Dagur - 07.05.1937, Blaðsíða 3

Dagur - 07.05.1937, Blaðsíða 3
19. tbl. ÐAGUR 77 Skynsamleg fjármálastjórn eða Kveldúlfsstjórn! Lyðræði eða iasismi! Síðustu fregnir herma, að nú hafi Sjálfstæðisflokkurinn gleypt hinn svokallaða „Bændaflokk“ með húð og hári á sama hátt og hann gleypti „Frelsisherinn“ fyrir nokkrum árum. En að þessu sinni á „Bændaflokkurinn" þó að halda nafni sínu og sá hluti liðsins, sem Þorsteini Briem er eftirlátastur, á að veiða sem flest atkvæði frá bændum landsins, til þess að koma íhaldinu að völdum. Og ef skuldakónginum, Ólafi Thors, tekst að komast til valda, þrátt fyrir hina viturlegu(M) fjármála- stjórn á Kveldúlfi, þá á hann það að þakka liðhlaupurunum úr Framsóknarflokknum, sem með blekkingum einum tæla bændur landsins til fylgis við svartasta í- haldið. Hinn 20. júní n. k. verður því gengið til kosninga um það 1 sveit- um þessa lands, hvort Framsókn- arflokkurinn eigi að hafa þá af- stöðu áfram, sem hann hefir haft undanfarin þrjú ár, að vinna sem miðflokkur að umbótamálum á Alþingi, eða hvort eigi að gefa í- haldinu vald til að stjórna land- inu eftir kröfum nokkurra heild- sala 1 Reykjavík. Framsóknar- flokkurinn hefir með miðflokksaf- stöðu sinni komið í veg fyrir, að stórefnamennirnir og braskararnir hafi getað hagnazt á almenningi eftir eigin vild, og bjargað land- inu frá miljónalántökum erlendis, eftir að sósíalistarnir fengu hina fáránlegu hugmynd að þjóðnýta í einni svipan alla stórútgerðina. Bændur landsins eiga að svara því við þessar kosningar, hvort þeir vilji heldur að stjórn Hermanns Jónassonar haldi áfram að fram- kvæma afurðasölulögin, eða hvort þeir trúa Ólafi Thors betur til þess. Þeir eiga að svara því, hvort sé skynsamlegra að gefa Kveldúlfi stórfé eftir af skuldum hans við Landsbankann, eins og fyrsta til- boð Thorsbræðra hljóðaði upp á, eða knýja fram veðsetningu á eignum þeim, sem þeir höfðu dregið út úr fyrirtækinu, og setja það undir strangt eftirlit. Það er kosið um það, hvort sé rétt að kaupa erlendar vörur yfir efni fram og auka skuldasöfnun er- lendis, eins og íhaldið vill með af- námi innflutningshaftanna, eða hvort eigi að takmarka innflutn- inginn og hafa hagkvæman greiðslujöfnuð við útlönd. Bænd- ur hér í Eyjafirði eiga að segja til um það, hvort þeir trúi íhaldinu til að úthluta réttlátlega innflutn- ingsleyfum til K. E. A. og annara samvinnufélaga landsins. Þeir eiga að segja til um það, hvort þeir trúi betur samvinnubændun- um, Bernharði Stefánssyni og Ein- ari Árnasyni, til að fara með um- boð sitt á Alþingi, eða Garðari Þorsteinssyni og öðrum eins eink- isnýtum manni, sem aldrei hefir gert neitt gagnlegt fyrir þetta Hvenær kemur vegur um Fljít? Tvö ár eru liðin síðan lokið var við að undirbyggja akveg fram Fljótin, frá Ketilás til Gilslaugar, en undirbygging þessi stóð yfir í 3—4 ár, og þó er þessi vegalengd ekki nema sem svarar y3 vega- lengdar frá Hraunum að Þrasa- stöðum. Það er ekki að furða þegar svona gengur, þó menn spyrji sjálfa sig og aðra, með áhyggjusvip: Hve- nær kemur vegur eftir Fljótum? Vegleysið er áreiðanlega orðið öllum bændum og búaliðum í Holtshreppi mikið áhyggjuefni, og ofan á þetta bætist svo það, að þessi undirbyggði vegur er að verða að troðningum á stórum pörtum. Eins og nú standa sakir má heita nær ómögulegt að fara með klyfjahross eftir sveitinni vor og haust og einnig líka um sumar- tímann, þegar rigningar eða ó- þurrkar ganga, sem oft er títt í Fljótum, því að þar sem eiga að heita götur, eru þær niður grafn- ar, og vaða þá hestar oft milli hnés og kviðar í aur og bleytu. Oft verða menn að fara langa króka fyrir verstu slörkin og er þá ekki um annað að gera en að fara yfir tún og engjar bænda og er slíkt ætíð neyðar-úrræði, enda illa séð, sem von er. Svo er nú þessi möguleiki að hverfa líka, sökum þess, að bændur eru nú óðum að girða tún sín og engjar. Það er því ekki annað sýnilegt, e'f ekki verður bráðlega ráðin bót a vegleysinu, en að þeir, sem búa fyrir framan Miklavatn, verði úti- lokaðir frá öllum aðdráttum, með- an jörð er auð. Nú um undanfarin ár hafa skap- a'zt allmikil viðskipti milli Fljóta og Ólafsfjarðar, sérstaklega úr „Stíflu“. Stíflumönnum hefir þótt eins þægilegt eða jafnvel þægi- legra að sækja vörur og sjómat þangað sem til Haganessvíkur, sem stafar eingöngu af því, að vegurinn var snöggtum betri til Ólafsfjarðar. hérað. Þjóðin á að segja til