Dagur - 11.06.1936, Blaðsíða 3

Dagur - 11.06.1936, Blaðsíða 3
24. tbl. DAOUR 99 Ungur ,meistari í orðsins list' vörður. Sunnudag 21. verður farið að Geysi og Gullfoss. Að kveldi þess dags fer fram skemmtisam- koma að Laugarvatni. Lesa þar upp rithöfundarnir Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi og Halldór Kiljan Laxness, svo og nokkrir ís- lenzkir leikarar. Einar Markan syngur með aðstoð Páls ísólfsson- aV, en að lokum verður dansað. Mánudaginn 22. verður farið til Þingvalla, og staðurinn skoðaður undir leiðsögn Pálma rektors Hannessonar, og síðan til Reykja- víkur um kveldið. Þriðjudagur 23. er síðasti dagur mótsins, og notað- ur til að skoða höfuðstaðinn og nágrennið. Mótinu lýkur með veizlu að Hótel Borg. — Sœnska vikan hefst mánudaginn 29. júní. Koma til Reykjavíkur síðari hluta þess dags flestir hinna útlendu gesta, sem aðstoða við vikuna, þar á meðal stúdenta- kórinn sænski og verður honum fagnað á bryggjunni af borgar- stjóra Reykjavíkur, aðalræðis- manni Svía í Reykjavík og Karla- kór Reykjavíkur. Þriðjudaginn 30. júní klukkan 2 síðdegis verður vikan opnuð í neðrideildarsalAlþingis af forsæt- isráðherra. Þar flytja og ræður formaður móttökunefndarinnar, Gunnlaugur Einarsson læknir, prófessor Lindroth, Ásgeir Ás- geirsson fræðslumálastjóri og sænski aðalræðismaðurinn í Reykjavík. Þá verður og opnuð hin mikla sænska málverkasýning í austurbæjarbarnaskólanum. — Flytur þar ræðu dr. Guðmundur Finnbogason. Að kvöldi þess dags fer fram fyrsti konsert sænska stúdentakórsins í Gamla Bíó. Næstu daga er vikan opin, og ílytja í sambandi við hana erindi þessir svíar: Prófessor Ahlmann segir frá íslenzk-svenska Vatna- j ökulsleiðangr inum, leikhússt j ór i Falck talar um Strindberg, fram- kvæmdastjóri Gabrielsson flytur erindi fjármálalegs efnis, prófess- or Herlitz talar um ýmislegt gam- alt og nýtt í sænsku þjóðlífi, pró- fessor Lindroth talar um íslenzka tungu, ritstjóri Odhe um sænska vöruframleislu, prófessor Tunberg talar um hina norrænu samvinnu- hugsjón, dr. phil. Valby flytur 2 erindi, með skuggamyndum, um nýsænska list. Sænski stúdenta- kórinn mun ennfremur syngja op- inberlega á miðvikudagskvöld 1. júlí og föstudagskvöld 3. júlí. Eitthvað af erindum mun flutt verða í útvarp, svo og söngur og upplesur, þar á meðal Glunta- söngur. 8. júní 1936. S. B. Læknishjálp á næturþeli og sjúkra,- bifreið Rauða h/rossins. Þegar þarf að ná í lækni að nóttu til, hér í bænum, eða nærsveitum, má framvegis hringja upp í talsíma nr. 82, hr. Andrés G. Is- feld í Hjalteyrargötu 1, og annast hann flutning allan með sjúkrabifreiðinni fyrir sanngjarnt verð. Ak. 10. júní 1936. H éraöslæknirinn. Vafalaust kannast margir við nafnið: Ólafur Jóh. Sigurðsson, en fáir Norðlendingar vita nokkur deili á manninum, sem ekki er heldur að vænta, þar sem svo stutt er síðan að nafn hans fyrst birtist þjóðinni. — Það er að vísu alkunnugt, að út hafa komið, eftir þennan mann, tvær bækur, sem börn og unglingar sækjast mjög eftir að lesa. Og sennilega hafa margir lesið eftir hann Ijóð og sögur, sem út hafa komið víðsvegar í blöðum og tíma- ritum. En meira vita menn yfirleitt ekki. Þess vegn^ spyr nrargur: Hvaða nraður er hér á ferð? Hvaða maður er þetta, sem skrifar svo góðar bækur núna í kreppunni, að út koma tvær útgáfur á stuttum tíma? — Jú, það er einmitt Ólafur Jóh. Sigurðsson, senr nú er aðeins rúmlega 17 ára að aldri. Nú kunna ýmsir að hafa gaman af því að vita eitthvað rneira um pilt þenna, sem innan skamms verð- ur orðinn