Dagur - 26.11.1936, Síða 1

Dagur - 26.11.1936, Síða 1
D AGU R kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddági fyrir 1. júlí. XIX. ár Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. . T Akureyri 26. nóvember 1936. 48. tbl. jSamfylkingin' Þrítugnr ráðherra. Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herra átti þrítugsafmæli 13. þ. m. Þann dag héldu Framsóknarfélög- in í Reykjavík skemmtifund að Hótel Borg, þar sem ráðherrann var gestur þeirra og þar sem hann var hylltur. Var þar rækilega minnzt hinna þýðingarmiklu og þjóðnýtu starfa, er Eysteinn Jóns- son hefir af hendi leyst. Mörg heillaskeyti bárust ráð- herranum þenna dag; þar á meðal var eitt undirritað af 112 nemend- um héraðsskólans á Laugarvatni. Sáust þess glögg merki þenna dag, hve mikils trausts og al- mennra vinsælda Eysteinn Jóns- son nýtur meðal flokksmanna sinna. Eysteinn Jónsson er yngsti ís- lendingur í ráðherrastól. Starfs- saga hans er einstök í sögu ís- lenzkra stjórnmála. Hann ólst upp sem sjómaður í litlu þorpi á Aust- urlandi, 23 ára er hann orðinn skattstj óri í Reykjavík, 26 ára er hann kosinn til Alþingis sem full- trúi Suður-Múlasýslu og 27 ára er hann orðinn fjármálaráðherra Is- lands. Eysteinn Jónsson er einn af á- hrifamestu forystumönnum Fram- sóknarflokksins, einbeittur, ein- arður, skarpgáfaður, rökviss og mælskur með afbrigðum. Er það mikil gæfa fyrir Framsóknar- flokkinn að eiga svo ungum og ó- slitnum krafti á að skipa. hefir gefið út bækling, þar sem hún segir að í felist „stefna Al- þýðuflokksins í atvinnumálum síðustu tvö ár — og tvö þau næstu. Þar segir m. a. svo um at- vinnuaukningu í landinu: „Fyrirkomulag slíks atvinnu- reksturs að öllu leyti, hvort hann er rekinn á samkeppnis- eða sam- vinnugrundvelli, eign einstaklinga eða félaga, skiptir á þessu stigi míklu minna máli. Þörfin fyrir at- vinnuaukningu í þjóðfélaginu er svo rík, að slíkar skipulagsbreyt- ingar (þjóðnýting í stað einka- reksturs) verður að bíða betrí tíma*) nema þá aðeins, að þær séu óhjákvæmilegar, til þess að koma atvinnu- og framleiðslu- aukningu fram.“ Miðstjórn Alþýðuflokksins lítur því þannig á, að t. d. ríkisútgerð togara skipti „miklu minna máli“ en atvinnuaukningin sjálf. Er þetta viturlega mælt og alveg í anda Framsóknarmanna. Kveður hér nokkuð við annan tón en í ályktun Alþýðusambandsþingsins, sem skipaði svo fyrir að slíta skyldi samvinnu við Framsóknar- flokkinn, ef hann ekki innan þriggja mánaða hefði fallizt á rík- isútgerð togara. í sambandi við þessi ummæli miðstjórnarinnar er rétt að benda á það, að Mbl. staðhæfir, að Al- þýðuflokkurinn hafi nú tekið upp stefnuskrá kommúnista! Með því segir Mbl., að kommúnistar telji ,!i) Leturbreyting biaðsins. skipulagsbreytingar í þjóðfélag- inu litlu máli skipta út af fyrir sig. KIRKJAN: Messað í Akureyrar- kirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Zion. Norsku stúdentarnir, sem voru hér fyrir nokkrum dögum, eru nú aftur komnir til bæjarins, og' halda samkomur í Zion sem hér segir: fimmtud. 26., föstud. 27. og sunnud. 29. nóv. kl. 8.30 e. h. alla dagana. Á sunnudaginn kl. 10 f. h. verður barnasamkoma eins og vanalega. Unglingastúkan Akurlilja nr. 2 held- ur fund í Skjaldborg á sunnudaginn kl. 8 síðdegis. Hjónaefni. Ungfrú Unnur Frimanns- dóttir hér í bæ og- Einar Sveinbjarnar- son frá Heiðabæ í Þingvallasveit hafa nýlega opinberað trúlofun sína. »fslendingnr«. segir, að 19 atkvæði hafi verið móti jarðræktarlögunum i Búnaðarfélagi Öngulstaðahrepps. Ekki voru þeir nú nema. 16, sem greiddu mótatkvæði. Er þessi villa ásetnings- eða vanþekkingarsynd? Stóra og litla ihatdið. Bændaflokks- maður var spurður að því á fundi hér nærlendis nú nýskeð, hver væri stefnu- munur íhaldsflokksins og Bændaflokks- ins. Sá, er að var