Dagur - 11.02.1937, Page 3

Dagur - 11.02.1937, Page 3
6. tbl. DAGUR 23 • • Kvenfélagið Hlíf, en í stað þess að helga sig hjúkrunarstarfi, tek- ur það upp nýtt starf, og vill freista að fyrirbyggja sjúkdóma og hjálpa æskunni til að vernda heilsuna. Að þessari hugsjón hyggst félagið að vinna, með því að koma upp sumarheimili í sveit fyrir veikluð kaupstaðarbörn, og starfsemi þessa hefir það hafið með því að senda börn til sumar- dvalar austur að Lundi í Öxar- firði og hefjr það borið ágætan árangur. Á þeim 30 árurrf sem fé- lagið hefir starfað, hefir það átt mörgum ágætum konum á að skipa, sem sýnt hafa bæði dugnað og fórnfýsi, en þó ber þar ein af, og er það Anna Magnúsdóttir, sem allir Akureyringar kannast við, en sem nú er búsett í Reykjavík. Hún hefir verið formaður félags- ins lengur en nokkur önnur kona, og sú eina er gerzt hefir æfifélagi þess. Þrátt fyrir það, að kvenfé- lagið Hlíf hefir jafnan haft mikl- um störfum að gegna á sínu sér- staka félagssviði, hefir það ætíð látið sig opinber mál kvenna miklu skipta. Það er fjölmennasta deildin í Sambandi norðlenzkra kvenna og formaður sambandsins hefir ætíð verið „Hlífar-kona“. Það er ætíð hollt að rifja upp liðna sögu, og einkum ef hún er góð — „Á fortíð skal hyggja ef framtíð skal byggja; án frœðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt.“ Það stutta yfirlit um þrjátíu ára sögu Kvenfélagsins Hlíf, sem hér er gefið, nægir áreiðanlega þeim sem það lesa til að sannfærast um að félagið hefir verið brautryðj- andi stórra og þýðingarmikilla mannfélagsmála innan bæjarfé- lags Akureyrar. Og hefði það ekki verið stofnað, mundi þá ekTd öðruvísi horfa við á þeim vett- vangi, er það lengst hefir háð sókn á? Jú, vissulega. Og það er full ástæða til að ætla, að vegna forgöngu Kvenfélagsins Hlíf og þeirrar nauðsynar er störf þess opinberuðu, hafi bærinn fengið Rauða-Kross-félagsskap, Sjúkra- samlag o. fl. miklu fyrr en ella. Af þeim konum, sem félagið stofnuðu, og með fórnfýsi rituðu góðan þátt í mannúðarsögu Akur- eyrar, er nú aðeins ein búandi hér í bænum; það er Magðalena Þor- grímsdóttir, Aðalstr. 38. — Núver- andi forstöðukona fél. er Krist- björg Jónatansdóttir. F. H. B. IIöiid fyrir höfuð. Svar til sýslumanns og héraðslæknis Skagfirðinga. Eftir Jóhann Lárusson frá Skarði. Eftirfarandi grein birtist í Nýja Dagblaðinu 24 jan. sl. Hefir höf. beðið Dag að taka hana einnig til birtingar. Tilefni hennar eru all- löng blaðaskrif í fyrra um svo- nefndar „huglækningar“, sem áttu sér stað í Skagafirði og úr varð opinber málarekstur. Sigurður Sigurðsson sýslumaður á Sauðár- króki hafði yfirheyrslur í máli þessu og birti 8. jan. 1936 viðtal við Morgunbl., þar sem hann lýsti nokkuð þessum atburðum. Mun mönnum þyk ja allfróðlegt að heyra hvað sakborningur sjálfur hefir um mál þetta að segja. Honum farast orð á þessa leið: Enda þótt ég sé með öllu óvan- ur blaðadeilu, kemst ég ekki hjá því, þótt seint sé, að leiðrétta nokkrar rangfærslur og vísvitandi ósannindi, er nokkrir embættis- menn í læknastétt landsins ásamt sýslumanni Skagfirðinga hafa um mig haft og sem sum blöð hafa tekið að sér að birta. Þessi ósannindi og rangíærslur komu m. a. fram í Morgunblaðinu 8. jan. 1936 í viðtali við landlækni, hr. Vilmund Jónsson og hr. sýslu- mann Skagfirðinga, Sigurð Sig- urðsson. I þessu viðtali rangfærir Sig. Sigurðsson- vísvitandi íramburð minn, skráðan af honum sjálfum í dómsmálabók