Dagur - 22.04.1936, Blaðsíða 3

Dagur - 22.04.1936, Blaðsíða 3
17. tbl. DAGUB 67 ræðutími hvers þingmanns, og skal þá forseti skipta umræðutímanum í heild sem jafnast á milli fylgis- manna og andstæðinga máls þess, sem er til umræðu, án þess, að hann sé bundinn við, í hvaða röð þing- menn hafa kvatt sér hljóðs, eða milli flokka, ef hentara þykir. Á- kvæði þessarar greinar ná einnig til ræðutíma ráðherra«. Páll Zophoníasson, Bjarni Ás- geirsson og Emil Jónsson flytja á Alþingi frumvarp um jarðakaup rík- isins. Aðalatriði frumvarpsins eru þessi: »Stofna skal sérstakan sjóð, sem nefnist jarðakaupasjóður ríkisins. Tekjur sjóðsins eru: a) Afgjöld af núverandi þjóð- og kirkjujörðum. b) Afgjöld þeirra jarða, sem keyptar verða eftir Iögum þessum. Tekjum jarðakaupasjóðs skal verja til kaupa á jörðum, að upp- fylltum þeim skilyrðum fyrir jarða- kaupum, sem Iög þessi setja. Skilyrði fyrir því, að ríkið kaupi jörð, eru: a) Að ekki séu horfur á að jörðin verði fyrir skemmdum af völdum náttúrunnar, svo sem vatnsflóðum, landbroti, o. s. frv., eða að líkur séu íil þess að hún af öðrum ástæðum leggist í eyði í náinni framtíð. b) Að tryggt sé að jörðin byggist eftir lögum nr. 8, 1. febrúar 1936, um erfðaábúð og óðalsrétt. c) Að kaupverðið fari ekki fram úr þeim fasteignaveðslánum er á jörðinni hvíla við opinbera sjóði og lánsstofnanir, og þó aldrei yfir fast- eignamat. Þó er ríkisstjórninni heim- ilt að kaupa jarðir, enda þó minna hvíli á þeim af fasteignaveðslánum við opinbera sjóði, en nemur sann- gjörnu kaupverði þeirra, ef tekjur jarðakaupasjóðs hrökkva fyrir meiri jarðakaupum en bjóðast samkvæmt ákvæðum fyrri málsgreinar þessa stafliðs. Greiðslum fyrir þær jarðir, sem ríkið kaupir eftir lögum þessum, skal að jafnaði haga svo, að jarða- kaupasjóður tekur að sér greiðslur áhvílandi fasteignaveðslána í opin- berum sjóðum, eftir því sem á stend- ur og um semst við viðkomandi lánastofnanir Landbúnaðarráðherra getur falið sérstökum manni umsjón með jarða- kaupum ríkisins, eftirlit með þjóð- og kirkjujörðum, reikningshald jarðakaupasjóðs, svo og aðrar fram- kvæmdir er af lögum þessum leiða. Þrátt fyrir ákvæði laga nr. 8, 1. febr. 1936, um erfðaábúð og óðals- rétt, er leyfilegt að byggja jarðir, sem keyptar eru eftir lögum þessum 1 % hærra en getur í 2. gr. þeirra laga, meðan á þeim hvíla fasteigna- veðslán, sem eru svo há, að vextir þeirra eru hærri en nemur afgjald- inu, reiknuðu eftir 2. gr. Iaga nr. 8, 1. febr. 1936, um erfðaábúð og óð- alsrétt. i greinargerð frumvarpsins farast flutningsmönnum orð á þessa leið: »Flestum mun það ljóst, að gegn- um jarðasölu og jarðakaup hefir fjármagnið mjög flutzt úr sveitum landsins til kaupstaða og kauptúna, og að sama skapi hefir gjaldgeta þeirra minnkað, sem í sveit búa. Venjan hefir verið sú, að þeir, sem hætt hafa búskap og selt jarðirnar, hafa flutzt búferlum til kaupstað- anna, með verð jarða og búa með sér að meira eða minna ieyti, en þeir, sem við hafa tekið, keypt að mestu fyrir lánsfé og því orðið veik- ari stoð í sveitarfélaginu en hinir voru. Þannig er dæmi til um að á síðustu 15 árum hefir úr einni sveit í námunda við Reykjavík flutzt á þennan hátt um hálf milljón króna að verðmæti, mest til Reykjavíkur. Svipaða sögu hafa fleiri sveitarfélög að segja. AUir munu skilja, hvaða þýðingu þvílík blóðtaka hefir fyrir þau sveitarfélög, sem fyrir þessu verða. Lög frá síðasta þingi um erfðaábúð og óðalsrétt voru meðal annars sett til að hindra slíkan fjár- flutning úr sveitunum í framtíðinni, og að því sama miðar þetta frum- varp. Það má einnig telja ípjög vafa- samt, að öryggi bænda um búskap- arafkomu hafi aukizt