Dagur - 03.09.1936, Qupperneq 3
36 tb 1.
DAGUR
151
Jarðarför Hólmfríðar Jónsdótt-
ur, Aðalstræti 66, er lézt 30. f.m.
fer fram að Draflastöðum í
Fnjóskadal, mánudaginn 7. þ.m.
kl. 12 á hádegi.
Kveðjuathöfu verður á heimili
hinnar látnu, laugardaginn 5. þ.
m. kl. I e. h.
Aðstandendur.
þingmanna Eyfirðinga og afrek
G. Þ. fyrir kjördæmið. Skulu þá
hér nefnd nokkur dæmi til sam-
anburðar:
1. Þingmenn Eyfirðinga hafa
ekki eingöngu verið þingmenn
kjördæmis síns, heldur hafa þeir
einnig beitt sér fyrir almennum
hagsmunamálum bœndastéttarinn-
ar. Má þar meðal annars til nefna
að þeir gengust fyrir og komu
fram lögunum um styrk til á-
byrgðarmanna lántakenda úr
Kreppulánasjóði. Veitti ríkið sam-
kvæmt þeim lögum 750 þús. kr. í
styrk, gegn jafnmikilli eftirgjöf
frá lánsstofnunum.
Fyrir forgöngu þingm. Eyf. hafa
skuldir bænda þannig beinlínis
verið lækkaðar um eina og hálfa
milljón, með þessum lögum.
Án þessara laga hefði kreppu-
uppgjörið lent í hinu mesta öng-
þveiti.
Hvað hefir Garðar Þorsteinsson
gert hliðstætt þessu fyrir bændur?
2. Þingmenn Eyf. gengust einn-
ig fyrir frambúðarlækkun á fast-
eignaveðslánum bænda. t
Hvað hefir Garðar Þorsteinsson
gert?
3. Það voru þingmenn Eyf., sem
útveguðu ríkishjálp til þess að
bæta úr hinu stórfellda tjóni hér
við Eyjafjörð, sem orsökuðust af
landskj álf tunum, stórbriminu
haustið 1934 og bátasköðunum i
Ólafsfirði. Garðar flutti að vísu
tillögu um hærri upphæð til hins
síðasttalda, en allir vissu, að það
var gert aðeins til að sýnast.
4. Þingmenn Eyf. hafa á síðustu
árum fengið þessa vegi tekna í
jbjóðvegatölu og þar með létt við-
haldi þeirra af sýslunni:
Eyjafjarðarbraut að Saurbæ;
veginn til Dalvíkur og nú síðast
veginn frá Dalvík inn Svarfaðar-
dal að Urðum og veginn frá Kaup-
angi að Laugalandi.
Hvað hefir G..Þ. gert fyrir vega-
mál kjördæmisins?
5. Það voru þingmenn Eyf., en
ekki G. Þ., sem útveguðu á síðasta
þingi 15 þús. kr. af benzínskattin-
um, til þess að bæta vegina kring-
um Akureyri.
6. Það eru þingmenn Eyf., en
ekki G. jÞ., sem komið hafa því
til leiðar að fært hefir verið út
símakerfið í kjördæminu; þeir út-
veguðu nýja símalínu frá Akur-
eyri og vestur Öxnadalsheiði. Við
það komust 3 hreppar í símasam-
band.
7. Það voru þingmenn Eyf., en
ekki G. Þ., sem útveguðu fjár-
framlag frá ríkinu til Laugalands-
skólans.
8. Þingm. Eyfirðinga áttu á sín-
um tíma mikinn þátt í því, að síld-
arverksmiðjan komst upp á Siglu-
firði, að heilsuhælið í Kristnesi
var reist og að Akureyrarskóli var
gerður að Menntaskóla.
9. Þingm. Eyf. gegna hinum
ábyrgðarmestu störfum á Alþingi,
Einar Árnason t. d. forsetastörfum
og Bernharð Stefánsson hinum
þýðingarmestu nefndastörfum. Á
þenna hátt kemur í ljós traust
það, er þeir njóta meðal samþing-
ismanna sinna og það jafnvel
hinna greindari andstæðinga
þeirra.
