálft á nefndum 3 km. vegi 30 mtr. Er þvi raun- veruleg fallhæð fáanleg við Haíra- gilsfoss, alls 93 -f 30 m. = 123 mtr. og orka árinnar þar því 110 X 10 X 123 = 1100 X 123 = 135000 eho. (eimhestorkur). Hvers virði sú orka er, ef notuð er til hitunar og iðju, má ráða af þvi, að hver eho.orka, ef alveg notuð, getur alið 830 C kg. hita- einingar, á hverri klukkustund, en góðir rafofnar gefa 95—98% þess hita. Á 4 klst. gildir því hver eho. á við 1 kg. kola, sem geyma 6000 kg. hitaeiningar, og gefa við brennslu 50% hitans. En séu Ieiðslur margþættar og eyðslusamar og vatnsmagnið mis- munandi, t. d. á vetrum, og vatnsæðarnar frjósi, má ekki gera ráð fyrir að hver eho. gildi meira yfir árið en 1,8 smálest af nefnd- um kolum. En með þeirri nýt- ingu gilda 135000 eho. 135000 x 1,8 smálest = 243000 smálestir kola, sem á 40 kr. smál. gerir 9720Q00 kr. En það er næstum o « • & • Tilkynning um sílflarloforí til Síldanerksmiðja ríkislns. Þeir, sem vilja lofa síld til vinnslu í Síldarverksmiðjur ríkisins á næstkomandi sumri, skulu innan 15. Maí n.k, hafa sent stjórn verksmiðj- anna símleiðis eða skriflega tilkynningu um þ*ð. Útgerðarmaður skal til- kynna hvaða skip hann ætlar aö nota til veiðanna, einnig hvort hann vill skuldbinda sig til þess að afhenda verksmiöjunum alla bræðslusíldarveiði skips síns eða skipa. eða aðeins hluta veiðinnar, eöa alla síldveiði skips eða skipa. Úau skip, sem afhenda verksmiðjunum alla veiði sína, eða alla bræðslusíldarveiði sína, ganga að jafnaði fyrir þeim skipum með samninga og afgreiðslu, sem aðeins hafa verið skuldbundin til að afhenda hluta af bræðslusildarveiði sinni, eða hafa enga samninga gert fyrirlram. Verði meira framboð á síld, en stjórn verksmiðjanna telur sýni- legt að verksmiðjurnar geti unnið úr, hefir stjórnin óbundnar hendur til að ákveða, af hve mörgum skipum verksmiðjurnar taki síld til vinnslu, Ef um framboð á síld til vinnslu er að ræða frá öðrum en eigendum veiði- skipanna, skal sá, er býður síldina fram til vinnslu, láta skilríki fylgja fyrir því, að hann hafi umráðarétt á skipinu yfir síldveiðitímann. Stjórn verksmiðjanna tilkynnir fyrir 1. Júní n. k. þeim, sem boðið hafa fram síld til vinnslu í verksmiðjurnar, hvort hægt verði að veita sfld- inni móttöku, og skulu þá allir þeir, sem lofað hafa síld til verksmiðjanna, og stjórnin hefir ákveöið að taka síld af, hafa innan 20. Júní n. k. gert samning við stjórn verksmiðjanna um afhendingu síldarinnar. Að öðrum kosti er verksmiðjunum ekki skylt aö taka á móti lofaðri sild. Siglufirði, 7, Apríl 1936. Stjórn Sildarverksmiöja rikisins. Pormóður Eyólfsson. p. t. formaður. tvöfalt sú upphæð, sem lands- menn hafa fleygt út fyrir innflutt kol og eldsneyti á siðustu 21 ári = þ. e. a. s. 105 x 106 króna fyrir innflutt kol. Hvenær ætli landsmenn hafi dugnað eða þrek í sér til að virkja þessa 3 fossa og spara sér ótaldar kvalir at kulda, og stöðva hraðfallandi verðfall krónunnar, vegna sívaxandi ókleyfra skulda, sem síðastliðið vor var fallin ofan i 47 aura samanborið við gull? Hvers virði geta afurðir Norður- Þingeyjarsýslu, sé landið vel ræktað, plægt og herfað, gefið íbúum sínum til fæðis, klæða og húsnæðis? Með öðrum orðum: Hvers virði til fæðis, klæða og húsnæðis af- urðirnar af hverjum ferkm. vel ræktaðs lands, geti orðið hér á Norðurlandi, má ráða af því sem nú segir: Hér á Akureyri (65°40“ nb, 18°2“ vl.), á Sunnuhvoli hjá Axel Schiöth gefur hver vallardagsl. (9000 ferfaðm. eða 32400 ferfet) 15 töðu- hesta, hvern á 100 kg. Á því má fóðra, með algerðri innigjöf (240 sólarhringa) 5 sauðkindur. Hver sauðkind eyðir því 300 kg. töðu: 240 = 30 : 24 = 1 % kg. töðu á hverjum sólarhring. 