Dagur - 19.11.1936, Síða 3
47. tbl.
DAGUR
195
• • <
Heilsufar og iþróttalif.
(Niðurl.) Sameiginlegt íþróttahús fyrir skól-
Og barnaskolinn er að baslast
við að kenna leikfimi í söngsal
skólans við hin aumustu skilyrði,
sem hugsast geta, og börnin fá
bað í þvottahúsi skólans í kjallar-
anum, lítilli kytru, o,g skapa
þrengslin þar hina mestu óþrifa-
hættu, sem sum heimili í bænum
hafa fengið að kenna á. Ætlað var
að upp kæmist leikfimihús við
skólann, þegar eftir byggingu
hans, en það hefir nú ekki orðið
enn. — Málið horfir því þannig
við. að enginn af skólum bæjar-
ins getur látið iðka fimleika hér
í vetur og allur æskumannaskar-
inn í bænum utan skólanna á þess
heldur engan kost, að iðka leik-
fimi í frístundum sínum, því til
þess vanta, sem sagt, öll skilyrði.
Það hljóta því allir að sjá og
skilja, að slíkt ástand er með öllu
óviðunandi.
Hér þarf því skynsamlegra og
skjótra úrræða við. Og skynsam-
legustu úrræðin eru þau, að bær-
inn og ríkið byggi saman eitt full-
komið íþróttahús, nálægt sund-
lauginni. Þar á hvort eð er í-
þróttavöllur framtíðarinnar að
vera. Og væri þá svo að segja á
sama stað sundlaugin, íþróttahús-
ið og íþróttavöllurinn. Mennta-
skólinn og barnaskólinn eiga
þangað stuttan veg að sækja, og
einnig Gagnfræðaskólinn, sem
ætlað er að byggður verði uppi á
brekkunni. Og það hefir sýnt sig,
að ungmennum bæjarins blöskrar
ekki vegalengdin að sundlauginni.
Á himni og jörð.
Tækni og vísindi í náinni framtíð.
(Þýtt.)
í hvert sinn og talið berst að
tæknislegum framförum og fram-
tíð þeirra, dettur bæði draumóra-
mönnum og sérfræðingum í hug
eitt af tvennu: þróun og umbætur
„þráðlausra11 sendinga (allskonar
útvarps og orkuflutnings), eða þá
fullkomnun flug-tækninnar.
Allar uppfundingar af þessu tagi
stefna að einu og sama marki: tak-
mörkun tíma og rúms.
Með hverju flugtæki, sem hraða-
met setur, nálgast borgir, lönd og
álfur stöðugt meir og meir, og
heimurinn hrað-minnkar. Með
auknum og bættum flugsamgöng-
um getur t. d. ísland „yzt á Rán-
arslóðum“ orðið einskonar miðdep-
iil heims. Hver ný og sterk út-
varpsstöð þjappar heiminum sam-
an. Tekur hann blátt áfram í
bóndabeygju. Þráðlausu bylgjurn-
ar fara umhverfis hnöttinn sjö
sinnum á sekúndu. Tæknin hefir
nú náð í halafjaðrirnar á tímanum
og víðáttunum og ætlar sér að má
hvorutveggja algerlega út.
*
Framfarirnar í þessa átt eru líka
harla stórstígar um þessar mundir.
Bretinn Malcolm Campbell hefir
hleypt bíl sínum allt að 500 km. á
aná og bæinn yrði því mjög vel
sett, upp við laugina.
Bærinn verður að hafa hér for-
gönguna. Hann á að byrja þegar
í stað að hefja samstarf við skóla-
meistara og ríkisstjórn og fá síðan
æskumannahóp bæjarins og aðra
áhugamenn til þess að ljá málinu
lið og létta undir framkvæmdir.
Og það myndi takast. Unga fólkið
er sáróánægt með ástandið eins og
það er í þessum efnum og myndi
áreiðanlega vilja leggja sig fram
tii þess að bæta úr því, en átakið
er það stórt að því einu er um
megn að hrinda málinu fram, en
það gæti léð mikilsvert lið, og
bæjarfélagið er vitanlega sá eini
rétti aðili til forgöngunnar.
Og markmiðið á ekki að vera
neitt kák, þar sem hver borast út
af fyrir sig, heldur sameiginlegt,
myndarlegt átak allra þessara að-
ila. Það á heldur ekki að fara að
lappa upp á neitt gamalt hús,
leggja í það mikið fé og fyrirhöfn,
sem ekki svarar svo tímans kröf-
um og allir verða óánægðir með
eftir stuttan tíma. Það á að reisa
nýtt hús, vandað og fullkomið,
sem búa má að lengi. Og það er
trúa mín, þrátt fyrir allt basl og
fátækt, að þetta sé hœgt ef viljinn
er einbeittur og ahuginn nœgur.
