Dagur - 07.05.1936, Blaðsíða 1

Dagur - 07.05.1936, Blaðsíða 1
D AGUR iemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júli. - •«*•< XIX. ár. Afgreiðslan •r hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112- Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 7. maí 1936. 19. tbl. Að ulan. Stórtiðindi hafa gerzt í Abessiníu á síðustu dögum. ítalir hafa nálg- ast höfuðborgina frá norðurvíg- stöðvunum og sýnilegt, að þeir myndu taka hana þá og þegar. Allt varð í uppnámi í borginni. Óaldar- flokkar brutust þar fram og fóru með ránum, manndrápum og brenn- um. Sóttu þeir að bústöðum er- lendra sendisveita og voru þær í liættu staddar af þeim sökurn. Þó tókst varðliði í þjónustu Breta að halda hlífiskildi yfir þeim. Stjórn- leysi ríkti í landinu. Keisarinn gaf upp vörn, lét af stjórn og flýði tií frönsku nýlendunnar við Rauða haf- ið. Brezkt herskip var sent þangað, til' þess að flytja hann til Palæstina eftir hans eigin ósk. Hafa ítalir nú gert innreið sína í höfuðborgina og var ekkert viðnám veitt, þar sem öll vörn var þrotin gegn nýtízkumorð- tólum og eiturgasi ítaia. Á suður- Föstudaginn 10. april koniu fimm hundruð erindrekar brezkra sam- vinnufélaga saman í Yarmouth á Englandi. Að baki þessum fimm hundruð erindrekum standa fimm miljónir samvinnumanna; telja þeir sig nú einna sterkastan flokk í Iand- inu. Forseti fundarins var Alfred Bar- nes þingmaður. í ræðu, er hann flutti strax í fundarbyrjun, kom það í ljós, að það voru tvö mál, er sanr- vinnumenn Iögðu mesta áherzlu á; en þau voru friðarmálin og sam- vinna ' við verkamannaflokkinn brezka. Margir hafa þá skoðun, að þessir flokkar eigi að ganga til ná- innar samvinnu og starfa sem ein heild, en aðrir eru þeirrar skoðunar, að það murú óframkvæmanlegt. Það, sem einkunr vakti athygli í ræðu Barnes, voru uppástungur hans á úriausnum þeirra mála, sem nú eru daglegt umræðuefni. Hann stakk upp á, að England gerðist frumkvöðull að málamiðlun og samningum til friðvænlegra úrslita í þeim deilum, sem nú standa yfir. Að England fyrir sitt leyti sam- þykkti þann herbúnað, sem nú ætti sér stað í Rínarhéruðunum, og beittí sér fyrir, að Frakkar drægju úr víg- búnaði sínum. Starf Bretlands ætti að vera það, að styrkja Þjóða- vígstöðvunum sækja ítalir stöðugt fram og mun lítið þar orðið um varnir. Mun því mega telja árásar- stríð þetta til lykta leitt með full- komnum sigri árásarmanna á víg- völlunum. í Rómaborg er mikil gleði yfir sigrinum, og hefir Mussolini fyrir- skipað almennt herútboð heinra fyr- ir, til þess að sýna heiminum styrk- leika ítala. Þingkosningunum í Frakklandi lauk á sunnudaginn var. Aðalúrslit- in urðu þau, að vinstri flokkarnir báru sigur úr býtum og hafa unr 100 atkvæða meiri hluta í þinginu. Kommúnistar juku fylgi sitt mest, einkum í París og uinhverfi hennar; bættu þeir við sig 62 þingsætum, en liöfðu áður 10. Sósíaldemokratar bættu við sig 50 þingsætum, höfðu áður 96 og eru nú fjölmennasti flokkurinn í þinginu. íhaldsflokkarn- ir eru í sárum eftir kosningaósigur sinn. bandalagið sem allra mest. Þetta yrði því aðeins framkvæmt, að tak- ast mætti að sameina sem bezt þá flokka í löndunum, sem áhuga hefðu á friðarinálunum, en sem stæðu utan við stjórnirnar sjálfar. Hann. benti á, að stórveldin sex. Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Þýzkaland, ítafía og Japan, fylgdu hvert um sig þeirri stefnunni, sem þeim þætti hagkvæmust í svipinn, hvort sem þau væru meðlimir Þjóða- bandalagsins eða ekki; jafnvel að þau léti, — eins og raun væri á — skyldur sínar við Þjóðabandalagið sitja á hakanum, og segðu sig strax úr Bandalaginu, þegar þeim þætti afskipti þess koma óþægilega við sínar þjóðlegu stefnur. Jafnvel þó allir játi, að Þjóða- bandalagið sé á margan hátt ófull- komið, þá er ekki því að leyna, að það er þó eina vopnið, sem við eig- úm og að gagni- getur komið. Þess- vegna áríðandi að starfað sé af fyr- irhyggju og kappi að því að sem flest stórveldin bindist samtökum um takmörkun vígbúnaðar. Verk- svið Englands ætti að vera það, að leiða friðarhugsjónina til sigurs. Gera uppkast að samningum og leita þeirra úrlausna, sem vænta mætti að leiddu til sameiningar á friðsamlegan