100 vallar- dagsl. geta þvi með álika góðri ræktun fóðrað 500 sauði, en 500 vallardagsl. = 32 hekt. = ^ af 1 ferkm. Hver ferkm. gæti því fóðrað með sömu ræktun 100: 32 x 500 sauði = 1562.5, og öll Norður-Þingeyjarsýsla 2000 fer- km., getur því fóðrað með sömu ræktun 2000 x 1562.5 =3125000 sauðkindur, og allt landið, 40000 ferkm., sem telst ræktanlegt, getur með sömu ræktun fóðrað 20 x 3125000 sauðfjár = 62'/2 millión sauðk. Af þeim fjölda má slátra á hverju hausti V« fjár= 15625000 sauðk., sem að meðaltali gefa hver á blóðvelli 30 kg. kjöt, og auk þess 5 — 10 kg. slátur. Með % kg. eyðslu á sólarhring endast 40. kg. kjötmetis 240 sólarhringa. Ennfremur 11/2 kg. ullar og gærur og 210—270 lítrar skyrs og mjólk- ur. Alls ársforða handa 3 — 4 milj. ibúa. Sé landið vel ræktað, sauðfé heil- ræktin framfært 30 falt fleira fólk, en hér er nú. En til þess að koma þessu í verk, verða landsmenn að læra þrennt: 1. Bræða járn úr klettum, t. d. úr Þórðarhöfða norðanvert við Skagafjörð, og á Vestfjörðum, við Isafjarðardjúp, Hnifsdal og Bol- ungarvík. Líkt og Sviar gera, við Dalaelven. 2. Að búa til steinlim, með því að brenna leirinn, sem finnst frá Borgarnesi til Akraness. Fyrst einan með kolum, síðan jafnvigt hans af hreinni tinnu innfluttri frá Danmörku, ásamt 60% af kalki móti 40% af leir, mylja hvorttveggja i fínasta duft, og hræra duftið vandlega saman, siðan vökva blönduna með vatni. Við áhrif vatnsins, verður duft- blandan, hið seiga, harða steinlim. 3. Að brenna hreinan brenni- stein i heitri eiragufu, sem kólnuð verður hrein brennisteinssýra, besta efni til að hreinsa stein- tegundir, og uppleysa bein, hæf i tilbúinn áburð. Akureyri, 28. febrúar 1936. Frlmann B. Arngrímsson. Dularfull fyrirbrigöi. I tilefni af deilum þeim og málaferlum er geisuðu fyrir skömmu út af »huldulækningum«, andatrú, S. R. F. f. 0. fl., heldur Helgi Valfýsson rithöfundur fyrirlestur í kvöld í Nýja,-Bíó kl. 8V2. Mun hann þá skýra frá mörgum merkilegum atriðum og furðulegum viðburðum úr eigin r.eynslu og annarra. Hefir hann árum saman staðið mjög nærri þessháttar málum og kann frá mörgu að segja. yfirleitt. Sýning á teikningum nemenda Iðn- skóla Akureyrar verður opin almenn- ingi í skólahúsinu á sunnudaginn kem- ur kl. 2—7 e. h. Aðgangur ókeypis. Skólanum verður sagt upp í Skjaldborg síðasta vetrardag kl. 8 síðdegis. Lík Halls Stemgrímssonar, Látrum, sem fórst í mannskaðabylnum mikla 14. —15. des., ásamt föður sínum, fannst á páskadaginn, skammt fyrir ofan Knarr- arnes á Svalbarðsströnd, en bát þeirra feðga rak eins og kunnug't er í Knarr- arnesinu, og var lík Steingríms í hon- um. — Umdæmisstúkuþing. Vorþing' Um- dæmisstúkunnar nr. 5 hefst hér á Ak- ureyri n. k. laugardag', kl. 8.30 e. h. í Skjaldborg. — Stigveiting fer fram í þingbyrjun. Kl. 4 e. h. á sunnudaginn verður á sama stað haldinn opinn fund- ur fyrir alla templara og þá rædd á- fengisvatnamál og fl. — Brennlmarb Guðmundar Axelsson- ar, Stóragerði, Skriðuhreppi, er: G. Ax. Fimm ær, ungar og vænar, eru til sölu nú þegar. — Árni Jóhannsson Kea visar á seljanda. — til leigu 14. maí. — Upplýsingar í Kfötbóð K. E, A. Veggfóður fjölbreytt úrval, nýkomið. Járn- og glervörudeild. — allar stærðir — fást í Verzlun Eyiaíiörður. Dánardægur. Þann 12. þ. m. andaðist Jón Jónsson bóndi á Borgarhóli, á átt- unda ári yfir sjötugt. Jón var ættaður úr Fnjóskadal en bjó góðu búi á Borg- arhóli í samfleytt 52 ár. Hann var dugnaðar maður, vel hagur og vinsæll. Trúlofun sína hafa nýlega opinberað ung'frú Sigríður Björnsdóttir, Helga- felli á Svalbarðsströnd og Einar Aðal- steinsson, sjómaður, Svalbarðseyri. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Bjömssonar. Ætti þetta, því að verða fróðlegt erindi biigt og skepnuhöld góð> gelur sauflfjár- öllum Þ?im er áhuga hafa á duiarfuii- um fyrirbrigðum og sálrænum málum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.