OG NÚ VIL EG IIÉR MEÐ
SKQRA Á BÆJARSTJÓRN AK-
UREYRAR AÐ TAKA MÁLIÐ
UPP TIL ATHUGUNAR OG AÐ-
GERÐA.
Snorri Sigfússon.
klukkustund. ítalinn Agello hefir
flogið yfir 700 km. á sama tíma.
Nýtízku úthafsskip bruna þvert
yfir Atlantshaf á tæpum fjórum
sólarhringum, þar sem „Restaura-
tion“ 1825 fór á sex vikum. Þess-
háttar tölur sýna oss, hvernig
heimurinn gerbreytist umhverfis
oss. Og samt er allt þessháttar enn
í blá-bernsku að dómi verkfræð-
inganna. Bíðið þið bara við, þang-
að til við komum með nothæfar
hálofts-flugvélar. Sprengi-flugvél-
ar þær (rakett-flugv.), sem rúss-
neskir sérfræðingar eru að þraut-
reyna, er talið að geti farið um
1000 km. á klukkustund, — eða
hátt upp í hraða hljóðsins. Hagnýt
reynsla hefir enn eigi fengizt í
þessa átt, en afrek Agello með
venjulegri flugvél sýnir, að hér er
aðeins um tímaspursmál að ræða.
í þessu kapphlaupi við hljóð og
ljós er eigi nema eðlilegt, að hiri
vélræna tækni leiti eftir hagnýtu
afli til reksturs. Vísindin stefna
því kauppsamlega að því marki,
að „leysa hin bundnu öfl“, eftir að
þau í fullan mannsaldur hafa bar-
izt við að „beizla hin óbundnu
öfl“! Skyldi það takast einhvern-
tíma að leysa hin bundnu öfl at-
ómsins með sprengingu? í sama
vetfangi höfum vér í höndum ó-
þrjótandi afls-uppsprettu. Eitt ein-
asta kíló myndi nægja til þess að
framleiða hreyfiafl handa öllum
vinnuvélum í U. S. A. í marga
mánuði. Þegar svo verður búið að
smíða flugvélar, sem fara um há-
loftin, þar sem loftviðspyrna er
engin, getur hraðinn orðið svo
ægilegur, að vér í dag alls ekki á-
ræðum að hugsa okkur það! Vél-
tæknin mun eflaust leitast við að
hagnýta sér „hið lofttóma rúm“
(.,vakuum“), og það ekki aðeins í
háloftunum. Menn hafa nú þegar
gert áætlanir um að byggja loft-
tóm neðanjarðargöng fyrir sam-
göngu-tundurskeyti (,,torpedo“),
sem rekin verða frá einni sameig-
inlegri aflstöð. Og þessum tækjum
er ætlað að fara með þeim hraða,
að gamla málvenjan „olíuborin
elding“, verður bara seinagangur í
samanburði við þann hraðal Og
svo að við höfum í huga leiðina á
enda: Geti vísindin leyst þá þraut
á hagnýtan hátt, að leysa frumöfl-
in úr föstu efni, járnbút, blýi eða
steini, þá er það heldur ekki ótrú-
legt, að takast muni að fljúga til
tunglsins — eða upp til einhverrar
jarð-systur vorrar, t. d. Mars eða
Venus.
(Framh.)
Búnaðarfélag Sval-
barðsstrandarhrepps
hélt aukafund síðastl. laugardag
til að taka afstöðu til hinna nýju
jarðræktarlaga. Mættu 28 félags-
menn af rúmlega 30, sem í félag-
inu eru. Eftir dálitlar umræður,
var eftirfarandi tillaga samþykkt
með 15 atkv. gegn 9, — 4 sátu hjá:
„Aukafundur háldinn í Bún-
aðarfélagi Svalbarðsstrand-
arhrepps 14. nóv. 1936, lýsir
ánœgju sinni yfir hinum
nýju jarðrœktarlögum. Tel-
ur þau stefna í rétta átt,
sérstaklega viðvíkjandi at-
riði 7. gr. um kosningar til
Búnaðarþings, og atriði 17.
gr. um að jarðræktarstyrk-
urinn verði framvegis tal-
inn sem vaxtálaust framlag
ríkissjóðs til þeirra býla,
sem styrksins njóta, og
verði óafturkrœft fylgifé
þeirra, sem jarðeigandi geti
ekki látið ganga kaupum og
sölum. Jafnframt lýsir fund-
urinn yfir því, að hann tel-
ur heppilegt og sjálfsagt, að
Búnaðarfélag íslands fari
framvegis með framkvæmd
og umsjón jarðræktarlag-
anna, og skorar á búnaðar-
þing að breyta lögum fé-
lagsins í samrœmi við jarð-
ræktarlögin nýju, og taka að
sér framkvæmd þeirra.“ ..
