Dagur - 18.02.1937, Blaðsíða 2

Dagur - 18.02.1937, Blaðsíða 2
D AGUR 7. tbl. | 26 Kaupfélag Eyfirðinga leitast við að draga úr atvinnuleys- inu á Akureyri. Félagið vill kaupa fisik í Vest- mannaeyjum, flytja Iiaiin fil Aknreyrar og verka hann þar. þátttakendur í S. í. F. og hafa ver- ið það frá stofnun þess. Reykjavík 5. febr. 1937. Sölusamband ísl. fiskframleiðenda. Ó. Proppé. Kr. Einarsson. Thor Thors. 9 Utgerðarmenn í Eyjum eyðileggja þessa tilraun. Ihaldsblöðin í Reykjavík ráðast á K. E. A. út af þessari atvinnubótatilraun og hamast gegn hækkuðu fiskverði sjómanna í Vestmannaeyjum. A stjórnarfundi í Kaupfélagi Eyfirðinga snemma í janúar síð- astliðnum var meðal annars um það rætt, hvað félagið gæti til þess gert að efla atvinnulífið í Akureyrarbæ í framtíðinni. Nið- urstaðan varð sú, að félagið leit- aðist fyrir um fiskkaup, flytti fiskinn hingað og léti verka hann hér. Á þenna hátt hugðist félagið mundi geta aukið atvinnuna í bænum á næsta sumri, sem næmi 50—60 þús. krónum og að líkind- um enn meira síðar, ef byrjunin tækist bærilega. Það, sem fyrir stjórn K. E. A. vakti í þessu máli, var eingöngu bættur hagur almennings í bæn- um, en ekki gróðavon fyrir félag- ið, gat meira að segja farið svo, að hér væri um nokkra fjárhags- lega áhættu að ræða. Síðan var Hreinn Pálsson skip- stjóri sendur til Vestmannaeyja í fiskkaupaerindum fyrir félagsins hönd. Var tilætlunin að hann keypti allt að 5000 skippund. Átti hann fyrst tal um þetta við ýmsa útgerðarmenn, en sneri sér síðan til verklýðsfélaganna, skýrði þeim frá erindi sínu og því með, að fiskurinn yrði fluttur til Akureyr- ar og fullverkaður þar. Höfðu verklýðsfélögin ekkert við þetta að athuga, en settu þó það skilyrði, að fiskurinn yrði keyptur nokkru hærra verði en útgerðarmenn í Eyjum vildu gefa fyrir hann. Sjómenn í Vestmanna- eyjum eru ráðnir upp á aflahlut hjá útgerðarmönnum, en samkv. samningi skulu útgerðarmenn kaupa af sjómönnum fisk þeirra fyrir ákveðið verð, en þeir að öðru leyti salta afla sinn, en út- gerðarmenn sjá þeim fyrir hús- rúmi fyrir aflann. Engin fyrirstaða varð á því að fá fiskinn keyptan að sjómönnum, sem með þeirri sölu gátu fengið allt að 20% hærra verð fyrir hann, en útgerðarmenn vildu, greiða. En þá vantaði hús fyrir fiskinn, og í hvert skipti sem Hreinn Pálsson hafði komizt að möguleikum um húsrúm, kom eitthvað í vegmn, og því lauk þannig að öll sund voru lokuð og ekkert hus fekkst. Þetta gekk jafnvel svo langt, að sjómenn, sem höfðu hús á leigu og ætluðu að leigja Kaupfélagi Eyfirðinga það undir þann fisk, er félagið keypti, tilkynntu Hreini að þeim væri bannað að framselja leiguna. Það er bersýnilegt, að með sam- tökum hefir verið að því unnið að koma á þennan hátt í veg fyrir, að K. E. A. gæti auðnast að kaupa nokkurn fisk í Vestmannaeyjum. Með þeim samtökum var í fyrsta lagi unnið á móti hagsmunum sjó- manna og í öðru lagi að því, sem okkur er næst, gegn hagsmunum verkalýðsins á Akureyri. Verð það, sem K. E. A. bauð fyrir fiskinn, var miðað við að sama verð fáist fyrir verkaðan fisk næsta sumar eins og í fyrra sumar. Það er að vísu mannlegt, þó út- gerðarmenn í Vestmannaeyjum ýfðust við þessum fiskkaupum K. E. A., úr því félagið bauð nokkru hærra verð fyrir vöruna en út- gerðarmenn ætla að greiða háset- unum, en skynsamlegt er það ekki, því það byggist eingöngu á þrengsta eiginhagsmunasjónar- miði. Þar að auki vita nú sjómenn í Vestmannaeyjum, að