Dagur - 11.02.1937, Blaðsíða 2
22
DAGUR
6. tbl.
Ungmennafélög fyrr og nú.
Það leikur ekki á tveim tung-
urn, að á síðustu áratugum haía
landsmenn verið umsvifamestir
um ýmiskonar framkvæmdir irá
því land byggðist. í morgunroða
hins unna frelsis óx mönnum á-
ræði og þrek til stórra áíaka.
Mönnum skildist, að skáldið Einar
Benediktsson hafði rétt fyrir sér,
er hann kvað:
»Sofið er til fárs og fremstu nauða.
Flý þó ei, þú svafst þig ei til dauða.
þeim, sem vilja
vakna og skilja
vaxa þúsund ráð.«
Myrkur ánauðaraldanna hafði
lagzt eins og óslítandi fjötur um
hugi og hendur flestra lands-
manna, kyrkt framtakið og svæft
hugsjónirnar. En þjóðin átti þó
alltaf sína vökumenn og ofurhuga,
sem vöktu meðan aðrir sváfu og
börðust fyrir frelsi landsins, þótt
aðrir héldu að sér höndum. Fyrir
æfilanga baráttu Jóns Sigurðsson-
ar, Fjölnismanna og fleiri góðra
drengja tókst að endurheimta
frelsi landsins og bjarga ís-
lenzkunni og okkar þjóðlegu
menningu frá glötun. Um og eftir
síðustu aldamót má segja, að hug-
sjónir Fjölnismanna og annarra
forvígismanna í sjálfstæðisbarátt-
unni færu um hugi fjölmargra
hinna yngri manna. Þá hófst sú
félagsalda, sem hæst hefir risið
meðal íslenzks æskulýðs, en það
er ungmennafélagshreyfingin. —
Æska þeirrar þjóðar, sem hafði
sofið, vaknaði við árroða nýrrar
aldar. Hún sá, að óteljandi verk-
efni biðu vinnufúsra handa og
gekk einhuga og djörf til starfa.
Ungmennafélögin störfuðu á þjóð-
legum grundvelli. Fyrir þeirra at-
beina var aftur farið að æfa ís-
lenzku glímuna og aðrar íþróttir
eftir því, sem ástæður framast
leyfðu. Þau beittu sér og fyrir
vöndun móðurijiálsins og létu sér
ekkert óviðkomandi, sem þau
hugðu að þjóðinni mætti verða til
gagns og sóma. En þótt þau
hlynntu að því þjóðlega, sem þau
töldu þjóðinni heillavænlegt, þá
var langt frá því að þau forðuðust
öll erlend áhrif og strauma. Þau
voru einmftt mjög vakandi í þeim
efnum, því óneitanlega var og er
margt hægt að læra af framandi
þjóðum. En frumherjum ung-
mennafélaganna var ljóst, að það
er fásinna að taka það útlenda
fram yfir jafn gott eða betra inn-
lent. Ungmennafélagarnir virtu
hið þjóðlega án þess að inniloka
sig fyrir erlendum áhrifum með
nokkrum kínverskum múr ein-
strengingsháttar og þjóðrembings.
Ungmennafélögin stóðu víða
með miklum blóma um 20—25 ára
skeið. Þau höfðu geysimikil áhrif
á þjóðlífið og það er óhætt að
íullyrða, að margt af því, sem
bezt hefir verið gert hér á landi
á undanförnum árum, á einmitt
rót sína að rekja til þeirrar hreyf-
ingar. En öldurnar rísa og falla á
lífsferli félaga og þjóða. Nú um
nokkur ár hafa ungmennafélögin
víðast hvar verið eins og skuggi
þess liðna. Til þess liggja margar
orsakir. Mörg þau áhugamál, sem
félögin höfðu áður á stefnuskrá
sinni, svo sem sjálfstæðismálið o.
fl. eru nú leyst og ekki lengur
slíkt brennandi áhugamál æsku-
fólksins, sem það ætti að vera. Fé-
lög hafa risið upp, sem hafa ein-
göngu íþróttir á stefnuskrá sinm
og tvístruðust þá kraftarnir. En
meginorsökin er þó losið í þjóðfé-
laginu á undanförnum árum, sem
hefir verið háskasamlegt öllu fé-
lagslífi. Unga fólkið hefir streymt
úr sveitunum, svo erfitt hefir ver-
ið að halda þar uppi félagslífi.
