Dagur - 04.02.1937, Blaðsíða 1
DAGUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Afgreiðslan
er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð-
urgötu 3. Talsími 112. Upp-
sögn, bundin við áramót, sé
komin til afgreiðslumanns
fyrir 1. des.
XX. árg.
Akureyri 4. febrúar 1937.
5. tbl.
Innilegustu pakkir fœrum við öllum þeim mörgu, sem
heiðruðu minningu eiginmanns, föður og tengdaföður
okkar, Ingimars Hallgrímssonar, með nœrveru sinni við
jarðarför hans i dag. Einnig pökkum við öllum þeim,
sem á annan hdtt sýndu okkur samúð við fráfall hans
og glöddu hann með heimsóknum í legu hans. En
siðast og ekki sizt vottum við Kaupfélagi Eyfirðinga
alúðarfyllstu þakkir fyrir sina stórrausnarlegu umsjón
og tilkostnað við jarðarförina, og hina hlýju viðurkenn-
ingu, sem i þvi fólst til hins framliðna.
Óskum við af hjarta að gœfa og gengi Kaupfélags
Eyfirðinga verði aldrei minni en óskir hans og þrár
stefndu til.
3. febrúar 1937
Ekkja, börn og tengdabörn.
§X<iiKÍiC>OC>0000 ÍK<Í©ii <
XI>!§iK<iÍi
Leiðrétting.
í smágrein í síðasta tölubl. Dags,
um Ingimar Hallgrímsson, hefir
fyrir rangar upplýsingar, slæðst
villa, sem hér leiðréttist.
Sigrún fyrri kona Ingimars var
Bergvinsdóttir og ekkja eftir Jón
bónda á Illugastöðum. Eru að-
standendur og leséndur beðnir af-
sökunar á missögninni.
Þá hefir og ruglazt handrit
sömu greinar og misprentast. I
greininni stendur: „Þorsteins
prests að Stærra-Árskógi Jónsson-
ar prófasts Halldórssonar að Vögl-
um í Svarfaðardal.“ En átti að
vera: Þorsteins prests að Stærra-
Árskógi Hallgrímssonar og dóttur-
sonar Jóns prófasts að Völlum í
Svarfaðardal Halldórssonar.
Sr. Þorsteinn prestur að Stærra-
Árskógi var sonur Hallgríms
prests að Grenjaðarstað Eldjárns-
sonar og konu hans Ólafar Jóns-
ðóttur prests vað Völlum í Svarf-
aðardal, Halldórssonar Þorbergs-
sonar sýslumanns í Þingeyjar-
sýslu (d. 1656) Hrólfssonar sterka
að Álfgeirsvöllum. Systir sr. Þor-
steips í Stærra-Árskógi var Ólöf
Hallgrímsdóttir kona sr. Hall-
gríms Thorlacius í Miklagarði föð-
ur sr. Einars í Saurbæ í Eyjafirði.
Synir sr. Þorsteins í Stærra-
Árskógi og fyrri konu hans Jór-
unar Hannesdóttur (Scheving)
voru sr. Stefán á Völlum, sr. Hall-
grímur á Hrauni, sr. Baldvin á
Upsum og sr. Kristján á Völlum,
föðurfaðir sr. Kristjáns Eldjárns
að Tjörn í Svarfaðardal (d. 1916).
Soffía móðir Ingimars Hall-
grímssonar á Litla-Hóli var dóttir
Jóns bónda í Leyningi Þorsteins-
sonar bónda í Flögu í Hörgárdal,
Jónssonar. Móðir Þorsteins í Flögu
var Þuríður Bjarnadóttir Ólafs-
sonar. Móðir Þuríðar var Björg
Sigurðardóttir lögréttumanns
Hrólfssonar sýslumanns í Þingeyj-
arsýslu (d. 1704) Sigurðssonar
sýslumanns á Víðimýri (d. 1635)
Hrólfssonar sterka á Álfgeirsvöll-
um. Var Ingimar Hallgrímsson
þannig 10. maður í báðar ættir frá
Hrólfi sterka. Er sú ætt afar fjöl-
menn og merkileg.
H. Þ.
KIRKJAN. — Messað I Akureyrar-
kirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h.
□ . •. Rún. 5037208 Frl.
»Pórs«-félagar! Munið að sækja að-
göngumiðana að afmælisfagnaðinum á
laug'ardaginn kl. 3—7 e. h. að Hótel
Akureyri. — Aðgöngumiðar verða ekki
afhentir við innganginn.
Dansinn í Hruna verður sýndur n.k.
sunnudag með niðursettu verði. — Ekki
leikið á laugardaginn.
NÆTURVÖRÐUR er í Stjörnu Ap6-
teki þessa viku. (Frá n. k. mánud. er
næturvörður í Akureyrar Apóteki.)
Dánardægur. Aðfaranótt 2. þ. m. and-
aðist hér á sjúkrahúsinu Maria Frið-
riksdóttir, heitmey Aðalbjarnar Aust-
mar, tæpra 26 ára að aldri. Banamein
hennar var barnsfararsótt. — Sömu
nótt lézt á sjúkrahúsinu Anna Eggerts-
dóttir, Guðmundssonar trésmíðameist-
ara, 26 ára að aldri. Banamein hennar
voru berklar.
