Dagur - 28.01.1937, Blaðsíða 3

Dagur - 28.01.1937, Blaðsíða 3
4. tbl. DAGUB 15 Kvöldganga í kaupstað. Það var vetur og það var kvöld. Ég var á gangi um eitt af þessum sjávarþorpum, sem fengið hafa kaupstaðarréttindi og geta því stært sig af bæjarstjórn, bæjar- stjóra, einkasáluhirði og jafnvel dálitlum Zíon-söfnuði. Ég var í fylgd með gömlum manni. Hann var svo hvikur í hreyfingum og ern, að ég undraðist og hafði orð á þessu við hann. Satt að segja mæddist ég meira en hann, og á ég þó að heita á bezta aldri. Gamli maðurinn sagði mér bros- andi frá því, að í ungdæmi sínu lagsmenn er það „réttlæti“, er „ísl.“ og „Alþm.“ vilja skammta sam- vinnufélögum landsins. Og þegar ríkisskattanefnd hnekkir hinni ranglátu útsvarsálagningu á K. E. A. og lækkar útsvarið í samræmi við landslög, fer það svo í taugar fyrrnefndra blaða, að þau fá hreina og beina „dellu“. Einkum er þó þunnt á „Alþm.“, þegar hann kemur með röksemdir eins og þessar: „Það liggur að minnsta kosti nærri að starf niðurjöfnun- arnefndar fari að verða vanda- samt, á yfirstandandi krepputím- um, þegar henni ber að jafna á- kveðinni upphæð á gjaldendur bæjarins, sem svo ríkisskattanefnd segir að ekki megi leggja útsvör á.“ í næstu málsgrein er svo álíka viturleg ályktun um það, að þeim, sem mest efnin hafi og beztar á- stæður til að greiða, sé „skotið undan“ útsvarsálagningu. „Dagur“ getur nú að vísu tekið undir það, að störf niðurjöfnunarnefnda yfir- leitt, séu bæði vandasöm og allt annað en skemmtileg oft á tíðum. Hitt mundi fáum óvitlausum mönnum koma til hugar að halda slíkum staðleysum fram, að ríkis- skattanefnd hafi bannað að leggja útsvar á K.E.A., þar sem það er, að fengnum úrskurði'. um lækkun, langhæsti gjaldandi til Akureyr- arbæjar. Híkisskattanefnd úr- skurðaði útsvar K.E.A. skv. lands- lögum og öðru ekki. Og þótt það kynni ef til vill að létta einhverj- um niðurjöfnunarnefndum starfið í svip, að íþyngja samvinnufélög- um landsins með ólöglegum út- svörum, þá gæti sú aðferð ekki verið til neinnar frambúðar, þótt öllum lögum og rettlæti væri nú sleppt, eins og sum blöð, sem um þessi mál hafa skrifað, virðast helzt vilja. Reyndar slá bæði „ísl.“ og „Alþm.“ því föstu, að úrskurð- ur ríkisskattanefndar sé lögleysa ein, byggja síðan á staðhæfingum sínum eins og þær væru stað- reyndir og ganga þannig út frá því sem gefnu, sem þau hefðu átt að reyna að sanna. En ef þessi skoðun blaðanna væri rétt, þá ætti það að ve'ra innan handar fyrir Akureyrarbæ að ná rétti sínum með málsókn. Og „Dagur“ efast ekkert um, að K. E. A. greiði sín opinberu gjöld, sem lögð eru á lögum samkvæmt, ekk síður en aðrir gjaldendur bæjarins. hefði hann verið smali og elt á- sauði um fjöll og firnindi. — Síð- an hafa fjöllin verið beztu vinir mínir, og ég hefi heimsótt þau oft, — sagði hann. Ég gat ekki varizt þeirri hugsun, að fjallgöngurnar hefðu gert sitt til að viðhalda fjöri og þrótti þessa manns. Ég vissi vel, að hann hafði ekki alltaf baðað í rósum um dagana, heldur mætt mörgu misjöfnu og það svo, að margur hefir bognað af minnu. Við gengum þar hjá, sem fjöldi fólks þyrptist út úr kvikmynda- húsinu. Þar á meðal var margt unglinga, meiri hlutinn af hópn- um, að okkur sýndist. Okkur var nú litið á hina stórstöfuðu auglýs- ingu um kvikmyndina. Það var ekki um að villast, þetta var leynilögreglumynd, sjálfsagt af hryðjuverkum og æsandi atburð- um. — Við létum berast með straumnum suður bæinn. Og sjá: hópur af unglingunum réðst til uppgöngu í kaffihús eitt eins og