Dagur - 04.02.1937, Blaðsíða 3
5. tbl.
DAGUR
19
Vökumenn.
Seint á síðastliðnum vetri vakn-
aði hreyfing í ýmsum skólum
landsins, sem nefnist „Vöku-
mannafélag íslands“. Tilgangur
félagsins er meðal annars sá, að
fylkja öllum æskulýð þjóðarinnar
til varnar þeim öfgastefnum, sem
nú herja strendur landsins. Þær
raddir gerast nú æ háværari með
þjóð vorri, sem svara öllum rök-
um með hrópyrðum og virða öll
mannréttindi og lýðræði að vett-
ugi. Fyrirmyndir sínar sækja for-
mælendur þessara kenninga til
framandi landa, þar sem ófriður-
inn mikli og afleiðingar hans hafa
villt mönnum svo sýn, að þeir
trúa ekki neinu og virða ekki
neitt nema hnefaréttinn. Það er
engin tilviljun, að hinir íslenzku
fascistisku öfgamenn sækja „hug-
sjónir“ sínar einmitt þangað, sem
frjáls hugsun, undrstaða allra
hugsjóna, er einokuð af klíku
nokkurra þröngsýnna efnishyggju-
manna. „Hugsjónirnar11 eru sóttar
þangað, sem fegurstu hugsjónir
mannsandans eru lýstar í bann,
heimsfrægir vísindamenn og spá-
menn hins nýja tíma reknir í út-
legð, listaverkum brennt á bál-
köstum þess brjálæðis, sem nú
ógnar öllum heiminum með eitur-
gasi og byssustingjum. Hinir ís-
lenzku tilberar þessara öfgakenn-
inga boða til byltinga og blóðsút-
hellinga, ef þeir fái ekki vilja sín-
um framgengt. Þeirra helgu menn
og dýrlingar eru reyndir að hvers-
konar hryðjuverkum. Saga þeirra
er skráð blóði frjálslyndra manna
og kvenna, sem hafa unnað hug-
sjónum lýðræðisins meir en lífi
sínu. Vegur einræðisherranna til
valdsins hefir legið yfir grafir
merkisbera frjálsrar hugsunar og
kúgun allrar alþýðu. Hugsjónin
um frið, fegursti draumur manns-
andans, er útlæg ger, en börnin
alin upp að kalla með gasgrímur
fyrir andlitunum og sprengikúlur
í hendinni. Þetta er það frelsi, sem
íslenzku fascistarnir lofsyngja, þeir
h:'nir sömu, er nú hyggjast að leika
það sÖgulega hlutverk, að verja
spillingu hins ísl. auðvalds með
vopnum. Þeir vita sem er, að með
rökum verður stefna þessa flokks
ekki varin, til þess hefir hann
alltof margt á samvizkunni, sem
er andsætt hag heildarinnar og
öllu heilbrigðu lífi.
Öfgar eiga æfinlega sínar and-
stæður. Það er því engin tilviljun,
að hér á landi er ekki einn heldur
tveir öfgaflokkar, sem eru hvor
öðrum andstæðir, og lofa hvor
bregður svo við, að þessir sömu
kommúnistar taka skefjalausa af-
stöðu með málstað nokkurra
skóladrengja, sem hlaupa á brott
úr skóla fyrir þá eina sök, að þeir
séu ekki viðurkenndir jafnréttháir
og aðrir, þó að þeir séu óvinir lýð-
ræðisskipulagsins, og skrökva því
þar á ofan að þeir hafi verið rekn-
ir úr skóla vegna skoðana sinna.
Er þá lýðræðishjal kommúnista
eintómt fleipur?
öðrum því hátíðlega, að þeir skuli
verða afmáðir af jörðunni við
fyrsta tækifæri. Og þótt margt
skilji stefnur þessara flokka, þá
eiga þeir þó sammerkt um það, að
báðir æsa lýðinn til byltinga og
bióðsúthellinga. Báðir ætla að
gera andstæðingana höfði styttri,
ef þeir eiga þess nokkurn kost, ef
þeir verða ekki þægir og auð-
sveipir. Báðir flokkarnir æfa sitt
árásarlið og enginn getur sagt um
það, hvenær flokkunum lýstur
saman. Gegn þessum ófarnaði
vilja Vökumenn vinna. Þeir vilja
firra vandræðum í lengstu lög og
standa á verði gegn því, að póli-
tískir stigamenn stofni til víga-
ferla í landinu. Vökumenn trúa
því, að friðsamleg samvinna og
samtök sé eina leiðin út úr hvers-
konar ógöngum, því eitt ofbeldis-
verk leiðir jafnan til annarra ó-
hæfuverka. Og hvaða menningu
myndu þeir flokkar varðv^ita,
sem hyggjast að leggja undir sig
landið með hrópyrðum og hnefa-
steytingum og síðan að stjórna
með ofbeldi og kúgun? Slíkt get-
ur víst hver og einn sæmilega viti
borinn maður séð fyrir. Það yrði
ekki menning heldur ómenning,
sem óhjákvæmilega skapast af
allri harðstjórn og kúgun. Vöku-
menn heita því á alla unga menn
og konur, sem unna lýðræði og
frelsi, að standa fast saman gegn
hinu andlega drepi öfgaflokkanna.
