Dagur - 18.03.1937, Blaðsíða 3

Dagur - 18.03.1937, Blaðsíða 3
11. tbl. DAGUR m til þess, að smám saman taki menn að nota rafmagn til suðu, ef hægt verður að selja orkuna nógu ódýrt. Myndi það auka mjög þæg- indi húsmæðra, auk þess sem það sparaði mikil kolakaup og um leið erlendan gjaldeyri. Rafvirkj- un fyrir Akureyri er áhugamál allra stjórnmálaflokka, því mönn- um er það Ijóst, að framtíð bæjar- ins byggist á því, að hægt verði að skapa meiri atvinnu handa bæjarbúum, en verið hefir und- anfarin ár. Má það vera hverjum manni gleðiefni, að ástæða er til að vænta bjartari framtíðar fyrir Akureyri, en á horfðist um skeið. En hver verður hlutur nærsveita Akureyrar í Eyjafjarðar- og Þing- eyjarsýslum hvað snertir raflýs- ingu? Eitthvað mun hafa verið rætt um það mál á síðasta sýslu- furídi Eyjafjarðarsýslu, og senni- lega hefir það líka verið rætt eitt- hvað í Suður-Þingeyjarsýslu. En það hefir verið furðu hljótt um þetta mál svo mikilsvert, sem það er. Leikur það þó ekki á tveimur tungum, að sveitafólkinu væru það margháttuð þægindi, ef það gæti fengið ódýrt rafmagn til ljósa og suðu og jafnvel til upp- hitunar að einhverju leyti. Það er að vísu gleðiefni, að kaupstaðir landsins fái aukin þægindi. En jafnframt verður að horfast í augu við þann veruleika, að fólk- inu fækkar stöðugt í sveitum en fjölgar í kaupstöðunum, og at- vinnuleysið þar fer fremur vax- andi. Munu flestir sammála um, að það sé illa farið að fólkið fari frá atvinnu í sveitum, þótt rýr sé, og gerist ómagar í kaupstöðunum. Er auðsætt að slíkt getur ekki gengið til lengdar. En því meiri þægindi, sem kaupstaðirnir hafa að bjóða fram yfir sveitirnar, því meira aðdráttarafl hafa þeir á hugi manna. Eina skynsamlega ráðið til að stöðva fólksflóttann úr sveitunum er að skapa jafngóð lífsskilyrði þar og í kaupstöðun- um. Og eitt af því, sem þyngst verður á metum hvað þetta snert- ir er einmitt raforka og þau þæg- indi, sem hún skapar þeim, sem hana geta veitt sér. Nú er það augljóst, að sveitarfélög eða sýslu- félög eru þess ekki megnug að jafnaði að leggja háspennulínur víða vegu. Það er því ekki nema ein leið til að sveitirnar geti al- mennt orðið aðnjótandi rafork- unnar og hún er sú, að ríkið leggi til efni í háspennulínurnar. Hins vegar ættu sveitarfélögin að geta lagt fram vinnu við að leggja há- spennulínurnar hvert ríjá sér. Síðan á síðasta sýslufundi Eyja- fjarðarsýslu hefir rafmagnsmálið lítið verið rætt opinberlega. Odd- vita sýslunefndarinnar, ásamt þar til kjörinni nefnd, mun hafa verið falið að fylgjast með málinu fyrir hönd sýslunnar og gæta hagsmuna hennar. Er hérmeð beint þeirri fyrirspurn til nefndarinnar, hvað gert hafi verið til að tryggja Eyja- fjarðarsýslu raforku frá væntan- legu orkuveri við Goðafoss eða Laxá og hvernig þetta mál horfi Við. Slíkt stórmál sem þetta má ekki liggja í þögn, og alþýðu manna er full nauðsyn að fá upp- lýsingar um það, ef einhverjar eru. Hér skal ekki farið íleiri orðum um rafveitumálið að sinni. En þess er full þörf að halda málinu vakandi. Sveitarstjórnir í nær- sveitum Akureyrar ættu að boða til opinberra funda og ræða þetta mikilvæga mál. Með sameiginleg- um átökum ætti að mega takast að tendra rafljósin á flestum eða öllum bæjum í nærsveitum Akur- eyrar á næstu árum. Sveitamaður. Mér þykir „Dagur“ fara nokkuð langt, er hann ber Hallesby sam- an við Stalin og Hitler, í greininni „Þrjár útlendar ofsatrúarstefnur". Nafn Hallesbys er varla þekkt nema á Norðurlöndum, og áhrif hans engin, nema í hans eigin sér- trúarflokki, og því alls ekki sam- bærileg við áhrif þeirra Stalins og Hitlers. Hallesby þykir íslendingar ekki vel kristnir. Mörgum íslending- um, lærðum og leikum, hefir þótt hið sama, og má auðvitað hver maður eiga sína skoðun um þetta, eins og annað. „Sínum augum lít- ur hver á silfrið.