Dagur - 30.04.1936, Síða 1

Dagur - 30.04.1936, Síða 1
D AGU R searar 'út & hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son i Kaupfél. EyfirÖinga. Gjalddagi fyrir 1. júlf. Afgreiðslan •r hjá JÓNI Þ. ÞÓE. Norðurgötu 3. Talsími 112- Uppsögn, bundin viö ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1, des. XIX. ár •j Akureyri 30. apríl 1936. 18. tbl. IndriHi Einarsson leikskáld. er 85 ára í dag. óhætt mun að fullyrða, að eng- inn, hvorki fyrr né síðar, hafi haft jafnmikil og góð áhrif á leikmennt okkar íslendinga sem Indriði Ein- arsson. Má hann með réttu kallast leikfrömuður okkar. Starf hans í þá átt hefir verið svo margþætt, að um það hefði þurft að rita langt mál, og þann brennandi áhuga, sem hann hefir haft fyrir leikhúsmálum, lengst af sinni löngu æfi. Á skólaárum sínum samdi hann Nýjársnóttina, rúmlega tvítugur að aldri, og var hún þá strax tekin til meðferðar af skóianemendum, og þótti mikið til hennar koma. Með Nýjársnóttinni og Útilegumönnum Matth. Jochumssonar (er komu út skömmu áður) hefst í raun og veru leikritagerð hér á landi, sem hægt er að telja því nafni. Síðarmeir end- urbætti höfundurinn Nýjársnóttina á ýmsan hátt. Hefir hún verið leikin oft og mörgum sinnum í Reykjavík og alltaf hlotið mjög mikla aðsókn. Er hún eitt þeirra leikrita, sem náð hefir flestum leikkvöldafjölda þar. Af öðrum leikritum er I. E. hefir samið, ber að telja: Hellisinenn, Sverð og bagal, Skipið sekkur, Dansinn í Hruna, Stúlkan i Tangit o. f). Hafa þau öll verið sýnd syðra, nema Sverð og bagall, er það þó eitthvert veigamesta verk höfundar- ins, en útheimtir mikinn útbúnað. Þýðingar I. E. á Vikingunum á Há- logalandi eftir Ibsen, og Æfintýri á gönguför eftir Hostrup hafa verið prentaðar. Öprentaðar þýðingar hans eru Kinnarhvolssystur eftir Hauch og ekki færri en 14 leikrit eftir Shakespeare. Auk þess mörg smærri leikrit. Enn er þó eitt leik- rit ótalið, sem Indriði Einarsson hefir samið nú á síðustu árum æfi sinnar, er það Síðasti víkingurinn, og fjallar um Jörund Hundadaga- konung og veru hans hér á landi i byrjun 19. aldar. Verður leikrit þetta sýnt nú í Reykjavík, og er frumsýning þess í kvöld á afmæli skáldsins. Af því, sem að ofan hefir verið drepið á með örfáum orðum, má sjá að það er enginn smáræðisskerfur sem I. E. hefir lagt af mörkum til íslenzkrar leikritagerðar. Geta má þess, að hann hefir skrifað margar og góðar ritgerðir í blöð vor og tímarit um leiklist og þá sérstaklega um þjóðleikhúsmálið, sem hann hef- ir allra manna mest og bezt barizt fyrir um langt skeið. Hefir það ver- ið 'heitasta ósk hans að fá að lifa það að sjá þá menningarstofnun rísa upp í höfuðstaðnum og taka til starfa. Er ekki ólíklegt, að sú ósk hans kunni að rætast. Þjóðleikhúsið hefir verið í smíðum, að vísu ekki nerna hálfgert ennþá, en má samt fastlega vonast þess að ekki líði á löngu þar til það verði tekið til af- nota. Er það ekki með öllu vansa- laust, hve lengi hefir dregizt, að hin unga íslenzka leiklist fengi viðunan- legt húsnæði. Áhuga og hæfileika fyrir leiklist hafa öll börn Indriða tekið í arf. Dætur hans hafa allar meira og minna verið helztu máttarstoðir leik- húss Reykjavíkur, einkum Guðrún, Marta og Emilía. Verða þær Guð- rún og Stefanía sál. Guðmundsdótt- ir lengi taldar helztu leikkonur, er Reykjavík hefir átt. Einar Viðar, sonur Indriða, nú dáinn, var ágætur söngmaður og lék í einstöku söngleikjum. Indriði Waage, dóttursonur skáidsins, er alkunnur sem einn af þeim, sem mest hafa haldið leik- starfseminni í Reykjavík uppi, bæði sem leikari og leiðbeinandi. Indriði Einarsson er Skagfirðing- ur að ætt. Fæddur að Húsabakka í Seyluhreppi árið 1851. Hann tók próf í stjórnfræði við Háskóla Kaupmannahafnar árið 1872. Var lengi .endurskoðandi landsreikning- anna, og varð fulltrúi i stjórnarráð- inu árið 1904. Skrifstofustjóri þar varð hann árið 1909. Fékk lausn frá embætti árið 1918. Hann er giftur Mörtu, dóttur Péturs