þeir áttu kost á að fá hærra verð fyrir framleiðslu sína hjá K. E. A. held- ur en útgerðarmönnum, ef þeir hefðu mátt vera sjálfráðir. Nú kunna einhverjir að hugsa sem svo, að eðlilegt sé að útgerð- armenn í Eyjum rísi á móti því, að óverkaður fiskur sé fluttur á brott þaðan, því þar með sé at- vinna við verkunina tekin frá Eyjarskeggjum. En hér við er það að athuga, að Vestmannaeyingar sækja jafnan fast að fá leyfi til að selja óverkaðan saltfisk til út- landa á vertíðinni. Hafa Eyja- menn selt á hverju ári óverkaðan fisk til Færeyja, Noregs, Dan- merkur og Englands, og er fiskur- inn síðan verkaður í þessum lönd- um og seldur á sömu mörkuðum og heimaverkaður fiskur íslend- inga. Þegar á þetta er litið, verð- ur það að teljast í meira lagi ó- viðfeldinn hugsunarháttur að vilja ekki lofa innlendum kaupendum að sitja fyrir þeim fiski, sem Eyja- menn selja óverkaðan á vertíð- inni. Með því að selja hann til út- landa, er verið að flytja atvinn- una út úr landinu. Með því að selja hann innanlands, er verið að efla atvinnuna í landinu. Nú víkur sögunni til dagblaða íhaldsins í Reykjavík. Mbl. og Vísir eru bólgin af vonzku út af þessum fiskkauparáðstöfunum K. E. A. og velja félaginu hin verstu hrakyrði í sambandi við þetta mál. Bæði blöðin staðhæfa, að K. E. A. vilji gera þessi fisk- kaup í þeim tilgangi að stela gjaldeyrinum, sem inn kemur fyr- ir fiskinn og nota hann sér til ó- leyfilegs fjárgróða. Hvað hér er um blygðunarlaus ósannindi að ræða af hendi íhalds- blaðanna, sýnir og sannar eftir- farandi vottorð, sem forstjórar Sölusambands íslenzkra fiskifram- leiðenda hafa gefið og fyrrgreind íhaldsmálgögn hafa neyðzt til að birta: „Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda. Það vottast hér með samkvæmt beiðni, að vér afhendum bönkun- um (Landsbankanum og Útvegs- bankanum) allan erlendan gjald- eyri, sem kemur inn fyrir útflutt- an saltfisk Sambandskaupfélag- anna, sem vér seljum, þar á meðal einnig fyrir saltfisk Kaupfélags Eyfirðinga, en þessi félög eru öll Er þá þessi rógburður Mbl. og Vísis gegn K. E. A. með öllu kveð- inn niður af þeirra eigin flokks- mönnum. Þá segir Mbl., að engin alvara hafi legið á bak við fiskkaupatil- raun K. E. A. Það sjáist á því, að eftir að kaupin um fiskinn að há- setunum hafi verið komin út um þúfur, hafi útgerðarmenn í Vest- mannaeyjum boðið kaupfélaginu að selja því „fisk upp úr salti fyr- ir verð, sem sízt var hærra, en fé- lagið bauð fyrir nýja fiskinn,“ en það hafi ekki viljað sinna því. Þetta er nú ekki meira en hálfur sannleikur. Að vísu er það rétt, að útgerðarmenn buðu K. E. A. fisk til kaups, en verðið var svo mikið hærra en það, sem áður hafði verið samið um við háset- ana, að það þótti alls óaðgengi- legt. Annars er það eftirtektar- vert, að Mbl. álasar Kaupfélagi Eyfirðinga fyrir að bjóða hásetum í Vestmannaeyjum of hátt verð fyrir fisk sinn, en síðan álasar blaðið félaginu einnig fyrir það að hafa ekki keypt fisk að útgerð- armönnum fyrir enn hærra verð! Kemur hér skýrt í ljós, að Mbl. ber aðeins hag útgerðarmanna fyrir brjósti, en lætur sig engu skipta hagsmunamál sjómanna. filliliituii Heimilis- iðnaðarlélags Norður- lands byrja eg undirrituð prjónanámskeið 1. marz næstkomandi. Akureyri, Strandgata 13. Lilja Oísladóttir. K Husquflrna- 3» s saumavélar 3 IP9 stignar og handsnúnar. Off Kaupfélag Eyftrðinga. Járn- og glervörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.