sauðfé, sem ryðst að garða. Við komum okkur saman um að líta inn. Þar var hvert sæti skipað ungum mönnum og konum. Sumir höfðu • varla slitið barnsskónum. Okkur eldri mönnunum fannst . „loftið lævi blandið“. Vínþefur og tóbakssterkja runnu saman við svitalykt í einn ódaun, sem hlaut að vera eitraður öllu, sem lífsanda dregur. í þessu andrúmslofti stigu ungmennin dans í iðandi kös milli borðanna, í óljósri skímu hinna deyfðu ljósa. „Jazzinn“ dunaði, stundum með seyðandi og laðandi tónum, en þó oftar með tryllingi og hamslausum æsingi, sem lét í eyrum okkar eldri mannanna eins og kettir væru að sendast á kvört- unum um einstæðingsskap og illa líðan. En þar sem hvorki augu okkar, eyru, né önnur skilningar- vit fundu þarna nokkurn unað, hurfum við von bráðar aftur út á götuna. Og við urðum fegnari en frá verði sagt að komast út í sval- andi vetrarloftið. En hurðin, sem laukst aftur á hæla okkur, hún lokaði líka hressandi vetrarloftið úti, en æskuna og ódauninn inni. Við héldum kvöldgöngunni á- fram. Báðir kenndum við í brjósti um þá unglinga, sem virtust vera heimagangar á þessari kvöld- knæpu og sóuðu þar tíma og fé. í andlitum sumra þeirra voru ein- kenni óreglunnar auðsæ. Göfgin í mannssvipnum var að hverfa, dýrið að gægjast, fram. Hver get- ur annað en vorkennt þeirri æsku, • sem ver sínum síðasta eyri í æs- andi kvikmyndasýningar og knæpulíf? þeir vita ekki hvað þeir gera. Þeir fórna öllu fyrir líð- andi stund. Og margir taka lífið til láns, eyðileggja heilsu sína og framtíð. Unglingar, sem venja sig á vindlinga og vín, öðlast aldrei þann þrótt, sem þarf til að mæta örðugleikum lífsins eins og mönn- um sæmir. Þeir verða aldrei mátt- arviðir þjóðfélagsins, aldrei frjáls- ir menn, heldur ánauðugir þrælar sinna eigin fýsna. Gamli maðurinn og ég héldum ennþá áfram göngunni. Loks kom- um við þar að, sem nokkrar hræð- ur hlupu á skautum. Þar var varla nokkur unglingur. Flest var fólkið rnilli þrítugs og fimmtugs. Gamli maðurinn hristi höfuðið, og við snerum til baka. Okkur stór- furðaði á því, að unglingar bæjar- ins notuðu ekki góða veðrið og skautasvellið til að æfa skauta- hlaup, þessa hollu og þjóðlegu í- þrótt, sem oft hefir komið lands- mönnum vel að kunna. — Við héldum út bæinn og komum aftur að kaffihúsinu um lokunartíma. Við staðnæmdust. Fólkið ruddist út á götuna með pústrum og hrindingum og af lítilli hæversku. Það duldist engum allsgáðum manni, að margir voru undir á- hrifum víns, bæði karlar og kon- ur. Og nú stóð æskufólkið þarna á gangstéttinni og hvílík sjón! Vín- rauðar og farðaðar varir tottuðu eitraða vindlinga. Reykurinn var sogaður niður í lungun og síðan var mekkinum blásið út um nasir og munn. Á milli reykjarstrók- anna kváðu við hás og hávær hlátrasköll, ef einhver sagði eitt- hvað „fyndið“, eitthvað mitt á milli flimtinga og kláms. Umræð- urnar fóru að mestu fram á óhrjá- legu hrognamáli. Þar ægði öllu saman, útlendum orðum, orðskríp- um, latmælum og allskonar afbök- unum. En af öllum pörtum ræð- unnar bar mest á upphrópunum. — Nú bar skautafólkið að. Það var glaðlegt og frjálsmannlegt. Roð- inn í kinnum þess var annars eðlis en í hinum rauðþrútnu andlitum æskumannanna á gangstéttinni. Og um leið og skautafólkið gekk framhjá, heyrðum við glöggt, að einn vel þekktur borgari sagði: „Guð hjálpi æskulýð þessa bæjar!