Dagur - 11.06.1936, Blaðsíða 1
D AGUR
iemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjaldkeri: Arni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjalddagi fyrir 1. júií.
XIX
♦♦ ♦ ♦
. ár. |
Afgreiðslan
er hjá JÓNI Þ. ÞÓR.
Norðurgötu 3. Talsími 112-
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1, des.
Akureyri 11. júní 1936.
Horfur um síldarsölu
í Ameríku.
Mun meiri fyrirframsala á matésíld en áður
og auk þess hœrra verð.
Viðial við Vilhfálm Þór.
Tíðindamaður Dags hefir átt
tal við Vilhjálm Þór eftir heim-
komu hans úr Ameríkuför sinni.
Hvernig gekk ferðalagið? spyr
Dagur.
Heim er ég kominn ómeiddur og
cbrotinn, svarar Vilhjálmur glettn-
islegur á svip, en heldur síðan á-
fram á þessa leið:
Eg byrjaði ferðina með því að
fara til Danmerkur og þaðan á
járnbraut til Þýskalands. Þaðan
tók ég mér far með skipinu Bre-
men vestur um haf, til New York.
Sjóferðin gekk ágætlega, veður
hið bezta, sléttur sjór og engin
sjóveiki.
í þessu sambandi skal þess get-
ið, segir V. Þór ennfremur, að ég
varð að bíða nokkra daga eftir
skipsferð vestur, eftir að til Dan-
merkur kom. Notaði ég þá tæki-
færið til þess að skreppa til Sví-
þjóðar í erindum fyrir Kaupfélag
Eyfirðinga. Keypti þar meðal ann-
ars trjáviðarfarm handa félaginu
og gerði aðrar verzlunarráðstaf-
anir fyrir þess hönd.
Annars var för mín vestur um
haf farin fyrir beiðni og á vegum
síldarútvegsnefndar, til þess að
athuga um sölumöguleika á síld í
Ameríku, aðallega matésíld.
Hvað er hið helzta um dvölina
vestra að segja og árangur ferðar-
innar?
Vestra dvaldi ég lengst í New
York, svarar V. Þ. Fór þó einnig
til Chicago og Minneapolis. Síld-
arneyzla er langmest í New York
og þar í grennd, og er það einkum
matésíld, sem Gyðingar neyta að-
allega. Einnig er síld notuð nokk-
uð í hinum öðrum fyrrtöldu borg-
um, en það eru aðrar tegundir.
Eftir að hafa kynnt mér sölu-
möguleika á þessum slóðum, er
það álit mitt, að hægt sé að vinna
upp töluvert stóran markað i
Bandaríkjunum, aðallega fyrir
matésíld og auk þess nokkuð fyrir
aðrar tegundir síldar. En til þess
að þetta megi verða, þarf að tak-
ast vel með verkun þessarar vöru.
Mér tókst að gera fyrir hönd
síldarútvegsnefndar samníng um
fýrirframsölu á matésíld, sem er
verulega meiri að magni til en áð-
ur hefir tekizt að selja og fyrir
verð, sem er verulega hærra en
áður hefir fengizt fyrir þessa vöru.
Tel ég, ef vel er á haldið, að þetta
sé vísir til annars meira og efa-
lítið muni aukast sala á matésíld
til Bandaríkjanna á. næstu árum.
Fórstu þá ekki lengra norður á
við en til Minneapolis?
Jú, svarar V. Þ.; þegar þangað
var komið, er ekki lengi farið með
járnbraut til Kanada, aðeins einn-
ar nætur ferð. Eg brá mér því
þangað og alla leið til Winnipeg
til athugunar um möguleika fyrir
síldarmarkaði þar. En ekki virðist
útlit fyrir að slíkt geti tekizt svo
nokkru nemi. Að vísu er síld dá-
lítið notuð til neyzlu í Kanada, en
aðallega aðrar tegundir en hér
veiðast. Sem sagt er ég vondaufur
um verulegan markað fyrir þessa
framléiðslu okkar í Kanada.
