Dagur - 22.10.1936, Blaðsíða 3

Dagur - 22.10.1936, Blaðsíða 3
43. tbl. DAGUR 179 Merkileg menningar> stofiiun á Akureyri. HéraÖs- og Iandssafn gamals ssl. byggingar- sfíls. Merbilegf menningar- og mefnaðarmál. (Niður).). III. „BÆNDABÝLIN ÞEKKU.“ Auk fornra gripa af ýmsu tagi á þjóðminjasafni voru, er fátt um verklegar minjar utanhúss hér á landi. Snorralaug er nær eins- dæmi. Hóla-dómkirkja sömuleiðis, er um byggingar er að ræða. Enda er það mjög eðlilegt. Veldur því byggingarefnið og veðurfar að mestu leyti. Á þessum vettvangi er ræktar- leysi vort við liðna og líðandi tíma einna mest áberandi. Vér lifum á merkilegum tímamótum. Hið gamla er að hverfa, og nýi tíminn enn einn óskapnaður (Kaos), svip- laus og sálarlaus. Vér fleygjum frá oss því gamla „í fyrirdæmdrar gleymsku djúp“, áður en vér höf- um eignazt nokkuð í staðinn. — Gömlu sveitabæirnir, „bændabýl- in þekku“, sem voru hold af holdi íósturjarðar vorrar með sérkenni- legu ættarmóti lands og lýðs, ein- kennilega fagrir og stílhreinir, þar sem bezt var byggt, — eru nú að mestu leyti horfnir og óðum hverfandi. Og að 50—100 árum liðnum eru þeir algerlega horfnir úr vitund þjóðarinnar. Og hvað höfum vér svo til þessa fengið í staðinn. Víðast hvar út um sveitir landsins meira og minna léleg' steinsteypuhús, sviplaus og sund- urleit, eins og þau væru hugsuð á halastjörnu og dottin niður úr tunglinu. Grjóthlaup úr hömrum og jarðfastir drangar í miðju túni eru hvergi nærri eins hjáleitir og ósamræmir umhverfi sínu og sum- ir sveitabæirnir nýju. Auðvitað eru til heiðarlegar undantekning- ar. IV. TVÆR LEIÐIR. Einasta tilraunin, sem mér er kunn um verndun gamalla sveita- bæja, er prestssetrið í Laufási, S.- Þing. Er það fögur hugsun og virðingarverð. Og kem ég hér að megin-atriði máls míns, er fyrir mér hefir vakað árum saman. — Því miður munu nú síðustu for- vöð í þessum efnum. Fegurstu bæ- irnir gömlu munu nú flestallir úr sögunni. Ég minnist lengi gamla prestssetursins á Hálsi í Fnjóska- dal. Ég gisti þar eitt sinn fyrir löngu síðan, og eftir því sem ég man bezt, virtist mér sá bær með þeim sviphreinustu íslenzku sveitabæjum, sem ég hefi séð, og var hann þá allgamall. Eigi er ósennilegt, að enn sémtil Rér norðanlands einn eða fleiri gamalla torfbæja, er vert væri að vernda. Það ætti eigi að vera neitt vafa- mál, og því síður deilumál, að oss beri að vernda og varðveita í sinni beztu mynd eina tvo til þrjá hinna sérkennilegu og sviphrein- ustu torfbæja sem sýnilegan vott um fornan ísl. byggingarstíl og samtímis um byggingarmenningu og búnaðarháttu nánustu forfeðra vorra. Og sama er að segja um torfkirkjur þær, sem enn eru við lýði hér norðanlands. En nú mun margur spyrja: Hvernig má þetta verða? Er því fljótsvarað, að tæplega — og alls eigi — getur komið til mála að varðveita gamla bœi og kirkjur hvert á sínum stað! Hingað og þangað út um sveitir landsins. í því yrði engin trygging og öll hirða óábyggileg og af handahófi. En nákvæm hirða og nærgætnin er hér einmitt aðalatriðið. Auk þess myndu