Allmikil hreyfing virðist vera
uppi hér í héraðinu um stofnun
verkalýðsfélaga.
Fyrir skömmu flutti „Alþýðu-
maðurinn" frétt um stofnun verka-
mannafélags í Öxnadal. Og nú
hefir heyrzt um stofnun annars
slíks félags vestur á Þelamörk. í
stjórn þessa nýja Þelmerkingafé-
lags eru sagðir vera: Ölver Karls-
son, Vöglum, Sigfús Sigfússon,
bóndi Steinsstöðum í Öxnadal og
Sverrir Baldvinsson, Ási. Mun því
mega óska félaginu til hamingju
með stjórn og göfugan og óeigin-
gjarnan tilgang.
Að vísu hafa hingað til ekki
gengið miklar sögur af starfi Sig-
fúsar á Steinsstöðum í þágu verk-
lýðsmála, en ólíklegt er af for-
sögu manns þessa, að þeir, sem
hafa verið svo svo hamingjusamir
að kynnast honum, dragi í efa
heilindi hans, heiðarleik og óeig-
ingjarnar hvatir, frekar í þessu
máli en öðrum.
Saga stjórnarnefndarmanna
þessa nýstofnaða félags gefur
fulla ástæðu til að votta félagi
þessu viðeigandi traust.
Og um leið virðist ástæða til að
óska verkalýðshreyfingunni í
landinu til hamingju með jafn
ágæta en jafnframt óvænta for-
ingja. ■_______________ X.
Ungmennafélagið »Á'n'oðinn« í Öng-
ulsstaðahreppi átti þrítugsafmæli 27.
jan. sl. Var þessa minnzt með samsæti
og sátu það um 100 manns. Til skemmt-
unar voru ræðuhöld, söngur og dans.
Meðal ræðumanna var síra Benjamín
Kristjánsson. Núverandi formaður fé-
lagsins er Páll Helgason á Þórustöðum.
Sextugsafmæli á Erlingur Friðjóns-
son bæjarfulltrúi sunnudaginn 7. þ. m.
Hann hefir samfleytt setið í bæjar-
stjórn Akureyrar sem fulltrúi verka-
manna rúm 20 ár og hefir um langa
hríð verið einn helzti leiðtogi í verk-
lýðsmálum hér í bæ. Hann var og um
rkeið þingmaður Akureyrar og hefir
unnið ósleitilega að öllum þeim málum,
er hann hefir verið riðinn við.
Munu þeir ekki fáir, er árna vilja
Erlingi Friðjónssyni heilla á þessum
tímamótum í æfi hans.
NÝJABÍÓ ■■
Föstudags-, laugardags- og
sunnudagskvöld kl. 9:
Uppreisnin
á Bounty.
Stærsta mynd, sem hefir ver-
ir tekin síðustu 10 árin. —
Aðalhlutverin leika.
Charles Laughton,
Clark Gable,
Franchot Tone.
Mest spennandi og æfintýra-
legasta mynd, sem sýnd hefir
verið. Gerist á skipinu Bounly
og suðurhafseyjum að mestu.
Til leigu 1 eða 2 her-
bergi á Sigurhæðum.
Páll Bjarnason.
Jarðeerför Ingimars Hallgrímssonar á
Litla-Hóli fór fram í gær og hófst með
bæn og .söng að heimili hins látna. Jarð-
arförin fór fram að Grund og var mjög
fjölmenn. Flokkur úr karlakómum Geysi
söng, og sóknarpresturinn, séra Benja-
mín Kristjánsson, flutti ágæta ræðu.
Hreppsnefnd Hrafnagilshr. bar kistuna í
kirkju, en stjóma.rnefndarmenn, fram-
kvæmdastjóri og' fulltrúi K. E. A. úr
kirkju og að gröfinni. — Kaupfélag' Ey-
firðinga sá um útförina, en hinn látni
öldungur var sem kunnugt er heiðurs-
félagi K. E. A.
Hallgrímsnefnd Munkaþverársóknar
efnir til skemmtisamkomu í þinghúsi
Öngulsstaðahrepps við Þverá, sunnu-
daginn 7. febrúar n. k. kl. 9 e. h. Til
skemmtunar verður fyrirlestur, er sr.
Friðrik J. Rafnar flytur, Jóhann Kröy-
ei les upp, söngflokkur Helga Stefáns-
sonar syngur og Kristján Elíasson spit-
ar fyrir dansi. Ágóðinn af samkomunni
rennur til fyrirhugaðrar Hallgríms-
kirkju. Aðgangur 1 króna.
Alúðar þakkir til allra, er auð-
sýndu samúð og hluttekningu við
fráfall og jarðarför konunnar
minnar.
Björn Guðmundsson.
Jarðarför Árna Jóhannessonar frá Þórisstöðum, sem andaðist á
Sjúkrahúsi Akureyrar 31. f. m. fer fram laugardaginn 6. þ. m. —
Athöfnin hefst með bæn frá Sjúkrahúsinu á Akureyri, kl. 1 e. h.
Siðan verður líkið flutt að Svalbarði og jarðað þar kl. 3 e.h. sama dag.
Þórisstöðum, 2. febrúar 1937.
Nanna Valdimarsdóttir. Jóhannes Árnason.