Dagur - 11.06.1936, Blaðsíða 2

Dagur - 11.06.1936, Blaðsíða 2
96 DAQUR 24. tbl. Frelsi Búnaðarfélags Islands. Svar til Ólafs Jónssonar framkvæmdarstjóra. (Niðurlag). Hr. Ól. J. segir, að það sé alveg ný kenning hjá mér, »að búnaðar- málastjóri sé opinber starfsmaður, hliðstæður fræðslumálastjóra og vegamálastjóra«. Hvort sem þetta er ný kenning eða ekki, þá er hún rétt. Búnaðarmálastjóra má að miklu leyti skoða sem opinberan starfs- mann, þó að hann sé jafnframt framkvæmdastjóri Búnaðarfélagsins, enda er þetta starf ákveðið með landslögum. Hliðstæður vegamála- stjóra og fræðslumálastjóra er hann einnig að því leyti, sem hann er sjálfsagður ráðunautur landbúnað- arráðherra í landbúnaðarmálum, og hefur svo verið síðan þetta' embætti var stofnað, alveg eins og vega- málastjóri og fræðslumálastjóri eru ráðunautar stjórnarinnar í sínum greinum. Hef ég ekki haldið því fram, að búnaðarmálastjóri væri hliðstæður þessum starfsmönnum, nema að þessu leyti, enda er það hárrétt. Hr. Ól. J. bendir á, sínu máli til stuðnings, að búnaðarmála- stjóri sé launaður af Búnaðarfélag- inu. Jú, svo mun vera, en hvaðan koma peningarnir til að launa hon- um? Koma þeir ekki einmitt úr rík- issjóði? Ég sé því ekki að þetta sé mikil röksemd. Þegar jarðræktarlögin voru sett 1923, talaði enginn maður um ein- ræðísbrölt í sambandi við þau. En hvernig hefir sjálfstæði Búnaðarfé- lagsins verið samkvæmt þeim og hver hefir raunverulega ráðið bún- aðarmálastjórann hingað til? Ríkis- valdiö SKIPAÐI MEIRIHLUTA I STJÓRN BÚNAÐARFELAGSINS og sá meiri hluti gat auðvitaf al- gerlega ráðiS vali búnaðarmála- stjóra. Nú er það lögtekið, að BÚN- AÐARFÉLAGIÐ KÝS SJÁLFT ALLA STJÓRN SÍNA og sú stjórn ræSur búnaðarmálastjóra, en ráSn- ingin þarf aS samþykkjast af land- búnaSarráSherra. Ég held enginn geti neitað því, að Búnaðarfélagið hefir einmitt verið gert FRJÁLSARA OG ÓHÁÐARA, lieldur en þaS var áður. Um félagsgjaldið og búnaðar- blaðið skal ég ekki fjölyrða, enda virðist ÓI. J. leggja Iítið upp úr því atriði nú, en félagsgjald mun vera f flestum félögum og félagsréttindi bundin því skilyrði að það sé greitt, svo hér er ekki eins mikið nýmæli á ferðinni og hr. Ól. J. vill vera láta. Og þó hann kalli félagsgjaldið að- eins greiðslu fyrir »Frey«, breytir það í sjálfu sér engu, því það eru aðeins hlunnindi að fá blaðið, en svo virðist sem hann hefði ekkert við félagsgjaldið að athuga, ef ekkl fylgdu ákvæðin um blaðið. Hr. Ólafur Jónsson segir: »KJÖR- GENGISSKILYRÐIN MIÐA TIL ÞESS, AÐ ÚTILOKA SÉRÞEKK- INGUNA VIÐ ÁKVARÐANIR UM MÁL BÆNDA«. Þarna held ég að hann taki nú full djúpt í árinni, eða skyldi engin sérþekking á málefnum bænda vera til meðal bændanna sjálfra? Ég held nú einmitt, að þar sé hún mest og bezt og að bezt fari á því, að þeir ráði sem mest sínum eigin málum sjálfir. Hann segir, að sér sé ekki kunnugt um, að yfirráð bænda séu nokkurstaðar í veði í fé- lagsskapnum. Það má vera að svo sé ennþá, en fólkinu fjölgar stöðugt í kaupstöðum og kauptúnum, og jarðrækt fer þar vaxandi, sem og betur fer, og fjölgar þá sennilega félagsmönnum þar einnig. Hann minnist á Búnaðarsamband Eyja- fjarðar í þessu sambandi. Ég hugsa að yfirráð bænda séu nú sumstaðar i meiri hættu. En