Dagur - 21.01.1937, Qupperneq 3
3. tbl.
DAGUfi
11
Atkvæðagreiðslurnar
■i«ii jarðræktarlogin.
Átak.
Þeim er nú lokið hér í héraðinu
og eru fylgismenn laganna í tölu-
verðum meirihluta í sýslunni.
í Hrísey er talið vafasamt að
fundur hafi verið lögmætur og
þar mættu fylgismenn laganna
alls ekki á fundi, en kunnugir
segja, að þeir séu um það álíka
margir og hinir. Úr Ólafsfirði hef-
ir blaðið heyrt tvennar sögur um
atkvæðamagnið og tekur þá, er
réttari mun reynast. Stjórnarand-
stæðingar, einkum hinir svoköll-
uðu „Bændaflokksmenn“, smöluðu
mönnum inn í félögin, á undan
atkvæðagreiðslunum, af hinu
mesta kappi, búlausum mönnum,
sem enga jarðrækt stunda, engu
síður en bændum; þannig fengu
þeir fjölda atkvæða og hefðu
stuðningsmenn laganna gert slíkt
hið sama, mundi atkvæðamunur-
inn hafa orðið mikið meiri.
í Eyjafjarðarsýslu hafa atkvæði
fallið á þessa leið — og er þá mið-
að við aðalatriðið, sem um var
deilt, nl. afstöðu Búnaðarfélags ís-
lands og Búnaðarþingsins:
Meö lögunum: Móti:
Öngulstaðahreppur 36 16
Saurbæjarhreppur 34 30
Hrafnagilshreppur 23 4
Glæsibæjarhreppur 32 40
Öxnadalshreppur 6 10
sín, ekki einungis á meðal hinna
„vinnandi stétta“, heldur og á
meðal sanntrúaðra íhaldsmanna,
bæði hér 1 bæ, og annarstaðar. í
erindum sínum „Um daginn og
veginn“ hefir hann gætt fyllsta
hlutleysis, þegar um stjórnmálaleg
efni hefir verið að ræða, eða þá
viðburði sem flokkar hafa deilt
um, og hefir Jón Eyþórsson, ekki
sízt af þeim ástæðum, aukið vin-
sældir sínar á meðal útvarpshlust-
enda. Er því áreiðanlegt, að þessi
hjáróma rödd íhaldsútvarpshlust-
andans á Akureyri á sér fáa fylgj-
endur, enda munu ekki nema
allra blindustu flokksmenn hans
fara fram á það, að Jón Eyþórsson
veðurfræðingur víki frá starfi
sínu við útvarpið.
. Ég staðhæfi það, að t. d. sveita-
fólkið hlakkar alltaf til þess að
heyra eitthvað frá Jóni Eyþórssyni
í útvarpinu og þau munu ekki
mörg orðin, sem hann segir þar,
fara fram hjá þessu fólki. En
hvers vegna? Aðeins vegna þess,
að fólkið í sveitunum finnur þarna
mann, sem hefir heilbrigða og
hárrétta skoðun á daglega lífinu
og þekkir óskir og þrár þjóðarinn-
ar út í yztu æsar. Þess vegna ber
það mikið og maklegt traust til
hans.
Að lokum vil ég leyfa mér að
senda þá ósk til útvarpsráðsins, að
framvegis flytji Jón Eyþórsson
veðurfræðingur, auk þess sem
hann talar „um daginn og veg-
inn“, mánaðarlega erindi um líf
þjóðarinnar fyrr á öldum.
19/1 1937.
Árni Bjamarson,
Skriðuhreppur 13 1
Arnarnesshreppur 27 24
Árskógshreppur • 12 20
Svarfaðardalshr. 47 25
Hrísey 12
Olafsf j arðarhreppur 2 14?