þessar gömlu bygg- ingar annaðhvort verða í vegi fyr- ir nýbyggingum, eða þá myndu þær nýju þrengja um of að þeim gömlu, svo að þær yrðu að hjá- kátlegu viðundri í stað þess að vera merkur og lifandi þáttur úr íslenzkri menningarsögu. Þessi leiðin myndi því brátt reynast ófær. Nei. Eigi að varðveita þann sér- íslenzka menningarsvip, sem ann- ars hverfur ,og glatast algerlega m.eð gömlu sveitabæjunum, er eigi nema ein leið til þess. Og það er að sameina þetta allt á einum stað undir umsjón og stjórn færra manna. Skal hér þegar tekið fram til að girða fyrir misskilning og efasemdar-athugasemdir, að hér yrði eðlilega um tvennt að ræða, en þó í fullri einingu: Flutning þess, sem flytjanlegt er, t. d. allt trévirki og' innanstokksmunir, en endurbygging hins ytra í ná- kvæmlega sömu mynd. Tveir til þrír ísl. torfbæir og torfkirkja vel í sveit komið á nægilega rúmgóðum stað með breytilegu landslagi (eins og t. d. Lystigarður Akureyrar) myndi geta orðið sviphrein og fögur mynd íselnzkrar sveitamenningar, eins og hún hefir verið öldum saman og fram á síðasta manns- aldur. Húsbúnaður allur og innan- stokksmunir yrðu þar eins og bezt hefir verið og myndarlegast á góð- um bæjum. Frá bæjardyrum til baðstofu, frá eldhúsi til skemmu og smiðju. Tréskurðir og vefnaður og annað það úr íslenzkum heim- ilisiðnaði, er sveitabæ má prýða, myndi þar einnig samankomið. Og yfirleitt allt verklegt með menn- ingargildi, er íslenzkar sveitir hafa þroskað með sér og varðveitt um langan aldur. Helztu úthýsi yrðu þar einnig sett upp: Fjárhús, hesthús, fjós, brunnhús, mylla o. fl. Og svo myndi reynast, áður langt liði, að í þessa sveit yrði sótt öll haldgóð þekking á ytri hlið íslenzkrar sveitamenningar fram til vorra daga. V. TIL SAMANBURÐAR. Þessháttar söfn, sem hér hefir Þórður Guðmundsson, umsjónarmaður við Samkomu- hús Akureyrarbæjar, andaðist fimmtudaginn 15. okt. Jarðarförin fer fram föstudaginn 23. okt. og hefst með kveðjuat- höfn í Samkomuhúsinu kl. 1 eftir hádegi. AÖstandendur. verið drepið á, eru algeng á Norð- urlöndum og víðsvegar um heim. Og allsstaðar er farin sú leið, er ég hefi bent á, svo að eigi er hér um neitt nýmæli að ræða. Norð- urlanda-söfn af þessu tagi eða svipuðu eru hin helztu þessi: Nordiska Museet med „Skansen“ í Stokkhólmi, Dansk Folkemu- seum. Norsk Folkemuseum á Bygdey við Ósló. De Sandvigske Samlinger á Litlahamri í Noregi o. fl. Eru nöfn þessi einskonar uppbót og viðauki við hin miklu menningarsögulegu fornminjasöfn, ér sýna menningu og siði löngu liðinna alda. En þessum Alþýðu- söfnum (Folkemuseum) er sér- staklega ætlað að sýna -daglegt líf alþýðunnar á síðustu öldum (oft- ast frá um 1600—1850). Þannig starfar til dæmis Norsk Folkemuseum á Bygdey. Frumtil- gangur þess er að safna og sýna allt það, er lýsir og skýrir norska alþýðumenningu eftir siðaskipti. Var það stofnað 1894 í mjög smá- um stíl. Síðan hefir það stöðugt aukizt að gömlum munum og byggingum, sveitabæjurti, kirkj- um o. fl. Bókasafn þess er yfir 5000 bindi, og myndasafn yfir 