Dagur


Dagur - 28.01.1937, Qupperneq 2

Dagur - 28.01.1937, Qupperneq 2
14 DAGUR 4. tbl. Ntðurriiistefna sffórnaraiMlstæðiiiga. Nýafstaðnar stjórnmálaumræður sýna það og sanna, að íhaldið og varalið þess er neikvæð samfylking. Stjórnmálaumræður fóru fram í útvarpinu síðastl. föstudags- og laugardagskvöld. Tóku þátt í þeim fulltrúar þingflokkanna fjögra, Framsóknar-, Alþýðu-, Sjálfstæð- is- og Bændaflokksins og auk þess fulltrúar kommúnista og þjóðern- issinna. Það var talið svo, að þarna kæmu fram fulltrúar frá fé- lögum ungra manna. Einn þeirra var þó Thor Thors íhaldsalþingis- maður á fertugsaldri og annar þingm. íhaldsins, Gunnar Thor- oddsen. Bendir þetta á að ekki sé um auðugan garð að gresja meðal æskulýðsins hjá íhaldinu. Frá hendi Framsóknar töluðu fyrra kvöldið þeir Þórarinn Þórarinsson ritstjóri Nýja Dagblaðsins og ann- ar ungur maður að nafni Egill Bjarnason, en síðara kvöldið var hinn síðarnefndi forfallaður vegna veikinda, og kom þá í hans stað Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herra, og voru íhaldsmenn í illu skapi yfir því, og óttast þeir auð- sjáanlega mjög áhrif þau á hlust- endur, sem ræður fjármálaráð- herra jafnan orka. Er sá ótti ekki að ástæðulausu. Útvarpsumræður þessar voru að ýmsu athyglisverðar. Meðal ann- ars leiddu þær það enn í ljós, sem að vísu var vitanlegt áður, að Bændaflokkurinn er í svo nánu samræmi við íhaldið, að þar skil- ur ekkert á milli. Arniað enn at- hyglisverðara báru þessar umræð- ur ljósan vott um. Þær sýndu það svo að ekki verður um villzt, að þessi samfylking íhaldsins og varaliðsins hefir enga jákvæða stefnu; hvergi bólar á tillögum til umbóta eða nýrra framkvæmda. Helzta áhugamálið virðist vera það, að verja óreiðu Kveldúlfs, er dregið hefir út úr rekstri sínum stórfé til íburðarmikils óhófslifn- aðar nokkurra manna, og sem fyr- ir þessar sakir og aðra óstjórn er sokkinn í skuldafen margra millj- óna, greiðir ekki vexti af víxlum sínum, en lætur þá liggja í óreiðu í lánsstofnunum. Þegar svo að þessu er fundið, ætla forystumenn þessa fyrirtækis og nánasta fylgd- arlið þeirra að rifna af reiði og ofsa og heimta sérréttindi til handa sjálfum sér og fyrirtæki sínu. Kom allt þetta skýrt fram í ræðum fulltrúa íhaldsflokksins, sem voru lítið annað en ofsafeng- in reiðióp án allra iraka. Héðanaf verður það ekki vé- fengt, að samfylliing íhalds og Bændaflokks er ekkert annað en niðurrifsflokkur, neikvæð sam- fylking, sem leggur alla sína orku og vit í að ráðast á allt það, sem gert hefir verið til umbóta á sviði viðskipta- og atvúmplífs þjóðar- innar á síðustu tímum, en hefir ekkert lífrænt fram að bera. En þar sem að samfylkingin skilur það, að þjóðinni geðjast ekki ' að niðurrifsstefnu og nei- kvæðri pólitík, þá reynir hún að dylja þetta innræti sitt með slag- orðum um, að hún vilji vinna að „frelsi og framtaki einstaklinga" og kröfum um það, að framleið- endur fái ,,framleiðsluverð“ fyrir vörur sínar. En þegar samfylking- in er að því spurð, á hvern hátt hún ætli að framkvæma þessi á- hugamál sín, þá verst hún allra svara um það og sýnir með því, að hér er aðeins um slagorð að ræða, sem engin meining fylgir. Gísli nokkur Brynjólfsson, guð- fræðingur og prestsefni, talaði í þriðja tbl. „Alþýðumannsins“ þ. á., er einkennileg ritsmíð um útsvar Kaupfélags Eyfirðinga og úrskurð ríkisskattanefndar um það. Er það vægast sagt furðulegt, að blað, sem kaupfélagsstjóri stendur að, skuli flytja slíkar rök- leysur og fjarstæður, sem þar eru á borð bornar fyrir lesendur. Það mun engum manni undrunarefni, þótt „íslendingur“ og önnur í- haldsblöð birti fátæklegar og lítt sanngjarnar greinar um þessi mál. Hitt gegnir meiri furðu að blað, sem ætti að hafa ögn betri skiln- ing á starfsemi samvinnufélaga, en réttan og sléttan „íhaldsskiln- ing“, gengur í bandalag við þau öfl, sem æfinlega hafa fjandskap- ast við samvinnufélög landsins og viljað þeirra hlut sem verstan í hvívetna. En fyrrnefnd grein í „Alþýðumanninum“ sýnir bezt, að þar á íhaldið góðum vini að fagna í herferðinni gegn samvinnufélög- unum, að minnsta kosti hvað út- svarsálagningu snertir. í þeim efn- um virðast „ísl.