Dagur - 07.05.1936, Blaðsíða 2
74
19. tbl.
Þar sprakk íhaldsblaðran.
Þegar Uialdsmenn
hvísla og hlera.
Fyrir fáum áruni vitnaðist um hið
ógeðslegasta ráðabrugg, sem fyrir
hefir komið í stjórnmálalífi islend-
inga. Þetta andstyggilega ráða-
brugg skapaðist innan ihaldsflokks-
ins og grundvallaðist í hvíslingum
og hleri íhaldsmanna. Svo var mál
með vexti, að þeir óttuðust sérstak-
lega inikið einn andstæðing sinn á
Alþingi, sem þeir töldu vísan til
mikilla áhrifa gegn hagsmunastreitu
þeirra, til handa sjálfum sér í ís-
landsbankamálinu og fleiru. Þá hófu
íhaldsmenn hvíslingar miklar um
það, hvernig þeir gætu með hægu
móti gert þenna sér hættulega and-
stæðing óskaðlegan, og ráðið var
fundið með aðstoð »vísindalegrar
sérfræði«. Við hvíslum því í eyru
manna, sögðu íhaldsmenn, að þessi
pólitíski andstæðingur okkar sé orð-
inn geðveikur og megi ekki sinna
neinum opinberum málum, en verði
að meðhöndlast sem sjúklingur. Að
vísu vitum við, að fyrir þessu er
enginn flugufótur, en ef við hvíslum
nógu ákaft um ,geðveikina’, þá verð-
ur kannske lagður trúnaður á hvíslið
og ekki er það ólíklegt, að andstæð-
ingur okkar lamist svo við þetta, að
mótstöðukraftur hans verði ekki
nægilegur til að standa á móti frek-
ari hefndartilraun frá okkar hendi.
Þegar hvisl íhaldsins um »geð-
vejkina« itafði gengið nokkra hríð,
hlera íhakismenn, að hinn hættulegl
andstæðingur liggi rúmfastur af
kverkabólgu. Þá hvíslast íhalds-
menn á uni það, að nú sé gott tæki-
færi til að gera aðalárásina á sjúk-
an manninn, færa honum og fjöl-
skyldu hans þau tíðindi að sjúkra-
beðnum að hann sé af »vísindalegri
sérfræðk dæmdur vitskertur, verði
því tafarlaust að hverfa, ekki ein-
ungis frá afskiptum opinberra mála,
heldur og úr hópi frjálsra manna og
heilbrigðra og kviksetjast innan
veggja vitfirringahælis.
í ræðu, sem Jóhann Jósefsson
flutti á Alþingi fyrir nokkru, var
hann með glósur um gjaldeyrisnotk-
un Sambands íslenzkra samvinnufé-
laga, er gengu í þá átt, að Sam-
bandinu væri veitt sérstaða með
tilliti til þess erlenda gjaldeyris,, er
það hefði aflað.
Síðan heldur Morgunblaðið þvi
fram, að S. í. S. hafi íengið Ieyfi
gjaldeyris- og innflutningsnefndar
til frjálsrar ráðstöflunar á þeim
gjaldeyri, sem það fíer fyrir útflutt-
ar afurðir, til greiðslu á erlendum
nauðsynjavörum, og að S. í. S. haft
hér orðið sérstakra hlunninda að-
njótandi, sem önnur verzlunarfyrír-
tæki geti ekki fengið. Vitnar MbL 1
ræðu Jóh. Jósefssonar í þessu efni.
Að lokum etur svo »íslendingur« að
nokkru upp ummæli Mbl. um þetta.
íhaldsmenn ætluðu nú í snatri að
framkvæma »kviksetninguna«, þar
sem þeir þóttust vera búnir að
treysta vel grundvöll hennar með
hvíslróginum. Það væri allt of lint
að orði kveðið að segja, að íhaldinu
hefði mistekist kviksetningartilraun-
in. Hún varð því til svo mikillar
háðungar og svívirðu, að það ber
þess aldrei bætur og á ekki að bera
þess bætur, því það verk, sem átti
að fremja, var níðingslegur glæpur
i augum allra drenglyndra manna á
öllum tímum. Þess vegna er það, að
yfir íhaldsöflum þeim, sem hér voru
að verki, hvílir óafmáanleg smán i
nútíð og framtíð.
