Dagur


Dagur - 07.01.1937, Qupperneq 4

Dagur - 07.01.1937, Qupperneq 4
214 DAGUR 52. tbl. Félag ungra Framséknarmanna hér í bæ, heldur fund í »SkjaIdborg« þriðjudaginn 12. jan. n.k. Fundurinn hefst kl. 8,30 e. h. — Áríðandi að félagsmenn mæti. Stjórnin. Arðmiðum frá Brauðgerð vorri fyrir árið 1936, verða fé- lagsmenn að skila á skrifstofu vora á Akureyri fyrir 20. þessa mánaðar. Akureyri 6. janúar 1937. Kaupfélag Eyfirðinga. sem hafa verið boðin á jólasam- komu fyrir- „fátæk börn“ og hafa svo eftir jólafríið mætt skólasyst- kinum sínum, sem heima áttu á vel settu heimilunum og höfðu margar og heillandi sögur að segja af jólaboðum og veizlum og fussuðu við þeim börnum, sem það eitt höfðu öðlazt að vera boð- in á jólatrésskemmtun „fyrir fá- tæk börn.“ Það þarf ekki neinn uppeldisfræðing eða kennara til að sjá hver áhrif slíkt hefir á barnssálina. Ég hefi séð ávöxt auglýsinga um samskot „til fá- tæku hjónanna, til „veika. drengs- ins.“ Ég hefi séð hyldýpi haturs og eymdar skapast út af fordildar- vesalmennsku-vatnsgrautarsam- skotunum, og það hefir allt stað- fest þau spöku orð skáldsins „að þraut er að vera þurfamaður“, og þér mynduð ekki tala af svona miklum fjálgleik um „auðmýkt hjartans“, ef að slík náðhrmeðul ættu að halda lífinu í sjálfum yð- ur. Það skal viðurkennt, að oft hafi gott fólk hjálpað öðrum af fórnfýsi og kærleika og á þann hátt, að það hefir glatt en ekki sært, enda þá venjulega gert í kyrrþey en ekki með auglýsing- um. En þótt það sé til, þá er meira af hinu, sem áður er lýst og þess áhrifum. Áður en ég lýk þessum línum, langar mig til að spyrja yður einnar spurningar, þeirrar, á hvaða blaðsíðu í orðabók Sigfúsar orðið „höfuðstaðarkrati11 sé, því ekki væni ég yður um að nota orð i rituðu máli, sem ekki finnst í Sigfúsi! Ég vil svo að endingu óska yður fullrar velgengni í störfum yðar og tjá yður, að ég get vel trúað, að þér séuð orðhengill hinn mesti, góður grúskari og skáld gott, og sennilega sæmilegur kaupmaður, að minnsta kosti nógu sérgóður til að vera það. En ég trúi að bezt væri fyrir yður að rita sem minnst um tryggingar eða almenn umbótamál, nema þá í íhaldsblöð eins og þér líka hafið gert. Og mér hefir nú verið bent á að rit- gerð yðar um viðtal mitt við „Dag“ um alþýðutryggingarnar hafi mátt skoða sem æfingu eða Aðalfundur verður haldinn 24. jan. 1937 í samkomuhúsinu Skjaldborg, kl. 3 e. h. Dagskrá samkv. félagslögum. Stjórnin. Tapast hefir steingrár hestur, Ijós á tagl og fax, mark: heilt hægra, sýlt og hangtjöður framan vinstra; ójárn- aður. — Finnandi vinsamlega beðinn að tilkynna í síma að Saurbæ eða undirrituðum. Steingrímur Níelsson Æsustööum, Eyialiröi. Undirritaður býr til Lagnet 09 Dráttarnet í ár og vötn. Gerið pantanir í tíma. Jón Friðfinnsson Þingvallastræti 12, Akureyri. ÞEIR, sem skulda dánarbúi Þórðar Guðmundssonar samkomuhúss- varðar, semji um greiðslu við undirritaðan fyrir 20. jan. n k. Telji nokkur til skuldar hjá nefndu búi lýsi hann kröfum sínum fyrir sama tíma. Stelán flg. Kristjánsson. Vantar herbergjastúlku. Hótel Akureyri. „stíl“, sem skera hafi átt úr um hvort þér væruð fær um að stjórna íhaldsblaði, og sjá, þér hafið staðizt prófið, og stjórnið nú blaðinu, sem „stílinn“ birti, og af því megi marka að hann hafi ver- ið ósvikin og glórulaus íhalds- forneskja. Felix Guömundsson. Fundur. var haldinn í Búnaharfélagi Skriðuhrepps skömmu fyrir jólin. Fundurinn lýsti yfir ánægju sinni með jarðræktarlögin með 13 atkv. gegn einu og þakkaði þingi og stjórn fyrir þá Jöggjöf. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Bjömssonar. Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjaljarðar verður haldinn á Akureyri þ. 29 og 30. þ. m. Fund- urinn hefst kl. 12 á hádegi. — Erindi verða flutt í sambandi við fundinn. Stjórnin. TILKYNNINO. Samkvæmt breytingu á lögum um tekju- og eignaskatt ber að skila framtalsskýrslum til skattanefndar fyrir lok JANÚARMÁN- AÐAR ár hvert. Skattanefnd Akureyrar verður því til viðtals á skrifstofu bæj- arstjóra alla virka daga í janúar næstkomandi frá kl. 8,30—9,30 síðdegis og geta framteljendur á þeim tíma fengið aðstoð við útfyllingu framtaiseyðublaðanna hjá henni. Framteljendur, sem aðstoðar beiðast, verða að hafa með sér nákvæma sundurliðun á eignum sínum og skuldum, lista yfir tekjur sínar á árinu 1936 og yfir gjöld þau, sem koma til frá- dráttar tekjunum, svo sem vexti af skuldum, skatta af fasteign- um og opinber gjöld. Peim, sem framtalsskyldir eru og eigi fá framtalseyðublöð send heim til sín, ber að vitja þeirra á skrifstofu bæjarstjóra. Einnig ber vinnuveitendum í bænum að vitja þangað eyðublaða undir kaupgjaldsskýrslur. Akureyri, 28. desember 1936. Skattanefnd Akureyrar. Kjarakaup! Til sölu er lítið íbúðarhús með allstórum jarðepla- garði (suður í fjöru). Laust til íbúðar í vor. Semja ber sem fyrst við Kristján Sigurðsson, kanpmann.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.