með hinni auknu sjálfsábúð. Fjöldi bænda hef- ir til þessa orðið að yfirgefa jarðir og bú einmitt af því, að þeir hafa ráðizt í dýr jarðakaup, og horfurnar munu vera allt annað en glæsilegar í því efni eins og sakir standa. Or þessu er frumvarpinu einnig ætlað að bæta, að minnsta kosti að ein- hverju leyti. Eins og frumvarpið ber með sér, er ætlazt til þess, að afgjaldi núver- andi þjóð- og kirkjujarða verði var- ið til að standa undir kaupunum, og er það aðallega hugsað þannig, að með þeim verði greiddur mismunur á afgjöldum þeirra jarða, er keyptar eru, og ársgeiðslum af lánum þeim, er á þeim hvíla og þeim verður Iátið fylgja við kaupin. Nú munu afgjöld þjóð- og kirkju- jarða vera um 90000 kr. Hve mikl- um hluta jarðarafgjaldanna yrði varið til jarðakaupa eftir frumvarp- inu, fer vitanlega eftir því, hversu mikið framboð verður á jörðum, og eftir öðrum atvikum, og verður framkvæmdaratriði í höndum þeirra stjórnarvalda, sem með málið fara«. Samvinnan, 2.—3. hefti þ. á. er ný- komin. Efni sem hér segir: Febrúar 1936, e. J. J., Tveir brautryðjendur, e. J. J., Nýmæli í byggingarsamvinnu, e. Ragnar Ólafsson, Indland, e. Harry Martinson, þýtt af Guðl. Rósinkranz, Merkilegur iðnaður, e. Guðl. Rósin- kranz, Geta bændur byggt ódýrar, e. Þóri Baldvinsson, Albin Johansson fimmtugur. Heimilið. Kvenfólkið. Böm- in (ýmsar góðar smágreinar), e. Auði Jónasdóttur, Þættir úr listasögu IL (list Egypta) e. J. J. Atvinnulífið 1935, e. Guðl. Rósinkranz. Utanlands og inn- an, og fleiri smágreinar eru í ritinu. Fjöldi mynda prýða það einnig. Er Samvinnan vafalaust eitthvert læsileg- asta og bezta tímarit, sem gefið er út hér á landi, og einnig' það odýrasta. Ættu því sem flestir að kaupa ritið, og kynna sér þann boðskap, sem það flyt- ur. Heybirgðir bænda í Fnjóskadal eru nú mjög á þrotum. Eru 3 bændur búnir að flytja flestar skepnur sínar, fyrir utan nautpening, vestur yfir Vaðlaheiði til Svalbarðsstrandar, og hafa fengið þar húsrúm fyrir féð, og lítilsháttar hey. Vegna þíðveðra um páskana, hefir nú komið dálítil jörð á flestum bæjum f Fnjóskadal, og munu því bændur þar bjargast framúr, haldi áfram að batna. Sagt er, að allar skepnur séu hraustar, þó að þær hafi ekki haft nema litla gjöf undanfarnar vikur. Ný fræðslnlög Svo sem kunnugt er, liggur nú fyrir Alþingi frumvarp til nýrra fræðslulaga. Að dómi kennara, skólanefnda, fræðslumálastjórnar og margra annara málsmetandi manna, felast í frumvarpi þessu mikilsverð- ar umbætur á ríkjandi fyrirkoinu- lagi, án þess þó að útgjöld aukist til muna frá því sem er. Reynt er í frumvarpinu að samræma það, sem er framkvæmanlegt, og það, sem er sérstaklega hagnýtt fyrir börn og kennara, en jafnframt opnast nýjar leiðir til áframhaldandi þróunar. Gert er ráð fyrir í frumvarpinu, að skólaskyldan færist alls staðar niður í 7 ára aldur, með undan- þáguheimild upp í 10 ár fyrir sveit- irnar. Þessi niðurfærsla er fram- kvæmanleg án þess að bæta við húsnæði skólanna og án þess að fjölga kennurum með því að flytja nokkuð af kennslu yngri barnanna lengra fram á vorið. Þar sem 7 ára skólaskylda er þegar komin á, t. d. á ísafirði, hefir hún reynzt eitt hið mikilsverðasta framfaraspor fyrir barnafræðsluna. Og hér í Reykja- vík, þar sem börnin eru skólaskyld 8 ára, sækir árlega fjöldi fólks um skólavist fyrir yngri börn, og kvart- ar sáran, þegar það fær neitandi svar. Hinir efnaðri kosta börn sín í einkaskóla, en fátæku börnin verða óhjákvæmilega fremur útund- an, og verða oft fyrir þá sök á eftir jafnöldrum sínum í námi allan skólatímann. Þá hefir fyrirkomulag það, sem frumvarpið gerir ráð fyrir einnig þann inikla kost, að yngri