samt er það svo, að auk 3ja fulltrúa af Akureyri, gætu í framtíðinni fulltrúar komizt að í 4 hreppum sýslunnar, sem ekki væru kosnir af bændum og þá gætu yfirráð bændanna farið að verða hæpin í sambandinu. Annars hef ég játað það og skal gera það enn, að ég tel að kjör- gengisskilyrðin hefðu mátt vera nokkru rýmri. Ekki held ég þó að búnaðarskólastjórarnir séu með þessum ákvæðum svíftir kjörgengi, eins og ól. J. telur, að m. k. hefir skólastjórinn á Hvanneyri rekið bú- ið fyrir eigin reikning og því haft jörðina til eigin afnota. Ekki er það heldur rétt, að ég álíti Ólaf Jónsson beina undantekningu í þessu efni. Ég veit að nokkrir menn í landinu vinna hliðstæð störf og hann, og tel að þeir hefðu mátt vera kjörgengir, þó ekki hefðu 20 ha. land til eigin afnota. En margir eru þessir menn ekki. Ummæli mín um það, að ól. J. hefðu gramizt kjörgengisskilyrðin af persónulegum ástæðum, voru byggð á hans eigin orðum í fyrri grein hans, en ekki hafði ég neina löngun til að gera honum getsakir. Annars get ég, eins og ég tók fram í grein minni, vel skilið það, að honum gremjist, ef hann er sviftur kjör- gengi með þessum ákvæðum. En sjálfsagt á hann tiltölulega auðvelt með að fullnægja kjörgengisskilyrð- unum, svo þetta kemur ekki til greina. Herra Ólafur Jónsson heldur þvi enn fram, að með hinu nýja kosn- ingafyrirkomulagi í Búnaðarfélag- inu, séu »PÓLITISKAR SKOÐAN- IR SETTAR OFAR ÞEKKINGU OG SKYNSAMLEGRI ATHUG- UN«. Miklu hóflegri orðum fer hann þó um þetta efni nú, heldur en fyrr. Hann neitar því ekki, að KOSN- INGARNAR HAFI STUNDUM VERIÐ og geti verið pólitískar með óbeina kosningafyrirkomulaginu, en heldur sig þó við það, að meiri hætta sé á þessu í beinum kosning- um. Ég efast mjög um þetta, eins og nú er komið. Ég býst þvert á móti við, að kosningarnar verði töluvert pólitískar hér eftir, hvort sem þær eru beinar eða óbeinar, en í óbeinum kosningum er mikil hætta á því, að úrslitin verði ranglát og getur það ekki talizt kostur. Ól. J. virðist játa það, sem ég sagði í fyrri grein minni, að ef kosningarn- ar eru beinar, þá næðfst það betur, að úrslit þeirra færu eftir styrk hinna pólitísku flokka á sambands- svæðunum. »Hvers vegna næst þetta betur meS beinum kosningum?« spyr hann og svarar sér sjálfur: »A/ því aS þær verSa alltaf meira póli- tískar cn þær óbeinu«. Nú er það vitað og játað af ÓI. J., að kosning á héraðssambandsfundum hefir stundum verið pólitísk og hún getur auðveldlega orðið það svo mjög, að pólitíkin sitji algerlega í fyrirrúmi, og ég býst meira að segja við, að þetta hafi komið fyrir. En hvernig á kosning yfirleitt að vera pólitískari en það, að pólitíkin sitji í fyrirrúmi og ráði úrslitum? En félagsmennirn- ir heima í deildunum hafa ef til vill, og það mun oft hafa átt sér stað, kosið ópólitískt, þó fulltrúi þeirra láti svo pólitíkina ráða, þegar á fund er komið. Nei, bein kosning þarf cngan veginn að vera pólitisk- ari en óbein, en hún er RÉTTLÁT- ARI, meðal annars sökum þess, að EF pólitík er með í spilinu á annað borð, þá vita kjósendurnir það frá upphafi og kosningin fer þá eftir styrk flokkanna. Þessar óbeinu kosningar, sem verið hafa, eru auð- vitað hið mesta keppikefli þeirra flokka, sem eru í