Dagur - 21.01.1937, Blaðsíða 1

Dagur - 21.01.1937, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. XX. árg. | Akureyri 21. janúar 1937. | 3. tbl. Aðalfundur Akureyrardeildar K. E. A. var haldinn í Nýja Bíó 18. þ. m. Fund- arstjóri var kjörinn Ingimundur Árnason. Deildarstjóri Sigtryggur Þorsteinsson* gaf skýrslu um af- komu deildarinnar á liðnu ári. Meðal annars gat hann þess, að félögum í deildinni hefði fjölgað um rúmlega 100 á árinu og væru nú 730. Að lokinni skýrslu deildar- stjóra var gengið til kosninga. Fór fram kosning a deildarstjóra, eins manns í deildarstjórn, í stað dr. Kristins Guðmundssonar, eins manns í varastjórn í stað Olafs Magnússonar, fulltrúa í félagsráð í stað Snorra Sigfússonar og vara- manns hans, Ólafs Magnússonar. Voru þeir allir endurkosnir. Þá gerði framkvæmdastjóri, Vil- hjálmur Þór, grein fyrir afkomu og rekstri Kaupfélags Eyfirðinga á síðastliðnu ári. Kosnir voru 36 fulltrúar til að mæta á næsta aðalfundi K. E. A. auk deildarstjóra, sem er sjálf- kjörinn. í kjörstjórn voru skipaðir Steindór Steindórsson kennari, Brynleifur Tobiasson kennari og síra Friðrik Rafnar. Þrír listar komu fram merktir A., B., og C. Greidd voru 435 gild atkv. Af A-lista voru kosnir þess- ir 24 menn: Vilhjálmur Þór. Bogi Ágústsson. Böðvar Bjarkan. Ólafur Magnússon. Árni Jóhannsson. Garðar Sigurjónsson. Jakob Frímannsson. Þorleifur Þorleifsson. Ingimundur Árnason. Friðrik Rafnar. Jónas Þór. Pétur Tómasson. Þorsteinn M. Jónsson. Jónas Kristjánsson. Haraldur Þorvaldsson. Snorri Sigfússon. Jón Þórðarson. Kristinn Guðmundsson. Friðgeir H. Berg. Hallgrímur Jónsson. íbúð. 2—3 herbergi og eldhús, helzt í miðbænum, óskast til leigu frá 14. maí n. k. — Trygg greiðsla. Upplýsingar ge,fa. Þór O. Bfðrnsson og Prenlsm. Odds Bfttrnsaonar. Páll Magnússon. Ingólfur Hinriksson. Guðmundur Ólafsson. Jón Friðlaugsson. Varamenn: Jóhannes Jónasson. Marteinn Sigurðsson. Helgi Tryggvason. Árni S. Jóhannsson. B-listinn kom að 5 mönnum og voru þeir þessir: Steingrímur Jónsson. Brynleifur Tobiasson. Ólafur Jónsson. Svafar Guðmundsson. Jón J. Jónatansson. Varamaður: Sigurður E. Hlíðar. C-listinn fékk þessa 7 fulltrúa: Steingrímur Aðalsteinsson. Stefán Árnason. Magnús Gíslason. Þorsteinn Þorsteinsson. Vilhjálmur Guðjónsson. Tryggvi Helgason. Guðmundur Snorrason. Varamaður: Ingólfur Á. Árnason. Þá var á fundinum rædd breyt- ing á fundarsköpum félagsins. Á síðasta aðalfundi félagsins kom fram tillaga um að breyta kosn- ingum á fulltrúafundum félagsins í hlutfallskosningar. Samkvæmt á- lyktun aðalfundar vísaði stjórn fé- lagsins máli þessu til deilda fé- lagsins. Að umræðum loknum var sam- þykkt svohljóðandi tillaga frá Vil- hjálmi Þór, með 186 atkv. gegn 19: „Fundurinn telur eigi ástæðu til að gerð sé breyting á 11. grein fundarskapa félagsins.