Samtals með: 232. Móti: 196
í Búnaðarsambandi Eyjafjarðar
eru, auk ofangreindra félaga,
Jarðræktarfélag Akureyrar, félag
á Siglufirði og 2 félög í Þingeyjar-
sýslu. í þessum félögum hefir
einnig farið fram atkvæðagreiðsla,
en við hana er það að athuga, að á
Akureyri greiddu margir menn at-
kvæði, sem ekki eru í Jarðræktar-
félaginu og því tæplega atkvæðis-
bærir. Fundurinn var nær ein-
göngu sóttur af mótstöðumönnum
jarðræktarlaganna, af því þeim
einum var smalað á fundinn. Fór
atkvæðagreiðsla þar svo, að and-
stæðingarnir fengu 44 atkv., en
hinir 5. En síðan hafa 52 félags-
menn lýst skriflega fylgi sínu við
lögin. í hinum félögunum þremur
er atkvæðamagnið þannig:
Svalbarðsstr.hr. 15 með 9 móti
Grýtubakkahr. 24 — 7 —
Siglufjörður 13 — 19 — *
Verða þá yfirlýstir fylgismenn
laganna í öllu Búnaðarsamband-
inu samtals 336 en mótstöðumenn
þeirra 275. Hafa því lögin greini-
legt meirihlutafylgi á sambands-
svæðinu og það jafnvel þó aðeins
sé tekið tillit til atkvæðagreiðslna
á fundunum. Hið sama kemur í
ljós hvað búnaðarfélögin snertir;
8 þeirra hafa lýst yfir fylgi sínu
við lögin á fundum, og sannanir
liggja fyrir um meirihlutafylgi í
því 9. (Akureyri), en 7 fundar-
samþykktir eru á móti lögunum,
að Akureyri meðtalinni. Það er
því sýnilegt, að fulltrúi sambands-
ins á Búnaðarþingi er í ósamræmi
við vilja verulegs meirihluta um-
bjóðenda sinna og ætti því að
sjálfsögðu að leggja umboðið nið-
ur, ef hann treystir sér ekki til að
breyta aðstöðu sinni í málinu.
Leikhúsið.
(Framh. af 1. síðu).
Það er erfitt hlutverk, og þó að
G. M. leysi það af hendi á mjög
sómasamlegan hátt og af mikilli
vandvirkni, þá sýnist hann ekki
passa í það að öllu leyti, svo sem
maður myndi frekast kjósa, mætti
t. d. sópa nokkuð meira af honum
en þarna gerir. Stefán biskup
Jónsson er sýndur röggsamlega og
myndarlega af Stefáni Jónssyni,
persónan er mikilúðleg eins og
vera ber og röddin sterk og mikil;
beitir hann henni einkum, þegar
hann les bannfæringuna yfir síra
Þorgeiri, en í framburði hans
kennir nokkuð lestrarlags yfir-
leitt. Fríður (Else Friðfinnsson),
Sólveig (Guðrún Þorsteinsdóttir)
* Tölurnar frá Sigluf. e. t. v. ekki
nákvæmar.
Árið 1943 skal ísland verða ó-
háð og að öllu leyti sjálfstætt ríki,
og það sama herrans ár skulu all-
ir bændur á íslandi gerðir að óð-
alsbændum með einu sterku átaki,
og með eftirfarandi skilyrðum:
Hver sá bóndi, er á jörðu býr
og búskap stundar sem aðalat-
vinnuveg, skal með lögum gerður
eigandi að ábúðarjörð sinni án
nökkurs endurgjalds; jörðina með
öllum mannvirkjum eignast hann
skuldlaust. En með þessum á-
kvæðum:
a. Á jörðinni skapist óðalsréttur
þannig, að þegar foreldrarnir
hætta búskap, fá þau börnum
sínum jörðina í hendur án end-
urgjalds, en með þeim ákvæð-
um er Alþingi setur um ættar-
pðul.
b. Aldrei má bóndi veðsetja jörð
sína á nokkurn hátt, skal því
með lögum banna að skuld
megi á jörð hvíla, í allar þær
aldir, er ísland á eftir að vera
byggt. Eins og bændurnir fá
jarðirnar skuldlaust, svo skulu
þeir verða að skila þeim skuld-
lausum til þeirra, sem við taka.
c. Allar jarðir skulu borga gjald,
sem nema skal frá ¥2% og allt
að 3% af matsverði jarðar, og
fer það eftir gæðum jarðar í
hvern flokk hún lendir; fé
þetta renni í sameiginlegan
sjóð, er heiti Byggingasjóður
jarða á íslandi. Skal þessi sam-
eignarsjóður annast um allar
stærri byggingar á jörðunum,
bændunum að kostnaðarlausu;
á þennan hátt styðja jarðirnar
hver aðra við að byggja sig
upp.
d. Nýbýli má byggja á jörð, ef á-
búandi leyfir. Skal hann þá
og Hlaðgerður (Ingibjörg Jóns-
dóttir) eru allar laglega leiknar,
en sú síðastnefnda talar þó oft of
lágt og óskýrt, söngurinn í hlut-
verki Sólveigar er mjög ánægju-
legur.' Þá er Gottskálk í Berghyl.