Svo kveður ómerkilegur íhalds-
skussi í Reykjavík upp þann dóm
í Mbl., að þingmenn Eyf. hverfi í
skuggann af afreksverkum Garð-
ars Þorsteinssonar, sem ekki er
vitað að hafi gert neitt til gagns
á Alþingi. Hann hefir reyndar
stundum blásið sig upp og flutt
tillögur um fjárframlög til Eyja-
fjarðarkjördæmis, ekki í þeim til-
gangi að gera héraðinu gagn, held-
ur til þess eins að yfirbjóða þing-
menn Eyf., vel vitandi það að ekki
var hægt að sinna tillögum hans,
eins og t. d. um 55 þús. kr. í Siglu-
fjarðarskarð, þegar þingm. Eyf.
voru búnir að útvega þangað 15
þús. kr.
Þessa kátbroslegu yfirboðsað-
ferð hefir Garðar Þorsteinsson
lært af kommúnistum. Hún er
háttur þeirra, sem aldrei dettur
neitt nýtilegt í hug, en vilja sýn-
ast menn með mönnum.
Nú er svo til lokið sölu á öllu
kjöti sem flutt var úr landi, af
framleiðslu ársins 1935. Meðal-
verð á því kjöti sem Samb. ísl.
samvinnufélaga hefir selt, er nú
reiknað út og liggur fyrir. Á freð-
kjötinu er það 82 aurar pr. kg. og
á saltkjötinu 67,5, og er þá frá
báðum dreginn kostnaður s. s.
umbúðir, salt, frysting, sölukostn-
aður o. s. frv. eins og hann reyn-
ist að vera að meðaltali hjá kaup-
félögum landsins.
í fyrra urðu tilsvarandi verð
71,5 og 54 aurar hvorttveggja pr.
kíló.
Þegar heildsöluverð á kjöti
seldu á innlendum markaði, var
ákveðið af nefndinni í byrjun
sláturtíðar 1935, var búizt við því,
að það mundi geta gefið til bænda
um 90 aura verð pr. kg. þegar
miðað væri við meðalsölukostnað.
Eftir upplýsingum frá þeim fé-
lögum og verzlunum, sem ein-
göngu hafa selt kjöt sitt innan-
lands, hafa þau þegar greitt til
bænda frá 80 til 95 aura pr. kg.,
en sum þeirra eiga eftir að gera
kjötverðið endanlega upp, en vit-
að er að þau geta bætt nokkru við
það verð, sem þau þegar hafa
borgað.
Innanlandsverðið til v bænda
mun því verða líkt því sem kjöt-
verðlagsnefnd gerði ráð fyrir, þá
hún ákvað heildsöluverðið s. 1.
haust og með tilliti til þess hefir
nefndin nú ákveðið að bœta salt-
kjötsverðið upp með 11,5 aurum
svo það verði að meðaltali sem
nœst 79 au. pr. kg. til bœnda, og
freðkjötið með 3 aurum svo með-
alkílógramm af því verði sem
nœst 85 aurar, en frá freðkjöts-
verðinu er þá ekki dreginn slátur-
lcostnaður.
Tilsvarandi verð í fyrra voru 68
aurar og 81 eyrir pr. kg.
Þess skal getið að freðkjöts-
birgðir þær, sem til voru 1. ágúst
eru nú sama sem seldar, nema lít-
ið eitt af sauðakjöti, sem enn er
eftir og verður að selja með kjöti
næsta árs.
Reykjavík 28. ágúst 1936.
Páll Zóphóníasson. Jón Árnason.
Helgi Bergs. Ingimar Jónsson.
Þorleifur Gunnarsson.
lagði 11 manna hópur af stað í
bifreið sl. laugardagskvöld áleiðis
að Reykjum í Fnjóskadal; er það
fremsti bærinn í dalnum vestan
Fnjóskár. Þegar Vaðlaheiðar-
brautinni sleppir hjá Skógum, er
enginn upphlaðinn vegur fram
dalinn, og er því sá hluti leiðar-
innar seinfarinn, en því betra
næði er fyrir ferðamennina að at-
huga „bændabýlin þekku“ á
hægri hönd, þegar farið er fram
dalinn, og einstöku eyðibýli á
milli. Austan Fnjóskár blasa við
skógarnir, Vaglaskógur og Þórðar-
staðaskógur. Nú eru þeir dökk-
brúnir — sjúkir — eftir skógar-
maðkinn. Er það hryggileg sjón.
