Dagur - 11.02.1937, Blaðsíða 1

Dagur - 11.02.1937, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. m m m m m XX. árg. Akureyri 11. febrúar 1937. Mjólkur§amlag K. E. A. Aðalfundur Mjólkursamla'gs K. E. A. var haldinn í Samkomuhús- inu „Skjaldborg11 á Akureyri föstudaginn 5. þ. m. Varaformaður Kaupfélags Ey- firðinga, Ingimar Eydal, setti fundinn og tilnefndi skrifara þá Jón Sigfússon, Kálfagerði og Hall- dór Ólafsson, Búlandi. Voru þá fyrst athuguð kjörbréf fulltrúa og reyndust mættir alls 48 fulltrúar. Ennfremur mættu á fundinum: Samlagsstjóri, framkvæmdastjóri K. E. A., stjórn þess og auk þess margir gestir. Þá var kosinn fundarstjóri Hannes Kristjánsson, Víðirgerði, og varafundarstjóri Ármann Sig- urðsson Urðum. Skýrsla samlagsstjóra. Samlagsstjóri flutti langt er- indi og gerði ljósa grein fyrir hag og afkomu Samlagsins á sl. ári. Hafði Samlagið á árinu tekið á móti 2,538,189 lítrum af mjólk og er það 362 þús. lítrum eða 16,5% meira en næsta ár á undan. Greitt hefir verið fyrir innlagða mjólk 397 þús. 433 kr. og auk þses verð- uppbót frá fyrra ári 43 þús. 552 kr. Ráðstöfun eftirstöðva. Framkvæmdastjóri félagsins lagði fram svohljóðandi tillögu: „Af eftirstöðvum rekstursreikn- ings Mjólkursamlagsins greiðist samlagsmönnum uppbót á inn- lagða mjólk þeirra árið 1936 með 2,34 aurum á hvern lítra. Uppbót þessi færist með 1,84 aurum í reikninga samlagsmanna við K. E. A., en 0.5 aur. í samlagsstofnsjóði þeirra. — Eftirstöðvar reksturs- reiknings yfirfærist til næsta árs.“ Tllagan samþykkt í einu hljóði. Samkvæmt þessu verður endan- legt verð hvers kg. mjólkur 18 aurar. Mjólkurlögin. Samlagsstjóri var frummælandi þessa máls. Benti hann meðal ann- ars á þá hættu, sem af því gæti stafað fyrir Mjólkursamlagið, ef mjólkurframleiðendur utan Sam- lagsins seldu mjólk sína lægra verði en útsöluveyð Samlagsins er á hverjum tíma. — í ræðulok lagði samlagsstjóri fram svohljóð- andi tillögu: „Ársfundur Mjólkursamlags K. E. A. óskar eftir því, að mjólkur- lögin verði látin koma til fram- K. kvæmda hér í héraðinu sem allra fyrst og felur stjórninni að gera sitt ítrasta til þess að svo verði.“ Tillagan var samþykkt í einu hljóði. Þess skal getið, að komi mjólk- urlögin til framkvæmda hér, verð- ur samkv. þeim sett á laggirnar 5 manna verðlagningarnefnd, sem meðal annars ákveður útsöluverð mjólkurinnar. Kýs félag mjólkur- framleiðenda 2 menn í nefndina, bæjastjórn Akureyrar aðra 2, en landbúnaðarráðh. útnefnir odda- mann. Bygging nýs mjólkursamlags- húss. Meðal fyrirspurna, er fram komu, var spurt um, hvað stjórn K. E. A. hefði gert til undirbún- ings byggingar nýs mjólkursam- lagshúss. Framkvæmdastjóri ViÞ hjálmur Þór, svaraði og taldi lík- ur til, að framkvæmd þessa máls kæmist verulega áleiðis á þessu ári og byrjun næsta árs. Ferðafélag Akureyrar hélt aðalfund að Hótel Gullfoss 9. þ. m. F. F. A. var stofnað í apríl 1936 og hét fyrst Akureyrardeild Ferðafélags íslands, en heitir nú Ferðafélag Akureyrar, skammstaf- að F. F. A. Tilgangur félagsins er að opna nýjar leiðir til þeirra staða, sem vegna náttúrufegurðar eða annarra sérkenna draga til sín hugi ferða- og fjallgöngu- manna. Nú er búizt við, að á næst- unni verði farið að leggja hinn nýja Austurlandsveg, er liggja á um Reykjahlíð og austur að Jök- ulsá á Fjöllum. F. F. A. hefir sam- þykkt að beita sér fyrir að rann- sökuð verði hið bráðasta leiðin frá þessum vegi og fram í Öskju. Kunnugir menn telja miklar líkur til að á þeirri leið séu langir bíl- færir kaflar eftir melum og sönd- um. En takmark F. F. A. er að opna leið upp í Öskju og koma þar upp sæluhúsi og einnig í Herðubreiðarlindum. Kosin var 5 manna ferðalaganefnd er starfar að skipulagning og undirbúningi sumarferðalaga. Stjórn