Björn Sigmundsson fer með það
hlutverk og leysir það af hendi
með miklum ágætum og mjög
skemmtilega. Er hvað í samræmi
við annað, gervið og hinn innri
maður. Tristan leikur Sigmundur
Björnsson og ferst það sæmilega.
Þá eru aðeins ótaldir af aðalleik-
endum Nikulás djákni (Vigfús Þ.
Jónsson), aflátssali (Kjartan Ól-
afsson) og Serapiel (Árni Jóns-
son). Eru það allt lítil hlutverk.
Auk þessa eru margar ónafn-
greindar aukapersónur, aðallega
dans- og söngfólk. Dansarnir og
söngurinn í leiknum eru til mik-
illar tilbreytingar og lyfta honum
upp.
Þó að „Dansinn í Hruna“ sé
nokkuð svakalegur á köflum, þá
endar hann með angurblíðum
söng, Ave María, sem breiðir frið-
andi blæju yfir allan leikinn.
Leikur þessi á það skilið að
verða vel sóttur, bæði vegna hans
sjálfs og meðferðar leikendanna á
hlutverkunum.
Jarðarför okkar hjartkæra son-
ar og bróður, Jónatans Sigtryggs-
sonar Snælund, sem andaðist 10.
jan. s. 1., er ákveðið að fari fram
frá Akureyrarkirkju föstudaginn
29. s. m., kl. 1 e. h.
Foreldrar og bróðir.
Hérmeð tilkynnist vinum og
vandamönnum, að dóttir okkar
Anna Carla andaðist á heimili
okkar þann 14. jan. s. 1.
Jarðarförin fer fram frá kirkj-
unni föstudaginn 22. s. m., kl.
1,30 e. h.
Jenny Hansen.
Ingvi Jónsson.
leggja til land án endurgjalds,
en Byggingarsjóður jarða á ís-
landi annast um byggingar;
skapast þarna nýtt óðal með
sömu réttindum og móðurjörð-
in.
e. Nú á bóndi jörð, en engin börn,
og vill selja; er þá ríkinu leyfi-
legt að kaupa og byggja síðan
með óðalsrétti, afhendi hann á-
búanda jörðina án endurgjalds.
f. Bygginga- og landnámssjóður
hætt störfum; sömuleiðis sé
jarðabótastyrkur afnuminn.
Eg veit, að margt má að ofan-
greindum tillögum finna, en það,
sem fyrir mér vakir, er fyrst og
fremst það, að bændastéttin geti
orðið efnalega sjálfstæð, og að
ríkið þurfi ekki að leggja henni
stórfé á hverju ári, eða stofna til
stórfelldra kreppulána, sem munu
endurtaka sig, ef komandi kyn-
slóðir þurfa stöðugt að kaupa verk
þeirra, sem burtu hverfa.
Enn fremur er það afarnauðsyn-
legt fyrir þennan atvinnuveg, að
bændunum og sveitafólkinu yfir-
leitt þyki vænt um ábýli sitt,
beinlínis elski það, og vilji allt
fyrir jörðina gera, til að fegra
hana og prýða, gera ættaróðalið
sem yndislegast, úti og inni og allt
í kring.
Nú er allt metið til peninga, átt-
hagaást virðist mjög fara þverr-
andi. Á mölina er flutt, í atvinnu-
og iðjuleysi. Jarðirnar þola illa
skuldir, því er bezt að taka fyrir
þær, það mun verða þjóðinni til
blessunar, en vitanlega er ekki
hægt að gera það, án þess að ein-
hverjum blæði, en svo er um flest
lög.
Bændastéttin á að vera efnalega
sjálfstæð; það er þjóðarheill. —
Þennan atvinnuveg á að gera svo
aðlaðandi, að fólkið beinlínis sæk-
ist eftir að stunda hann, og hætti
að streyma á mölina, því það er
þjóðarböl.
Moldin bíður. Jörðin grær á
hverju vori og býður börnum sín-
um auð sinn og afrakstur. Hver,
sem land ræktar og fer vel með,
fær margfalda uppskeru. En mein-
semd þá, er nú þjáir íslenzkan
landbúnað, þarf að skera burtu.
Bændur þurfa að eiga jarðir
sínar skuldlausar. Það er markið.
Snœbjörn Þórðarson,