þjóðfrægur maður, vita einhver deili á þessum pilti, sem byrjaði að skrifa sögur, þegar hann var 7 ára, og seldi fyrsta handritið sitt, þegar hann var 15 ára. Og það er ekki lengi gjört, að segja dálífTð frá þessum unga rithöfundi, því æfi- sagan er ekki löng. Hann er fæddur að Torfastöðum í Grafningi 26. sept. 1918. Hann var ekki hneigður fyrir erfiðisvinnu, enda ekki heilsusterkur, en hann hafði afar gaman af að skrifa, um allt á milli himins og jarðar. En eins og nærri má geta, voru skilyrð- in engin í fátæku heimili. Og eitt er víst, að honum þótti þröngt í Grafn- ingnum. Haustið 1933, þegar hann var tæpra 15 ára, hvarf hann skyndilega að heiman til að leita hamingjunnar, og hélt þá auðvitað til Reykjavíkur. Hann átti þá að- eins 40 kr. í vasanum. En hann setti það ekki fyrir sig, þó eignin væri ekki meiri en þetta, því hann hafði ákveðið að gjörast rithöfundur, og hvað varðaði hann þá um allar tor- færur? Hann treysti á sjálfan sig og sína glæsilegu rithöfundarhæfileika, og var því staðráðinn í að vinna sigur, og það mikinn sigur. Þegar hann kom til Reykjavíkur, byrjaði hann undireins að skrifa, og skrifaði af kappi, bæði ljóð og sög- ur. Og allir, sem kynntust honum, undruðust gáfur hans, einbeitni og áhuga, og voru sammála um, að mikið væri í drenginn spunnið. En þeir, sem þekktu hann aðeins af af- spurn, hristu höfuðið efablandnir og kváðust ekki skilja þetta »uppá- tæki«. En Ólafur hafði ekki lengi dvalið í Reykjavík, þegar hann komst að raun um, að braut listamannsins er ekki alltaf slétt og bein. Hann komst brátt í kynni við þyrnana á listamannsbrautinni — og óvininn mikla, seni flest íslensk skáld hafa komizt í kynni við, bæði fyrr og síðar: Hungrið. Hann sannfærðist brátt unr það, að enginn lifir lengi á því ,að skrifa, jafnvel þó skrifað sé í þeirri vissu, að maður muni verða rithöfimdur. Nú, þegar komið var fram að áramótum, var svo að honum þjapp- að, að ekki leit út fyrir annað, en að rithöfundarbrautin væri þá og þeg- ar á enda gengin, og að hann mundi sálast á ósköp þjóðlegan hátt: deyja úr hungri. En þá greip hann til þess úrræðis, að ráða sig í vinnu til Sig- urjóns á Álafossi, auðvitað fyrir sáralítið kaup. Þangað sótti hann enga hamingju, því þegar hann hafði verið þar nokkurn tíma, þá varð hann fyrir því slysi, að lenda með aðra hendina í vélarnar, sem hlífðarlaust stýfðu framan af þrem- ur fingrum. Varð hann nú að hverfa frá Álafossi og vera lengi undir læknishendi. ólafur dvaldi nú enn í Reykjavík. Og eftir að sár hans fóru að gróa, tók hann aftur til ó- spilltra málanna við ritstörfin. Nú gat hann selt handrit, og kom bókin út um haustið (1934), sem hann nefndi: »Við Álftavatn«. Seldist hún svo afburða vel, að komið hefir út önnur útgáfa síðan, og mun slíkt vera alveg einsdæmi, þar sem höf- undurinn var ekki orðinn 16 ára, þegar bókin kom út í fyrra skipti. Þessi bók er líka talin vera með allra snjöllustu barnabókum, sem hér hafa komið út. Um vorið (1934) fór hann aftur heim að Torfastöðum og dvaldi þar um sumarið, og þötti ráð sitt nokk- uð hafa vænkast, þar sem hann var nú búinn að selja handrit. Haustið eftir fór hann aftur til Reykjavíkur og komst að sem þing- sveinn við hið háa Alþingi. Sú vinna er bæði erfið og leiðinleg, og um- fram allt, smánarlega borguð. —> Kaupið var aðeins 3 kr. á dag, fyrir að vera á þeytingi allan liðlangan daginn. Það kemur að vísu fyrir, að góðgjarnir þingmenn stinga aurum að veslings þingsveinunum, og er það vitanlega vel þegið. En sú hátt- semi þingmanna