Dagur


Dagur - 18.03.1937, Qupperneq 4

Dagur - 18.03.1937, Qupperneq 4
44 DAGUR 11. tbl. ívær stofur ,r«r:^r4 Krabbastig 2 frá 14. mai nœstk. Skipulag í Grófargili. (Framh. af 1. síðu). marki með því að setja við hana vöruskemmur (e. t. v. kolaport eins og við Skipagötu?) og verk- stæði fyrir smærri iðnrekstur og framleiðslu (sbr. tillögur þínar og samþykkt bæjarstjórnar frá 25. sept. 1929). Samkvæmt þessu er þegar búið að reisa verksmiðjur við götuna undir handarjaðri þínum sem bæjarstjóra, glugga- lausa steinskúra og aðrar smá- byggingar götunni til prýði. Ég vil hinsvegar banna vöru- skemmur — svipaðar þeim, sem þær eru flestar í bænum — gluggalausar byggingar og smá- skúra, við þessa götu, sem þú kallar hjarta bæjarins, en leyfa að byggja þar myndarlegar stór- byggingar, svipaðar því, sem mjólkursamlagið verður samkv. bráðabirgðateikningum — og það þótt sjálft Kaupfélag Eyfirðinga eigi í hlut! Það er rétt, að bæjarbúar hafa einkum tvennt við það að athuga, að mjólkursamlagið stendur nú við þessa götu. Það fyrst, að hinir miklu flutningar að og frá bygg- ingunni, yfir gangstéttir og um húsasund, valda vegfaröndum leiðinda, tafar og jafnvel hættu. Þá er og kolareykur sá hinn mikli, er nú fylgir þessari starfsemi, ná- grönnunum til mikils ama á viss- um tímum dags. En hvorki þú né aðrir hafa í mín eyru borið brigð- ur á, að með hinni nýtízku „yfir- brennslu“-kyndingu, er félagið ætlar að nota, sé hægt að ráða fulla bót á þessu, enda gerir bygg- inganefnd það að skilyrði fyrir samþykki sínu, að séð verði fyrir reyknum á viðunandi hátt. Enn- fremur munu allar vélar stöðvar- innar sniðnar við það í upphafi, að þær megi knýja með raforku, þegar hennar er kostur, en þess verður vonandi ekki langt að bíða. Þá er svo ráð fyrir gert, að mjólk- urflutningar allir verði að og frá bakhlið byggingarinnar, t. d. frá Gilsbakkaveg, og verður mjólkin tekin úr brekkunni inn í 3ju hæð til vinnslunnar. Með þessu móti hverfa slíkir flutningar að veru- legu leyti af aðalgötum bæjarins. Framhlið byggingarinnar, sú er að Kaupvangsstræti sneri, yrði því tiltölulega róleg og virðuleg, enda myndu skrifstofur samlags- ins og mjólkurbúð verða þeim megin á neðstu hæð. Að þessu athuguðu skora ég á þig að gera opinberlega grein fyrir því, hvað þú og félagar þínir hyggjast fyrir með lóðirnar í Grófargili, og benda jafnframt á þá „paragraffa“, sem gera það að þínum dómi nauðsynlegt að fela skipulagsnefndinni í Reykjavík einræði í þessu máli, þótt sú ráð- stöfun valdi atvinnutjóni og frek- ari vandræðum í bænum. Með vinsemd og árnaðaróskum. Jóhann Frímann. #-# ## • #-# • • • < Mælingar skölabarna á Akyreyri. „Degi“ hefir nýlega borizt skýrsla Snorra Sigfússonar, skóla- stjóra, um mælingar skólabarna á Akureyri um síðastliðin 5 ár, þar sem gerður er samanburður um hæð þeirra og þyngd við skóla- börn í Reykjavík og Osló. Mæl- ingar þessar, sem eru mjög ná- kvæmar hvað snertir mál, vog og aldursskiptingu barnanna, sýna glöggt, að skólabörnin á Akureyri eru líkamlega þroskaðri en skóla- börn í Reykjavík og munar litlu, að þau standi jafnfætis skólabörn- um í Osló, einkum að þyngd, en norsk börn eru með allra fremstu skólabörnum á Norðurlöndum að