Skagafjarðarsýslu. Til dæmis segir hann við Mbl., að mér eða okkur bræðrum hafi verið greiddar kr. 200 fyrir að reyna að ráða bót á sjúkleika stúlku í Stórugröf í Skagafirði. Hér er bæði framburður minn og föður stúlkunnar rangfærður og er hann þó skráðpr af sýslumanni sjálfum. í dómsmálabókinni stendur m.a. um þetta efni: „Aðspurður“ (þ. e. undirritaður) „segir hann að það sé rétt, að Snorri Sigfússon í Stórugröf hafi greitt sér kr. 200 fyrir aðgerðir sínar 1934, en hann segir, að ekki beri að skoða þetta að óllu leyti greiðslu fyrir læknis- hjálp til dóttur hans, heldur einn- ig sem greiðslu fyrir vinnu.“ Var g:eiðsla þessi m. a. upp í vinnutap, sem ég hlaut, vegna þess að ég gat ekki sætt vísri atvinnu á Siglufirði. Þá segir ennfremur í irambuj'ði föður stúlkunnar: „Aðspurður segir hann að dóttir sín, Sigrún, hafi verið til lækninga hjá Jóhanni Lárussyni frá Skarði, frá því snemma í apríl og þangað til seint í september 1934. Fyrir lækningaaðgerðir Jóhanns segist hann hafa borgað honum 200 krónur, en þetta var einnig borg- un fyrir vinnu.“ Af framburðum þessum er það m. a. ljóst, hve ráðvandleg með- ferð yfirvaldsins er á skráðum heimildum, og það af honum sjálf- um. Ef til vill kunna einhverjir að halda, að Sig. Sigurðsson hafi ver- ið okkur bræðrum hlynntur í þessu máli, þar sem hann hefir leitað til okkar um lækningu við krankleik sjálfs sín ekki sjaldnar en níu sinnum. Samkvæmt viðtali Mbl. við Sig. Sig. skilst mér helzt, sem læknarn- ir er stunduðu mig á sjúkrahúsum þeim, sem ég hafði dvalið á, hafi sleppt mér þaðan með smitandi móðursýki, því þá veiki telur landlæknir mig hafa haft, senni- lega eftir skýrslu Jónasar Krist- jánssonar héraðslæknis á Sauðár- króki. Jónas Kristjánsson gefur land- lækni sem sé „skýrslu“ um allt annan sjúkdóm, er ég gangi með en þann, er hann tilgreinir í efna- hagsskýrslu minni, sem berkla- sjúklings. Hún fer að verða fyllilega at- hyglisverð, hollusta læknanna við ríkissjóðinn, ef þeir — eins og Jónas Kristjánsson og fl. — hafa marga fleiri en mig á sjúkrahús- um á fullum berklastyrk, en gefa svo eftir á skýrslur um allt annan sjúkdóm hutaðeigandi sjúklinga. Sjúkrahúsdvöl mín var frá 4. apríl 1930 og til 10. marz 1933. Og svo kveður landlæknir í Mbl. 8. jan. f. á., eftir skýrslu J. Kr., að sjúkdómur minn hafi verið móð- ursýki. Þó hefir J. Kr. gefið út tvö vott- orð um það, að ég gengi með berklaveiki „í hrygg og meltingar- færum og kyrtlum og liðum, og að ég þyrfti þess vegna að dvelja á sjúkrahúsinu eða hressingarhæl- um.“ — Sama gerði Ólafur Einars- son, settur læknir á Sauðárkróki. Og skýrslurnar, sem þessi vottorð eru skráð á, eru allar undirritaðar af Sig. Sigurðssyni sýslumanni. Af ,-,skýrslu“ J. Kr. gefur svo landlæknir þá skýringu á veikind- um mínum, að á Reykjahæli hafi ég þjáðst af „móðursýkiskrampa- köstum“, en þótzt hafa verk í baki á spítala Sauðárkróks. Heldur J. Kr. og landlæknir, að læknar Landspítalans hafi látið reyna við mig hveraleðju i Reykjahæli við móðursýki? Tvisv- ar steypti J. Kr. gips á líkama minn. Var það gert við móður- sýki? Allt þetta móðursýkisskraí J. Kr. kemur í bág við hans eigin skráða vitnisburð um heilsufar mitt. Þá verð ég að minnast fáeinum orðum á árásir hr. Braga Ólafsson- ar læknis í Hofsósi, er hann sendi Vilm. Jónssyni landl., í skýrslu- formi, dags. 10. maí 1935, og til sýslumanns Skagafjarðar, Sig. Sig- urðssonar., dags. 30. júní