Dagur - 18.02.1937, Blaðsíða 1

Dagur - 18.02.1937, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XX. árg. T Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin vié áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 18. febrúar 1937. | 7. tbl. Flokksþing Framsóknarmanna var sett í Reykjavík á föstudag- inn var og hefir staðið yfir síðan. Á þinginu eru mættir um 300 full- trúar úr öllum sýslum landsins. Mikill áhugi kemur í ljós í þing- störfunum, enda ber hin geysilega sókn Framsóknarmanna hvaða- næva af landinu og hið mikla erf- iði, sem margir þeirra hafa á sig lagt í því sambandi, greinilegan vott um hið sama. Á þinginu eru mörg merkileg dagskrármál. í gær hélt þingið fund sinn í „Iðnó“ og var þá með- al annars rætt um stofnun lands- sambands ungra Framsóknar- manna. Andstæðingarnir eru slegnir ótta. Alþýðublaðið orðar ekki skil- yrðin frá því í vetur fyrir fram- haldandi samvinnu stjórnarflokk- anna. — í gær var óvíst um þing- slit. Nánari fréttir af flokksþinginu koma síðar í þessu blaði. Verklegar framkvæmdir KlöeðaverksmiðjunnarGefjun Hinn nýi og sameiginlegi sam- komusalur verksmiðjanna, Iðunn- ar og Gefjunar, var vígður og tek- inn til afnota laugardagskvöldið 30. janúar sl. Var þá mættur meg- inþorri alls starfsfólks verksmiðj- anna, einnig form. verksmiðju- stjórnarinnar, Böðvar Bjarkan, og afhenti hann Starfsmannafélagi verksmiðjanna salinn til afnota. þá fóru fram ræðuhöld, upplestur og leikfimi. Að lokum skemmti fólkið sér við dans og aðra leiki til kl. 4 að morgni. Öll skemmti- atriði kvöldsins annaðist starfs- fólk verksmiðjanna. Alþingi var sett 15. þ. m. Forsetar eru þeir sömu og í fyrra. Frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1938 var út- býtt í þingbyrjun. Samkvæmt því eru tekjur áætlaðar 15 millj. og 800 þús. kr., en gjöldin 700 þús. kr. lægri. Næsta dag eftir þingsetningu var kosið í fastar nefndir. Undanfarið hefir eftirspurn kambgarnsdúka, og yfirhöfuð allra vefnaðarvara frá Klæðaverk- smiðjunni Gefjun á Akureyri, verið svo mikil, að með engu móti hefir verið hægt að fullnægja henni. Til að ráða nokkra bót á þessu, hefir verksmiðjan nýlega keypt 6 nýtízku vefstóla frá Þýzkalandi, og hefir þeim nú öll- um verið komið fyrir á efri hæð verksmiðjunnar, í rúmi, sem áður var aðallega notað til geymslu, en liggur upp að enda vefjarsalsins. Hver þessara nýju vefstóla er eins fullkominn og nú þekkist bezt; þeir eru rafknúnir með á- föstum rafal og miklu hraðgeng- ari en gömlu vefstólarnir, og af- kasta þeir langsamlega meira verki. Með þessari viðbót eru nú 14 vefstólar í verksmiðjunni, sem ganga alltaf, bæði dag og nótt, en í fimmtánda vefstólnum er ein- göngu ofinn rósavefnaður. Þá hef- ir einnig verið keypt og sett upp ný rakningsvél og önnur sem spól- ar. Báðar þessar vélar eru marg- falt afkastameiri en þær, sem áð- ur voru notaðar. Til nýrra framkvæmda má telja að byggð hefir verið ný vatnsþró úr járnbentri steinsteypu, sem rúmar 18 tonn af vatni. í þessa þró er leitt kælivatnið frá eim- svala gufuvélarinnar, en það er um 25—35 stiga heitt. Einnig er nokkur hluti affallsgufunnar leiddur í hitunartæki sem komið er fyrir í vatnsþrónni; á þennan hátt er vatnsmagn þróarinnar hit- að upp í 80—90 stig. Þetta heita vatn er svo leitt um verksmiðjuna og notað til þvotta og litunar, Hjartans þakkir vottum við öllum þeim mörgu, nær og fjær, samstarfsfólki hinnar