Dagur - 10.12.1936, Side 2
206
i
DAGUR
50. tbl.
,í$lendings-
maðurinn,
sem „sér um efnið“
i blaðið.
í síðasta ísl. birtist þriggja dálka
fcrystugrein undir fyrirsögninni:
„Fylgifé jarða“. Á grein þessi að
vera svar til Dags út af umræðum
blaðanna um „ítök jarða“. Þessi
ísl.-grein ber þess ljósan vott, að
manni þeim, sem að sinni „sér um
efnið“ í blaðið, er áreiðanlega
margt annað betur gefið en fást
við blaðamennsku og skrifa um
landsmál, því aðalatriði greinar-
innar er vindhögg. Maðurinn byrj-
ar á að lýsa yfir því, að hann sé
kominn í „varnarafstöðu“ gagn-
vart „þrautreyndum , pólitískum
orrustumanni“, og á þar við ritstj.
Dags. Er þessi yfirlýsing vitanlega
ekkert annað en viðurkenning á
yfirburðum Dags og jafnframt á
vanmætti íslendings-mannsins. —
Hver sá, sem kominn er í varnar-
afstöðu, á skammt til flóttans. En
þrátt fyrir þessa vanmáttartilfinn-
ingu herðir ritstjórinn sig upp
eins og ekkert sé og segist raula
fyrir munni sér:
„Eg mun koma með elli bleika
óskelfdur til hildarleika.“
Menn skulu svo sem ekki í-
mynda sér, að honum sé fisjað
saman, ritstjóra „íslendings“, eða
hann sé hræddur, þó hann getl
ekki annað gert en verjast, að
hans eigin sögusögn!
Um sókn er auðvitað ekki að
tala frá hans hendi, úr því hann
er kominn í „varnarafstöðu“.
Dagur má vel við una þessi
málalok.
Næst leiðir ísl.-maðurinn fram
vitni. En hvaða vitni er það? Hann
segir, að einn „höfuðkappi“ eins
stjórnmálaflokks hér í bænum
hafi vottað það, að grein ein í ísl.
um „ítök jarða“ væri „hið vitlaus-
asta, sem um jarðræktarlögin
hefði verið ritað“. Og svo bætir
ísl.-maðurinn því við, til þess að
hnykkja sem mest á þessum dómi
um vitlaus skrif hans um jarð-
ræktarlögin, að þessi orð „höfuð-
kappans“ séu töluð af „óbilandi
sannfæringarvissu“. Eru þetta
ekki lítil meðmæli með dómnum.
Og þau meðmæli koma úr hörð-
ustu átt. En hvers vegna er mað-
urinn að leiða þetta vitni gegn
sjálfum sér og sínum málstað? Er
honum svona umhugað um að til-
kynna lesendum ísl. þá dóma um
skrif hans um jarðræktarlögin, að
þau séu eintóm vitleysa, sem þau
vitanlega eru?
Að þessu búnu snýr ísl. maður-
inn sér að aðalefninu og fer enn
að ræða um ítök jarða. Hann játar
það hiklaust, að það séu einkum í-
haldsmenn, sem eiga enn jarða-í-
tök. Og það sé vegna þess að þeir
eigi helzt eignir; þess vegna geti
þeir veitt sér þann „lúxus“ að ná
undir sig j'tökum í jörðum og njóta
þeirra á kostnað bænda. Þetta er
nú ágæt játning. Áður hafði blað-
ið bölsótast yfir ítökunum og talið
þau hina verstu plágu. Þá var því
á það bent, að það væru íhalds-
menn, sem héldu þessum ósið við
líði og jafnframt á það skorað að
ganga fram í því að þeir létu ítök-
ir af hendi við bændur, ef því
væri nokkúr alvara með mælgi
sinni um þetta efni. Hvernig snýst
svo blaðið viðþessari áskorun? Það
játar enn, að það sé, „ef ekki sak-
næmt, þá a. m. k. óheppilegt frá
sjónarmiði bænda og jarðeigenda
að láta af hendi ítök í jarðir sín-
ar“. En eftir þessa játningu tekur
blaðið það fram, að það sé „eng-
inn ljóður á íháldsmönnum* —
þótt þeir eigi ítók“, og að ísl. muni
aldrei beita sér fyrir því að hafa
af þeim jarðaítök þeirra.
Það er með öðrum orðum svo,
að fyrst bölsótast blaðið yfir ítök-
unum, en síðan leggur það blessun
sína yfir ítökin, ef íháldsmenn
verða þeirra aðnjótandi.
Það er mikilsvert að hafa þetta
skjalfest í „íslendingi“. Það sann-
ar það, sem mönnum var að vísu
fullkunnugt um áður, að blaðið
ber ekki heill eða hag bændanna
fyrir brjósti, heldur aðeins nokk-
urra íhaldsburgeisa, sem blaðið
segir að eigi eignir. Hitt mun
blaðið láta sig litlu eða engu
skipta, þó þær eignir byggist á
láni af almannafé, sem litlar líkur
eru fyrir að verði nokkru sinni
borgað.
Allur síðari hluti umræddrar
ísl.-greinar fjallar um fylgifjárá-
kvæði hinna nýju jarðræktarlaga.