Framtíð landsins veltur á því, að
í þessum efnum verði ekki sofið á
verðinum.
En vökumenn hafa fleira að
vinna. Innanlands eru líka vágest-
ir, sem naga rætur þjóðfélagsins.
Það er atvinnuleysið og öll sú
eymd, sem af því stafar. Verst
eru þó áhrifin sem atvinnuleysið
hefir á uppeldi æskulýðsins. Þeir
unglingar, sem alast upp í klaka-
viðjum vonleysisins, eru ekki lík-
legir til stórra átaka í framtíðinni.
Þau vorharðindi kyrkja allan and-
legan gróður í fæðingunni og gera
einstaklingana að þjóðfélagslegum
örkumlamönnum, oftast æfilangt.
Og fyrir atvinnulausum og von-
lausum unglingi vill oft verða
skammt til vindlingsins og flösk-
unnar og annarra stundastyttinga,
sem fyrr eða síðar leiða til heilsu-
tjóns og ógæfu. Atvinnuleysið er
það böl, sem þjóðin verður að yf-
irstíga á næstu árum, annars er
voðinn vís. Að því ætla Vöku-
menn að vinna með því að ljá ný-
býlamálunum fylgi sitt, svo og
öllum nýjum atvinnugreinum,
sem stofnað er til á heilbrigðum
grundvelli. Þeir vilja líka styðja
íslenzka framleiðslu á þann hátt,
að klæðast sem mest íslenzkum
fötum og borða sem mest íslenzk-
an mat. Því meðan önnur lönd
draga að sér hendina um kaup á
íslenzkri framleiðslu, er þjóðin
neydd til að búa að sínu, enda er
það henni vafalaust hollast. Ef
allir hefðu það hugfast að nota
sem mest það sem íslenzkt er til
fæðis og klæðnaðar, þá myndi enn
mega spara mikil útlend vöru-
kaup, sem hendur íslenzkra
manna og kvenna gætu fengið at-
vinnu við að framleiða. En sér-
staklega vilja Vökumenn vinna að
útrýmingu tóbaks og áfengis. Á
þessum alvarlegu tímum, þegar
þjóðina skortir fé til ýmsra nauð-
synlegra framkvæmda og til að
koma á fót nýjum atvinnufyrir-
tækjum, og skuldaklafinn ógnar
sjálfstæði landsins, þá er það
hreinn og beinn feigðardans, er
þjóðin neytir víns og tóbaks fyrir
milljónir króna árlega. Vökumenn
vilja því taka höndum saman við
öll bindindissinnuð félög um að
útrýma öllum eiturnautnum og
gerir í því efni strangar kröfur til
allra félagsmanna.
Ef tækifæri gefst, mun síðar
verða sagt rækilegar frá Vöku-
mannahreyfingunni. Þess mun
ekki langt að bíða að Vökumenn
stofni félög víðsvegar um landið
til varnar lýðræði, þingræði og
frjálsri hugsun, sem er faðir og
móðir allra hugsjóna. Það ríður á
að vaka yfir hinu fengna sjálf-
stæði og verja það fyrir öllum
þeim hættum, sem að því steðja,
hvort sem þær koma fram í dýrk-
un byltinga og harðstjórnar, eða
þær læðast í kjölfar atvinnuleysis
og þeirrar margvíslegu ógæfu,
sem af því leiðir.
Vökumaður.
Dansinn
i Hrana.
Leikfélag Akureyrar er 20 ára á
þessum vetri. Hefir það á þessum
20 árum unnið þarft menningar-
starf fyrir Akureyrarbæ. Það hef-
ir á þessum árum sýnt marga
merkilega sjónleiki, innlenda og
útlenda, sem kostað hafa mikla
fyrirhöfn og talsvert .fé, svo sem,
Galdra-Loft, Fjalla-Eyvind, Lén-
harð fógeta, Dauða Natans Ketils-
sonar, Munkana á Möðruvöllum,
Nýj ársnóttina, Kinnarhvolssystur,
Heimkomuna, Landafræði og ást,
ímyndunarveikina, Æfintýri á
gönguför o. m. fl., og nú seinast
er það að sýna Dansinn í Hruna
eftir Indriða Einarsson. Var sann-
ast að segja í allmikið ráðizt af
íélaginu að sýna leik þennan. Út-
búningur hans er dýr og í hann
þarf allmarga leikendur, og sum
hlutverkin eru mjög vandasöm.