líkamsþroska. Skýrsla skólastjór- ans sýnir ennfremur þá ánægju- legu staðreynd, að meðaltal hæð- ar og þyngdar allra skólabarna á Akureyri fer hækkandi og er töluvert hærra skólaárið 1935 en árið 1931. Meðal annars kemur mjög eftir- tektarvert atriði fram í skýrsl- unni, og það er, að þroskaaukinn kemur að jafnaði meir á þá mán- uði ársins, sem barnið er í skólan- um, en hina. Rannsóknir um þetta atriði hafa og leitt hið sama í ljós í Osló og Reykjavík. (í Rvík voru rannsóknir þessar framkvæmdar af Sigurði heitnum Jónssyni, skólastjóra). Gefur þetta tilefni til ýmissa hugleiðinga, og mun Snorri Sigfússon ráðinn í að rann- saka þetta eftir föngum. Mælingar og athuganir um lík- amsþroska skólabarna eru hvar- vetna ræktar af alúð í þeim menningarlöndum, sem fremst standa um uppeldismál og fyrir- komulag barnaskóla. Hér á landi mun barnaskólinn á Akureyri standa öðrum skólum framar um athuganir i þessu efni. Munu ekki enn hafa verið útfærðar og birtar skýrslur um líkamsþroska skóla- barna í öðrum kaupstöðum lands- ins, nema í Miðbæjarskólanum í Reykjavík, en þar er aðeins tekið meðaltal af þremur árum. Það er ánægjulegt, að vita til þess, að skólabörn bæjarins eru með lík- amlega þroskuðustu skólabörnum á Norðurlöndum. En hitt er ekki síður eftirtektarvert og góðra gjalda vert, að skólastjóri barna- skóla bæjarins hefir enn einu sinni sýnt lofsverðan skilning á starfi sínu og lagt á sig aukið erf- iði með það fyrir augum, að starf skólans megi bera sem beztan ár- angur. En hvaða ályktanir má nú draga af skýrslu Snorra Sigfússonar um líkamsþroska skólabarnanna? Hvernig stendur á því, að meðal- tal hæðar og þyngdar barnanna hefir hækkað á síðustu árum? Svarið er á þá leið, að það má telja nokkurnveginn víst, að fram- farirnar eru að miklu leyti að þakka lýsis- og mjólkurveitingum í skólanum, sem hafnar voru haustið 1932, fyrir forgöngu skóla- stjórans. Slíkar matgjafir hafa verið teknar upp í fremstu barna- #-#-#-#-#-#-##"#-#-#-#-#-#-#-#■♦-#■#■ #-#-#-#-# #-#■-# ##-# íþróttanámsskeið verður haldið í Laugaskóla dagana 16. apríi til 7. maí. Kennt verður: Leikfimi, sund, frjálsar íþróttir, hjálp í viðlögum og e. t. v. fleira. Ennfremur verða haldnir fyrirlestrar daglega. — Allur kostnaður á staðnum verður 38 kr. fyrir pilta, og 34 kr. fyrir stúlkur. — Um- sóknir sendist til Porgeirs Sveinbjarnarsonar Laugaskóla. Skólaráð Laugaskóla. MM\ H.f. Síldarbræðslusiin Dasverðareyri verður frestað um óákveðinn tíma. — Hluthöfum verður tilkynt síðar hvenær fundurinn verður haldinn. Akureyri 17. marz 1937. FÉLAGSSTJÓRNIN. skólum Norðurlanda á síðari ár- um, og þykir sjálfsagt mál, þar sem reynslan hefir sýnt, að þetta er börnunum mjög mikilsvert. En þótt, skólabörnin á Akureyri séu allvel líkamlega þroskuð, þá er ekki þar með sagt, að hér eftir þurfi ekkert um þessi efni að hugsa, af því að allt sé nú þegar í góðu lagi. Það væri hinn mesti misskilningur að álykta svo. Ak- ureyringar eiga að setja markið hátt um kröfur um þroska barna sinna, og til þess má ekkert spara. Þessvegna á fremur að auka mat- arveitingar í barnaskólanum, en minnka þær. Það bezta er börn- unum ekki of gott og það er sann- að mál, að matargjafir í barna- skólum