Dagur - 28.01.1937, Blaðsíða 1

Dagur - 28.01.1937, Blaðsíða 1
D AGU R kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. XX. árg. Akureyri 28. janúar 1937. Ingímar Hallgrímsson heiðursfélagi i Kaupfélagi Eyfirðinga fyrrum bóndi að Litla-Hóli andaðist 26. þ. m. — Útförin fer fram miðvikudaginn 3. febrúar n.k. og hefst með bæn á heimili hins látna, Litla-Hóli, kl. 12 á hádegi. — Jarðsett verður að Grund sama dag. Kaupfélag Eyfirðinga. Ingimar Hallgrímsson á Litla-Hóli Hann andaðist að heimili sínu, Litlahóli í Hrafnagilshreppi, að- faranótt hins 26. þ. m. Hann var fæddur 25. jan. 1859, og varð því 78 ára gamall síðasta daginn, sem hann lifði. Ingimar var sonur Hallgríms Tómassonar bónda á Grund í Eyjafirði og Soffíu Jónsdóttur. Hallgrímur á Grund var sonur Tómasar Asmundssonar bónda á Steinsstöðum í Öxnadal, og konu hans, Rannveigar Hallgrímsdóttur prests að Hrauni í Öxnadal. Hún var alsystir Jónasar skálds Hall- grímssonar. Síra Hallgrímur var sonur Þorsteins prests að Stærra- Árskógi, Jónssonar prófasts Hall- dórssonar að Vöglum í Svarfaðar- dal. Ingimar Hallgrímsson bjó mest- allan sinn búskap á Litlahóli. — Hann var aldrei auðugur að fé, en því- meira af margvíslegri lífs- reynslu. Hann var um langt skeið æfi sinnar meira eða minna við- riðinn flestöll opinber málefni sveitar sinnar og naut hins fyllsta trausts. Hann var framgjarn og ó- trauður til átaka um þau mál, er hann vissi til heilla horfa. Hann sat hinn fyrsta fund Kaupfélags Eyfirðinga að Grund, hinn 19. júní 1886, og var því einn af stofnendum félagsins, og með- limur þess alla tíð síðan. Á 50 ára afmælishátíð K. E. A. 19. júní sl., var hann gerður að heiðursfélaga Kaupfélags Eyfirð- inga. Ingimar Hallgrímsson var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Sig- rún Jónsdóttir bónda á Illugastöð- um í Fnjóskadal. Síðari kona hans varð Sigurbjörg Jónsdóttir Guð- laugssonar frá Steinkirkju í Fnjóskadal. Lifir hún mann sinn. Ingimar eignaðist 7 börn með konum sínum og eru þau öll á lífi, nema ein dóttir af fyrra hjóna- bandi. Ingimar Hallgrímsson var mað- ur „þéttur á velli og þéttur í lund“. Hann var tæplega meðal- maður á hæð, en þreklega vaxinn. Skapið var að eðlisfari stórt og nokkuð hart, en vel í hóf stillt jafnan og tamið af góðri greind og drengilegum vilja. Hann var fjör- og gleðimaður, las mikið og fylgd- ist af eldmóði með öllum málum, er á dagskrá voru með þjóðinni, allt til hinna síðustu stunda. Hann tók skarpa afstöðu til hvers máls, með eða móti, og lét skoðanir sín- ar hispurslaust í ljós hvar sem var og' við hvern sem var að eiga, og hélt fast og hiklaust fram sínum málstað. Öll menningarmál héraðs og lands áttu í honum ótrauðan fylgj- anda. Þótti honum þar aldrei of mikið að gert. Allur smásálarskap- ur var fjarri eðli hans. Kröpp lífs- kjör hans, á stundum, náðu aldrei að knésetja hann, heldur óx hann í þeim til meira mannvits og heil- steyptrar skapgerðar. Lífsskoðun hans og afstaða til einkamála, jafnt sem þjóðfélagslegra, mótað- ist af einkunninni: „Eldur er bezt- ur með ýta sonum og sólarsýn.