Ekki veit ég hvernig félagið getur
borið þann kostnað, sem leikur
þessi hefir í för með sér. Styrk
fær það lítinn og er því aðallega
að treysta á tekjur þær, sem það
fær af leiksýningunum. En von-
andi sækja Akureyringar og nær-
sveitamenn Akureyrar leikinn vel.
Útbúnaður leiksins er mjög góð-
ur. Leiktjöldin eru ágæt. Eru þau
máluð af Vigfúsi Jónssyni, sem
hefir þegar sýnt, að hann hefir
mikla hæfileika sem leiktjalda-
málari. Búningar eru sömuleiðis
mjög góðir. Hefir frú Svafa Jóns-
■ dóttir séð um þá flesta og sjálf
unnið að tilbúningi þeirra. Dans-
ana í leiknum hefir Hermann Stef-
ánsson útbúið, æft og stjórnað og
hefir honum tekizt þetta ágætlega.
Um leikritið sjálft er búið að
skrifa áður í þessu blaði. Er það
ábyggilega meðal merkustu frum-
saminna leikrita á íslenzku. Það
er mjög „seniskt“ eins og raunar
öll leikrit Indriða Einarssonar. Það
sýnir þjóðtrú og aldaranda í byrj-
un 16. aldar, en á bak við allt sýn-
ir það hina sífelldu baráttu á milli
ljóss og myrkurs, milli tortíming-
ar og frelsunar, guðs og djöfulsins.
Eins og áður er minnzt á, þá eru
sum hlutverk leiksins mjög vanda-
söm, sérstaklega þó Ógautans, sem
er sjálfur myrkrahöfðinginn, en
þykist vera útlendur kaupmaður.
Það hlutverk leikur Ágúst Kvar-
an, sem er jafnframt stjórnandi
leiksins. Leikur Kvarans í Ógaut-
an er svo góður, að hann mun
seint gleymast áhorfendum. Um
Kvaran má segja, að hann sé leik-
ari „af guðs náð“. Hann kemur
aldrei svo fram á leiksviði, að
hann sýni ekki listhæfileika. Hann
ei jafnan „komplet“ listamaður á
leiksviðinu. Ég er þess fullviss, að
hefði Kvaran verið leikari í stór-
borg hjá stórþjóð, þá hefði hann
orðið víðfrægur maður.
Unu, annað aðalhlutverk leiks-
ins, leikur frú Svafa Jónsdóttir.
Sýnir hún, sem að venju, sinn á-
gæta skilning og smekkvísi í með-
ferð þess hlutverks, sem hún leik-
ur, en samt hefir mér oft þótt
ennþá meira koma til hennar á
leiksviði, en í þetta skipti. En frú
Svafa leikur mjög vel, eins og
æfinlega.
Séra Þorgeir í Hruna leikur
Gunnar Magnússon. Er hlutverk
þetta vandleikið, enda fellur
Gunnar ekki í það. Séra iÞorgeir
er valdasjúkur heimsmaður og
munaðarseggur, vantar mikið á að
þessir eiginleikar hans komi
glöggt fram í leik Gunnars. En
Gunnar hefir áður sýnt, að hann
er góður leikari, í þeim hlutverk-
um, sem hann fellur í. Gottskálk í
Berghyl leikur Björn Sigmunds-
son. Björn leikur æfinlega vel, er
jafnan skemmtilegur og á æfin-
lega vel heima á leiksviðinu. Ste-
fán Jónsson Skálholtsbiskup leik-
ur Stefán Jónsson bílaviðgerða-
maður. Er hann myndarlegur á
leiksviðinu, hefir ágæta rödd og
leysir allt hlutverkið sæmilega af
hendi. Fríðu, systurdóttur biskups-
ins, leikur ungfrú Elsa Friðfinns-
son. Er leikur hennar góður og
með köflum ágætur. Elsu fer ein-
lægt fram sem leikkonu og má
góðs af henni vænta með aukinni
æfingu. Lárenz, bróður sér Þor-
geirs, leikur Sigvaldi Sigvaldason.
Fellur hann vel í hlutverkið, sóm-
ir sér vel á leiksviðinu og hefir á-
gætan málróm, en vantar nokkuð,
þegar hann þarf að sýna skap-
brigði. Nikulás djákn, lítið hlut-
verk, leikur Vigfús Jónsson, mjög
sómasamlega. Sólveigu bróður-
dóttur hans hans leikur ungfrú
Guðrún Þorsteinsdóttir söngkona.
Hennar leikur er mjög eðlilegur
og líkari því að hún væri þaulæfð
leikkona en ekki viðvaningur.
Rómur hennar er góður og söngur
ágætur. Tristan, mann Björns
Guðnasonar í Ögri, leikur Sig-
mundur Björnsson ssemilega, en