Dagur - 07.05.1937, Blaðsíða 4

Dagur - 07.05.1937, Blaðsíða 4
78 DAGUR [ 19. tbl. Hjartans þakkir vottum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við and- lát og jarðarför Halldórs heitins frá Tréstöðum. Faðir og systkini. Sanngiarn miðflokkur.. (Framh. af 1. síðu). sterkastur á löggjafarþingi þjóðar- innar. Hvorki þjóðnýtingarstefna sósíalista eða fasismi og yfir- drottnunartilhneiging íhaldsins geta tryggt frið og farsæld í okkar fámenna landi. Þess vegna er það velferðar- og metnaðarmál allra frjálslyndra manna, að Framsóknarflokkurinn haldi sömu miðflokkaafstöðu eftir þessar kosningar, og hann hefir haft, en íhaldið nái ekki meiri- hluta á Alþingi. Að því munu allir samvinnumenn styðja. Hinn 7. jan. sl. andaðist að heimili sínu, Halldórsstöðum í Kinn, frú Guðrún Sigurðardóttir. Hún var fædd að Þúfu í Fnjóska- dal 12. apríl 1875. Á unga aldri fluttist hún þaðan með foreldrum sínum, Sigurði Sigurðssyni og Helgu Sigurðardóttur, að Drafla- stöðum í sömu sveit. Dvaldi frú Guðrún á Draflastöðum þar til veturinn 1895—’96 að hún gekk inn í kvennaskóla á Akureyri. Við brottför úr skólanum vorið 1896 mun hún hafa hlotið hæsta eink- unn bæði í bóklegum fræðum og handavinnu, enda var hún greind kona og athugul um marga hluti, í bezta lagi. Vorið 1896 fluttist frú Guðrún að Halldórsstöðum og gekk að eiga eftirlifandi eiginmann sinn, Kristján Sigurðsson, er enn býr þar. Þegar hún tók við búsforráð- um var hún aðeins 21 árs að aldri. En þó hún væri eigi eldri kona, komu þegar í ljós ýmsir þeir kost- ir, er jafnan prýða góða húsmóð- ur. Varð þó heimili þeirra hjóna, þegar í byrjun, nokkuð umsvifa- mikið og gestkvæmt hefir verið þar ætíð. En hin unga húsfreyja sýndi það að hún gat fullnægt skyldum heimilisins með nær- gætni og stjórnsemi í öllum störf- um inn á við og sýnt snyrti- mennsku og myndarskap í öllum útlátum og framkomu gagnvart hinum mörgu gestum, er að garði báru. Og svo fór að lokum að Halldórsstaðaheimili varð í tölu hinna myndarlegustu heimila í sveitum, jafnframt því sem það varð öruggur griðastaður „gestum og' gangandi", þar sem séð var fyr- ir uppfylling á nauðsynlegum þörfum komumannsins, ekki ein- göngu með myndarlega framreidd- um matföngum, heldur og með hlýleik í allri aðbúð, glaðlegu við- móti og frjálsmannlegum og ó- þvinguðum umræðum, svo hver fékk notið sín eins og hann væri „heima“. Það var þessi fjölbreyttni gestrisniíinsr, sem eihkenndi HalJ- dórsstaðaheimilið, eins og öll önn- ur heimili þar sem íslenzk gest- risni á heima. Þó nægileg mat- föng séu á borð borin, verður það aldrei nema hálfur hlutur ís- lenzkrar gestrisni, ef vantar glað- værðina, hlýjuna og frjálslyndið í framkomu og mælt mál. — Þó segja megi að frú Guðrún hafi eigi ein byggt upp heimili þeirra hjóna og komið þeim svip á það, sem nú er,' þá er það vitanlegt, að enginn getur eignast gott og ánægjulegt heimili, nema þvi aðeins að konan — húsfreyjan, sé þar virkur þátt- takandi. Þar þarf sameinaða og' samstillta krafta, huga og handa, beggja húsbænda, til að eignast slíkt heimili, hvar sem er. Það þarf ráðdeild, manndómur og festa að sitja í öndvegi og ráða ráðum sínum til starfs og framkvæmda. En þegar svo er, er sigurinn oftast. vís. Og gleði sú, er jafnan fylgir hverjum unnum sigri, verður sam- eign beggja, og er hvöt til nýrra átaka — og sigra, unz tilteknu marki er náð. Slíkt lán féll þeim í skaut, frú Guðrúnu og manni hennar. — Frú Guðrún var