Dagur - 03.09.1936, Side 2
150
DAGUR
36. tbi.
, Allt er betra en ihaldið
Bændallokkurinn
§víkur foringja sinn og
afneitar í verki skoð-
uviuiii hans.
Forystumenn þess flokksbrots,
sem kennir sig við bændur, ásaka
heiftarlega fyrrv. samherja sína,
Framsóknarmenn, fyrir að hafa
gert málefnasamband við Alþýðu-
flokkinn og myndað stjórn með
honum.
Eins og allir vita, er flokkaskip-
unin á Alþingi þannig, að enginn
flokkur er þar í meirihluta og hef-
ir því ekki aðstöðu eða bolmagn
til að mynda stjórn af eigin ram-
leik eða koma fram einhverju af
áhugamálum sínum, nema í sam-
starfi við annan flokk. Af þessu
leiðir, að flokkasamstarf verður að
hefjast, ef ekki á að verða algert
stjórnleysi í landinu.
Nú er það svo, að Framsóknar-
menn og Alþýðuflokksmenn
mynda til samans meiri hluta
þings og geta því í sameiningu
myndað stjórn, ef málefnasamn-
ingar takast.
Það er þetta, sem gerzt hefir
hér á landi eins og víða annar-
staðar. Tveir vinstri flokkarnir
hafa gengið saman til samstarfs
um löggjöf og stjórn landsins.
Fyrir síðustu kosningar lýstu í-
haldsbroddarnir yfir því í mál-
gögnum sínum og á mannafund-
um um allt land, að æðsta hug-
sjón þeirra væri fólgin í orðunum:
„Stétt með stétt“. Þeir héldu því
fram með hinum sterkustu orðum,
að hamingja þjóðarinnar væri
undir því komin, að leggja niður
alla stéttabaráttu, og að því sögð-
ust þeir vilja vinna.
Þrátt fyrir þessi fögru orð í-
haldsins um bróðurkærleika stétta
á milli, tapaði það í kosningunum,
því kjósendur treystu ekki á fögru
orðin, af því að verk íhaldsmanna
töluðu á móti þeim. Það kom líka
fljótt í ljós, að íhaldsmenn höfðu
mælt af fláttskap einum; þeir
voru ekki að hugsa um að beita
sér fyrir sameiningu stétta þjóð-
félagsins til sameiginlegra átaka
um velfarnað þjóðarinnar; þeir
viðurkenna ekki nema eina ráð-
andi stétt, en það eru fáeinir
kaupmenn og auðborgarar og
ýmsir taglhnýtingar þeirra, svo
sem svindlarar allskonar og hjálp-
armenn útlendra veiðiþjófa. Allar
aðrar stéttir eiga í augum íhalds-
ins að lúta þessari einu, beygja
sig í auðmýkt fyrir henni.
Þingmenn Framsóknarflokksins
eru' fyrst og fremst fulltrúar
bændastéttarinnar og sveitafólks-
íns; þingmenn Alþýðuflokksins
eru aftur á móti einkum fulltrúar
verkamanna í kaupstöðum. Þessir
tveir aðilar, bændalýður og verka-
menn kaupstaðanna, eru oft
nefndar hinar vinnandi stéttir, og
er þá miðað við það, að þær vinni
beint að því að draga verðmætin
úr skauti náttúrunnar til sjós og
lands, en á þeirri framleiðslu
byggist öll efnisleg afkoma þjóð-
arinnar. Samkvæmt yfirlýsingum
íhaldsmanna á undan síðustu
kosningum hefðu þeir, sem ekki
þekkja innræti og eðli íhaldsins,
getað ætlað, að íhaldsmenn hefðu
glaðst yfir samstarfi hinna „vinn-
andi stétta“, er upp var tekið eft-
ir kosningarnar og staðið hefir
síðan, því þá var verið að fram-
kvæma í verki hina gullvægu
reglu, sem íhaldsmenn höfðu sjálf-
ir haft á vörunum: Stétt með
stétt. En auðvitað var þetta ekki
annað en varajátning íhaldsins;
hjariaS var þar hvergi nærri. Það
hafa þeir sjálfir alltaf verið að
sanna með látlausum lygum um
samstarfið milli Framsóknar- og
Alþýðuflokksins og stöðugum rógi
milli hinna tveggja fyrrnefndu
vinnandi stétta. Með þessu fram-
ferði öilu hafa íhaldsmenn borið
það vopn á sjálfa sig, sem eitt út
af fyrir sig hlýtur að endast þeim
til pólitísks bana.
Hverfum þá aftur að „Bænda-
f!okknum“. Það er á allra vitorði,
að þessir liðhlaupar úr Framsókn
voru til þess reiðubúnir að ganga
undir hönd íhaldsflokksins og
mjrnda stjórn með honum, ef þeir
hefðu verið þess umkomnir á
þinginu. En liðstyrkur þeirra
nægði ekki til þess. Urðu þeir því
að horfa upp á þá raun, að vinstri
eða frjálslyndu flokkarnir færu
með völdin í landinu, en íhaldið
yrði að sitja hjá, sársoltið af
valdaleysi og vanmáttugt þess að
hindra umbótastarf þingmeirihlut-
ans og stjórnarinnar. Það hefir
því farið svo, að „Bændaflokkur-
inn“ er eins og lítil hjáleiga í
landareign höfuðbóls íhaldsins.