Blað eitt hér í bænum, sem þjón-
ar þeim íhaldsöflum, er ætluðu að
fremja »kviksetninguna« um árið,
segir meðal annars í síðustu viku:
»Þeir, sem læðast um og hvísla
hafa það á sanivizkunni, að hafa
vegið aftan að náunga sínum —
þeir vita á sig skömmina og taka þá
til þess ráðs að hlera. Þeir hlera þar
sem þeir halda að enginn sjái þá og
hlera helzt eftir því, sem sagt er á
þeim stöðum, sem engum dreng-
skaparmanni dettur í hug, að nokk-
ur sé svo nöðrulega innrættur að
ráðast inn á«.
Það er engu líkara, en að ísl. ré
að gefa sem nákvæmasta iýsingu á
þeim. flokksmönnum sínum, sem
stóðu að hinni skammarlegu kvik-
setningartilraun. Þeir læddust um
og hvísiuðu hinum versta rógi, þeir
vógu á hinn ódrengilegasta hátt aft-
an að náunga sínum, þeir óðu á
skitugum skóm inn á þann vettvang,
»sem engum drengskapannanni
dettur í hug, að nokkur sé svo
nöðrulega ínnrættur að ráðast inn
á«. Allt þetta hafa þeir »á samvizk-
unni« og »þeir vita á sig skömm-
ina«.
Kennir mjög blekkinga í frásögn
íhaklsblaðanna um þetta mál, þar
sem þau gefa í skyn, að S. í. S. fái
algerlega að ráða yfir gjaldeyrinum
fyrir útfluttu vörurnar eða einhverj-
um hluta hans og hafi þannig
hlunnindaaðstöðu fram yfir öll önn-
ur hliðstæð fyrirtæki.
Sannleikur málsins er sem hér
segir:
S. í. S. hefir viðskipti við erlenda
banka og fær þar lán til vörukaupa
í viðkomandi löndum. Gjaldeyris-
og innflutningsnefnd hefir veitt
Saimbandinu heimild til að greiða
þeSsi lán af verði fyrir útfluttar af-
urðir, og nær sú heimild að sjálf-
sögðu aðeins til greiðslu á skuldum
fyrir vörvtr, sem S. í. S. hefir fengið
innflutningsleyfi fyrir.
Eipifr^mur má upplýsa það, að a.
ihaldið er alltaf samt við sig í
réttarfarsinálunum. í 5 ár tókst í-
haldsmönnum að hindra það að
hægt yæri að hafa eftirlit með
njósnum fyrir veiðiþjófa. Þessi mót-
spyrna þeirra studdi að því, að upp
ólust margir afbrotamenn, sem
leigðu sig erlendum veiðiþjófum til
niðurdreps fyrir fiskimannastétt síns
eigin lands. Á síðastliðnum vetri
kemur þetta landráðastarf í ljós og
sannast, svo að ekki gat leikið á
tveim tungum um sekt afbrota-
mannanna og allar þrætur gegn því
árangurslausar. Jafnframt kom það
eðlilega fyrirbrigði í ljós, að hver
einasti njósnari, sem var á leigu
veiðiþjófanna, var hreinræktaður
Morgunblaðsmaður. íhaldið hafðt
alið njósnarahópinn upp við skaut
sitt.
Þá var það, að Hermann Jónas-
son forsætisráðherra gaf út »ömmu-
frumvarpið«, sem bráðabirgðalög.
Á inóti þessari löggjöf til verndar
íslenzkum fiskimiðum hafði íhaldið
greitt atkvæði í 5 ár og tafið fram-
gang hennar með málþófi og alls-
konar prettum. Nú var sá leikur
tapaður. Mbl.-liðið var þrútið aí
reiði, beit á jaxlinn og blótaði í
hljóði, en þorði ekki að verja hina
seku flokksmenn sína af hræðslu
við almenningsálitið.
