Dagur - 18.02.1937, Blaðsíða 3

Dagur - 18.02.1937, Blaðsíða 3
7. tbl. DAGUE 27 Ólafur Jónsson og afkvæðagreiðslan um farð- ræktarlögin. í „íslendingi“ 12. þ. m., ritar Ólafur Jónsson enn um atkvæða- greiðsluna um jarðræktarlögin í Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, ekki af „miklum fjálgleik,“ en töluverðum rosta og þó vonum minni frá hans hendi í þessu máli. Leitast hann við að telja mönnum trú um, að hann hafi skýrt satt og rétt frá öllu þessu viðvíkjandi, en Dagur rangt. Þó gengur hann alveg fram hjá mikilvægum atrið- um, sem hann þurfti að taka til greina, ef hann vildi gera málstað sinn sennilegan. Hann minnist t. d. ekkert á þá tillögu, er fram kom á Ólafsfjarðarfundinum og sem þótti sérstaklega úr skera um afstöðu manna til jarðræktarlag- anna, en atkvæðagreiðslan um þá tillögu leiddi í ljós aðeins 15 and- stæðinga laganna gegn 2. Hvers vegna þegir Ó. J. um þetta atriði, sem mestu máli skiptir? Auðvitað af því að hann telur það málstað sínum ekki hagkvæmt að minn- ast á þetta, því þá hefði grund- völlurinn undir fullyrðingu hans um 30 atkvæða mótstöðu við jarð- ræktarlögin í Ólafsfirði svikið, og það sem enn var sárara: Þá hefði hann orðið að viðurkenna, að minni hluti í Búnaðarsambandi Eyjafjarðar fylgdi honum að mál- Ekki eru nú skrautíjaðrirnar ljótar! Þá gefst Ó. J. alveg upp við það að finna þeim orðum sínum stað, að menn hafi verið „ginntir til að skrifa undir ályktanir, sem ekki þoldu að koma fram á opinberum fundi,“ eins og hann orðaði það, og að málið hafi verið útlistað svo „villandi sem unnt var“ fyrir þessum mönnum. Hann gefst og upp við það að skýra, hverjir hafi beitt „skoðanakúgun“ í sambandi við undirskriftirnar og í hverju sú kúgun hafi verið fólgin. Ritstjóri Dags hefir átt tal við ýmsa þeirra, sem skrifuðu undir umrædda á- lyktun, og þeir hafa allir borið það, að þeir hafi skrifað undir af algerlega frjálsum vilja og með fúsu geði. Öll ummæli og ámæli Ó. J. í þessu efni verða því að dæmast dauð og ómerk og um leið ómak- leg eins og svo mragt fleira, sem hann í sýnilegri skapæsingu hefir skrifað um þetta mál. Bókarfregn. Brynleifur Tobiasson: Saga bindindishreyfinga/rinnao• á fslandi. Útgefandi Stórstúka um. Þá gengur Ó. J. einnig þegjandi fram hjá því atriði, að á smölun- arfundi íhaldsins á Akureyri hafi ýmsir verið látnir eða þeim leyft að greiða atkvæði gegn jarðrækt- arlögunum, án þess þeir hefðu rétt til þess; atkvæðin með öðr- um orðum fölsuð. Allt stefnir þannig að sama marki: Ó. J. vill sem vandlegast fela það, að hann sé raunverulega kominn í minni hluta með mál- stað sinn í Búnaðarsambandi Eyjafjarðar. En eitt getur hann þó alls ekki falið: Hann hefir viðurkennt það, sýnt og sannað með þeim tölum, sem hann sjálfur hefir birt um atkvæðagreiðslurnar um jarð- ræktarlögin í Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, að hann er í veruleg- um minnihluta meðal þeirra manna, sem jarðrœktarlögin eru jyrst. og fremst sett jyrir, þ. e. hændanna sjáljra. í óþökk meiri- hluta þeirra mætir hann sem full- trúi á Búnaðarþingi. Það er sárt til þess að vita að þetta skyldi þurfa að henda Ólaf Jónsson, þvi öllum kemur saman um að margt gott sé um manninn að segja, þó að pólitískt ofurkapp hafi nú leitt hann út á glapstigu og í gönur í einu mikilVægu landbúnaðarmáli. En í þessu fylgisleysi sínu með- al bændanan reynir Ó. J. að gylla sig með nokkrum kaupmannaat- kvæðum og fylgdarliðs þeirra x kaupstöðunum, og er þó nokkur hluti þessara atkvæða talinn ó- gildur. íslands. Prentsmiðja Odds Björnssonar. Akureyri. 