eru nauðsynlegar, jafnvel þótt börnin eigi kost á góðu fæði á heimilum sínum, hvað þá ef svo er ekki. Og svo bezt fá bæjarbúar launað skólastjóra barnaskólans áhuga og ósíngjarna forgöngu um skólamál bæjarins, að gefa tillög- um hans um tilhögun alla og rekstur skólans fullan gaum. Alþingi. Þmgmenn Alþýðuflokksins í neðri deild lögðu í gær fram tvö frum- vörp til laga, annað um breytingar á Landsbankalögunum, hitt um skipta- meðferð á búi Kveldúlfs. Bæði þessi mál valda miklu umtali og jafnvel æs- ingum manna á milli og ( blöðum í Reykjavík. / Að tilhlutun ríkisstjómarinnar er flutt frumvarp um að leggja niður tvö bankastjóraembætti við Búnaðarbank- ann, þannig að eftirleiðis verði einn bankastjóri við bankann. Tillaga um þetta var samþykkt á flokksþingi Framsóknarmanna. Þegar þessi breyting' er komin á, er búið að lækka kostnaðinn við stjórn bankans um 20 þús. kr. síöan núver- andi stjórn komst til valda. Landbúnaðarráðherra hefir látið und- irbúa og semja frv. til laga um bænda- skóla. Samkv. því skal verklegt nám stói’lega aukið við bændaskólana, náms- tíminn lengdur þannig, að nemendur verði, auk þess tveggja vetra náms sem nú er, að stunda verklegt nám í eitt sumar. Flutningsmenn ei'u Bjarni Ás- geirsson og Páll Zéphoníasson. Pétur Jónsson læknir hefir varðtíma n. k. sunnudag. Málaferli. Dómur í landráðamáli nazista, sem höfðaö var gegn þeim í sambandi við vasabókarþjófnaðinn, var kveðinn upp af lögreglustjóra Reykja- víkur nýlega. Voru nazistadrengþrnir sýkr.aðir, og byggist sú sýknun á vónt- un lagaákvæða um slíka landráðastarf- semi, sem hér var höfð í frammi. Er brýn nauðsyn að bæta úr þessari vönt- un hið bráðasta. Snemma í þessum mánuði var í und- irrétti Reykjavíkur kveðinn upp dómur í meiðyrðamáli, sem fjármálaráðherra höfðaði fyrir nokkru gegn Jóni í Stóra- dal, út af ummælum blaðs hans í sam- bandi við vasabókarþjófnað nazistanna. Tók Jón málstað þeirra sem vænta mátti. Dómurinn féll á þá leið, að Jón var dæmdur í 100 kr. sekt og til greiðslu málskostnaðar. Ummæli hans voru dæmd dauð og ómerk. Andlegir bræður Jóns, þeir Valtýr Stefánsson ritstjóri Mbl. og Jens nokk- ur Benediktsson, höfðu áður hlotið dóm fyrir hliðstæð skrif um þetta mál. Ósic/ur íhdldsins og varaliös þess. Úr- slitin í atkvæðagreiðslu búnaðarfélag'- anna um það, hvort Búnaðarfél. ísl. eigi að hafa áfram framkvæmd jarð- ræktarlaganna og breyta lögum sínum til samræmis við nýju jarðræktarlögin, hafa verið bii*t sundurliðuð eftir kjör- dæmum. Samkv. því hafa 2376 félags- menn í búnaðarfélögunum lýst sig fylgjandi því, að B. í. tæki að sér framkvæmd laganna, en 2077 hafa greitt atkvæði á móti. Séu kaupstað- irnir ekki meðtaldir, verða 2283 með lögunum, en 1962 á móti. Munurinn er á 4. hundrað atkvæði. Sé talið eftir búnaðarfélögunum, hafa 112 lýst sig því fylgjandi, að B. 1. ann- aðist framkvæmd laganna, en 91 félag lýst sig því mótfallið. fhaldið og varalið þess hafa því beð- ið fullan ósigur í máli þessu. Að sjálfsögðu verður að gera ráð fyrir að Búnaðarþingið, sem nú stend- ur yfir, taki til greina hinn yfirlýsta vilja bændanna. Ritstjóri: Inglmar Eydal. Prentverk Odds Björnssonar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.