“ Það er alt kom- ið undir því, hvaða skilning mað- ur leggur í orðið „kristinn“. „Illa kristna telur Hallesby alla þá, sem ekki vilja aðhyllast hans kenningar í trúarefnum,“ segir „Dagur“. Þetta er líklega hárrétt hjá blaðinu. En svo flytur það á næstu síðu grein frá öðrum manni, sem gerir hið sama, eða verra. í greininni „Guðlastandi menn“ fer Pétur Sigurðsson, trúboði, lengra en Hallesby. Hann telur alla þá „guðlastandi menn,“ sem ekki vilja aðhyllast hans kenningar í trúarefnum. Sagan „Don Quixote“ (framb.: ,,Kviksót“) eftir Spánverjann Cer- vantes, gefur snilldarlýsingu á riddara, sem réðist með miklum móði á ímyndaða óvini. Hann sá illa og reið út einu sinni með brugðnu sverði og miklu hugrekki á móti óvinaher. En sá galli var á því, að herinn var aðeins kinda- hópur. Eins hætti hann lífi sínu í einvígi við risavaxinn riddara, en riddarinn var aðeins lítil vind- mylla. Við og við gerir Pétur Sigurðs- son svæsna árás á ímyndaða ósiði eða „guðlast“. í bók sinni „Takið steininn burt“ fyltist hann vand- lætingu út af því, að íslendingar væru sífellt að deila um atriði, sem hann taldi upp. En þessi at- riði áttu sér hvergi stað, nema í ímyndun Péturs Sigurðssonar, eins og ég sýndi ítarlega í „Norð- urljósinu" fyrir nokkru. Eins í hinni umræddu grein hans talar hann um það, t. d., að biblían segi, að „Guð hafi látið strádrepa menn í þúsunda tali vegna þess að einn maður stal.“ Þetta er aðeins einkenni ímynd- unarveiki hjá Pétri, því að hvergi stendur þetta í biblíunni, Það er rétt hjá Pétri, að nokkrir fáfróðir menn hafa haldið því fram, að saklaust barn, sem ekki væri skírt, myndi glatast. En hvað kemur þetta biblíunni við, eða kristindómi? Hvergi er flugufótur fyrir þessari heiðnu hugmynd í ritningunni. Hún er eðlilegur á- vöxtur kenninga þess trúarfélags, sem P. S. stendur í, en ekki af kenningum þeirra, sem fylgja vilja ritningunni. Væri honum það nær, að hreinsa fyrir eigin dyrum, áður en hann ræðst á þá, sem öðruvísi trúa, með skömmum og stóryrðum, eins og hann gerir í grein sinni. Önnur ímyndun Péturs er sú, að þeir, sem halda sér við kenningar Krists í ritningunni, kúgi fólk og t. d. banni því, að fara í leikhús. Ég hefi aldrei orðið var við slíkt. Skynsamlegasta stefnan er að hjálpa fólki til að þroskast, svo að það sé dómbært sjálft til að kjósa rétt, hvert fara skal og hvert ekki. En stefna P. S. er blátt áfram kúgunarstefna í líkingu við þving- un páfastólsins. Ég hefi nýlega fengið áreiðanlega frétt frá kaup- stað á Austfjörðum, um það, að P. S. hafi stofnað þar „Voraldar“ fé- lag, og meðal annars hafi hann bannað meðlimunum að lesa viss, nafngreind blöð og rit (ég hefi listann). Fólki þótti þetta svo ó- frjálst, að félagið leystist upp og varð að engu, þrátt fyrir það, að Pétur helti úr skálum reiði sinnar yfir það. Væri það vel viðeigandi, að við fengjum ekki að heyra meira um „kúgun“ úr þeirri átt. Og þó að hinum ímyndunarveika Pétri gangi illa að skilja ýmis atriði í ritningunni, — sem engum heil- vita manni dettur í hug að neita, að sé sumstaðar þungskilin, — sýndi harm meiri hógværð, ef hann ransakaði þau betur og reyndi að finna tilganginn, sem liggur bak við frásagnirnar, áður en hann hleypur með skammir, í opinbert blað, um milljónir trú- aðra manna, sem hafa jafn mik- inn rétt til að mynda skoðun og hann. Og hafi þeir gefið sér tíma til að rannsaka atriðin með þolin- mæði og sanngirni, en hann ekki, þá hafa skoðanir þeirra betri rétt á sér en skoðanir hans. Arthur Gook. 16. HéraDsping I). M. S. E. (Útdráttur úr þinggerðinni.) (Niðurl.). 