Ölafur Thors hélt því jafnan fram
i þinginu, að löggjöf uin misnotkun
loftskeyta væri með öllu óþörf, því
ríkisstjórnin gæti látið skoða skeyt-
in án hennar eins og hún vildi. Á
þessum forsendum greiddu íhalds-
menn atkvæði gegn frv. til laga um
misnotkun Ioftskeyta í 5 ár. Sama
skoðun kom enn fram meðal íhalds-
manna á yfirstandandi þingi. Hún
var framborin í þeini tilgangi að
m. k. 14 kaupmenn í Reykjavík, að
allega heildsaiar, og 30 kaupmenn
utan Reykjavíkur hafa á síðastl. ári
fengið samskonar heimild og S. í.
S. til ráðstöfunar á útflutningsverð-
mæti. Og ein af þessum verzlunum,
sem á síðastl. ári fékk leyfi gjald-
eyris- og innflutningsnefndar til að
nota andvirði útfluttra afurða til
greiðslu á erlendum skuldum á
sama hátt og Samb. ísl. samvinnu-
félaga, var einmitt verzlunarfyrir-
koma sökinni í sambandi við njósn-
irnar yfir á ríkisstjórnina.
Forsætisráðherra uppiýsti þá, að
engin stjórn gæti haft eftirlit með
misnotkun loftskeyta, nema með því
að fá nýja löggjöf, af því að óhugs-
andi væri og óframkvæmanlegt að
fá úrskurð lögreglustjóra um að
skoða og þýða þúsundir skeyta á
ári, en án þess væri skoðunin ólög-
ieg, ef ekki væri löggjöf fyrir hendi.
íhaldsmenn höfðu tapað í tog-
aranjósnamálinu og gáfust loks upp
við að verja illan málstað. I bili
báru þeir harm sinn í hljóði. En ný-
lega hafa atburðir gerzt í Reykja-
vík, sem haft hafa þau áhrif, að
blaðran sprakk hjá íhaldinu.
Rökstuddur grunur lék á um ó-
leyfilega vínsölu í höfuðstaðnum.
Til þess að komast fyrir hið sanna
í því lögbrotamáli er gripið til þess
ráðs að hafa eftirlit með símtölum
við viss símanúmer í bænum. Var
þetta gert samkvæmt dómsúrskurði
Iögreglustjóra og því fullkomlega
löglegt. Grunurinn reynist réttur.
Fjöldi manna er brotlegur og sekt
þeirra sönnuð.
í vetrarlok er togaranjósnamálið
til 3. uinræðu í neðri deild. Gerðust
þá harðar umræður í deildinni, ekki
um það mál, er fyrir lá, heldur um
leynivínsöluna. íhaldsleiðtogarnir
tóku upp vörn fyrir hina leynilegu
áfengissölu undir því "formi, að það
væri lögbrot af Iögreglustjóra að
úrskurða að lögreglan mætti hlusta
á viss símanúmer í því skyni að
sannprófa grun um stórfelld lög-
brot. Ólafur Thors brauzt fast um
og hélt því fram, að rofin væru grið
og friður í símastöðinni og enginn
gæti framar talað óhultur í símann.
Þaut nú öðruvísi í þeim skjá en áð-
tæki eitt í Vestmannaeyjum, sem Jó-
hann Jósefsson er meðeigandi i.
Þetta hlýtur honum sjálfum að vera
fullkunnugt um, en af því verður
ekki dregin önnur ályktun en sú, að
hann tali móti betri vitund, þegar
hann heldur því fram, að S. í. S.
hafi hlotið sérstök hlunnindi að því
er snertir ráðstafanir á gjaldeyri.
En líklega veldur þekkingarskortur
ónytjumælgi íhaldsblaðanna um
þetta efni.
Slúðurburður íhaldsmanna
um gialdeyrisnotkun S. I. S.
mm
£
Til hreingerninga:
Vim,
Dyngja,
Blautasápa,
»Imi« ræstiduft,
Sódi,
Gólfklúta.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Matvöru- og hreinlætisdeild.
m
1