lálnu, fé- Jögum og einstaklingum, er sýndu samúð með nærveru sinni, ljóð- um og minningargjöfum, við andlát og jarðarför önnu Eggertsdöttur, og einnig þá, er glöddu hana í veikindum hennar, biðjum við algóðan Guð að blessa. Foreldrar og systkini. Rússland og Laugarvatn. „Verkamaðurinn“, 10. þ. m., seg- ir, að Dagur hafi ekki skýrt rétt frá tildrögunum að brotthlaupi nemenda úr Laugarvatnsskólan- um. Blaðið heldur því fram, að ummæli skólastjórans hafi ekki verið þau, að hann vildi krefja nemendur um stuðning við „þjóð- skipulag, sem byggðist á lýðræð- isgrundvelli,“ heldur hafi hann viljað „heimta af þeim hollustu- eiða við núverandi auðvaldsþjóð- skipulag,“ þ. e. a. s. að nemendur yrðu að vinna auðvaldinu holl- ustueiða. Sá galli er á þessari frá- sögn Vm., að henni trúir enginn einasti maður og er því ónauð- synlegt að orðlengja um þetta at- riði. En eitt er athyglisvert í sam- bandi við upphlaup kommúnista út af „skoðanakúguninni“ í Laug- arvatnsskóla. Eins og kunnugt er, situr að völdum í Rússlandi mað- ur að nafni Stalin. Hann er við og við að smala saman hópum af fyrrverandi samherjum sínunl, til þess að drepa þá. Og orsökin til þessarar mannslátrunar er sú, að þeir, sem drepnir eru, eru á ann- ari skoðun en Stalin. í Rússlandi er því skoðanakúgunin á því hæsta stigi, sem hugsanlegt er. En kommúnistum hér þykir þessi skoðanakúgun sjálfsögð, eðlileg og réttmæt. Hitt finnst þeim alveg óbærilegt, að skólastjórinn á Laugarvatni láti í ljósi þá skoðun sína, að þeir, sem vilji láta ofbeldi koma í stað lýðræðis, eigi ekki að njóta sömu réttinda og aðrir. Eng- um dettur í hug að þessir ofbeld- issinnuðu menn verði teknir af lífi,xeins og tíðkast í Rússlandi. Hvar er samræmið í þessum kenningum kommúnista? □. . Kún . 50372237 /2 Frl.'. Br.'. L.'. KIRKJAN: Messað í Akureyrar- kirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. NÆTURVÖRÐUR er í Akureyrar Apóteki þessa viku. (Frá n. k. mánud. er næturvörður í Stjömu Apóteki.) NÝJA-BlÓ Sýnir fimmtud. 18. þ.m. kl. 9 rnemur Framúrskarandi spennandi leynilögreglumynd. Aðalhlutverkið leika: Paul Lukas og Rosalind Russelt. K v æ ð i á 30 ára afmæli kvenfél. sungið af ungfrú Guðrúnu S. Þorsteinsdóttur. Hljómi hamingjulag þennan hátíðardag, sem er helgaður starfi og dáð. Heill sé „Hlíf“ þinni stétt, hátt er merki þitt sett, á í mannkostum rætur þitt ráð. Þú ert þrítug í kvöld, þín mun getið hjá öld, og með lofi í sögu og söng. Líknar-hjúkrandi hönd hefir numið sér lönd þar, sem köld voru kvöldin og löng. Lifi hróður þinn, „Hlíf“. eigi hugsjónir líf innan félags þíns, ágæta lið. Vektu mannúðar mátt, settu sannleikann hátt, greiddu veg fyrir farsæld og frið. F. H. B. Með þessum vísum lauk skáld- konan, Kristín Sigfúsdóttir, ræðu, er hún hélt á sama afmæli: Það er glatt hér í kvöld, því sú von á nú völd, eins og viti á framtíðar leiðum, að þótt miðsvetrar sól þíði ei margt það, sem kól, græðast mein þau á vordögum heiðum. Fyrir samhugans mátt merki starfsins ber hátt, þar sem mannúðin ein ræður lögum. Blessist hugsjón þín „Hlíf“ fyrir heilsu og líf handa æsku á ókomnum dögum. Það tilkyanist hérmeð, að konan mín, Anna Jónatansdóttir, and- aðist á Landakotsspítala, föstudaginn 12. þ. m. — Jarðarförin er ákveðin þriðjudaginn 23. febrúar og hefst með húskveðju frá heim- ili minu, Hafnarstræti 79, kl. 1 e. h. Hfaltl Sigurðsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.