Kvenfélagið »Iðimn* heldur samkomu
í þinghúsi Hrafnagilshrepps laugardag-
inn 21. nóv. næstk. Til skemmtunar
verður dans og bögglauppboð. Veiting-
ar fást á staðnum.
Hjá Ipræðish erinn. Sunnud. kl. 10%
bæn, kl. 2 sunnudagaskóli, kl. 6 barna-
samkoma. Öll börn velkomin. Kl. 8%
hjálpræðissamkoma, kapt. Fredriksen
talar. Lötn. og herm. aðstoða. Allir vel-
komnir.
Fuglaskyttur! flthugið.
Eg kaupi sjaldséða, ófriðaða fugla.
Krisí/dn Oeirmundsson,
Aðalstræti 36 — Akureyri.
íþróttahús.
Eftirfarandi tillaga var sam-
þykkt á fundi ungmennastúkunn-
ar „Akurlilja“ nr. 2, sunnudaginn
15. þ. m.:
„Fundurinn samþykkir að stúk-
an leggi fram kr. 150.00 og sé það
byrjun að sérstökum sjóði, er var-
ið sé til að koma upp íþróttahúsi
á Akureyri. Ennfremur að kjósa
þriggja manna nefnd, til að byrja
undirbúning að framkvæmd
byggingar íþróttahúss, og mælast
til þess að bæði íþróttafélögin hér
í bænum kjósi einnig 3ja manna
nefndir i sama augnamiði. Á
sameiginlegum fundi þessara
nefnda, íþróttaráðs Akureyrar og
fulltrúa skólanna í bænum sé svo
ákveðið á hvern hátt málinu verði
bezt komið í framkvæmd.“
Eins og ofangreind fundarálykt-
un ber með sér, er nú vaknaður
áhugi ungra manna hér í bæ fyrir
því að koma upp íþróttahúsi og er
það gleðiefni, því vöntun slíkrar
byggingar hlýtur mjög að standa
í vegi fyrir efling íþróttalífs á
Akureyri, sem er einn sterkasti
þátturinn í menningu bæjarbúa.
Er þess að vænta að allir áhuga-
menn í þessum efnum taki nú
höndum saman til þess að undir-
búa málið sem bezt og hyggileg-
ast og hryndi því síðan til fram-
kvæmda.
Sigurður Pálsson kom heim frá
Þýzkalandi 13. þ. m. Þar hefir hann
stundaö ullariðnaóarnám (textile Mani-
facture). Undirbúningsnám sitt fékk
Sigurður við Klæðaverksmiðjuna Gefj-
un á Akureyri. Þar stundaði hann nám
3% ár. Þá fór hann til iðnaðarháskól-
ans í Kaupmannahöfn og útskrifaðist
þaðan í janúarmánuði sl. Fór þá til lit-
unarskólans í Frankfurt-Am-Main, og
að því námi loknu dvaldi hann við ull-
ariðnaðarskólann í Aachen. Við alla
þessa skóla la.uk hann lofsamlegum
prófum. Nú er Sigurðu ráðinn starfs-
stjóri við klæðaverksmiðjuna Gefjun.
Skógeðwrverksmiðja S. í. S. Á síðastl.
sumri lét Samband íslenzkra. samvinnu-
félaga byggja eina hæð ofan á Sútun-
arverksmiðju sína við Glerá. Nýbygg-
ing þessi hefir 785 m2 gólfflöt og er
ætluð fyrir skógerðarverksmiðju sem S.
f. S. er að setja á stofn, og að nokkuru
leyti til a.fnota fyrir sútunarverksmiðjT
una. Allar vélar til skógerðarverksmiðj-
unnar eru komnar á staðinn og byrjað
að setja þær niður. Umsjón meé
því verki hafa tveir Svíar, er komu
með Gullfossi 13. þ. m. Er annar
þeirra skógerða.rmeistari en hinn upp-
setningarmaður véla (montör).
Skógerðin tekur til starfa jafn skjótt
og lokið er nauðsynlegum undirbúningi.
Byrjað verður á að búa til skíða- og'
verkamannaskó. Efnið sem unnið verð-
ur úr er að mestu leyti framleitt í
sútunarverksmiðjunni.