Dagur - 27.08.1936, Blaðsíða 1
D AGU R
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Afgreiðslan
er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð-
urgötu 3. Talsími 112. Upp-
sögn, bundin við áramót, sé
komin til afgreiðslumanns
fyrir 1. des.
XIX. ár.
Akureyri 27. ágúst 1936.
35. tbl.
Vilhjáímur Stefánsson
kominn tii íslands.
Heimskunnasti íslendingurinn,
sem nú er á lífi, dr. Vilhjálímur
Stefánsson mannfræðingur, kom
með Brúarfossi til Reykjavíkur á
föstudaginn var.
Hann er fæddur 1879 í Kanada
af íslenzkum foreldrum, er flutt-
ust vestur um haf 1876 úr Eyja-
firði. Vilhjálmur hefir aðeins einu
sinni áður heimsótt ættland sitt;
var það skömmu eftir síðustu
aldamót.
Eins og kunnugt er, er Vil-
hjálmur frægastur fyrir land-
könnunarferðir sínar um Norður-
Kanada og rannsóknir á lifnaðar-
háttum og skaplyndi Eskimóa þar.
Hann er afkastamikill vísinda-
maður og rithöfundur og hefir
fyrir löngu getið sér heimsfrægð
fyrir vísindaafrek og rannsóknir.
Vilhjálmur Stefánsson hefir um
langt skeið verið í broddi fylking-
ar þeirra manna, sem halda því
fram, að norðurleiðin um Græn-
land og ísland sé heppilegasta
flugleiðin milli Ameríku og Ev-
rópu. Hann er ráðunautur amer-
íska flugfélagsins „Pan American
Airways“ og er hingað kominn á
vegum þess, til þess að ræða við
ríkisstjórnina hér um þessi mál.
Hefir félag þetta sérleyfi fyrir
Bandaríkin til flugferða hér, en
þetta sérleyfi er útrunnið á þessu
ári, ef ekkert verður aðgert.
Vilhjálmur Stefánsson mun
ætla sér að koma hingað norður,
því hér á hann skyldfólk. Hann er
bróðursonur Stefáns hreppstjóra
á Varðgjá.
Verkleg menning
Verkleg menning birtist fyrst og
fremst í kunnáttulegri meðferð
og góðri hirðu þeirra hluta —
lifandi og dauðra — sem vér
höfum undir höndum.
(Frbi).
VIII. BÚNAÐARVÉLAR.
í*vi miður er margt hið sama
að segja um búnaðarvélar, sem
um aðrar vélar þær, er þegar
hefir verið drepið á. Kunnáttu-
leysi í meðferð og ill hirða eða
algert hirðuleysi gera þær tiðum
að vonarpeningi. Gætir þessa
mest í því og greinilegast, að
óvíða á sveitabæjum eru til full-
nóg skýli og góð fyrir geymslu
véla, kerru og annara búnaðar-
tækja. Er því t. d. alltítt að sjá
sláttuvélar og búnaðarvé(ar liggja
úti langt fram á haust og jafnvel
allan veturinn. Oft á blautum
engjum og á háifkafi i vatni.
Gefur að skilja, hvernig vélar
þessar muni vera til að taka
næsta sumar með annari eins
hirðu.
Eg tek hér aðeins eitt dæmi
þessu til skýringar: Á stórbýli
einu á bezta áveitusvæði Suður-
lands býr bóndi einn, sem ekki
er i sama stóra broti og jörðin
hans. Sláttuvélin hans stóð úti í
flæði allan veturinn. Á fjölmennu
móti við Þjórsárbrú heyrði eg
hann sjálfur segja þannig frá,
borginmannlaga og feimnislaust:
»E*egar eg ætlaði að fara að
slá, þá vildi bara bölvaður rokk-
urinn ekki spólal Hún hreyfðist
bara ekki, spánný vélin. Svo varð
eg leita upp ljáinn minn og fara
að hjakka sjálfur*.
Og hann »hjakkaðit vist allt
sumarið, bóndinn sá, þólt allar
engjar hans væru prýðilega vél-
tækar, því sláttuvélin hans stóð
á kafi í miðju áveitu enginu allt
sumarið a. m. k.
Þetta er auðvitað ekkert algilt
dæmi, sem betur fer, — en það
er heldur ekkerl einsdæmi. En
svona getur menningarleysið ver-
ið magnað og rótgróið. 1 stað
þess að taka sundur vélar sínar
að lokinni sumarnotkun, hreinsa
þær vel og búa undir vetrar-
geymslu, samansettar eða í pört-
um, eftir húsrými eða hentug-
leikum, svo að eigi sé annað að
gera, er til á að taka, en setja
þær saman og smyrja vel, — þá
eru vélar og kerrur oft látnar
liggja úti allan veturinn og eyði-
leggjast á ótrúlega skömmum
tfma — og koma aldrei að fullum
notum sökum vanhirðu.