félagsins var endurkosin, þeir Steindór Steindórsson kennari frá Hlöðum, Ólafur Jónsson framkvæmdastjóri, Gunnbjörn Egilsson skólabryti, Þormóður Sveinsson bókhaldari og Björn Björnsson frá Múla, kaupmaður. — Tala félagsmanna er nú þegar 116, KIRKJAN: Messað n. k. sunnudag (14. febrúar) í Lögmannshlíð kl. 12 á hádegi. Zíon. Næstkomandi sunnud. kl. 10 Y2 : Sunnudagaskóii. Öll böm velkomin. Kl. 8%: Almenn samkoma. Allir velkomnir. Kvenfélagiö Hlíf hélt hátíðlegt 30 ára afmæli sitt hinn 4. febrúar sl. með samsæti í »Skjaldborg«. Sátu það á annað hundrað manns. Skemmtu menn sér þar fram undir morgun við ræðu- höld, söng, spil og dans. Heillaóskir bárust félaginu bæði í óbundnu og bundnu máli, og verður ef til vill eitt- hvað af því birt síðar. Núna aðeins þessi eina visa frá gömlum félagskon- um í Reykjavík. Segjum allar: heill þér Hlíf, hags og sæmdar njóttu. Eitthvað líkt og eilíft líf á Akureyri hljóttu! Ungmennastúkan Akurlilja nr. 2 heldur opinn fund í Skjaldborg sunnu- daginn 14. þ. m. kl. 8% e. h. Unglingar í bænum, aðstandendur félaga og aðrir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Bsejarbruni. Fimmtudagskvöldið 28. jan. brann bærinn Nunnuhóll í Hörgár- dal. í bænum bjuggu hjónin Sigtryggur Sigtryggsson og Sigurrós Sigtryggs- dóttir ásamt tveimur börnum þeirra. Upptök eldsins eru ekki kunn; hjónin voru í fjósi, sem stendur spölkorn frá bænum; meðan þau voru að sinna fjós- verkum, komu börnin til þeirra. Þegar fjósverkum var lokið og hjónin komu aftur heim að bænum, var hann alelda. Hjónin misstu alla sína búslóð, sem var óvátryggð. Dansinn í Hruna var leikinn síðastl. sunnudag fyrir troðfullu húsi, svo margir urðu frá að hverfa. Næst verð- ur ieikið á sunnudaginn kemur í næst- síðasta sinn. LÆKKAÐ VERÐ. '»Kaniinn í kassanu/m«, leikur i 3 þátt- um, verður sýndur í samkomuhúsi Hrafnagilshrepps laugardaginn og sunnudaginn 13. og 14. febr. n. k. — Hefst stundvíslega kl. 9 e. h. Borgin Malaga á Suður-Spáni er fallin í hendur uppreisnarmanna eftir miklar orustur. Telja uppreisnarmenn fall þessarar borgar hafa mikla. hern- aðarlega þýðingu fyrir sig og eru von- góðir um að nú dragi til fullnaðarsig- urs þeirra í Spánarstyrjöldinni. Fullyrt er, að um 16 þús. ítalskir hermenn hafi verið settir á land á Spáni nú nýlega til aðstoðar uppreisn- arhernum. NÝJA-BÍÓ «— „Tunglskins- Sonatan" Hrífandi fögur mynd um vald hljómlistarinnar yfir hjörtum mannanna. Aðalhlutverkin leika: Elissa Landi, Frank Morgan, Josep Schildkraut. Til sölu er nýlegt og vandað eikar- borðstofuborð, einnig skáp- grammofónn með rafmagns- verki. Sérstakt fækitærlsverð. Upplýsingar i Helga magra- stræti 3 (uppi). NÆTURVÖRÐUR er í Stjömu Apó- teki þessa viku. (Frá n. k. mánud. er næturvörður í Akureyrar Apóteki.) Jón Steffensen læknir hefir verið skipaður prófessor í læknisfræði við Háskóla íslands frá 1. þ. m. Jómus Rafnar yfirlæknir á Kristnes- hæli varð fimmtugur 9. þ. m. Gullfoss fór héðan á mánudagskvöld- ið áleiðis til Rvíkur. Meðal farþega var Bernharð Stefánsson alþm. og frú hans og fulltrúar á flokksþing Framsóknar- flokksins, sem hefst í Rvík .12. þ. m. Sigurður Guðmundsson, danskennari i’rá Reykjavík er væntanlegur hingað til bæjarins með e. s. »Island« um næstu helgi. — Mun vera í ráði að hann hafi hér danskennslu fyrir skóla- fólk, en auk þess kennslu í eldri og nýrri dönsum fyrir bæjarbúa almennt, sem það vilja læra. — Tilhögun kennsl- unnar verður væntanlega auglýst síðar. Jarðarför okkar hjartkæru dótt- ur og systur, Önnu Eggertsdóttur, er andaðist 2. þ. m., fer fram frá heimili okkar, Gránufélagsgötu 11, Akureyri, laugardaginn 13. febr. og hefst með húskveðju kl. 1 e. h. Foreldrar og systkini.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.