spurður, svaraði þeg- ar í stað, að munurinn væri sá, að 1- haldsflokkurinn væri stór, en Bænda- flokkurinn lítill! Nýja Bíó hefir nú trygg't sér kvik- mynd frá Olympíuleikunum í Berlín, síðastliðið sumar, styrjöldinni, sem nú geysar í Spáni og hernaði ítala í Abes- siniu. Verður fróðlegt að sjá myndir þessar, sem bíóið mun sýna í næsta mánuði. Á Alþýðusambandsþinginu var samþykkt svohljóðandi álykun: „13. þing Alþýðusambands ís- lands------ hafnar eindregið í eitt skipti fyrir öll öllum „samfylking- ar“- og samningatilboðum Komm- únistaflokks íslands, þar sem það álítur, að íramgangi þessarar starfsskrár, sem stefnir að vernd- un og eflingu lýðræðisins í land- inu, geti ekki verið stuðningur að því, heldur óbætanlegur hnekkir, að gerður sé samningur við flokk, sem ekki verður treyst til að vinna á grundvelli lýðræðisins að umbótum á hag íslenzkrar alþýðu, þar sem það er ómótmælanleg staðreynd, að hinn svokallaði Kommúnistaflokkur íslands er ekki sjálfur ráðandi gerða sinna og stefnu, en er stjórnað af mið- stöð í erlendu einræðisríki og fyr- ir liggja yfirlýsingar um, að markmið hans sé ekki lýðræðis- legar umbætur, heldur einræði eins flokks.“ Eftir þessa skýru samþykkt seg- ir Morgunblaðið, að Alþýðuflokk- urinn hafi í raun og veru gengið inn í samfylkingu með kommún- istum og jafnvel Framsóknar- flokkurinn líka! Svipað skýrir blað Jóns í Stóradal frá. Sannleikselskar eru þær, sálir ritstjóra stóra og litla íhaldsins! * Islenzk raftœkfaverksmidia. Samkvæmt heimild frá síðasta Alþingi hefir ríkisstjórnin nýlega ákveðið að leggja fram 50 þús. kr. til stofnunar raftækjaverksmiðju gegn tvöföldu framlagi frá h.f. „Raftækjaverksmiðjan" í Hafnar- firði. Hlutafjársöfnun er þegar lokið og byrjað á byggingu verk- smiðjuhússins, sem verður all- mikil bygging. Verksmiðjunni er ætlað fyrst um sinn að framleiða rafmagnseldavélar og rafmagns- ofna. Er áætlað að hægt verði að framleiða fyrsta starfsárið 10—14 hundruð eldavélar og álíka marga ofna. Auk þess á verksmiðjan að geta framleitt stórar eldavélar fyrir skip, gistihús og skóla, ofna fyrir brauðgerðarhús o. fl. raf- tæki. Áætlað er, að verksmiðjan fullgerð kosti um 150 þús. kr., þar af vélar og áhöld 40—50 þús. kr. Talið er að útlent hráefni nemi ekki meiru en 40—50% af fram- leiðslukostnaði verksmiðjunnar. Stjórnendur verksmiðjunnar telja, að ef allt gengur að óskum, NÝJA-BÍÓ Föstudags-, laugardags- og sunudagskvöld kl. 9: Tekin eftir hinni heims- frægu óviðjafnanlega skemmtilegu skáldsögu með sama nafni, eftir Charles Dickens. Aðalhlutverkin leika: Freddie Bartholo> men, Frank Lawton Jessie Ralph, W. €. Field, Magde Evans Lionel Barrymore. Það er óþarfi að lýsa þessari mynd, því flestir hafa lesið söguna Davið Copper- f i e 1 d, ef ekki á frummálinu þá í hinni ágætu íslenzku þýðingu mag. Sig. Skúlason- ar. Aðeins nægir að geta þess, að myndin þræðir sög- una mjög nákvæmlega, og ættu því engir kvikmynda- vinir að láta hjá líða að sjá þessu hugþekku og afburða- skemmtilegu mynd. verði næsta haust, þegar Sogs- virkjuninni er lokið og raforka þaðan tekin til notkunar, næg raf- tæki frá verksmiðjunni komin á markaðinn. t Einn þeirra manna, er harðast hafa barizt fyrir þessu þarfa fyr- irtæki, er Sveinbjörn Jónsson byggingameistari frá Akureyri. Fór hann utan í fyrra vetur m. a. til þess að vinna að undirbúningi þessa máls, og afla erlendra við- skiptasambanda. Er Sveinbjörn nú ráðinn framkvæmdastjóri verksmiðjunnar fyrst um sinn. Móðir mín og fósturmóðir, Steinunn Guðmundsdóttir, sem andaðist 19. þ. m., verður jarð- sungin í Hrísey laugardaginn 28. nóv. — Kveðjuathöfn fer fram að heimili okkar á Akureyri kl. 9 árdegis sama dag. Elínbjfiro borsteinsdóltir. Lilja Valdimarsdöftír.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.