Eg vil ekki láta hjá líða að geta
þess, bætir Vilhjálmur við, að ég
hitti marga íslendinga í Winni-
peg; tóku þeir mér allir tveim
höndum og voru einstaklega ást-
úðlegir og elskulegir í framgöngu.
Báðu þeir mig að skila ótal kveðj-
um heim.
Að lokum spyr Dagur um ferð-
ina heim.
Hún gekk fljótt, svarar V. Þ. Eg
fór frá New York áleiðis heim að
morgni 27. maí, kom til Reykja-
víkur að morgni 7. júní, lagði þeg-
ar á stað norður í bifreið og kom
heim aðfaranótt þess 8. júní.
Hafði ferðin frá New York til Ak-
iureyrar aðeins staðið yfir 1 12
daga, þegar með er talin tveggja
daga dvöl í Englandi, þar sem ég
varð að bíða eftir skipsferð.
Lengra gat samtalið um utanför
Vilhjálms Þór ekki orðið, því þeg-
ar hér var komið, varð hann að
snúast að öðru.
K. E. II.
fóstudaginn 19. júní, að Hrafnagili.
Kl.
10 f. h.
11.30 f.h.
— 2-4 e.h.
Eftir kl. 4
Kl. 7—8
Eftir kl. 8
Hefst framhald aðalfundar félagsins.
Hátiðin sett
Siðan fara fram rœðuhöld,
hornablástur.
Matarhlé.
Frjáls rœðuhöld, söngur o. fl.
Kaffi.
Dans.
söngur og
Aðgangur að hátíðahaldinu ókeypis og allir velkomnir.
Matur frá 2—4 og kaffi frá 7—8 ókeypis.
Auk þess fást veitingar keyptar allan daginn.
24. tbl.
NÝJA-BÍÓ
| Föstudags-, laugardags- og
sunnudagskvöld kl. 9
þýsk tal- og söngvamynd í
10 þáttum.
Aðalhlutverkið leikur og
syngur tenórsöngvarinn
heimsfrægi
Jean Kíepnra.
Aldrei heíir rödd þessa dá-
samlega söngvara verið feg-
urri og notið sín betur en í
þessari fjörugu og fyndnu
gamanmynd.
Heiðurssamsœti
fyrir Indriða Einarsson rithöfund
héldu Stúdentafélagið og Leikfélag
Akureyrar síðastl. föstudag á Hótel
Akureyri. Tóku 70—80 manns þátt
í fagnaði þessum.
Formaður Stúdentafélagsins, Sig.
Ein. Hlíðar, bauð gesti velkomna og
skýrði jafnframt frá því, að Stú-
dentafélagið hefði kjörið Indriða
Einarsson heiðursfélaga sinn.
Ræðu fyrir heiðursgestinum flutti
Sig. Eggerz bæjarfógeti. Heiðurs-
gesturinn þakkaði og flutti í sam-
sætinu 2 ræður.
Ungfrú Guðrún Þorsteinsdóttir
söng nokkur lög með undirleik R.
Abrahams.
Ágúst Kvaran las upp kafla úr
einu leikriti I. E., Nýjársnóttinni, og
í sambandi þar við var sungið kvæði
er tilheyrir þessum kafla leikritsins.
Söng Gunnar Magnússon einsöng-
inn, en ýmsir gestanna viðlagið.
Nokkur önnur lög voru og sung-
in og hljómsveit hótelsins lék annað
veifið lög við kvæðin úr leikritum
skáldsins.
Að lokum var stiginn dans til kl.
1 um nóttina. "
Var öll tilhögun samsætis þessa
óvenjulega smekkleg og skemmtu
menn sér hið bezta.
Hinn aldni heiðursgestur, sem er
85 ára, var eldfjörugur og virðist
Elli ganrla ekki hafa náð neinum
tökum á honum enn.
Sölubúðum og skrifstofum
okkar verður lokað dagana föstudaginn 19. júní og laugardaginn 20. júní næstkomandi.
Kaupfélag Eyfirðinga.