Maðkurinn hefir einnig lagzt á
berjalyngið í dalnum.
Að Reykjum kom ferðafólkið
síðla kvölds og voru viðtökur vin-
samlegar og hlýlegar. Búið var
um sig í heyhlöðu um nóttina,
gengið seint til hvílu og snemma
risið á fætur, lítið sofið, en því
meira rabbað, sagðar sögur o. s.
frv. að hætti gangnamanna, er
líkt stóð á íyrir nóttina áður en
lagt var af stað í göngurnar.
Á sunnudagsmorguninn dreifð-
ist flokkurinn nokkuð, flestir
gengu á Bleiksmýrardal, sem er
afréttardalur fram af byggðinni.
Iiinir þungfærari héldu sig í nánd
við Reyki, skoðuðu heitu laugina
suðaustur frá bænum og garð-
ræktina þar, sem er bæði mikil og
góð. Sumir reyndu silungsveiði í
Fnjóská, en urðu ekki fengsælir.
Sumir þeirra, er á dalinn gengu,
hurfu aftur til baka að Reykjum,
er á daginn leið. En fjórir göngu-
garpar vildu enn kanna ókunna
stigu og lögðu leið sína yfir fjall-
ið milli Bleiksmýrardals og
Garðsárdals og léttu ekki göng-
unni fyrr en þeir komu út í Kaup-
angssveit. Þar hittu þeir ferðafé-
laga sína, sem komið höfðu með
bifreiðinni að austan.
Þeir, sem yfir fjallið fóru, voru:
Ólafur Jónsson framkvæmdastj.,
Til leigu
óskast frá 1. okt. tvö her-
bergi, helst samliggjandi. —
R. v. á.
Tvö herbergi
og eldhús til leigu 1. okt.
Upplýsingar hjá
Ktíra Johannssyni
K. E. A.
II
af ágætu kyni til sölu. —
árni Jóhannssen, Kea, visar á.
fir hestar af á
til sölu nú þegar.
Jóhanna Sigurðardóttir,
'Brekkugötu 7.
ÁGÆT KÝR
til sölu, veturnáttabær, 8 vetra,
ársnyt 3200 — 3800 lítrar, fitumagn
4,40 —4,75°/o.Tækifærisverð. Menn
snúi sér til Árna Jóhannssonar,
Kea, eða Árna Jakobssonar i
Skógarseli.
höfum við nú fengið aftur4
Járn- og glervörudeild.
Stefán Gunnbjörn ráðsmaður,
Þóroddur Guðmundsson kennari
frá Sandi og Geir Jónasson ma-
gister. Sá síðasttaldi hafði orðið
viðskila við félaga sína, fór nokk-
uð aðra leið en þeir og kom
nokkru síðar til byggða á sunnu-
dagskvöldið.
Einn úr hópnum.
Ættjarðarkvæði.
ísland! ísland, ættarláð!
Eldastorð við kalda sundið,
— jöklum krýnd og hretum hrjáð,
heitum sólargeislum stráð!
Margra alda minning fáð
mætan krans þér hefir bundið.
ísland! ísland, ættarláð!
Eldastorð við kalda sundið!
Þörfum öflum þrungna jörð!
Þúsund-drauma-landið fríða!
Elska þig við örlög hörð
óskabörn, af vilja gjörð.
Um yztu strandir, efstu börð
ótal handa störfin bíða.
Þörfum öflum þrungna jörð!
Þúsund-drauma-landið fríða!
Blárra himna björtu völd
blessi þig um aldir nýjar!
Öll þín glæstu gróðurtjöld!
Gljáar lindir! Stjörnukvöld!
Brunasanda! Breðafjöld!
Bjarga-tinda! Sveitir hlýjar!
Blárra himna björtu völd
bessi þig um aldir nýjar!
Sigurður Draumland.