s. á. Þær árásir eru út af brjálsemi, er upp kom í þrem systkinum á Hofsósi í aprílmánuði þ. á. í skrifum þessa læknis er það fyllilega gefið í skyn, að Guðmundur bróðir minn eigi beina sök á sturlun þessa fólks. Þegar þessi geðveiki kom upp, sem bróður mínum var kennd, eða okkur báðum, var Guðm. vestur í Húnavatnssýslu og hafði ekki til Hofsóss komið í tvo undanfarna mánuði. Ég var þó enn fjær eða austur á Húsavík. Og sumu af þessu fólki hafði Guðm. aldrei nærri komið né snert, eins og t. d. þeim, er verst varð úti. Læknirinn, sem býr sjálfur við hliðina á þessu fólki, leyfir sér að dylgja um það, að maður, sem staddur er í annarri sýslu, er fólk- ið veikist, og sem ekki hefir nærri því komið mánuðum saman, sé valdur að veikindum þess. Ut af hættu, sem J. Kr. og Sig. Sig. reyna að útmála vegna lækn- ingastarfsemi minnar og tauga- veikissjúklings, skal það fullyrt, að ég hefi — í líkama mínum — aldrei komið nærri hinum til- greinda sjúklingi. Hvort þeir halda að fyrirbænir mínar fyrir veiku fólki geti flutt veikina frá þeim til annarra, læt ég ósagt. Annars gæti Sig. Sig. sýslumað- ur greint frá því, í hverju lækn- ingastarf okkar er fólgið. Hann hefir til okkar leitað níu sinnum — og fengið bata. — Hann gæti og um leið skýrt frá því, hverjar orsakir bæði hann og aðrir töldu fyrir krankleika hans, áður en til okkar var leitað. Það kann að vera í bága við lög- in í landinu að við höfum reynt að lina þjáningar sjúkra manna, sem læknarnir gátu ekki bætt, en meðan „verðir“ sjúkdómanna, læknarnir og „verðir“ laganna, eins og sýslumaður Skagfirðinga, gera ekki ásökunarefni sitt senni- legra, en sýna þá tegund af dreng- skap, er umræddir embættismenn hafa beitt við okkur bræður, þá munum við taka úrslitunum með nokkurnveginn rólegu jafnaðar- geði. Jóhann S. Lárusson frá Skarði. Smíði Húsmæðraskólans á Laugalandi í Eyjafirði er nýlokið. Byrjað var að byggja hann seint í októbermánuði 1935. Forstöðu- menn byggingarinnar voru þeir múrarameistararnir Friðjón Ax- fjörð og Gaston Ásmundsson, báð- ir frá Akureyri, en eftirlitsmaður af hendi húsameistara ríkisins var byggingameistari Jón Guðmunds- son á Akureyri. Stærð skólans er 27.60x9.60 m. Hann er byggður úr járnbentri steinsteypu, og eru bæði stigar og loft steypt, en að utan eru veggir allir sléttir með hrafntinnumuln- ingi. Á neðri hæðinni eru þessi her- bergi: Tvö eldhús, búr, kökugerð- arherbergi, vefjarstofa, þvottahús, geymsla, borðstofa og setustofa. Ennfremur tveir stigagangar, köld geymsla, vélaklefi og salerni. Á efri hæðinni eru fjórtán herbergi ætluð nemendum og starfsfólki til afnota. Einnig eru þar baðher- bergi, snyrtingarherbergi og sal- erni. Húsið er hitað með laugar- vatni og raflýst; er til þess notað- ur olíumótor. Heitt og kalt vatn er einnig leitt um allan skólann. 1 nokkrum af svefnstofunum eru lokrekkjur og í öllum svefnstofum eru fataskápar. Veggir og loft eru máluð, en gólf dúklögð, að undan- teknu borðstofugólfinu. Stigar eru allir fóðraðir með togleðri og allt er húsið prýðilega vandað að efni og smíði. Stjórn skólans hefir nú verið skipuð og eiga þessir sæti í henni: Ungfrú Rósa Einarsdóttir á Stokkahlöðum, tilnefnd af Héraðs- sambandi eyfirzkra kvenna, Einar Árnason, alþm. á Eyrarlandi, skip- aður af sýslunefnd Eyjafjarðar- sýslu, og Davíð Jónsson hrepp- stjóri á Kroppi, af hálfu ríkis- stjórnarinnar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.