“ Ég fylgdi gamla manninum heim til sín, efst upp í bæinn. Við þögðum báðir. Það var eins og málið ætti engin orð yfir hugsanir okkar. Við staðnæmdumst á brekkubrúninni og lituðumst um. Stjörnurnar stöfuðu geislum sín- um á mjallhvítt landið og spegil- sléttan fjörðinn. Norðurljósin leiftruðu með óteljandi litbrigð- um. Fannhvítir fjallatindarnir gnæfðu við himin, eins og þeir væru stjörnulýstir vitar, sem ættu að vísa bæjarbúum veg burt frá kolaryki og knæpulífi upp i hreina loftið, út í dýrð hins ís- lenzka vetrarkvölds. Allt í einu rauf gamli maðurinn þögnina og sagði, um leið og hann benti niður í bæinn, þar sem hásir hlátrar og köll rufu næturkyrrðina: „Og þetta er kynslóðin, sem á að erfa land- ið.“ Ég svaraði því til, að sem bet- ur færi ætti ekki öll yngri kyn- slóðin hér óskipt mál, því margir, og vonandi miklu fleiri, stæðu ut- an við þessa hringiðu, sem hvorki hefir mark né mið. „Já,“ sagði öldungurinn, „en það eru of marg- ii’ í hringiðunni, alltof margir,“ og það fór hrollur um hann um leið og hann sagði síðustu orðin. Ég svaraði engu, því í hjarta mínu var ég á sama máli, en vildi þó ekki fella neinn áfellisdóm yfir hinni ungu kynslóð, því að með Hér með tilkynnist, að konan mín, Arnbjörg Dómhildur Helga- dóttir, andaðist á sjúkrahúsinu hér 24. þ. m. Jarðarförin er ákveðin þriðju- daginn 2. febrúar næstk. og hefst kl. 1 e. h. með húskveðju á heimili hinnar látnu, Hólabraut 17. Björn Guðmundsson. Það tilkynnist vinum og vanda- mönnum, að dóttir okkar Hulda Dalberg andaðist að heimili okk- ar Æsustaðagerðum sunnudaginn 24.,þ.m. Jarðarförin er ákveðin að Hólum fimtudaginn 4. febr. n. k. og hefst kl. 12 á hádegi. Halldóra Pétursdóttir Jósep Friðriksson henni standa eða falla allar vonir hverrar þjóðar. Án heilbrigðrar og djarfrar æsku á engin þjóð framtíð. En ef yngri kynslóðin er eitthvað áfellisverð, hvað má þá segja um eldri kynslóðina, sem hefir alið hana upp við atvinnu- leysi og skort? Ég kvaddi förunaut minn við húsdyr hans. Ég horfði á hurðina lokast og vissi, að hún myndi loka fegurð kvöldsins úti og áhyggjur gamla mannsins inni. Enn á ný varð mér litið til fjall- anna, sem virtust halda vörð um þetta fagra hérað. Þau stóðu þarna eins og endranær í hinni tignar- legu fegurð og ró vetrarkvöldsins. Upp til þessara fjalla hafði gamli maðurinn sótt þrek sitt og fjör. Upp til þessara fjalla á æskan að sækja heilbrigði, karlmennsku og þrótt. Hún á að anda að sér fjalla- loftinu, sem er eitthvert bezta heilsulyfið, sem land vort hefir að bjóða. Framundan eru alvarlegir tímar fyrir okkar fámennu og fátæku þjóð. Ef hún ber gæfu til að standa einhuga um að vernda menningarlegt og fjárhagslegt sjálfstæði sitt, þá er sigurinn viss. En þetta tekst ekki, nema æskan finni til skyldu sinnar um að lifa heilbrigðu og hófsömu lífi. í þeirri baráttu, sem íslenzka þjóðin á fyr- ir höndum, um að rétta við at- vinnuvegina, greiða skuldir sínar og vernda sjálfstæðið, verður nautnasjúk æska liðlétt, og á- hangendur „svarta dauðans“ svik- ulir. Æskumenn! Gleymið ekki þeirri heilbrigði og hreysti, sem fjall- göngurnar skapa. Gleymið ekki framtíðinni í ólofti kaffihúsanna eða við æsandi kvikmyndasýning- ar. Sú æska, sem gleymir að lifa heilbrigðu og hófsömu lífi, gleym- ir sjálfri sér, skyldum sínum, landi sínu og þjóð. Landið og skyldurn- ar kalla alla æskumenn út í hreina loftið til fjallanna. En ef þið dauf- heyrist við þeim köllum og skellið skollaeyrum við skyldunum, þá — guð hjálpi æskulýð þessa lands. Einn af eldri kynslóðinni. NÆTURVÖRÐUR er í Stjömu Apó- teki þessa viku. (Frá n. k. mánud. er næturvörður í Akureyrar Apóteki.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.