Hin nánu tengsl milli íhaldsins
og varliðs þess, hafa hvarvetna
komið í ljós, ekki aðeins á Al-
þingi, heldur og á stjórnmálafund-
um út um sveitir landsins. Fór
þetta meðal annars ekki leynt á
fundum í Eyjafjarðarkjördæmi á
þessu sumri. Má til dæmis benda
á, að þeir Garðar Þorsteinsson og
Svafar Guðmundsson voru eins og
grónir saman á þessum fundum;
hlaut þetta pólitíska daður þeirra
að vekja eftirtekt allra viðstaddra
og gerði það líka.
Það er því ekkert leyndarmál
lengur, að „Bændaflokkurinn“ er
genginn í eina sæng með íhaldinu.
En þessi'nýi elskhugi íhaldsins er
þó ekki afbrýðissamari en það, a$
hann áfellist Framsóknarflokkinn
fyrir að hafa ekki gert slíkt hið
sama og á þann hátt fært út í-
halds-flatsængina. í öðru ljósi get-
ur ekki orðið skilinn reiðiblástur
varaliðs íhaldsins út af samvinnu
Framsóknarmanna við Alþýðu-
flokkinn.
Hvað sagði nú sá maður, sem
„Bændaflokksmenn“ vilja telja
foringja sinn og leiðarljós í póli-
tískum efnum?
Landskunnugt er það, að v
Tryggvi heitinn Þórhallsson hafði
jafnan að orðtaki: „Allt er betra
en íhaldið“.
Það er því auðsætt, að í augum
Tryggva Þórhallssonar hefir
stefna íhaldsins verið sú viðbjóðs-
legasta stefna, sem hann komst í
kynni við.
Þess vegna er það, að Bænda-
flokksmenn hafa framið hinn auð-
virðilegasta verknað með því að
gerast varalið íhaldsins. Með því
hafa þeir svikið foringja sinn, sem
þeir þó þykjast dást að, afneitað
skoðunum hans og troðið minn-
ingu hans undir fótum sér.
Það er því bezt fyrir „litla í-
haldið“ að leggja þann sið niður
að brigzla Framsóknarmönnum
um svik við stefnu flokks síns.
Það eru ekki þeir, sem gengið
hafa á hönd íhaldinu, því versta,
sem Tryggvi Þórhallsson þekkti.
Það eru núverandi forráðamenn
„Bændaflokksins“, sem framið
hafa þá fúlmennsku. Það getur
verið að þeir hafi verið til þess
neyddir, vegna þess að stóra í-
haldið hjálpaði til við fæðingu
„litla íhaldsins“ á Alþingi, en þá
.hefir það ástæðu til að bölva sín-
um fæðingardegi.
Sigurður „mosaskeggur"
segir fréttir úr Eyjafirði.
Sigurður Kristjánsson, sem var
i fundarleiðangri með Garðari
Þorsteinssyni hér í Eyjafirði í
sumar og sem hlotið hefir nafn-
bótina „mosaskeggur“, eftir að
hann skrifaði greinina um „menn-
ina með mosann í skegginu“, hef-
ir fyrir nokkru skrifað um Eyja-
fjörð í Morgunblaðið. Lætur hann
að ýmsu leyti illa af menningar-
ástandinu í Eyjafirði og kennir
Kaupfélagi Eyfirðinga um það.
Segir hann m. a. að Kaupfél. Eyf.
hafi „hlífðarlaust“ breitt „ómenn-
ingu“ yfir „höfuð héraðsbúum“,
og að „ofstopi og yfirgangur
kaupfélagsins gangi mjög úr
hófi“, en „slíkri kúgun,“ sem K.
E. A. beiti, fylgi mikill „sársauki“,
sem menn þoli illa til lengdar.
Við þetta bætir hann síðan:
„Mundi víst mörgum, sem auð-
mýktur hefir verið, ekki fjarri
skapi að rétta hlut sinn við kjör-
borðið.“
Það er rétt, að samvinnumenn í
Eyjafirði fái að vita af níðyrðum
íhaldsmannsins um félagsskap
þeirra, en heimildarmenn „Mosa-
skeggs“ að frásögn hans um „ó-
menningu“ héraðsbúa, af völdum
K. E. A., „ofstopa“ og „yfirgang“
þess, eru sagðir vera úr varaliði í-
haldsins í Eyjafirði.
En Sig. Kr. eygir eitt ljós í
þessu eyfirzka myrkri; þetta ljós
er framboð Garðars Þorsteinsson-
ar í Eyjafirði, sem fleytt hafi hon-
um inn á þing sem 8. landkjörn-
um. Telur Sig. Kr. þetta hafa bor-
ið „mikinn árangur“ fyrir Eyfirð-
inga, því „Garðar Þorsteinsson
hafi einn verið þingmaður kjör-
dæmisins síðustu tvö árin.“
Þetta á auðvitað að skiljast svo,
að Garðar Þorsteinsson hafi kom-
ið miklu til leiðar á þingi fyrir Ey-
firðinga, en þingmenn kjördæmis-
ins, þeir Bernharð Stefánsson og
Einar Árnason, engu.
Úr því að „Mosaskeggur“ er að
fimbulfamba um afrek Garðars
Eyfirðingum til handa, án þess að
færa nokkur rök fyrir máli sínu
eða nefna nokkur dæmi, en gerir
hinsvegar lítið úr þingmönnum
Eyfirðinga við hliðina á þessum
þingrisa(!) og afreksmanni(!), þá
er bezt að gera hreinlega upp
reikningana og bera saman afrek
Til haustsins höfum við nú fengið ágæt
niðursuðuglös
af ýmsum stærðum.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Járn- og glervörudeild.
mm
s
3
a