Dagur - 25.06.1936, Blaðsíða 3

Dagur - 25.06.1936, Blaðsíða 3
26. tbl. DAGUR 109 Söngur samvinnumanna. Yfir gamla Eyjafjörð ennþá sólin geislum hellir, iðjagrœnan signir svörð, sveipar gulli fjallaskörð. Bugðast á um blómajörð, blika engi og töðuvellir — Yfir gamla Eyjafjörð ennþá sólin geislum hellir. Hér er glatt á góðri stund, gott að mjnnast liðins tíma. Endurnýja fyrri fund fœrt sem hefir gull í mund. — Eiga saman eina lund. — Er nú háð hin fyrsta glima. Hér er glatt á góðri stund, gott að minnast liðins tíma. Þeim, sem hófu þroskastarf, þökk og lotning skal hér veita. Þeir oss gáfu auðnuarf, yfir sem að vaka þarf. Þegar að oss okið svarf á þá reyndist gott að heita. Þeim, sem hófu þroskastarf, þökk og lotning skal hér veita. Hugsjón þeirra á hverri tíð hafa skal í fersku minni, þegar geysar styrr og stríð, stormur, hafís norðan hríð, stefnt i voða lands er lýð, lausnir nema spakir finni. Hugsjón þeirra á hverri tíð hafa skal í fersku minni, Eyjafjarðar yfir sveit andi manndóms jafnan svífi; flytji ungum fyrirheit, frumherjanna blessi reit, greiði för í gæfuleit, grandi við og slysum hlífi. Eyjafjarðar yfir sveit andi manndóms jafnan svífi. Friðgeir H. Berg. Það rofar til Vökum, vökum, vel er sofið, værð og svefn ei lengur stoðar. P. A. 1 uppeldislegum efnum gerast nú ýmsir merkilegir hlutir og sumir nýstárlegir. Ný fræðslulög eru komin í gildi, sem meir eru sniðin við nútíðina og þó einkum framtíðina, en hin eldri voru. Og þó á þeim séu ýms- ir agnúar eins og þau urðu endan- lega samþykkt, eru þau í höfuð- dráttunum markviss og ákveðin og mun það vissulega fram- kvæmdinni að kenna, ef þau vinna ekki uppeldi þjóðarinnar mikið gagn. Og í krafti þeirrar landbúnaðinum ekki að hálfum notum. Jarðabæturnar eru að vísu til, en þegar bóndinn verður að kaupa þær fullu verði, oftast í skuld, þá getur verið vafamál hvers virði það er fyrir hann. Hingað til hefur jarðræktar- styrkurinn verið veittur þeim ein- staklingum, sem jarðabæturnar unnu, og þeir mátt gera við hann hvað sem þeir vildu; þeir hafa mátt selja jarðabæturnar fullu verði og leggja andvirðið (þar með styrkinn) í hvað sem var. þó það væri landbúnaðinum alveg ó- viðkomandi. Með nýju jarðrækt- arlögunum er reynt að tryggja það, að styrkurinn KOMI JÖRÐ- UNUM AÐ NOTUM TIL FRAM- BÚÐAR og eigendum þeirra á hverjum tíma. Það er þetta — þetta og ekkert annað, sem felst t hinum umdeildu ákvæðum 17. gr. laganna, Bernh, Stefánsson. stefnu, sem þau boða, gerist sá stórmerkilegi atburður, að K. E. A. gefur á 50 ára afmæli sínu 50 þús. krónur til styrktar uppeldis- málum sveitanna kringum Eyja- fjörð. Slíkur gleðiboðskapur ætti að geta hitað hverjum sæmilegum dreng um hjartarætur og margir munu líka án efa og að makleg- leikum dá forráðamenn þeirrar stofnunar, sem þannig skilja hlut- verk sitt. En þáttur kennaranna þarf líka að verða merkur og sterkur og nú verður kallað á þá til drengilegra og dáðríkra starfa. Þeim verður að skiljast það, að engin fræðslu- lög né framsýni forráðamanna fyrirtækja né þjóðar, megnar, út af fyrir sig, að blása lífsins anda í uppeldi þjóðarinnar, og er þetta þó hvort tveggja mikilsvert og nauðsynlegt. En sá, sem blása á lífinu í starfið, sá sem á að verða saltið í allri framkvæmdinni og hefja hverja viðleitni til fram- sóknar í uppeldi þjóðarinnar til vegs og gengis, er kennarinn. Það er hans mikla og örðuga hlutverk og á því má hann aldrei missa sjónar. — Og það er, þrátt fyrir allt, ekki svo fátt sem bendir á það, að kennarastéttinni sé þetta allvel ljóst. A það bendir m. a. ötult starf við örðug kjör, merki- leg viðleitni til þess að auka þekk- ingu sína og starfhæfni, sem hin- ar tíðu utanfarir kennaranna sýna og einnig og' ekki síður það, hve sterkur þáttur er í samstarfi þeirra og samtökum, að reyna af fórnfúsum huga, að vinna að al- hliða framförum þjóðarinnar á þessu sviði og spara sízt til þess lítinn tíma og sáralítið fé. í gær stóð hér yfir fundur kenn- ara við Eyjafjörð og Siglufjörð. Sá fundur bar vott um áhuga þeirra og ötult starf þrátt fyrir af- ar bágborna aðstöðu víða. — í dag byrjar hér námsskeið fyrir kenn- ara af Norðurlandi og sækja það yfir 30 kennarar víðsvegar að. — Verður þar kennd ýms skólavinna og reynt að efla og auka starf- hæfnina, svo skólastarfið megi verða fjölþættara og frjórra. Og á síðari hluta