Hér eru auðvitað gleðilegar
undantekningar eins og annars-
staðar. En þær eru altof fáar.
»M illibilsástan d«*. Ó
Nú geisar »járnöld hin nýja<
um allt landið eins og rammagn-
aður Þorgeirsboli, og sporin sjást
víða ferleg og fáránleg eins og
tröllaspor langt inni á öræfum.
Menn trúa á »járnið« fyrir munn
sinna spámanna og hafa enn eigi
lært, að í hönd hins fávísa er
járnið einkis nýtt — og að egg-
járn — og vélar — er voði í
óvita höndum.
Plógurinn ruddi »járnöldinni«
braut hér á landi. 1 för hans
fylgdi ræktun og gróður og alls-
kyns blessun. Menn voru stór-
huga. Plægðu tjölmargar dagslátt-
(Frarah. á 4. síðu).
Föstudags-, laugardags- og
sunnudagskvöld kl. 9:
1. Barisaidlitil
Afar gamansöm mynd með
Charles Butterwortli
OQ Una Merkel í aöalhllllv.
2. Óróleg brúöarnótt.
3. S v i k a b r ö 0 ð.
Sím Sigfús Jónsson
alþm. á Sauðárkróki varð sjötug-
ur 24. þ. m.
Eftir að hann hafði þjónað
prestsembætti í Hvammsþingum í
Skagafirði og á Mælifelli í 30 ár
(1889—1919) tók hann við fram-
kvæmdastjórn Kaupfélags Skag-
firðinga 1919, en hafði áður um
nokkur ár verið formaður Pönt-
unarfélags Skagfirðinga. Kosinn
var hann í stjórn Sambands ísl.
samvinnufélaga 1932.
Árið 1934 var hann kosinn á
þing fyrir Framsóknarflokkinn í
Skagafjarðarsýslu. Nýtur hann
Bræðravígin
eða borgarastyrjöldin á Spáni, eru
enn í algleymingi og virðast eng-
in veruleg straumhvörf sýnileg í
þeim grimma hildarleik. Annars
eru fregnir af borgarastríðinu svo
ósamhljóða, að erfitt er að átta
sig á því hvað rétt er.
Franska stjórnin hefir beitt sér
fyrir því, að önnur ríki gerðu
með sér hlutleysissamning gagn-
vart Spáni. Varð þýzka stjórnin
sein til svara. Fyrri hluta dags
24. þ. m. birti þýzka stjórnin loks
tilskipun um að lagt væri bann á
allan útflutning vopna og annarra
hergagna til Spánar, og fóru
þýzku blöðin þeim orðum um þá
tilskipun, að með henni væri öðr-
um þjóðum gefið „siðferðislegt
fordæmi“ til þess að fara eftir í
afstöðunni til borgarastyrjaldar-
innar á Spáni.
Þessi ákvörðun þýzku stjórnar-
innar mæltist mjög vel fyrir bæði
í París og London, en þessi dýrð
stóð þó ekki lengi, því seinni
mikilla vinsælda og trausts í hér-
aðinu.
Á þeim þremur þingum, sem
hann hefir setið, hefir hann verið
formaður í fjárhagsnefnd neðri
tíeildar. í þingstörfum. sem í öðr-
um trúnaðarstörfum, hefir hann
reynzt farsæll fulltrúi fyrir hérað
sitt og landið allt.
Síra Sigfús er skapfastur gáfu-
maður og einn hinn virðulegasti
maður í sölum Alþingis. Sómir
hann sér því vel sem aldursforseti
þingsins.
hluta sama dags gaf Hitler út til-
skipun þess efnis, að herþjónustu-
tíminn í Þýzkalandi skyldi lengd-
ur úr einu ári upp í tvö ár. Með
þessari fyrirskipun hefir hinn
fasti her þýzkalands verið tvö-
faldaður frá því sem nú er og er
búizt við, að hann verði um næstu
áramót kominn upp í 900,000
manns.
Þessi tilskipun Hitlers um leng-
ingu herþjónustutímans og tvö-
földun fastahersins á Þýzkalandi
vakti mikinn óhug bæði í London
og París.
Hér við bættist og, að samdæg-
(Framh. á 4. síðu).
Perla
er komin á
markaðinn.