Dagur - 04.02.1937, Page 2

Dagur - 04.02.1937, Page 2
18 DAGUR 5. tbl. Ólafur Jónsson skýrir rangt frá atkræðagreiðslu um farðræktarlögin. I næstsíðasta tölublaði Dags var gerð grein fyrir atkvæðagreiðslum um jarðræktarlögin í Búnaðar- sambandi Eyjafjarðar og sýnt fram á að fylgismenn lagartna væru í verulegum meiri hluta í sambandinu. — í síðasta tölublaði „islendings“ reynir svo Ólafur Jónsson að snúa þessari niður- stöðu i vilJu; tilfærir hann at- kvæðagreiðsíurnar með og móti lögunum á fundum búnaðarfélag- anna og ber þeim tölum öllum saman við það, er Dagur hafði sagt, nema á tveimur stöðum, Ól- afsfirði og Siglufirði. Þar ber á milli. í Degi voru talin 2 atkv. með lögunum en 14 á móti í Ólafs- firði, en jafnframt sett til vonar og vara spurningarmerki við hærri töluna, af því að ekki var hægt að ábyrgjast að hún væri með öllu nákvæm. Ó.J. segir aftur á móti að í Ólafsfirði hafi um 30 mætt á fundi og hafi þorri fundar- manna greitt lögunum mótat- kvæði, en ekkert atkvæði verið með þeim. Síðan gerir Ó. J. sér hægt um hönd og telur þorrann af um 30 atkvæðum vera rétt og slétt 30 atkvæði. Eftir þessum reikningi Ólafs fær hann 10 atkv. meiri hluta móti lögunum og sín- um málstað í hag. En blekkingar- tilraunin er auðsæ. Það er ekkert vit í að telja þorrann af um 30 at- kvæðum full 30 atkv. Dagur hefir nú aflað sér nákvæmra upplýsinga um þetta atriði og sannleikurinn er sá, að á fundinum í Ólafsfirði voru 2 atkvæði með lögunum, en 15 á móti. Ólafur Jónsson hefir því hnuplað 2 atkvæðum frá fylg- ismönnum laganna, en bætt við andstæðingana 15 atkvæðum, sem ekki eru til. Á þenna hátt fer hann að því að skapa málstað sín- um meiri hluta. Á Siglufirði er talið í Degi að 13 hafi verið með lögunum, en 19 á móti, en Ólafur segir, að þar hafi 8 verið með en 20 á móti. Þarna vinnur hann 6 atkvæði um fram það, er Dagur taldi, ef hann skýrir rétt frá, sem mjög er hæpið. Á það skal bent, að það var fram tekið í Degi að atkv.tölurnar frá Siglu- firði væru ef til vill ekki nákvæm- ar. ÓJafur Jónsson hefir þ-Jí ekkert leiðrétt eða hrakið af því, sem Dagur sagði, en í þess stað hefir hann haft í frammi talsvert mikl- ar rangfærslur. Og þó að Ólafur segi rétt til um atkvæðagreiðslur á Siglufirði, þá stendur það ó- haggað, að lögin hafa meirihluta- fylgi á umræddu sambandssvæði, þó að aðeins sé tekið tillit til at- kvæðagreiðslna á fundunum. Það skal því enn tekið fram, að full- trúi sambandsins á Búnaðarþingi er í ósamræmi við vilja meirihluta umbjóðenda sinna og þó einkum umbjóðenda sinna í sveitunum, bændanna sjálfra. Ólafur Jónsson neitar að taka til greina yfirlýstan vilja 47 manna í Jarðræktarfélagi Akureyrar, vilja, sem þeir hafa staðfest, að vísu ut- an fundar, með eigin handar und- irskrift. Hann fullyrðir, að málið hafi verið útlistað fyrir þessum mönnum svo „villandi sem unnt var“ og þeir síðan „ginntir til að skrifa undir ályktanir, sem ekki þoldu að koma fram á opinberum fundi“. Hann spyr, hvaða trygging sé fyrir því, að eigi hafi verið beitt „skoðanakúgun" eða „öðrum óleyfilegum meðulum11 við undir- skriftirnar. Loks spyr hann, hvaða trygging sé fyrir því, að undir- skrifendur séu meðlimir jarðrækt- arfélaganna. Hvernig hyggst nú Ólafur að geta staðið við þá staðhæfingu sína, að menn þeir, er skrifuðu undir umrædda ályktun, hafi ver- ið ginntir til þess með villandi út- listunum? Auðvitað getur hann ekki fundið þessum orðum sínum stað, þau eru aðeins gífuryrði þiess manns, sem vegna skapbrests get- ur ekki stillt máli sínu í hóf. Hefir hann gætt þess, að með þessum ásökunum stimplar hann um 50 manns í Jarðræktarfélagi Akur- eyrar sem skoðanalausa, ósjálf- stæða' ræfla? Vel má vera, að þetta frumhlaup Ó. J. á hendur þessum mönnum líði þeim ekki úr minni á næstu mánuðum. Það er lítill vandi að snúa þessu vopni gegn Ó. J. sjálfum og spyrja: Hvaða trygging er fyrir því, að Ólafur Jónsson hafi ekki í taum- lausri „agitation“ sinni gegn jarð- j arðr æktarlögunum ginnt ein- hverja til andstöðu gegn lögunum með villandi útlistunum? Hér skal ekkert um það fullyrt, að þetta hafi átt sér stað. En hvar er trygg- ingin fyrir því? Og enn skal Ólafur spurður: Hverja hyggur hann hafa beitt skoðanakúgun við undirskriftirnar og á hvern hátt telur hann að kúg- unin hafi verið framkvæmd og í hverju var hún fólgin? Geti hann ekki gert skýra grein fyrir