í kaupstöðunum, þar sem skilyrð-
in eru að flestu leyti betri til fé-
lagslífs, h'efir straumurinn hnigið
í aðrar áttir. Margir unglingar sog-
ast inn í hina pólitísku hringiðu
áður en þeir hafa nokkurn þroska
til að átta sig á hvað er að gerast
og hafa enga möguleika til að
mynda sér sjálfstæða skoðun um
þjóðfélagsmál. Og margir ungling-
ar virðast því miður áhugalausir
með öllu, nema þá til að njóta líð-
andi stundar. Þetta ástand hefir
skapazt í uppflosnun og losi ár-
anna eftir stríðið, atvinnuleysi og
heimilisleysi unga fólksins. Sumir
verða áhugalausir og láta sig engu
varða hvað snýr upp og hvað nið-
ur, en aðrir fyllast æsingi og of-
stopa, svo heilbrigð hugsun á hjá
þeim örðugt uppdráttar, ef hún
er ekki blátt áfram bannlýst.
II.
Hér að framan hefir örlítið ver-
ið rætt um ungmennafélögin, með-
an þau báru sitt barr. í fáum orð-
um hefir verið sagt frá viðhorfi
þeirra til þjóðmálanna og lífsins.
Það er fullvíst, að ungmennafé-
lagshreyfingin hefir haft mikil og
heillavænleg áhrif á þjóðlífið i
heild, eins og allar þær æskulýðs-
hreyfingar, sem rísa á þjóðlegum
og heilbrigðum grunni. Ýmsir á-
gætustu synir þjóðarinnar frá því
um aldamót hafa verið ungmenna-
félagar og verk þeirra hafa mótazt
af þeim hugsjónum, er þeir sóru
ungir eiða. T. d. má nefna forvíg-
ismann eins og Tryggva heitinn
Þórhallsson, sem alltaf var fyrst
og fremst ungmennafélagi í bezta
skilningi þess orðs, meðan hann
gaf sig að ráði að opinberum mál-
um. Fjölmargir núlifandi manna,
sem hrundið hafa í framkvæmd
ýmsu því, er til framfara horfði í
atvinnumálum, skólamálum og í-
þróttamálum, hafa verið ung-
mennafélagar í æsku. Hér .að
framan hefir líka verið getið um
hnignun ungmennafélagshreyfing-
arinnar og að nokkru raktar þær
orsakir, sem til hennar liggja. Til
allrar hamingju virðist nýtt .líf
vera að færast í sum ungmenna-
félög sveitanna, þrátt fyrir dreif-
býlið og fámennið. Næstu kaflar
þessarar greinar verða um viðhorf
þeirra æskumanna, sem nú starfa
innan ungmennafélaganna, til
þeirra mála, sem nú eru efst á
baugi með þjóðinni. Að vísu kem-
ur ekki til mála, að ungmennafé-
lögin taki nokkurn þátt í hinum
pólitíska hráskinnaleik og mold-
viðri, þar sem flokkarnir leggja
mest kappið á að sverta andstæð-
inga sína. En þau verða þó að taka
ákveðna afstöðu til þeirra mála,
sem varða framtíð þjóðarinnar.
Nú sem áður fyrr, verður æskan
að Ijá hverri fagurri hugsjón
vængi vona sinna og styrkja hvert
gott mál í orði og verki. Enn sem
áður bíða óteljandi verkefni þrótt-
mikillar æsku. Og ef vel er að
gætt, þá væri ef til vill ekki síður
ástæða til þess nú en áður að ljá
ýmsum þeim málum lið, sem ung-
mennafélögin veittu brautargengi
meðan þau störfuðu af áhuga og
áttu betra gengi að fagna.
Framh.
Kvenfélai 130 ára.