börnin hafa minna skyldunám í svartasta skammdeginu, en að vorinu fá kaupstaðabörnin skilyrði til að leika sér á góðum leikvöllum skólanna og skilyrðí til vikulegra eða jafnvel daglegra námsferða i nágrenni bæj- anna í stað rykugrar og sótugrar götunnar. Það verður sem sé að ætla, enda gert ráð fyrir því, að fyrirskipað verði með reglugerð, að skólarnir starfi að nokkru leyti und- ir beru lofti að vorinu. Ennfremur er þess að vænta, að vegna vor- kennslunnar létti nokkuð á hinum yfirfylltu skólahúsum kaupstaðanna, en við það eiga að geta skapazt bætt skilyrði til skynsamlegra vinnubragða í skólunum, vetur sein vor. Fræðslulagafrumvarpið gerir ráð fyrir því, að heimavistarskólar komi smátt og smátt í stað farskóla alls staðar í sveitum landsins. En bygg- ing heimavistarskóla er tvímæla- laust eins og nú horfir, eitt hið mesta velferðarmál sveitanna og um leið alþýðumenningarinnar i land- inu. Það má öllum vera Ijóst, að sú tíð er úti, þegar hin fjölmennu sveitaheimili með heimilisiðnaði, kveðskap, lestri, sagnagerð og söng lögðu hornsteina að menningarupp- eldi þjóðarinnar. Það er hvort- tveggja, að hin fornu menningar- skilyrði eru að mestu eða öllu úr sögunni, og að kröfurnar, sem þjóð- félagið gerir til hvers einstaklings, eru allt aðrar en áður var. Farskólarnir geta ekki ráðið bót á þessu svo að viðunandi sé, til þess eru starfsskilyrði þeirra allt of hörmuleg. Mega það höpp teljast, ef mörg farskólabörn bíða ekki var- anlegt tjón á heilsu sinni vegna kyrrsetu í köldum og loftlausum herbergjum. Eg nefni nærtækt dæmi. Kennslukona við farskóla kom fyrir nokkrum vikum heilsu- biluð til Reykjavíkur. Þekktur lækn- ir hér í bænum hefir gefið henni vottorð um að hún þjáist af tauga- sjúkdómi, er stafi af ofkælingu. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörg- um um að farkennarar veikist vegna illrar aðbúðar við starfið. Af börn- um fara færri sögur, en hver trúir því, að það séu kennararnir einir, er þjást og bíða hnekki við þvílík skil- yrði. Bygging heimavistarskóla fyrir öll börn í strjálbýli landsins er eina viðunandi lausnin á þessu máli. Sú lausn kostar að vísu nokkurt fé og átök, en þó eigi meiri en svo, að ef þjóðin er samtaka og skilur hvað í húfi er, þá ætti síðasti farskólinn að víkja fyrir heimavistarskóla eftir svo sem 10—15 ár. Þess ber að gæta, að sveitafólkið hefir svo lengf verið afskipt um fjárframlög til fræðslumála, að það er fullkomin réttlætis- og sanngirniskrafa, að úr þessu misrétti verði bært sem allra fyrst. Allmikil og góð reynsla er þegar fengin af heimavistarskólum hér á landi. Vagga þeirra er í Árnessýslu, og eru 3 hinir elztu í Gnúpverja- hreppi, Biskupstungum og Hruna- mannahreppi. Ég hefi margt gott um þessa skóla heyrt og síðast nú fyrir nokkrum dögum ummæli alþingis- manna úr Árnessýslu, sem allir eru skólum þessum kunnugir. Voru þeir sammála uin, að þessir heimavistar- skólar hefðu þegar haft þýðingar- mikil menningaráhrif hver í sinni sveit. Um hina yngri heiinavistar- skóla t. d. á Strönd á RangárvöIIum, í Reykjanesi í N.-ísafjarðarsýslu og skólann í Axarfirði, er hið sama að segja. Á öllum þessum stöðum myndi það vera talið hið mesta ó- happa- og óhæfuverk, að leggja skólana niður. Og þó mun þörfin á föstum skólum sízt meiri á þessutn stöðum, en í öðrum sveitum Iands- ins. Ég hefi hér aðeins drepið á nokk- ur meginatriði fræðslulagafrum- varpsins. Kennarastéttin og fjöldi annara manna víðsvegar um landið fylgist af áhuga með afdrifum þess í þinginu og væntir þess að það verði sem fyrst að lögum í megin- atriðum. Sigur&ur Tnorlacius.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.