um það, hvort hún vill framvegis hafa tekjuhallalaus fjárlög, eða hvort hún vill hafa svipaða fjármála- stjórn á ríkisskútunni, eins og Ól- afur Thors hefir á Kveldúlfi, þar sem allt gengur niður á við. Hún á að segja til um það, hvort eigi að fela landhelgisþjófunum í Sjálfstæðisflokknum landhelgis- gæsluna. Sá hluti íhaldsins, sem kallar sig „Bændaflokk“, þykist vera hlyntur samvinnumálum. En hvernig er hægt að sameina það, að vera samvinnumaður og ganga En nú á síðastliðnu vori braut Ólafsfjarðará farveg sinn og lagði undir sig svokallaðar „Hringvers- kotseyrar11 og má nú kalla alófær- an veg milli Kvíabekkjar og Hringverskots, en það er alllöng bæjarleið. Vegurinn um Fljót og Ólafs- fjörð er þjóðvegur. Það er ríkið, sem á að sjá um vegagerðir á þessum slóðum, og verður nú gaman að sjá hvað þing og stjórn verður ör á fé til að hrinda vega- málum sveitarinnar í sæmilegt horf. Ég trúi því ekki fyrr eh ég tek á, að hið háa Alþingi sjái sér fært að láta veg, sem búið er að undirbyggja fyrir á annan tug þúsunda króna, troðast sundur og verða gjöreyðilagðan. Ég held sannarlega að það séu hyggnari menn, sem sæti eiga á Alþingi, en svo. Ég hefi heyrt, að ætlaðar hafi verið á fjárlögum 4000.00 krónur til Fljótavegar, en Fljótavegur er, að því er ég bezt veit, vegur sá, er liggur frá Stafá til Hrauna — og þaðan til Siglufjarðar. — En þessi vegur, sem hér ræðir um, hefir aldrei verið talinn með hin- um svonefnda Fljótavegi, þessi vegur liggur af honum við Fljót- árbrú fram Austur-Fljót um Stíflu til Ólafsfjarðar. Ætti þvi að leggja sérstaka fjárhæð til hans, því þó þessar áðurnefndu 4000 krónur gengju allar óskiptar til hans, sem þær auðvitað ekki gera, þá gerðu þær ekki betur en hrökkva til aðgerðar á því, sem orðið er eyðilagt og að, steypa ræsin, sem eru á þessum nýja vegi, og yrði þá ekkert eftir til malburðar. Það er mjög dýrt og erfitt að leggja veg eftir Fljótum, sökum þess að hvergi er um mal að ræða, sem víða annarstaðar flýta mjög fyrir vegalagningu, og einnig er hér mjög illt til malar Nei, í þennan veg, sem vel mætti kalla Stífluveg, þarf að leggja all- verulega fjárhæð, svo koma megi að notum. Það virðist svo að heppilegra væri að gera þjóðinni kleift að komast eftir byggðum landsins, áður en farið væri að leggja stór- til samstarfs með fjandmönnum samvinnustefnunnar? Ef kúgun fasismans, sem er sterk í íhaldinu, verður sett í hásæti, þá verður bæði lýðræðið og samvinnufélög- in afnumin hér eins og í Þýzka- landi. Hver sem greiðir íhöldunum atkvœði í þessum kosningum, hann styður að því að koma fas- isma á hér á landi. Bændur! Látið ekki grímu- klæddu íhaldsmennina úr „Bænda- flokknum,11 sem gengið hafa í fylkingar Kveldúlfsmanna, villa ykkur sýn með rógi sínum. — Þeir eru aðeins leiksoppar í hönd- um pólitískra spákaupmanna í- haldsins, útsendir til að blekkja ykkur til að koma fasismanum að völdum í landinu. Bóndasonur. verður, vegna farðar- farar, lokað laugar* daginn 8. þ. m. Akureyri 7. maí 1937. Bernh. Stefánsson. ié til vegagerðar yfir fjallgarða, milli útsveita, sem ekki er sýni- legt að verði notaðir nema tvo til þrjá mánuði af árinu; á ég þar við veginn yfir Siglufjarðarskarð, því það er ekkert aðalatriði fyrir Fljót að fá þann veg. Hitt er aðal- atriðið að fá veg eftir sveitinni sjálfri og hafnarbætur á Haganes- vík, það er það, sem mun skapa bændum í Fljótum meiri afkomu- möguleika en verið hefir. H. H. Sveitaljóð eftir Aleksander Pusjkin. Ég heilsa þér, þú friðarbjarta byggð, er bíður mér til starfs og nýrra dáða. Hér elfa lifs míns rennur óttalaust. Ég yfirgefinn er; það er mitt yndi. Ég er sonur þinn, sem flýði holdsins hirð, írá heimsku glaum, og ýmsu öðru verra, t'.l eikarþytsins, út á engi, í skóg, td ótakmarkaðs frelsis, frjálsra huga frænda. Ég er sonur þinn, sem elska þennan lund, úrsvala þykknið, fagra blómabreiðu, kornöx á akri, seni blaktandi í blænum, brosa mót læk, er liðast silfurtært og létt um slétta grund og holt. Ég sé svo ótal margt og merkilegt! Himinblá vötn, með hvítum seglum þöndtim. Engi og ása, sem breiða út faðminn blítt l.angt í burtu gráir kofar birtast. Bjart er í lofti; vítt sér yfir byggðir. Seinn og silalegur er búsamlinn á beit, en beint í loft upp reykir bláir stíga, og mylluvængir hvísla: Velkominn! Slíkt vottinn ber um bezta starf. Geir Jónasson þýddi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.