minnihluta í sveit- um landsins. Þeir vilja gjarnan ota sínum mönnum fram við fulltrúa- kosningar í deildunum, undir þvi yfirskyni að kosningin sé ópólitísk, til þess svo að þeir kjósi pólitískt þegar á sambandsfund er komið. Að hæfari menn veljist yfirleitt til búnaðarþings með óbeinum kosn- ingum, eins og ÓI. J. telur, sé ég ekki ástæðu til að ætla, því eins og ég tók fram í fyrri grein minni, mundi hver flokkur sjálfsagt tefla fram sínum hæfustu mönnum, ef um pólitíska kosningu væri að ræða. Væri kosið um önnur inál eða með annað fyrir augum, mundu þeir, sem semdu Iistann eða listana sjálf- sagt einnig bjóða sína beztu menn. Að þeir 40 menn, sem þurfa til að bera fram lista, verði kannske úr einum hreppi eða af mjög takmörk- uðu svæði, eins og ól. J. gerir ráð fyrir að geti átt sér stað, geri ég ekki mikið úr. Að minnsta kostf gæti slíkt tæplega átt sér stað um flokkslista, sem hann óttast þó sér- staklega í þessu efni, því stjórn- málaflokkarnir munu allir hafa það skipulag hjá sér, að þátttaka yrði að vera almennari til þess að listi yrði viðurkenndur. Hr. Ól. J. minnist enn á kosninga- fyrirkomulag í samvinnufélögunuin og segir að ég vilji ekki gera sain- anburð á því og kosningum á bún- aðarþing, af því ég finni veilur minna eigin raka. Ég hafði nú ein- mitt gert nokkurn samanburð á þessu tvennu í fyrri grein minni og sýnt fram á, að aðstaða samvinnu- félaganna til ríkisins er allt önnur en Búnaðarfélags íslands, á meðan það fer með framkvæmd jarðrækt- arlaganna og önnur opinber mál. Að líkja því saman, að S. í. S. fari með áburðar- og grænmetisverzlun- ina, við hjn margháttuðu störf, sem Búnaðarfélagið fer með fyrir ríkið, nær vitanlega engri átt. Þar við bætist svo það, að Búnaðarfélagið hefir sem kunnugt er, háan styrk úr ríkissjóði, en S. f. S. vitanlega eng- an. Annars hef ég ekki með einu orði mælt á móti því að S. f. S. taki upp beinar kosningar, þvert á móti viðurkennt, að það væri fyllra lýð- ræðisfyrirkomulag, svo ósamræmi er ekkert hjá mér í þessu efni. En ef Ól. J. vill vera sjálfum sér sain- kvætnur, hlýtur hann að fylgja því, að kosningar til Alþingis séu óbein- ai, eins og til Búnaðarþings, sýslu- nefndir kjósi t. d. alþingismennina. Slíkt fyrirkomulag þekktist að vísu í hinum íhaldssamari ríkjum álfunn- ar á öldinni sem leiS, en er nú alls- staðar afnumið í lýðræðislöndum. Ég mun nú láta hér staðar numið. Ég veit að allir óhlutdrægir menn sjá það við athuguii málsins, að það er langt frá því, að þingmenn Fram- sóknar hafi unnið að því að gera félagsskap bænda að ófrjálsri, póll- tískri stofnun, eins og hr. ÓI. J. seg- ir. Það sem Þingmenn Framsóknar- flokksins hafa gert í þessu efni er það, eins og ég hef fært rök að, AÐ GERA BÚNAÐARFÉLAG ÍS- LANDS FRJÁLSARA EN ÞAÐ ÁÐ- UR VAR og STUÐLA AÐ ÞVf, AÐ ÞAÐ VERÐI FÉLAGSSKAPUR BÆNDANNA SJÁLFRA. Bernh. Stefánsson. Kímileg villa hefir slæðst inn í frá- sögn um silfurbrúðkaup hjónanna á Pagverðareyri í síðasta tölublaði. Eru þau talin að hafa átt 50 ára hjúskap- a.rafmæli, en átti auðvitað að vera 25 ára. £!f Vff«!???!!! Vfff?f!f! !■ Apricosur Rúsínur Gráfíkjur Kaupfélag Eyfirðflnga, 'fifl NýlendavttrudeUd.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.