2. »16. þing U. M. S. E. vill beina þeirri áskorun til sýslunefndar Eyjafjarðar- sýslu, að hún, af því fé, sem árlega er varið til sundkennslu í sýslunni, veiti öllum hreppum, er þess óska, fjárstyrk nokkum, án tillits til þess hvort kennsl- an fer fram utan hrepps eða innan.« Einnig voru samþykktar hvatningar til sambandsfélaganna um að vinna að eflingu hverskonar íþrótta, hvert í sinni sveit. Ennfremur samþykkti héraðsþingið eftirfarandi tillögur og áskoranir: 1. Að sambandsfélögin geri tilraunir með lesfrKðsluhringa. Jarðarför Kristinar Jónsdóttur, sem andaðist að heimili sínu, Vatnsenda í Eyjafirði, 4. þ. m., er ákveðið að fari fram að Hólum þriðjudaginn 23. s. m. kl. 12 á hádegi, Aðstandendur. 2. Að þau með fyllsta áhuga starfi að trjárækt og- garðyrkju. 3. Að vinna af alefli að vöndun móð- uimálsins, og stuðia að uppfræðslu í meðferð þess bæði í ræðu og riti. 4. »Héraðsþing U. M .S. E. skorar á yfirstandandi Alþingi að breyta lögum nr. 34 fra 22. nóv. 1918 þannig, að ungmennafélög og- sambönd þeirra verði undanþegin skemmtanaskatti«. 5. »Héraðsþing U. M. S. E. beinir því til sambandsféiaganna, og lands- inanna yfirleitt, að styðja íslenzkan iðnað eftir fremsta megni, og þó eink- um þann iðnað, sem framleiddur er úr innlendum hráefnum. Telur þingpð það hina mestu nauðsyn, að hið opinbera láti fara fram sem ítarlegasta rann- sókn á hráefnum landsins. Einnig beinir héraðsþingið því til sambandsfélaganna að stuðla að notkun íslenzkra fæðutegunda og- telur að spana mætti kaup á ei-lendum vörum, ef innlendar fæðutegundir væru betur notaðar«, Er lokið var. þingstörfum bauð U. M. F »Reynir« þingfulltrúum til kaffi- drykkju, er stofnað var til í tilefni af, að það félag' er um þessar mundir 30 ára. Var þar samankomið margt manna úr sveitinni, auk þingfulltrúa. Bauð formaðúr félagsins, Angantýr Jóhannsson, gestina velkomna. Minntist hann nokkurra atriða úr störfum þess og bað menn síðan gera sér gott af því, er fram væri reitt. Var þá ósleitilega til tekið og dugði margur vel. Kom mönnum þar helzt í hug, þá er Þór þreytti drykkjuna í Út- g'örðum forðum. Voru þar fluttar marg- ar ræður, er sýndu það greinilega, að U. M. F. »Reynir« er, og hefir jafnan verið, eitt hið öflugasta og glæsilegasta ungmennafélag hér um slóðir. Var sér- staklega ánægjulegt að heyra, hversu forráðaménn sveitarinnar töldu hana standa í ótvíræðri þakkarskuld við það, fyrir þau störf er það hefir leyst af hendi í þágu hennar. Er borðum var hrundið, skemmt'i blandað kór, undir stjóm Marinós Þorsteinssonar, með söng. Taldi söng- stjóri það nýstofnað og æfingar hefðu enn verið mjög fáar. Væri óskandi að því auðnaðist að halda áfram á þeirri braut, sem það hefir byrjað á, og má þá óhætt spá björtu um framtíð þess. Að söngnum loknum var hafinn dans, og stóð hann enn í fullu fjöri er dag- ur rann. Munu allir viðstaddir ljúka upp einum munni um, að sjaldan hafi þeir í glaðari hópi verið, og að jafnan muni þeim í hug koma dagarnir á Hauganesi, en- þeir heyra getið gleð- skapar og góðra daga. Færi ég hér með U. M. F. »Reyni« og Árskógs- strendingum yfirleitt alúðai--þakkir fyr- ir gestrisni þeia-ra og góðvild í garð þingfulltrúanna. PAll Helgason. NÆTURVÖRÐUR er í Akureyrar Apóteki þessa viku. (Frá n. k. mánud. er nieturvörður í Stjömu Apóteki.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.