“ og „Alþm.“ hafa einn vilja og eina sál. — Á þeim degi urðu þeir Heródes og Pílatus vinir. — En athugum nú þetta mál ofurlítið nánar. Kaupfélag Eyfirðinga er sam- vinnufélag, sem hefir það mark- mið að létta félagsmönnum lífs- baráttuna og efla hag þeirra í réttu hlutfalli við þátttöku þeirra í félagsstarfinu. Það útvegar fé- lagsmönnum erlendar vörur við sem vægustu verði, og selur fram- leiðsluvörur þeirra með sem fyrir hönd ungra Bændaflokks- manna. Aðalerindi hans í útvarpið var að skýra þjóðinni frá því, að Alþýðuflokkurinn drottnaði yfir Framsóknarmönnum og hefði al- gerlega sveigt þá til sinnar stefnu, að vinna aðeins fyrir verkamenn í kaupstöðum en sinna að engu velíerðarmálum bænda. Þettarök- studdi hann með því, að Alþýðu- fiokksmenn hefðu svikið þá stefnuskrá sína að vinna fyrir verkamenn, og jafnframt hélt hann því fram, að bændur hefðu verið sviknir um aðstoð við að fá viðunanlegt verð fyrir framleiðslu sína á innlendum markaði. Hlýtur það þá að liggja í því, að verka- menn hafi ekki greitt neyzluvörur sínar, sem þeir keyptu frá bænd- um, nógu háu verði. Ennfremur skýrði sami guðfræðingur frá því, að mótstöðumenn jarðræktarlag- anna nýju í Eyjafjarðarsýslu væru í meirihluta. í síðasta blaði var minnstum kostnaði. Allir félagar K. E. A., sem eru sannir sam- vinnumenn, hafa það takmark að gera félagið sem sterkast, svo að það fái áorkað sem mestu til sam- eiginlegra hagsbóta félagsheild- inni. Þeir vita sem er, að án sterkrar félagsheildar standa þeir berskjaldaðir fyrir ránsklóm milli- liðagróðans og hverskonar óáran. Félagsmenn leggja hart á sig til að gera félag sitt sterkt, svo það geti hvort tveggja í senn verið þeim til sóknar og varnar í lífs- baráttunni, enda hefir það oft ver- ið svo, að samvinnufélögin hafa verið bæði „sverð og skjöldur" fé- lagsmannanna. Nú er það svo, að samvinnufélög eru ekki skyld að svara útsvörum af öðru en arði skýrt frá atkvæðagreiðslum 1 sýsl- unni um þetta mál, og voru þær á þá leið, að með lögunum voru 232 en 196 á móti og eru þá meðtaldir búlausir menn og ungviði Stefáns Dags, sem smalað var á fundina aðeins til að greiða atkvæði móti j arðræktarlögunum. Á þenna hátt héldust mótsagn- irnar og ósannindin í hendur í ræðum þessa prestsefnis varaliðs íhaldsins. Ræðumenn Framsóknarflokks- ins, einkum Eysteinn Jónsson, sýndu með skýrum rökum fram á það, að íhaldsmenn fylgja að- eins fram niðurrifsstefnu, ef stefnu skyldi kalla, og að í- haldsílokkurinn er því ekki ann- að en neikvæður flokkur. En flokkur með þvílíka stefnu hlýtur að bera dauðameinið í sjálfum sér. Ræður kommúnista og nazista, sem nefna sig „þjóðernissinna“, voru nær eingöngu æsingaræður, eins og jafnan áður. Fyrir hönd Alþýðuflokksins töl- uðu þeir Guðjón Baldvinsson og Guðmundur Pétursson og flettu ó- spart ofan af syndum Kveldúlfs og þess flokks, sem hann er þungamiðjan í. af verzlun við utanfélagsmenn. Af verzluninni við félagsmenn getur aldrei verið um neinn hag að ræða, þar sem þeir fá vörurnar með kostnaðarverði, enda væri það fráleitt að skattleggja það fé, sem þeir leggja árlega til styrktar félaginu með lögbundnum gjöld- um til sjóða þess. Þetta byggist á því, að hagur sá, er hver einstak- ui félagsmaður hefir af viðskipt- um sínum við félagið, kemur fram við skattframtal hans, og svarar því hver félagsmaður sköttum og skyldum af sínum verzlunararði. En ef svo þar á ofan væri hægt að leggja geysileg útsvör á starfsem- ina, þá yrði í raun og veru lagt tvöfalt útsvar á félagsmenn sam- vinnufélaganna. Af þessum ástæð- um er það skýlaust ákvæði í lög- gjöf flestra menningarlanda, þar sem samvinnufélög hafa náð veru- legri fótfestu, að óheimilt sé að leggja á þau hærri útsvör, en sem nemur arði af verzlun þeirra við utanfélagsmenn. Af ofanskráðu verður það ljóst, að tvöfalt útsvar á samvinnufé- gtmmmmmmmm ‘ Rafljósakrónur, Rafljösalampar, Rafljösakúplar, mikið úrval. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeild. 88»«.««,...............a Úrskurður ríkisskattanefndar um útsvar K. E. A.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.