þessu, verða orð hans skoðuð sem staðlausir stafir. Ólafur Jónsson fer fram á það með nokkrum svigurmælum, að Dagur birti ' ályktun þá, er 52 menn í Jarðræktarfélagi Akureyr- ar skrifuðu undir (þar af 5, er áð- ur höfðu greitt atkvæði á fundi) og sem hann dylgjar um að ekki þoli að koma fram í dagsljósið. Þetta er meira en velkomið. Yfir- lýsing hinna 52 var orðrétt á þessa leið: „Við undirritaðir félagsmenn í Jarðræktarfélagi Akureyrar lýsum yfir því, að við teljum eðlilegast og heppilegast að Búnaðarfélag ís- lands fari með framkvæmd jarð- ræktarlaganna nýju, og skorurrt því hérmeð á næsta Búnaðarþing að hreyta lögum félagsins í sam- • m • ræmi við jarðrœktarlögin og taka að sér framkvæmd þeirra. Akureyri, í nóvember 1936.« (Undir 52 nöfn.) Þessi yfirlýsing, ásamt undir- skriftunum hefir verið send for- manni Jarðræktarfélags Akureyr- ar með ósk um, að hann beini henni braut til næsta Búnaðar- þings. Honum og Ólafi Jónssyni hefir því gefizt gott færi á að at- huga, hvort þeir menn, sem undir hafa ritað, eru í Jarðræktarfélagi Akureyrar, en Ólafur dylgjar um að tryggingu skorti fyrir þeirri vitneskju. Út af því mætti beina þeirri spurningu til formanns fé- lagsins og Ólafs Jónssonar, hver Sá atburður gerðist á Laugar- vatni í síðasta mánuði, að 9 nem- endur hlupu burt úr skólanum þar. í tilefni af þessu brotthlaupi hinna 9 skólapilta hafa blöð kommúnista haldið því fram, að skólastjórinn, Bjarni Bjarnason, haíi rekið þá úr skólanum vegna stjórnmálaskoðana þeirra, og að Jónas Jónsson hafi staðið að baki þeim brottrekstri. Þetta er fjarri öllum sanni. Samkvæmt frásögn skólastjór- ans orsakaðist brotthlaupið sem hér segir: Á sameiginlegum fundi nem- enda og kennara, þar sem rætt var um lýðræði, tók skólastjórinn það fram, að nú væru nemendur við inntöku í skólann spurðir um það, hvort þeir vildu vera í áfeng- is— og tóbaksbindindi, en hann hefði hugsað sér að bæta við þetta á næsta skólaári nýrri spurningu, sem væri á þá leið, hvort þeir vildu styðja þjóðskipulag, sem byggðist á lýðræðisgrundvelli. I þessu sambandi skýrði hann frá því sem sinni skoðun, að þeir menn, sem ekki svöruðu þessari spurningu játandi, ættu ekki að njóta jafnmikilla rétúnda hjá því opinbera og aðrir. I ræðu sinni minntist skólastjór- inn á enga sérstaka flokka í þessu trygging sé fyrir því að þeir 44 menn, sem atkv. greiddu gegn jarðræktarlögunum á fundi félags- ins í vetur, hafi allir haft atkvæð- isrétt. Það er dregið mjög í efa að svo hafi verið. Að lokum skal Ólafi Jónssyni gefið það ráð, að fara sér ögn hægara í þessu máli hér eftir en hingað til. Hann verður að gá að því, að í þetta skipti fer hann sem fulltrúi á Búnaðarþing í óþökk meiri hluta umbjóðenda sinna, og það er ekkert ánægjuleg aðstaða. En kannske það sé einmitt þess vegna, að skap hans er ekki í sem beztu lagi, eins og fúkyrði hans í „íslendingi“ bera ljósastan vott sem ekki vildu viðurkenna lýðræð- ið sem grundvöll stjórnskipulags- ins. Ilann minntist ekki einu orði á það, að hann vildi útiloka fylgis- menn ákveðinna stjórnmálaflokka frá námi við skólann. Degi síðar barst skólastjóranum skjal, undirritað af 18 nemendum, þar sem þess var krafizt, að hann tæki þessi orð sín aftur, því sam- kvæmt þeim teldu þeir sig ekki geta notið sömu réttinda og aðrir nemendur skólans. Með þessu lýstu þeir því óbeint yfir, að þeir væru fjandmenn lýðræðisins. Skólastjórinn svaraði því einu, að hann hefði sér vitanlega ekki gert neinn mun á nemendum, og þeir hefðu því ekki undan neinu að kæra. Hinsvegar kæmi það ekki til nokkurra mála, að hann tæki aftur þau orð, sem væru ákveðin skoðun hans. Þegar undirskriftamennirnir sáu, að þeir gátu ekki kúgað skóla- stjórann til að.taka orð sín aftur og heita þar með ákveðinni skoðun sinni, tóku níu þeirra það ráð, að hlaupast á brott úr skólanum og síðan er rejmt að gera þá að písl- arvottum sannfæringar sinnar. í þessu sambandi er vert að benda á það, að kommúnistar liafa að undanförnu hjalað mikið um hoJlustu sína við lýðræðið og farið hmum hraklegustu orðum um nazista sem fjandmenn þess. Hú sambandi, heldur aðeins þá menn, gflffffffffffffffffffflfH _ Rafljósakrónur, Rafljösalampar, Rafljösakúplar, mikið úrval. Kaupfélag Eyfírðinga. Járn- og glervörudeild. .............................. um. \ Brofthlanp úr Laugarvatnsskéla.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.