“ H. Þ. Porsteinn fiíslasön, ritstjóri og skáld, varð sjötugur að aldri þriðjudaginn 26. þ. m. Var þessa m. a. minnzt í útvarp- inu á viðeigandi hátt. Þorsteinn er sem kunnugt er eitt af beztu ljóð- skáldum þjóðarinnar og afbragðs þýðari á því sviði. Ritstjóri blaða og tímarita hefir hann verið frá því hann var á unga aldri og allt til þessa dags og getið sér góðan orðstír við það starf. Mun öll þjóð- in árna honum allra heilla á þess- um tímamótum í. lífi hans og minnast starfs hans með virðingu og þakklæti. K. E. A. gerir tilraun með ræktun nytjaj'urta. Á síðastliðnu sumri keypti K. E. A. Brúnhúsalaug á Staðarbyggð, ásamt einum hektara lands. Land- skiki þessi er samliggjandi landi því, er félagið hafði áður keypt og látið undirbúa til kornræktar. Seint í september lét K. E. A. byrja að reisa gróðrarskála við laugina. Skálinn er 20x6 m. að stærð. Grunnur hans er steyptur, en veggir og þak úr gleri og járni. Laugarvatnið er leitt um skál- ann eftir pípum, og er það um 75 stiga heitt. Þann 12. des. sl. var sáð til nokkurra tegunda og voru þær komnar upp að mánuði liðn- um. Tegundir þær, sem til var sáð, eru þessar: Hreðkur, blómkál, sa- lat, gulrófur, prestsselja, spinat og ilmertur. Síðar verður sáð til tó- mata, rabarbara, hvítkáls, rauð- rófna, gulróta og fleiri jurta. Lánist þessi fyrsta tilraun; verða byggðir fleiri gróðurskálar, því til þess er vatn laugarinnar nægi- legt. KIRKJAN. Messað n. k. sunnudag i Glerárþorpi kl. 12 á hádegi, á Akureyri kl 2 e. h. (SjómannadagUr). Vatnavextir fádæma miklir hafa að undanförnu gengið yfir nokkurn hluta Bandaríkjanna í nánd við Missisippi- fljótið og valdið óhemju skaða og hörm- ungum; tjónið talið í hundruðum mill- jóna dollara auk feiknamikils mann- tjóns. Pestir, svo sem taugaveiki og in- flúensa, sigla í kjölfar þessara náttúru- umbrota og leggja fólk að velli unn- vörpum. Er ástandið talið hið hræði- legasta af þessum sökum. Ungm.st. Akwrlilja nr. 2 heldur fund í Skjaldborg nk. sunnudag kl. 8 e. h. Kosning embættismanna. Fjölbreytt skemmtiatriði. Fjölmennið, NÝJA-BÍÓ —■ Fimmtudagskv. 28. þ. m. kl. 9: §iðferði$- laus (EN MAND UDEN MORAL). Eftir margra óskum verður þessi sérkennilega mynd sýnd í kvöld, en það er allra síð- asta tækifærið til að sjá hana. Niðursett verð. í BÓKINNI ,LjóÖ og linur', eftir Jónas Þorbergsson munu margir lesendur hitta gamla kunningja og auk þess ýmislegt, sem ekki hefir áður birzt. Bókin fæst hjá bóksölum um allt land, og auk þess er hún lil sölu í símastöðinni á Breiðumýri í Þingeyjarsýslu. ÚTGEFANDINN. Að undangengnu fjár- námi 19. des. s.l. verða seldar 4 kýr, 40 ær, 5 gemlingar og 2 hross, á opinberu uppboði, sem haldið verður að Æsustaðagerði í Saurbæjarhreppi Fimmtud. 11. febr. n.k. kl. 1 e. h. Söluskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. Hreppstjórinn í Saurbæjarhreppi. P t. Akureyri 27. janúar 1937. Vald. Pálsson. SKÁKÞING ÍSLENDINGA hefst í bæj- arstjórnarsslnum í kvöld kl. 8. fþróttafélagið Þár minnist afmælis síns að Hótel Akureyri laugardaginn 6. febr., kl. 9 e. h. — Áskriftarlisti liggur frammi í Kaupfélagi Verkamanna og eru félagar beðnir að tilkynna þátttöku sína sem fyrst. — Siglufjarðarhljóm- sveitin leikur alla nóttina. Dansinn í Hruna verður leikinn næst- komandi laugardag' og sunnudag. Þau skipti, er leikurinn hefir verið sýndur, hefir aðsókn að honum verið ágæt. Einar Ámason alþm. tók sér far með varðskipinu Ægi til Reykjavíkur fyrir síðustu helgi. Kvenfélagið »Hlíf« heldur 30 ára af- mæli sitt, fimmtudaginn 4. febr. kl. 8% e, h, í Skjaldboi'g,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.