námsskeiðsins kemur hingað sænskur afburða skóla- maður, til þess að verða kennari kennaranna í nokkra daga, og til þess að veita inn í hug þeirra og hjarta nokkrum frjókornum sænskrar skólamenningar. Er mikið hlakkað til komu hans. —. Og hinn 1. júlí hefst svo hið al- menna fulltrúaþing kennarastétt- arinnar hér á Akureyri og sækja það fulltrúar hennar víðsvegar að, um 50 að tölu. Undir þetta allt saman hafa kennarar hér búið sig sem bezt, m. a. með því, að hafa hér sýningu á skólavinnu úr héraðinu og verð- ur hún opin almenningi til sýnis næsta laugardag og sunnudag í barnaskólanum. Auk Akureyrar- skólans sýnir skóllnn á Siglufirði, Dalvík, Arskógshreppi, Arnarness- hreppi, Skriðuhreppi, öxnadals- hreppi, Hrísey, Ólafsfirði og e. t. v. fleiri skólar handiðju ýmiskon- ar, skrift og teikningu og gefst mönnum þar færi á að kynnast þessari starfsemi skólanna af eig- in sjón og raun. — Er þess að vænta, að bæjarbúar sýni þessari viðleitni þann skilning og sóma að sækja þessa sýningu, og má vænta þess, að þeir hafi af því óblandna ánægju. Og þetta er líka hin fyrsta sýning, er skólarnir í Eyja- fjarðarsýsld, Akureyri og Siglu- firði opna í sameiningu. 23. 6. Sn. S. Eri um sjilkratrvQQingarnar. Til viðbótar því, sem ég hefi áð- ur skrifað um þessar tryggingar, tel ég ástæðu til að gefa nánari upplýsingar um innheimtu ið- gjaldanna og hversu áríðandi það er íyrir alla gjaldskylda, konur sem karla, að reyna að standa í skilum við sjúkrasamlagið. Þeir sem engin skil hafa gert ennþá mega vera við því búnir að réttur þeirra til sjúkrastyrks frá 1. október n. k. færist aftur, þannig að hann hefjist ekki fyrr en að 6 mánuðum liðnum frá greiðsludegi, nema greitt sé fyrir 1. júlí, en verða þó að greiða fyrir tímabilið frá 1. apríl. Gert er ráð fyrir að í næsta rnánuði verði stjórn bæjarins af- hentur listi yfir vangoldin iðgjöld til innheimtu og innheimtunni hagað þannig, að innheimtumenn- irnir gefi bráðabirgðakvittanir fyrir greiðslu, sem síðan verður að framvísa á skrifstofu samlags- ins, svo gjaldabækur verðí afhent- Aðalfundur Samb. ísi. samvinnufélaga var settur í samkomuhúsinu Skjaldborg á Akureyri kl. 4% þ. 18. þ. m. Mættu á fundinum stjórn, forstjóri og framkvæmda- stjórar Sambandsins og um 45 fulltrúar samvinnufélaganna víðs- vegar um land. Ennfremur skóla- stjóri Samvinnuskólans og ýmsir aðrir samvinnumenn, sem ekki eru kjörnir fulltrúar. Varaformaður Sambandsins, Sigurður Jónsson á Arnarvatni, setti fundinn og minntist hins ný- látna formanns, Ingólfs Bjarnar- sonar í Fjósatungu. Fundarstjóri var kjörinn Sig- urður Bjarklind, fyrrv. kaupfé- lagsstjóri. Föstudaginn 19. júní var fund- arhlé vegna afmælishátíðar Kaup- felags Eyfirðinga. Fundinum lauk í gærkvöld og verður nánari frásögn af honum að bíða þar til síðar, vegna rúm- leysis í þetta sinn. ar. Jafnframt verður, eins og að undanförnu tekið á móti iðgjalda- greiðslum á skrifstofunni alla virka daga hvers mánaðar, á áður auglýstum tímum, enda eiga menn að réttu lagi að greiða gjöld sín þar, og ef það kemur fyrir að inn- heimtumenn frá bænum krefji um gjöld er greidd hafa verið eft- ir afhendingu innheimtulistans, er nóg að framvísa gjaldabók sinni. Ennfremur vil ég taka fram, samkvæmt 85. gr. sjúkratrygging- arlaganna, að auk þess sem gjald- endur eiga að greiða iðgjöld sín til sjúkrasamlaga, hver fyrir sig, ’pá eru menn og skyldir til að leggja fram gjöldin hver fyrir aðra, eins og hér segir: 1. Hjón bera sameiginlega ábyrgð á iðgjöldum beggja. 2. Foreldrar og fósturforeldrar eiga að inna af hendi iðgjöld fyrir börn sín og uppeldisbörn (yfir 16 ára), sem vinna hjá þeim, eru á þeirra vegum eða þeir kosta til náms. 3. Húsbændur greiða iðgjöld fyrir hjú sín og annað þjónustufólk. 4. Iðnaðarmenn greiða iðgjöld fyrir starfsmenn (iðnnema og sveina) sína. 5. Atvinnurekendur greiða ið- gjöld fyrir fasta starfsmenn sína. Þeir, sem þannig greiða gjöld fyrir aðra, hafa rétt til að halda gjaldinu eftir af kaupi þeirra. — Gjöldin hafa lögtaksrétt og má taka þau lögtaki hjá gjaldanda og þeim, sem ábyrgð ber á greiðsl- unni. Eg vil því hérmeð aðvara alla um, sem ekki hafa þegar byrjað iðgjaldagreiðslu, að gera einhver skil fyrir lok júnímánaðar, svo engin hætta sé á að þeir missi réttindi. St. Ag. Kristjánsson. (gjaldkeri).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.