sál. Guðjohn- sens organleikara. Skáldalauna hefir Indriði notið af landsfé í alhnörg ár. I. E. er fæddur á vori, með hækk- andi sóí og má í raunverulegum skilningi kallast einn af helztu vor- mönnum hinnar íslenzku þjóðar. Hann hefir lengst af sinnar löngu æfi verið heilsuhraustur maður, og gert mikið til þess að halda henni sem bezt við, enda ennþá vel ern og röskur á fæti. Gleðimaður hefir hann verið frábær og þótt hrókur alls fagnaðar á mannfundum. Sá, sem þctta ritar, man eftir því, að einu sinni sagði 1. E. í gamanræðu, er hann flutti hér á Akureyri í sam- kvæmi: »Eg skal aldrei verða gam- all«. Allir Islendingar munu á þessum merkisdegi hins aldna leikskálds óska þess af alhug, að æfikvöld hans megi verða sem bjartast og á- nægjulegast. Hallgr. Valdemarsson. I „Vísir" frá Siglufirði söng í Nýja Bíó s. I. sunnudag og mánudag við mjög góða aðsókn. Það sem sérstaklega vakti athygli mína var, hve samstilltur og blæ- fagur kórinn er og hve óvenjumikl- um framförum hann hefir tekið síð- an er ég heyrði hann síðast. Á Þor- móður Eyjólfsson miklar þakkir skyldar fyrir alúð þá og atorku, er hann hefir lagt fram við þjálfun þessa flokks, sem nú er áreiðanlega að komast í fremstu röð kóra hér- lendis. Slíkt verður eigi fyrirhafn- arlaust. Söngskráin var smekklega valin og við kórsins hæfi og kom það aðeins fyrir, að manni fannst tenórnum eigi mega meira bjóða, en hreimurinn er góður, þótt af beri um 1. og 2. bassa, og var hann þó eigi fullskipaður. Einsöngur Daníels Þórhallssonar var mjög snotur og látlaus, aftur er rödd Sigurjóns Sæ- mundssonar full loðin til þess að hún láti verulega vel í eyrum. Ekki vil ég gera mikið upp á milli laga þeirra, er sungin voru, en eng- um dylst hvílík perla »Kirkjuhvoll« séra Bjarna er. Þótt hann sé sung- inn daglega, missir hann ekkert at yndisleik sínum, hann er sígildur, en það er aðalsmerki hinnar sönnu listar. Og lagið var prýðilega sung- ið af »Vísi«, og hafði ég eigi búizt við svo góðum hálstónum (falset). Þá var og »Jarðarför ungrar stúlku« eftir Forster mjög snoturt og vel sungið, og »Ut supra« blátt áfranr ágætt, enda gerði »Vísir« því hin beztu skil. Óþarfi er fieira til að tína, allt mátti heita vel sungið, sumt ágætlega og var söngur »Vís- is« söngstjóra, söngmönnum og NÝJA-BlÓ Laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Sólskinsbarnið. Æfintýrarik og hrífandi fög- ur talmynd með CARY COOPER, CAROLE LOMBARD og sólskinsbarninu SHIRLEY TEMPLE i aðalhlutverkunum. Úr blaðaummælum: »Sólskinsbarnið er hrif- andi skemmtileg og vel leikin mynd, þar sem Shirley litla leikur, dans- ar og syngur eins og Siglfirðingum til hins mesta sónia, og á þó líklega eftir að gera enn betur. Beztu þakkir fyrir komuna! Auditor. MESSAÐ í Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. næstk. sunnudag (3. maí). Helgi Valtijsson endurtekur fyrirlest- ur sinn um Dularfull fyrirbrigði — vegna fjölmargra áskorana — í Nýja Bíó kl. 8.30 í kvöld. Garðar hafa víða farið illa í snjó- þyngslunum í vetur og þurfa því góðr- ar hirðu og lagfæringar við. Sérstak- lega tré og runnar, sem oft verða út undan að nauðsynlegri umhirðu hjá garðeigendum. Vanur maður auglýsir í blaðinu í dag og óskar eftir þessháttar vinnu. Tveir harmonikusnillingur eru ný- komnir í bæinn. Halda þeir konsert í Samkomuhúsi bæjarins n. k. laugardag (2. maí). <©; Astar pakkir til allra, sem glöddu okkur d sumardaginn fyrsta. Guðrun Jóhannesdóttir. Snorri Sigfússon. Björgvin Guðmundsson tónskáld átti 45 ára afmæli 26. þ. m. Við þetta tækt- færi flutti Kantötukór Akureyrar hon- um skrautritað ávarp og veglegan göngustaf að gjöf. Mörg heillaóska- skeyti bárust tónskáldinu þenna dag. SilfurbrúðkaMp áttu hjónin Snorri Sigfússon skólastjóri og Guðrún Jó- hannesdóttir á sumardaginn fyrsta. Barst þeim fjöldi heillaóskaskeyta þann dag og margir vinir þeirra heímsóttu þau og færðu þeim gjafir. -

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.