1936. Af öllum þeim mikla fjölda bóka, sem árlega berst á íslenzk- an bókamarkað, eru harla fáar, er um bindindismál fjalla, eða sögu þeirrar hreyfingar. Og þó hefir starf íslenzkra bindindismanna síðastliðin 50 ár, að minnsta kosti, verið snar þáttur í viðleitni þess- arar þjóðar til að lifa menningar- lífi. Það litla, sem um þessi mál hefir verið skrifað, hefir verið á víð og dreif í blöðum og bækling- um, svo það hefir verið miklum erfiðleikum bundið fyrir þá, sem áhuga hafa á þessum málum, að afla sér fræðslu þar um. En nú er loksins fengið samfellt yfirlit yfir sögu þessara mála með bók þess- ari, er að ofan getur, og er út- koma hennar tvímælalaust merk- asti viðburðurinn í sögu bindind- ismálanna hér á landi á því herr- ans ári 1936. Bók þessi er allstór, nær því 200 blaðsíður í stóru broti, prent- uð á ágætan pappír og allur frá- gangur hinn prýðilegasti. — En hvað svo um innihaldið? — Ég gæti trúað að þeir menn væru til, og líklega allmargir, sem ekki þyrðu að opna þessa bók af ótta við það, að þetta sé leiðinleg bók um leiðinlegt efni. En ég held að mér sé óhætt að fullyrða, að jafn- vel útfrá almennu sjónarmiði, er hér á ferðinni fróðleg og skemmti- leg bók. Auk þess, sem hún er rituð á þróttmiklu, fallegu máli, hefir höfundinum tekizt prýðilega að blása lífsanda í efnið og gera það skemmtilegt, jafnvel fyrir þá, sem engan sérstakan áhuga hafa á þessum málum. Höfundurinn skiptir bókinni í 7 höfuðkafla: Upphafsorð. Tilskipanir og tillögur til að draga úr áfengisnautn til loka 18. aldar. Fyrri hluti 19. aldar. Tímabilið frá 1854—1884. Tímabilið frá 1884—1909. Tímabilið frá 1909—1923. Tímabilið frá 1923—1935. Hverjum kafla er svo aftur skipt í smáþætti, og það, meðal annars, gerir bókina enn læsilegri. Saga þess'i er baráttusaga, þar sem sigrar og ósigrar skiptast á. Fjöldi manna kemur þarna við sögu. Sumir þeirra eruþjóðkunnirmenn, en allir eru þeir samherjar til að vinna á móti veldi Bakkusar í föðurlandi sínu. Fyrstu 60 blað- síðurnar eru saga bindindismál- anna, áður en Góðtemplarareglan tekur að sér forystuna í þeim efn- um, og það er eftirtektarvert, hve drykkjuskapur og ómenning ein- veldis- og einokunartímabilsins eru óaðskiljanleg. Að tala um bindindi og áfengisvarnir þá, er eins og rödd hrópandans í eyði- mörkinni. En með vaxandi upp- iýsingu og frelsisdraumum þjóðar- innar spretta upp menn, sem sjá, að áfengið er ekki hættuminni ó- vinur íslenzku þjóðinni en danska einveldið og einokunarkaupmenn- irnir. Og fyrir atbeina þessara manna var nú lagt út í stríð við áfengið og drykkjusiðina — stríð, sem stendur enn þann dag í dag. Þótt Góðtemplarareglan sé virk- asti aðilinn í stríði þessu hin síð- ustu fimmtíu ár, komu hér margir aðrir við sögu, bæði félög, einstak- lingar og stofnanir, og frá öllum þessum mönnum, málefnum og stofnunum er sagt með hlutleysi sagnaritarans og fræðimannsins, sem um leið hefir verið einn höf- uðleiðtogi þessara mála um langt skeið. Ég las bók þessa með mikilli á- nægju, og ég vil með þessum fáu línum hvetja sem flesta til að kaupa hana og lesa. Ég skrifa ekki oft um bækur, og aldrei nema ég með góðri samvizku geti hvatt rnenn til að lesa þær. Hannes J. Magnússon. Höfuðsmaður skátareglunnar 80 ára. Fann 22. þ. m. verður höfuðsmað- ur og stofnandi skátareglunnar, Baden