Dagur - 25.06.1936, Blaðsíða 1
DAGUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
XIX. ár.
T
Afgreiðslan
er hjá JÓNI Þ. ÞóR, Norð-
urgötu 3. Talsími 112. Upp-
sögn, bundin við áramót, sé
komin tii afgreiðslumanns
fyrir 1. des.
Akureyri 25. júní 1936.
í
26. tbl.
Framhaldsaðalfundur K.E.A.
Veittar 50 þús. kr. til
ityrktar lieimavi$lar>
skóla fyrir börn.
nýr
Föstudaginn 19. júní 1936, kl. 10
í'. h. var framhaldsaðalfundur
Kaupfélags Eyfirðinga settur að
þingstað Hrafnagilshrepps, sunn-
an Reykár. Hafði timburpallur
reistur verið vestan við gróðrar-
reitinn. Sátu þar fulltrúar félags-
ins, framkvæmdastjóri og félags-
stjórn, svo og gestir félagsins, sér-
staklega fulltrúar og fram-
kvæmdastjórn Sambands ísl. sam-
vinnufélaga, sem að þessu sinni
heldur aðalfund sinn hér á Akur-
eyri í tilefni 50 ára afmælis K. E.
A. Mikill fjöldi félagsmanna skip-
aði sér um brekkuna ofan við
fundarstaðinn.
Stjórn fundarins var sú sama
og þá er honum var frestað hinn
18. marz s. 1.
Fundarstjóri, Hólmgeir Þor-
steinsson, hóf fundinn með því að
lesa upp í heyranda hljóði fyrstu
fundargerð félagsins frá 19. júní
1886. Risu fundarmenn allir úr
sætum sínum, meðan fundargerð-
in var upp lesin.
Síðan minntist fundarstjóri með
nokkrum orðum hins sérstaka til-
efnis framhaldsfundarins og flutti
sérstaklega kveðju frá Ingimar
Hallgrímssyni á Litla-Hóli, sem
einn er á lífi af stofnendum fé-
lagsins, en vegna lasleika gat ekki
mætt á fundinum.
Vár þá tekið fyrir:
Svohljóðandi tillaga var flutt af
framkvæmdastjóra Vilhjálmi Þór
að tilhlutun félagsstjórnarinnar:
Fimmtugasti aðalfundur Kaup-
félags Eyfirðinga, haldinn að
Hrafnagilsþingstað 19. júní 1936,
samþykkir, að varið sé 50.000 —
fimmtíu þúsund — kr. úr Menn-
ingarsjóði og félagssjóði til styrkt-
ar byggingar heimavistarskóla
fyrir börn í sveitunum umhverfis
Eyjafjörð.
Stjórn Menningarsjóðs úthlutar
fé þessu eftir reglum, sem hún
setur þar um.
Tillagan var borin upp og sam-
þykkt þannig, að allir fulltrúar
risu úr sætum sínum, en við kvað
lófatak annara fundarmanna.
Var þá vikið að dagskrárliðn-
um:
Ráðstöfun á arði utanfélags-
mannaviðskipta 1935.
Formaður félagsins, Einar Arna-
son, flutti svohljóðandi tillögu:
Arður af viðskiptum utanfélags-
manna árið 1935, að frádregnu
lögboðnu gjaldi til Skuldtrygging-
arsjóðs, fœrist í Menningarsjóð.
Tillagan samþykkt í einu hljóði.
Stjórnarnefndarmaður, Ingimar
Eydal, flutti þá að tilhlutun fé-
lagsstjórnarinnar, svofellda til-
lögu:
Fundurinn ályktar:
Ingimar Hallgrímsson á Litla-
Hóli er kjörinn heiðursfélagi i
Kaupfélagi Eyfirðinga.
Greiddu fulltrúar allir tillögu
þessari atkvæði með því að standa
upp úr sætum sínum.
Að lokum ávarpaði fundarstjóri
fundarmenn, óskaði þeim góðrar
skemmtunar á afmælishátíð fé-
lagsins og árs og friðar í framtíð-
inni og sagði því næst fimmtug-
asta aðalfundi félagsins slitið.
Stóð fundurinn aðeins yfir tæpa
hálfa klukkustund.
Afmælisliátíð K. E. A.
að Hrafnagili.
Hátíðarhald það, er Kaupfélag
Eyfirðinga stofnaði til að Hrafna-
gili 19. þ. m. til minningar um 50
ára starf sitt, fór hið bezta fram.
Undirbúningsvinna fyrir hátíðar-
haldið halði verið mikil.