Kveníélagið Hlíf, sem- nýlega
hefir minnzt langrar og merki-
legrar starfsemi sinnar innan bæj-
arfélags Akureyrar, var stofnað 4.
febrúar 1907. Stofnendur félagsins
voru 7 eða 8 konur, allar búsettar
á Akureyri. Fyrsti formaður fé-
lagslagsins var frú Hólmfríður
Þorsteinsdóttir og í húsi hennar á
Oddeyri var stofnfundur félagsins
haldinn. Tilgangur" félagsins var
að hjálpa fátæklingum og öðru
bágstöddu fólki í Akureyrarbæ, en
strax á fyrstu starfsárum sínum
tók félagið upp fasta hjúkrunar-
starfsemi og hafði í þjónustu sinni
tvær hjúkrunarkonur og eina
vökukonu, en innan félagsins
starfaði jafnan nefnd, skipuð
fimm konum, og riefndist hún
hjúkrunarnefnd. Hlutverk þeirrar
nefndar var að leita uppi fátæka
sjúklinga og í samráði við stjórn
félagsins að sjá þeim fyrir hjúkr-
un, mat og annarri þeirri hjálp,
sem kostur var á að veita. Sam-
fara hjúkrunarstarfinu lét Hlíf
sér einnig annt um þá sjúklinga
er dvöldu á sjúkrahúsi bæjarins
og sendi þeim árlega einhverja
gjöf á jólunum, og sá um að mess-
að væri í sjúkrahúsinu á jóladag-
inn, en að guðsþjónustu lokinni
var jafnan útbýtt ávöxtum, eða
einhverju öðru góðgæti meðal
sjúklinganna. Á afmæli sínu 4.
febr. hélt félagið jafnan skemmti-
fund, og þá var jafnan útbýtt úr
íélagssjóði 200—300 kr. til að
gleðja einhverja einstæðinga.
A þessum árum átti Hlíf mikl-
um vinsældum að fagna, enda
vóru þær nauðsynlegar, því aðal-
tekjustofn félagsins var aðeins á-
góði af ýmiskonar opinberum
skemmtisamkomum, er félagið
gekkst fyrir. Þegar hjúkrunarfé-
lagið Hlíf — eins og það nefnd-
ist á því tímabili, er sagt er frá —
hafði starfað í 20 ár, var farið að
dofna nokkuð yfir hjúkrunarstarf-
inu, en til þess lágu margar og
eðlilegar orsakir. Ýmsar af beztu
konurp félagsins höfðu flutt burtu
af félagssvæðinu, annaðhvort lífs
eða liðnar, en nýir starfskraftar
höfðu ekki borizt félaginu að
sama skapi. Þá risu einnig upp
önnur félög: Nýtt hjúkrunarfélag,
Rauð i-K r o s s i n n, er stofnað,
Sjúkrasamlag Akureyrar er stofn-
að og ýmiskonar stéttafélög rísa
upp, sem hafa sína sérstöku
sjúkrasjóði. * Þá er Hjúkrunar-
kvennafélag íslands einnig stofn-
að, það heimtar mikla menntun
handa hjúkrunarkonum, en þá
einnig hátt kaup. Eitt atriði er
enn ótalið, sem hafði mikil áhrií
á starf félagsins Hlíf, en það var
hið breytta verðgildi peninga. Það
sem hafði verið auðvelt að fram-
kvæma fyrir 20 árum, með góðum
og einbeittum vilja, og þrotlausri
elju, var orðið ómögulegt að
framkvæma, því allt kostaði svo
mikið.
Öll hin mörgu félög, sem risu
upp innan bæjarins urðu einnig
að lifa og leita sér afkomu á einn
og sama hátt, nl. með opnberum
samkomum; en því fleiri, sem fé-
lögin urðu, því minna kom í hlut
hvers eins. Raddir fara einnig að
koma fram, er telja að öll líknar-
starfsemi sé ekki einu sinni lítils-
virði, heldur jafnvel til ills eins.
Hún tefji fyrir þeim endurbótum
er gera þurfi á þjóðskipulaginu,
og að þeim fengnum verði líknar-
og góðgerðastarfsemi með öllu ó-
þörf. Þann veg var þessum mál-
um komið á 25 ára afmæli félags-
ins Hlíf 1932, og þá kemur fram
tillaga um að leggja félagið niður,
en af því varð þó ekki, heldur
breytti félagið um stefnuskrá og
tekur aftur upp sitt fyrra heiti
Fjölbreytt únal.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Járn- og glervörudeild.
^MHiiMHiHIMHHMÍ