er einkennileg, að þeir stinga frekast aurum að þeim þingsveinum, sem minnstir eru. En þó er það öllum ljóst, að vinnan kemur að Iangmestu leyti niður á þeim, senr eru stærri og þroskaðri. En þeir fá helzt aldrei aukaþóknun. Og mun Ólafur eflaust hafa verið í þeirra tölu, því hann var stór eftir aldri. Eftir að þinginu var slitið um árs- lokin 1934, tók ólafm* aftur til ó- spilltra málanna við ritstörfin og hefir skrifað látlaust síðan, að heita má. Þá seldi hann handritið að bók- inni »Um sumarkvöld«, og kom hún út um sumarið (1935). Nú er svo komið, að honum er farið að líða viðunanlega. Hann skortir að vísu peninga og næði. Til þess að geta skrifað í næði um tíma, þá brá hann sér í vetur upp í Skíða- skála, sem stendur upp í miðri Hell- isheiði, og skrifaði þar í nokkrar vikur, ásamt öðrum rithöfundi, Kristmann Guðmundssyni. í vetur varð Ólafur fyrir þeitn ó- vænta heiðri, að Menntamálaráö veitti honum 500 kr. »skáldastyrk«, og eru þess engin dæmi, að 17 ára drengur hafi hlotið slíka viðurkenn- ingu. —--------En Ólafur er ekkl heilsuhraustur. Og það sorglega við þessa sögu er það, að mikill hluti af þessari upphæð fór til Iæknanna, sem flestir eru okrarar og hróplegir svíðingar, frakkastir að sjúga pen- inga út úr fátæku, heilsulausu og atvinnulausu fólki. Það eru líka karlar, sem hafa peninga núna í kreppunni, þó aðrir líði neyð. Ef allir fátækir menn hefðu það fyrir fasta reglu, að greiða aðeins helming af reikningum læknanna, þá væri margur betur farinn. Sá, sem heimsækir Ólaf Jóh. Sig- urðsson, hittir alltaf svo á, að hann er að skrifa. Hann býður gestinum til sætis í snotru stofunni sinni, rétt- ir honuin cigarettu og rabbar við hann um skáldskap og listir — og hvað sem er. En hann heldur áfram að skrifa engu að síður. Honum ríð- jur svo á, að koma sem mestu á pappírinn, því liðin stund kemur ekki aftur. Og hann skrifar kannske fleiri blaðsíður, á meðan gesturinn reykir cigarettuna í mestu makind- um.-------Og þegar hann kveður gestinn, tekur hann þétt og hlýtt i hendina á honum og segir að skiln- aði eitthvað, sem verður óvenju minnisstætt. Og gesturinn kveður hann með þeirri sannfæringu, að þetta sé maður, sem innan fárra ára verður talinn með mestu ritsnilling- um þjóðarinnar. Ef efnahagsástæður hans Iejda, hefir Ólafur Jóh. Sigurðsson í hyggju að heimsækja Norðurland í sumar, einkum Eyjafjörð og Þing- eyjarsýslu, og er þess að vænta, að honum verði vel tekið á þeim slóð- um, þar sem hin forna, þjóðlega gestrisni er enn við líði, og þar sem alþýðan kann enn að meta skáld- skap og aðrar fagrar listir . Benjamín Sigvaldason, frá Gilsbakka. Bændur votta ríkisstjórninni traust. Á aðalfundi Kaupfélags Héraðs- búa á Reyðarfirði, sein haldinn var á Ketilsstöðum á Völlum nýlega, var samþykkt eftirfarandi álykt- un: »Aðalfundur Kaupfélags Héraðs- búa á Reyðarfirði, haldinn að Ket- ilsstöðum á Völlum dagana 25. og 26. maí 1936, leyfir sér hér með að færa hinni háu ríkisstjórn og full- trúurn hennar, þeim alþingismanni Páli Zophoníassyni og Steingrími Steinþórssyni búnaðarmálastjóra, þakkir fyrir þá ómetanlegu aðstoð og hjálp, sem meðlimir kaupfélags- ins ásamt fjölda annara landsmanna hafa notið vegna atbeina ríkisins síðastliðinn vetur. Verður ekki ann- að séð nú, en að sú hjálp nái fullum árangrk. Frú Vnnur Benediktsdóttir (Hulda skáldkona) er væntanleg hingað til Ak- ureyrar í næstu viku. Mun hún hafa í hyggju að láta eitthvað til sín heyra opinberlega,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.