Dagur - 21.01.1937, Síða 2

Dagur - 21.01.1937, Síða 2
10 D AGTJR 3. tbl. Er mögulegt að hita Aknveyrarbæ með laugarvaini? Svo sem flestum mun kunnugt, er nú unnið ósleitilega að því að bora eftir laugarvatni á Reykjum í Mosfellssveit. Er ætlunin að hita alla Reykjavík upp með laugar- vatninu. Telja kunnugir, að nú þegar hafi fengizt meiri hluti þess vatns, sem þarf til upphitunar öllum húsum í höfuðstað landsins, y og gera menn sér góðar vonir um að það, sem til vantar, fáist áður en langt líður. Þetta má vera gleðiefni ö 11 u m landsmönnum. Því þótt stofnkostnaður hitaveit- unnar verði vafalaust nokkuð mikill, þá mun hún spara þjóðinni stórkostleg kolakaup á hverju ári og ætti því að svara kostnaði á skömmum tíma. Þar að auki er mjög mikilsverð trygging fyrir þjóðina í heild, ef ófriður brýzt út í Norðurálfunni, að laugarhitun sé sem víðast, þar sem landsmenn eiga hvort tveggja á hættu, að kol verði afar dýr og að erfitt verði að fá þau. Þá má heldur ekki gleyma þeim óhreinindum og óhollustu, sem af kolakyndingu stafar, einkum í bæjum, þar sem reykháfur er við reykháf. Er það óhugnanleg sjón að sjá kolareyk- inn grúfa eins og svörtustu þoku yfir bæjunum, og má nærri geta hver óhollusta það er öllum bæj- arbúum, þegar andrúmsloftið er blandað sóti og kolsýringi. Þá kem ég að því, sem er höfuð- tilgangur þessarar greinar, að at- huga lítilsháttar hverjir mögu- leikar séu fyrir hendi til að hita Akureyrarbæ upp með laugar- vatni. Koma þá fyrst til athugun- ar jarðhitasvæðin að Reykhúsum, Hrafnagili, Hóli, Syðra-Laugð- landi og Uppsölum. Hitasvæðið að Reykhúsum virðist í fljótu bragði álitlegast til jarðborunar allra of- angreindra hitasvæða. Reykhúsa- laug er heitasta laugin framan Akureyrar (um 75° á C.) og jarð- hitasvæðið er stórt. Og þær lítil- fjörlegu tilraunir, sem gerðar hafa verið til að grafa eftir heitu vatnl þar, hafa borið góðan árangur. Það mæla því allar líkur með því, að takast mætti að fá mikið vatn með jarðborunum í Reykhúsa- landi. Og það er styttri leiðsla til Akureyrar frá Reykhúsum, en frá nokkru öðru jarðhitasvæði, er nefnt hefir verið hér að framan. Það sem fyrst liggur fyrir að gera til undirbúnings þessu máli, er að rannsaka hve mikil kol eyð- ast til upphitunar öllum húsum á Akureyri, og gera áætlun um hita- virkjun og leiðslukostnað frá þvf jarðhitasvæði í grennd við bæinn, sem álitlegast þætti, að dómi sérfróðra manna. Kostnað við jarðborun mun vera erfitt að á- ætla, þótt ef til vill mætti eitthvað styðjast við reynslu þá, sem feng- izt hefir við jarðboranir fyrir sunnan. Þá þarf að athuga, hve mikið vatnsmagn muni þurfa til að hita upp öll hús hér í Akureyr- arbæ. Ætti að mega gera ráð fyrir að minnsta kosti eins heitu vatni og fyrir væri í laug þess jarðhita- svæðis, sem valið yrði til jarðbor- unar. Ef Akureyri á ekki að hnigna á næstu árum, þá verða íbúarnir að vera samhentir um þau mál, sem mestu varða fyrir framtíð bæjar- ins. Akureyrarblöðin mættu gjarn- an verja ögn meiru af rúmi sínu til að ræða í bróðerni um helztu framfaramál bæjar og byggðar, og möguleika til að hrinda þeim i framkvæmd. Því þótt ekki blási byrlega fyrir bænum sem stendur, þá má samt ekki hætta að hugsa um þær framkvæmdir, sem mættu verða til mikilla hagsbóta. Hitt er heldur ráð, að mæta erfiðleikun- um með þreki og karlmennsku, gera allt, sem unnt er að gera til að bæta atvinnuleysið og ástandið yfirleitt, og trúa síðan á bjartari framtíð. AXEL MUNTHE: Frá San Michele lil Parísar. Útg'. ísafoldarprent- smiðja h/f. Rvík 1936. Bók þessi, sem kom á markað- inn skömmu fyrir jólin, er falleg bæði að efni og útliti. Höfundur hennar er hinn góðkunni sænski læknir, Axel Munthe, sem kunn- ur mun fjölda íslenzkra lesenda af sögunni um San Michele, er út kom fyrir nokkrum árum. Sú bók fór á sínum tíma sigurför land úr landi. Þessi bók, er nú birtist í ís- lenzkri þýðingu, er að mörgu leyti með sama svip og hin fyrri og bú- in sömu kostum. Efni hennar eru endurminningar og ævintýri höf- undarins, sem sögð eru á hinn fagra og seiðandi hátt, sem hon- um er laginn. Lesandinn skilur trauðlega við bókina, fyrr en henni er lokið, og hann grípur hana aftur og aftur og les með sömu ánægjunni. Enda þótt ævin- týrin gerist í fjarlægum löndum, þá lifir lesandinn með í frásögn- inni, kemst við eða reiðist, rétt eins og hann væri sjálfur þátttak- andi í atburðunum. Hér er eigi kostur á að rekja efni bókarinnar, enda