17000. Á síðari árum er einnig Búnaðarsafn og Farmennskusafn tengt Norsk Folkemuseum. Enn merkari eru að ýmsu leyti „De Sandvigske Samlinger“ á Litlahamri, og er það stærsta hér- aðssafn í Noregi. Þar er gömul sveitamenning úr Guðbrandsdöl- um og Upplöndum einum saman komin á stórum og glæsilegum stað, „Maihaugen“, sem er um 10 hektarar að stærð. Safn þetta stofnaði Anders Sandvig, tann- læknir, 1887, og ber það nafn hans. Eru þar nú milli 50 og 60 gamlar sveitabyggingar og yfir 10.000 minni gripir af ýmsu tagi. Einn hinna gömlu bæja, sem þar er sýndur, er stórbýlið Neðri- Bjarnarstaðir með 25 bæjárhús- um alls. — Dregur safn þetta hinn mesta fjölda íerðamanna inn- lendra og erlendra að Litlahamri ár hvert. Eftir fordæmi Sandvigs og með forgöngu hans hafa mörg héraða- og sveitasöfn verið stofnuð víðs- vegar í Noregi á síðustu áratug- um (Bygdemuseum). Er þeim öll- um ætlað hið sama hlutverk, að varðveita norska sveitamenningu í sem fullkomnastri mynd. Njóta söfn þessi ríkis og sýslustyrks að meira eða minna leyti eftir atvik- um. VI. AKUREYRI ER STAÐURINN. Héraðssafn — eða landssafn — eins og hér hefir verið lýst, — á að rísa á legg hér á Akureyri. Og stofn þess ætti sennilega að vera Laufáss-bærinn, eða annar áþekk- Hjaríanlega þakka eg öll- um þeim mörgu, sem á einn eða annan hátt heiðruðu minningu látinnar eiginkonu minnar, Svan- laugar Jónsdóttur. Guð blessi ykkur öll. Jón Jónassnn. Við dánarfregn Þorbjargar Benediktsdóttur á Stórutjörnum. Að hásölum drottins er dýrðlegt að ganga að dagsverki loknu og myrkrinu langa, og mega þar hvílast í ástvina örmum, umvafinn guðs dýrð og kærleika vörmum. Og líta nú þaðan hið liðna í ljóma, og leggja við eyrun er söngraddir hljóma, og svífa um blámann á svifvængjum þöndum í sólgeisla merli að óskanna löndum. Eg ætla ekki að tala um velunnin verkin, það vita svo margir, þú sýndir þess merkin, að fórnfýsi og trúmennska í athöfn og orði var óhvikul dyggð þín og dýrasti forði. Eg gleðjast vil með þér við góðvina fundinn, og grædd er að fullu hver hjarta þíns undin, að laus ertu orðin við lífsfjötur þungan. Eg lít nú þinn anda svo frjálsan og ungan. E. A. ur, og Saurbæjarkirkja eða Víði- mýrar. Myndi slíkt safn skjótt aukast og vaxa á marga vegu. Mætti ef til vill þegar stofna sjó- mennskudeild með gömlu há- karlaskipi, gömlum bátum og veiðarfærum o. fl. Landbúnaðar- deild myndi aftur á móti verða sameinuð sveitabæjunum á eðli- legan hátt. Stofnkostnaður myndi eðlilega skiptast á marga aðila: Bæ, ríki, sýslu eða jafnvel sýslur, þar eð safn þetta ætti a. m. k. að taka til alls Norðurlands — og ef til vill alls landsins! Þetta er merkilegt mál og vel þess vert að því sé gaumur gefinn í fyllstu alvöru. í vissum skilningi er þetta landsmál og œtti að ná til alls landsins! En staðurinn er allra hluta vegna sjálfkjörinn hér á Akureyri! Akureyri er höfuðstaður Norður- lands og menntasetur með ó- venju góð skilyrði til auðnu og vegs á íslenzka vísu. Hér er land-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.