Greinarhöfundur heldur því fram,
eins og hann hefir áður gert, að
í sambandi við þessi lagaákvæði
eignist ríkið hluta í jörðunum. Áð-
ur hafði verið á ísl. skorað að færa
rök fyrir því, á hvern hátt þessi
ríkisítök yrðu gerð gildandi og
jafnframt á það bent, að nafn-
greindir íhaldsmenn hefðu þrátt
fyrir ítrekaðar áskoranir gefizt
upp við að leiða rök að þessari
fullyrðingu sinni. Það hefði því
mátt vænta, að ísl. brygðist vel
við þessari áskorun, ef blaðið hefði
nokkur rök fram að færa. En það
sýnir enga minnstu viðleitni í
þessa átt, og verður það ekki skil-
ið á annan veg en þann, að um
fullkomin rökþrot sé að ræða hjá
blaðinu. Þrátt fyrir þessi rökþrot
blaðsins fullyrðir það og byggir á
því, að með fylgifjárákvæðunum
áskilji ríkið sér „landeign í eign-
ar- og óðalsjörðum bænda gegn
hinum veitta jarðabótastyrk“. —
Blaðið gengur með öðrum orðum
út frá því sönnuðu, sem það átti
* Leturbr. hér.
að sanna, en getur ekki einu sinni
fært minnstu rök fyrir. Þess vegna
er grundvöllurinn undir fullyrð-
ingu blaðsins um það, að ríkið sé
að ásælast jarðeignir bænda, hald-
laus og falskur og á ekki nokkra
stoð í virkileikanum. Og þó að rit-
stjóri ísl. semji sögu um sjálfs-
eignarbónda, sem gerir jarðabæt-
ur, fer á hausinn og býður ríkinu
jörð sína til kaups, þá sannar slík
saga ekki neitt í sambandi við það,
sem um er deilt. Hún er alveg út
í hött.
Ekki verður skilizt svo við þetta
mál án þess að bent sé enn á eina
eftirtektarverða klausu í á -
minnztri grein. Hún er á þessa
leið:
„En margur mundi þó líta svo á,
að annað hefði íslenzka ríkið nú á
tímum með rekstursfé sitt að gera,
en að leggja það 1 vafasamar
jarðabætur án þess að sjá nokk-
urntíma nokkra fjárleigu af því
og því síður endurgreiðslu.“
Skoðun sá, sem hér er fram sett,
er táknandi fyrir íhaldið. Ríkið á
ekki að veita atvinnuvegunum
stuðning, nema á móti komi hein
fjárleiga eða endurgreiðsla. Þetta
er skoðun íhaldsins. En mætti nú
spyrja „íslending11: „Á hverju
byggist fjárhagsleg afkoma ríkis-
sjóðsins? Er hún ekki einmitt háð
afkomu atvinnuveganna? Því get-
ur enginn neitað. Hvað getur þá
ríkið gert þarfara með fé sitt en
að styðja atvinnuvegi þjóðarinn-
ar?
Áður en íslendings-maðurinn
svarar þessum spurningum, ætti
hann að fara heim og læra betur.
Verk Iögmálsins er ritað
í hjörtum þeirra.
íhaldsmenn og varaliðsmenn í-
haldsins telja það ófært, að um-
bætur þær á jörðum, sem fengizt
hafa fyrir styrk úr ríkissjóði, megi
ekki ganga kaupum og sölum og
telja það óbærilega skerðingu á
eignarréttinum. En hið kátlegasta
er, að þegar íhalds- og varaliðs-
menn voru viðriðnir úttekt jarða
við ábúendaskipti, áður en jarð-
ræktarlögin nýju urðu til, þá þóttí
þeim svo ósanngjarnt að umbót
sú, er jarðabóíastyrkur ríkisins
stóð á balc við, kæmi til greina í
greiðslum viðtakanda jarðar, að
fóla-kort
fóla-löberar meö serivettum
Jóla-serivettur
fóla-umbúðapappír
fóla-umbúðagarn
fóla-skrautpappír (Girlander)
fóla-pokar
fóla-merkispjöld, miðar, o //.
til að merkja meö jóláböggla
fÓLAÖ f AF ABÆKUR
JÓLAGJAFA-
S J ÁLFBLEK UNGAR
RITSETT og
BLEKSETT.
Góð gjöf er jólagjöf
úr
Bókaveczlun
Þ. Thoracius.
«9» «9» 4V&
tps
«á» «á* V *á* *á* «á* «á*
þeir drógu styrkinn frá. Svona
hefir þetta verið hér í Eyjafirði
og líklega eins í öðrum sveitum.
Það má því segja um íhalds- og
varaliðsmenn líkt og sagt var um
heiðingjana, sem gerðu það af
náttúrunni, sem lögmálinu var
samkvæmt, þó ekki þekktu þeir
lögmálið. — Áður en jarð-
ræktarlögin nýju urðu til, fylgdu
.íhaldsmenn og varaliðsmenn á-
kvæðum þeirra fram í verki, af
því að réttlætið, sem í þeim felst,
stóð ritað í hjörtum þeirra. En
síðan jarðræktarlögin urðu til í
hinni nýju mynd, afneita íhalds-
og varaliðsmenn þessu réttlæti af
pólitískum ástœðum, og af því
þeir halda, að þeir geti gert and-
stæðingum sínum illt með þeirri
afneitun réttlætisins.
Sorglegt slys. Hjónin á Reykjum í
Mosfellssveit, þau Bjarni Ásgeirsson
alþm. og Ásta Jónsdóttir, hafa. orðið
fyrir þeirri sáru sorg að missa dóttur
sína 11 ára, Ragnheiði að nafni, með
þeim hætti, að hún féll í sjóðandi
vatnsþró og skaðbrenndist. Var hún
flutt í Landakotsspítala og andaðist þar
í fyrradag.
Unf/mennast. Akurlilja nr. 2 heldur
fund i Skjaldborg næstk. sunnudag ld.
S síðd. Inntaka. 3. flokkur skemmtir.
Fáum
pólsk kol |
fyrir f ól. £|
Kaupfélag Eyfirðinga. §