er það margþætt, og víða komið við. En eigi verður þessarar bókar þó svo getið, að ekki sé minnzt mannúðar höfundarins og ástar hans á dýr- unum. Hún kemur hvervetna fram og er löngum hinn rauði þráður frásagnarinnar. Skilningur hans á eðli dýranna, gleði þeirra og þjáningum er frábær, og ætti að geta vakið margan mann til umhugsunar á því, að dýrin, sem við umgöngumst, eru lifandi ver- ur með hugsun og tilfinningu. Það hefir geysimikla fjárhags- lega þýðingu fyrir Akureyrarbæ, og hag þjóðarinnar í heild, ef hægt væri að hita upp öll hús í bænum með laugarvatni. Þetta mál þarf að athugast sem allra fyrst. Ákjósanlegast væri að geta hafið leit að heitu vatni strax og búið verður að nota borvélarnar í þarfir hitaveitu Reykjavíkur, sem verður væntanlega áður en mjög langt líður. Stríð getur brotizt út fyrr en varir, og þá hækka kol vafalaust stórkostlega í verði og verða ef til vill ófáanleg. Allar þjóðir, sem vettlingi geta valdið, hervæðast nú sem ákaflegast. Við íslendingar verðum líka að her- væðast eftir mættiáþanneinahátt, sem vit er í, og það er að fylkja öllum einstaklingum til ítrustu á- taka fyrir bættum hag lands og þjóðar með friðsamlegum störfgm. Við verðum að hervæðast á þann hátt, að flýta sem allra mest nauð- synlegum framkvæmdum, svo sem upphitun bæja og byggða með laugarvatni, þar sem því verður við komið. Slíkar framkvæmdir munu spara þjóðinni milljónir króna á fáum árum, og vera henni til mikils öryggis í framtíðinni. X. Höfundurinn lýsir afstöðu sinni í þessu efni svo: „Það væri lygi, ef ég segðist elska mennina. En ég er dýravinur og elska allar ánauð- ugar og fyrirlitnar skepnur. Menn mega brosa að mér fyrir að una betur hag mínum í hópi þeirra en flestra manna, sem ég hefi mætt á lífsleiðinni.“ Raunar mun nú höf. þarna ekki lýsa afstöðu sinni til mannanna alls kostar rétt, eða að minnsta kosti fær maður þá hugmynd um hann af lestri bók- arinnar, að samúð hans ríái til allra, sem eru lítilsmetnir og van- megnugir, eða órétti beittir á ein- hvern hátt. Hann er alls staðar málsvari lítilmagnans. En hann fyllist gremju þegar hann sér mennina kreppa ljónið, konung dýranna, inni í búri og hlæja að vanmætti þess, og óskar þá, að það brytist út og hefndi sín. Þeir menn, einkum unglingar, sem stunda dýraveiðar sér til gamans, ættu að lesa kaflann: „Rödd hróp- andans.“ Þar segir svo: „íslendingur“, sem út kom 15. þ. m., birtir ósk frá útvarpsnot- anda hér í bænum. Er hún á þá leið að Jón Eyþórsson, veðurfræð- ingur „færist frá ,Um daginn og veginn1 og verði heldur látinn spila plötur fyrir ,stjórn hinna vinnandi stétta* í -grammófóntím- anum.“ Svo mörg eru orðin í hinni fáránlegu ósk. Þeir, sem hlustað hafa á Jón Eyþórsson, annaðhvort í útvarp- inu eða utan þess, munu furða sig stórlega á því, að slík ósk geti komið fram. Meginhluti íslenzku þjóðarinnar mun áreiðanlega ljúka upp sama munni um það, að tæplega sé hægt að hugsa sér skemmtilegri, fróðari eða sann- gjarnari mann við útvarpið en hann. Hefir Jón Eyþórsson, þann tíma sem hann hefif starfað við þessa menntastofnun, unnið sér almennar vinsældir, fyrir erindi „Veiðiþorstinn er ástríða mann- anna til að drepa dýr, sem enn lifa frjáls. Líkamlegt íþrójtagildi dýraveiðanna er aðeins tálgylling — að baki þeirra öskrar morðfýsn villidýrsins, sem menningin hefir tamið og mótað í óafvitandi eðlis- hvöt.“ Síðar í sama kafla segir hann: „Mannkynið er ekki lengur ungt. Enginn veit, hve mörg hundruð þúsund ár það hefir að baki sér. Er ekki kominn tími til að renna huganum yfir farinn veg og reyna að bæta í ellinni fyrir harðýðgi liðinna ára.“ Þannig and- ar blær friðar og mannúðar frá bók þessari, og ber að fagna slík- um ritum á þeim óróatímum og fjandskapar, sem nú ríkja. En eins og fyrr er sagt, þá er ekki kostur á að rekja hér efni bókarinnar eða tilfæra úr henni kafla, þótt freistandi væri, enda er þetta bók, sem menn eiga að lesa og það vandlega. Þýðinguna hefir gert Haraldur Sigurðsson, og virðist hún vera góð. Og útgefandinn, ísafoldar- prentsmiðja, hefir til bókarinnar vandað á allan hátt, og á þakkir skilið fyrir að hafa komið henni á íslenzkan markað. Akureyri, 10. jan. 1937. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. gmmmmnmmnm | Cítrónur | I stórar og góðar. | Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörudeild. a m® Nýlenduvörudeild. MnummmiMUiuim

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.