Talið er, að minnsta kosti 3000
manns hafi tekið þátt í hátíða-
haldinu að einhverju leyti. Er
þetta því að líkindum fjölmenn-
asta hátíðahald, sem nokkru sinni
hefir verið hér norðanlands.
K. E. A. sá um alla fólksflutn-
inga fram og aftur og gengu þeir
greiðlega.
Félagið hafði afnot af þinghúsi
Hrafnagilshrepps og fengið hafði
það að láni sýslutjald Skagfirð-
inga, sem rúmar 250 manns. Auk
þess var reist tjaldbúð fyrir 600
manns. Sátu menn að snæðingi í
þessum tjaldkynnum frá kl, 2—4
og að kaffidrykkju frá kl. 7—8.
Maturinn var nær allur íslenzkur
og að mestu framleiddur af kaup-
félaginu sjálfu.
Skammt fyrir norðan Hrafnagil
er fagur skógarlundur, er ung-
mennafélagar hafa ræktað. Vest-
an við þenna lund var reistur
trjápallur mikill, og voru þar
margir íslenzkir fánar dregnir á
stöng. Á pallinum var skreyttur
ræðustóll. í brekku gegn skógar-
NÝJA-BÍÓ
lundinum að vestan var fyrirkom-
ið mörgum bekkjum til að sitja á.
Þar var og einstakur fáni með
regnbogalitum; er það alþjóðafáni
samvinnumanna. Þessa fána
minntist Vilhjálmur Þór í ræðu
þeirri, er hann flutti um alþjóða-
samvinnu.
Hátalari var settur á pallinum,
svo allur mannfjöldinn gat heyrt
ræður þær, sem fluttar voru.
Kl. IIV2 setti formaður félags-
ins, Einar Árnason, hátíðina með
ræðu. Næst minntist Ingimar Ey-
dal stofnenda félagsins, þá Vil-
hjálmur Þór samvinnunnar, þá
síra Sigurður Stefánsson Eyja-
fjarðar og loks Bernharð Stefáns-
son íslands. Karlakórinn Geysir
söng eftir hverja ræðu. Eftir að
flutt hafði verið ræða fyrir minni
stofnenda félagsins, söng Hreinn
Pálsson kvæði það, er birtist á
öðrum stað hér í blaðinu og orkt
hafði Friðgeir H. Berg. Var leikið
undir á horn.
Að loknum þessum ræðum flutti
Einar Árnason minningarræðu um
Hallgrím Kristinsson. Var henni
útvarpað og höfðu margir sam-
vinnumenn safnazt saman við
leiði Hallgríms í kirkjugarðinum
í Rvík og hlýddu þar á ræðuna.
Tvær smámeyjar lögðu fagran
Föstudags-, laugardags- og
sunnudagskvöld kl. 9:
STROENSE.
Söguleg kvikmynd úr hinu
viðburðarika lífi danska
stjórnmálamannsins Struense
Aðalhlutverkið leikur af
framúrskarandi snild hinn
frægi leikari
Clive Brook.
Heillaósk
til Kristjáns Xda kon-
ungs Danmerkur og
íslands.
Heill sé kóngi kœrum,
þó kafni undir gœrum
mín rdma raust
og safni silfurhœrum
hans sveitin traust.
Eg d von d vcerum
verndara alskærum,
sem vekur hug vopnfœrum
vanzalaust.
Ritað hefir á Akureyri,
hinn 24ða júní 1936,
A. Frímann B. Arngrimsson.
blómsveig frá Kaupfél. Eyfirðinga
á leiðið. A undan ræðunni var
hljóðfærasláttur, en starfsmanna-
kór K. E. A. söng á eftir.
Þegar þessari minningarathöfn
var lokið, hófst borðhaldið.
Kl. 4 hófust frjáls ræðuhöld. —
Töluðu þá Sigurður Kristinsson
forstjóri, Hólmgeir Þorsteinsson,
Benedikt Guðjónsson, Jónas Jóns-
son alþm., Jónas Þorbergsson, Ste-
fán Jónsson á Munkaþverá og
Pétur Sighvatsson. Sigurður
Bjarklind flutti kvæði, er orkt
hafði kona hans (Hulda skáld-
kona) og enn flutti Sigurður Jóns-
son á Arnarvatni kvæði, sem hann
hafði orkt.
Að þessu búnu sýndu íþrótta-
menn frá Siglufirði íþróttir.
Síðast var svo stiginn dans.
Mörg heillaóskaskeyti bárust
(Framhald á 5. síðu),