Powell lávarður, áttræður. Er hér um að ræða mikilmenni f fremstu röð og sem vart á sinn líka á sviði uppeldis- málanna, hvorki fyrr né síðar. Er þess vert að hans sé getið við þetta tæki- færi, alveg eins hér heima eins og f öllum öðrum löndum, þar sem skáta- hreyfingin hefir náð að festa rætur og verið til uppbyggingar fyrir æskulýðinn. Robert Stephenson Smyt Baden Po- well er fæddur í Lundúnum, Stanhope stræti 6, 22. febrúar 1857. Móðir hans var dóttir W. H. Smyts yfir- Ionilegt hjartans þakklæti fær- um við hér með öllum þeim mörgu, sem auðsýndu okkur svo innilega hluttekningu og samúð, við fráfall elsku drengsins okkar, Árna V. Jóhannessonar. Pórisstöðum 9. fehrúar 1937. Nanna Valdimarsdóttir. Jóhannes Árnason. flotaforingja, en faðir hans þekktur náttúruskoðari og Teolog, prófossor við háskólann í Oxford. Þau eignuð- ust 10 börn, eina dóttur og 9 syni og var Robert þeirra yngstur. 19 ára útskrifaðist hann úr Carter- hous (í apríl 1876), en það er gam- all lægri skóli, einn af hinum svo- nefndu kostskólum og ekki um stór- menntun að ræða, en hann átti það sem betra var en hálfmeltur lærdóm- ur, nefnilega hraustan og þjálfaðan líkama af vinnu og íþróttum, heil- brigða og lífsglaða sál, og hann kunni það sem hann kunni. Eftir að hann hafði dvalið mörg ár í nýlendum Breta, hverfur hann heim til Englands og er skipaður umsjón- armaður riddaraliðsins. Hann verður þess fljótt áskynja að það er eitthvað meir en lítið bogið við æskulýðinn, hér sátu tugir þúsunda og horfðu á íþróttir nokkurra manna. Hvað gekk að þessu fólki? Pað lifði í raun og veru ekki. Pað horfði aðeins á lífið, en veðmál, vín, tóbak og aðrar nautnir virtust vera þess hugsjónir, þetta veldur honum áhyggjum. Er ekki Englands mesta verðmæti að fara þarna forgörð- um, vantar hér ekki leiðandi hönd, þegar æskan stendur á krossgötum lífsins og vegurinn liggar til gæfu eða ógæfu? B. Powell ritar og talar um þetta, en hann gerir meir, hann leggur hönd á plóginn. í ágúst 1907 safnar hann saman hóp drengja af öllum stéttum, legst út með þeim, og skáta- hreyfingin er hafin. Baden Powell sýndi með byggingu skátareglunnar, að hann var hygginn maður og frjáls í anda, með þvf að tjóðra ekki þennan félagsskap við trú- málastefnu, þjóðerni, pólitík eða önnur ofstækisefni, ekki heldur við vín- né tóbaksbindindi. Petta hefir af nokkrum verið talinn ókostur á reglunni, en hann mun hafa litið svo á, að skátinn yrði að vera algjörlega frjáls á líkama og sál, og að það leiddi af sjálfu sér, að hann væri þá ekki lengurgóður skáti ef hann væri þræll einhverra nautna. í árslok 1936 voru í skátareglunni 2,592,832 skátar, 400,000 foringjar í 49 löndum og fjöigun á árinu 86,889. Hér fyrir utan er svo kven- skátareglan og ýmisl. greinar af skáta- starfsemi, er ekki heyra aðalreglunni til. Baden Powell er einstaklega viðfeld- inn og blátt áfram, maður hýr og vingjarnlegur í viðmóti, hann lifir mjög einföldu og óbrotnu lífi, er hófsmaður í öllu og neytir ekki víns né tóbaks, hann er starfsamur og mikill mælsku- maður, hefir ritað margar bækur, mest um uppeldismál, sem þýddar hafa verið á nær 50 tungumál. Hann hefir hlotið heiðursviðurkenningu frá öllum þeim löndum, sem skátareglan starfar í — nema frá íslandi — (hann er riddari af Dannebrog). — Hann hefir ekki verið maður auðugur af fé fremur en aðrir hugsjónamenn, en 1925 sendu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.