“ Taldi fundurinn sig þannig mót- fallinn hlutfallskosningum í félag- inu, og voru aðrar tillögur, er fram höfðu komið, þar rneð falln- ar. Kirkjan. Messa-ð í Lögmannshlíð nk. sunnudag kl. 12 á hádegi. Prédikun í Aðventkirkjunni næstk. sunnudag kl. 5 e. h. Allir velkomnir! »Dansinn í Hrunav. verður sýndur næstk. laugardags- og sunnudagskvöld. NÆTURVÖRÐUR er í Akureyrar Apóteki þessa viku. (Frá n. k. mánud. er næturvörður í Stjörnu Apóteki.) Leikhúsið. NÝJABÍÓ Föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Frumsýning leiksins var á laug- ardagskvöldið og aftur var leikur- inn sýndur á sunnudagskvöld. Að- sókn var góð í bæði skiptin, og hrifning áhorfenda lýsti sér í miklu lófaklappi í þáttalok og að leikslokum. Mjög hafði verið til leiksins vandað, bæði hvað leikendur og allan útbúnað snertir. Æfingar fleiri en í nokkrum öðrum leik, sem Leikfélag Akureyrar hefir sýnt. Geta menn vart gert sér í hugarlund það erfiði, er leikendur og aðrir starfsmenn hafa á sig lagt við undirbúning leiksins, og þá má ekki sízt geta þess, hve mikla áhættu Leikfélag Akureyr- ar hefir tekið á sig með sýningu leiks þessa, jafn kostnaðarsamur og hann er. Robert Abraham hafði samið forleik í tónum og lék hann sjálf- ur á hljóðfærið. Hann hafði og út- sett rímnalag, er hann lék á und- an 2. sýningu. Hann stjórnar og öllum söng í leiknum. — Öll söng- lögin í leiknum eru eftir Sigvalda Kaldalóns, nema eitt sem er ísl. þjóðlag, raddsett af Sigfúsi Ein- arssyni. Tjöldin málaði Vigfús Þ. Jónsson, en dansarnir í leiknum eru eftir Hermann Stefánsson. — Hefir allt þetta tekizt mjög vel. Búningar eru mjög vandaðir og hinir glæsilegustu. Áður hefir hér í blaðinu verið drepið nokkuð á efni leiks- ins og er því þess vegna sleppt hér. Aft- ur á móti skal hér stuttlega minnzt á meðferð leikendanna á hlutverkunum. Að öllu samanlögðu má hún teljast mjög góð, þó að sjálfsögðu sé hún nokkuð misjöfn í svo stórum og vanda- sömum leik. Hvað hlutverkin eru yfir- ieitt vel leyst af hendi, má án efa mjög þakka hinum ágæta leikstjóra, Ágúst Kvaran, sem jafnframt leiðbein- ingarstarfi sínu, leikur eitt stærsta hlutverkið, Ógamtan, og ggrir það af hinni mestu snilld; sýnir hann afburða vel þenna ísmeygi- lega, slungna bragðaref. Frú Svafa Jónsdóttir leikur Unu og ferst það prýðilega; einkum tekst henni vel, Wimpole Sireeí. Gullfalleg og efnisrík tal- mynd, eftir leikriti RUDOLF BESIERS, sem hann hefir samið yfir sanna viðburði. Aðalhlutverkin leika: • NORMA SHEARER, FREDRIC MARCH og CHARLESLAUGHTON Petta er í fyrsta skifti, sem þess- ir úrvalsleikarar leika saman í mynd, en þeir hafa allir hlotið heiðursverðlaun MOTION PIC- TURES ACADEMYS. Norma Chearer 1931 fyrir mynd- ina »BROS GEGNUM TÁR«. Fredric March 1929 fyrir mynd- ina »DR. JEKYLL og MR. HYDE«. Charles Laughton 1934 fyrir myndiua»EINKALlF HINRIKS 8.« Ágúst Kvaran í hlutverki »Ógautans«. þegar hún er á sviðinu sem sjón- hverfing. Þessi tvö, sem nú hafa verið nefnd, sýna mesta leikkunn- áttu. Lárenz leikur Sigvaldi Sig-- valdason mjög myndarlega og bezt þegar mest reynir á, eins og þegar sjónhverfingarnar sækja að honum. Síra Þorgeir í Hruna er sýndur af Gunnari Magnússyni. Framh. á 3. síðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.