hátt. Síðan skuli þessi Vorið er komið... Nú hlýnar og hlánar daglega. Biessað góða veðrið hressir og gleður menn og mállleysingja. Menn fagna sumri með því að hreinsa og ræsta hús sín og húsbúnað og margur góður borgari í bænum læt- ur sér það ekki nægja, en hreinsar og tekur til úti líka. Svo á það líka að vera, það er ekki nóg að hreinsa og fága inni, en láta alTt vera í sóðaskap úti fyrir. — Það safnast skran og rusl kringum hús og sér- staklega á baklóðir yfir veturinn, þetta þarf að færa burt eða láta sem minnst á því bera, nota heldur lóð- irnar, eins og inargir góðir borgar- ar hér í bæ hafa þegar gert, fyrir snotra smágarða, eða þokkalega leikvelli fyrir born sín. Bærinn er fallegur og bæjarstæð- ið gullfallegt, aflir borgararnir ættu að hjálpast að með að láta hann líta sem bezt út, bæði vegna íbú- anna sjálfra, og engu síður vegna hinna mörgu gesta, innlendra og er- lendra, sem árlega gista bæ þennan. Látið hendur standa fram úr erm- um, meðan annir eru ekki meiri en nú er og hreinsið til og prýðið kringum hús yðar, svo Akureyri verði prýðilegasti bær landsins. Ungmennastukan Akurlilja nr. 2 hef- ir kaffikvöld í Skjaldborg laugardaginn 9. maí kl. 9 e. h. Félagar eru beðnir að vitja aðgöngumiða í stúkustofuna í Skjaldborg á föstudagskvöld kl. 9—10 síðdegis eða við innganginn. MESSAÐ í Lögmannshlíð n. k. sunnu- dag kl. 12 á hádegi. samkomulagsatriði lögð fyrir þing viðkomandi þjóða til umræðu og undirskrifta. Ræðumaður kvaðst á- líta, að ef Bretland vildi takast þetta sáttasemjarastarf á hendur og gera uppkast að samningum, þá myndi meiri hluti stórveldanna ljá þeim fylgi sitt. í niðurlagi ræðu sinnar fórust honum þannig orð: »Það, senr nú ríður einna rnest á, er að Þjóðabandalagið gæti komið á tryggum, gagnkvæmum samning- um milli Þýzkalands, Belgíu og Frakklands. Að herbúnaður verði hvergi aukinn frá því sem er, og engin ný virki eða víggirðingar reistar við Rín. Að koma því til leið- ar, að ágreiningur þeirra þjóða, er Locarno-samningana gerðu, verði framvegis Iagður fyrir Þjóðabanda- lagið. Af fá Þýzkaland til þess að ganga á ný í Þjóðabandalagið. B. Föstudags-, laugardags og sunnudagskvöld kl. 9: Ný mynd. Keppinautar um embœttisgerð. í Leichester á Englandi gerðist eftirfarandi atburður um s. 1. mán- aðamót. Prestur, dr. Shannon að nafni, hafði orðið flæktur í málaferli, og verið dæindur í níu mánaða fang- elsi fyrir ósæmilega hegðun fyrir rétti. Þegar hann kom úr varðhald- inu, lagði biskup bann á hann og mátti hann ekki fremja guðsþjón- ustu. Samtímis skipaði biskup ann- an prest, H. J. Drummond, til að þjóna kirkjunni. Drummond hóf þjónustu sína með kvöldmessu og liafði byrjað að lesa guðspjallið, þegar rödd hins bannlýsta prests heyrðist í forkirkjunni: »Fylgið mér, en standið ekki úti. Við skulum syngja sálminn »Fight the good fight« — þ. e. berjumst hinni góðu baráttu. Síðan var dyrum kirkjunn- ar hrundið upp, og fyrstur í kirkj- una gekk hinn bannlýsti klerkur, dr. Shannon, og á eftir honum þrjú hundruð nranns. Hinn prestinn setti hljóðan, en aðkomuprestur og lið hans gekk syngjandi inn kirkjugólf- ið og til söngstúku; síðan hóf að- komuprestur kvöldmessu, en hinn stóð um stund þegjandi og ráðþrota í stólnum, en gekk svo út í skrúð- húsið, þangað höfðu einnig hópazt söngsveinar hans í embættisbún- ingi, því aðrir ómessuklæddir höfðu tekið starf þeirra. Dr. Shannon framdi svo allt kirkjulegt embætti, þakkaði fylgdarliði sínu fyrir góðan stuðning og lýsti yfir fyrir söfnuð- inum, að hann mundi á næsta sunnudegi, 29. marz, flytja þrjár guðsþjónustur. Næsta morgun kom Shannon aftur með Iiði sínu, en þá hafði Drummond látið af embætti. Hefir þessi atburður þótt sögu- Iegur. AÐ ALFUNDUR Rauðakrossdeildarinnar, seœ fórst fyrir á sunnudaginn var, verður endurtekinn á mánudagskvöldið kémur, kl. 8,30 í SKJALDBORG. HJÁLPRÆÐISHERINN. Sunnud.kl. io'/j bæn, kl. 2 sunnudagaskóli, kl. 8l/i guðs- þjónusta. Mánudagu. maí kl. 8 Heimila- sambandið heldur bazar. Frú Adjutant Molin stjórnar. Kaffi og kökur, inng. 35 aura, allir velkomnir, Mikill söngur og hljóðfærasláttur, Tillögur brezkra samvinnumanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.