bókhneigð í bezta lagi og las mikið, þegar tóm- stundir gáfust. — Eigi líkuðu henni allar bókmenntir sumra okkar yngri rithöfunda, þótti of- mikið gert að því af þeirra hálfu, að draga fram skuggahliðar mann- lífsins, beiskju þess, yfirsjónir og brot. Hún áleit þjóðinni hollara að ia að ,heyra meira frá bjartari hliðum lífsins, um sigur lífsins yfir örðugleikum ok baráttu hinna fá- tæku og hrjáðu. Henni fannst það svo sjálfsagt að hið góða í manns- sálinni fengi að sigra hið spillta og illa. Þessi skoðun hennar stóð í beinu sambandi við trú hennar, því frú Guðrún var einlæg trú- kona. Hún trúði á sannleikann í hverju máli, réttlætið og kærleik- ann. Og hún trúði á lífið sjálft, ó- endanlegt og ævarandi líf. Trú hennar var hiklaus, hrein og á- kveðin. í ljósi þeirrar trúar hlaut hún styrk í þrautum sínum, í sorg og — gleði. Og það sem mestu skipti var, að hún breytti eftir sinni trú, — sýndi trúna í verkun- um, meira en almennt gerist. Eitt af því, sem einkenndi hana í öllu hennar starfi, allri hennar fram- komu og breytni, og sem vafalaust hefir staðið í sambandi við henn- ar ákveðnu trúarstefnu, var, að láta æfinlega eitthvað gott af sér leiða. Hún vildi ætíð bæta úr neyð hins fátæka. Hún vildi hlúa að öllu því, er henni fannst veikt og lasburða, hún vildi verma hið kalda og hugga þá, sem hryggðin slær. Hún var ætíð reiðubúin að taka svari hinna undirokuðu og þeirra, er henni fundust verða fyr- ir hörðum og ómildum dómum. (Framh.). Oanslelk heldur íþróttafélagið Þór í Samkomuhúsi bæjarins laugard. 8. þ,m„ kl. io e. h. Hljómsveitin af Hótel Akureyri spilar. I. O. O. F. 110578*/2 Zfon. Almenn samkoma næstkomandi aunnudag kl. 8 30 e. h. Allir valkomnifi SKRAR yfir gjaldendur tekju- og eignaskatts í Akureyrarkaupstað árið 1937 og yfir gjaldendur til Lífeyrissjóðs, samkvæmt lögum um alþýðutryggingar, liggja frammi — almenningi til sýnis — á skrifstofu bæjarfógeta dagana 7. til 20. þ. m., að báðum dög- um meðtöldum. Kærum út af skránni skal skilað á skrifstofu bæjarstjóra innan loka framlagningarfrestsins. Akureyri 4. maí 1937. SKATTANEFNDIN. Opinbert uppboð verður haldið að Hrafnagili, þriðjudaginn 18. maí næstkomandi og hefst á hádegi. Verða þar seldir ýmsir búsmunir og, ef viðunandi boð fást, 2 — 3 kýr, 1 dráttarhestur og ef til vill nokkuð af sauðfé. Söluskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. Hrafnagil, 5. maí 1937. Hólmgeir Þorsteinsson. Rafsuðuvélar, 3 tegundir, nýkomnar. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeild. Guðsþjónustur i Grundarþingapresta- kalli: Grund á hvitasunnudag kl. 12 á hád. (ferming). Kaupangi, annan í hvíta- sunnu kl. 12 á hád. Munkaþverá, sunnu- daginn 23. maí, kl. 1 e. h. (Safnaðar- fundur). Halldóra Bjarnadóttir, sem er á förum vestur um haf til ársvistar þar, biður >^Dag« að skila kærri kveðju til vina og kunningja hér norðanlands. Halldóra fer að nokkru leyti á vegum Þjóðræknisfé- lagsins og kvenfélaga vestan hafs og hefur íslenzka heimilisiðnaðarsýningu meðferðis. Ársritið »H1 ín« kemur ekki út í haust vegna fjarvern ritstjórans. Hjónaband. Ungfrú Margarete Bahr og Frank Híiter sápugerðarforstjóri. Hundrað ár voru fyrir skömmu liðin, síðan rússneska skáldið Aleksander Pusj- kin fæddist. Var þessa minnzt viða um lönd. Á öðrum stað hér í blaðinu birtist smákvæði eftir skáldið, þýtt af mag. Geir Jónassyni. Dánardægur. Þann 22. apríl sl. andað- ist hér á Sjúkrahúsinu Jóhann Christen- sen, fyrrv. kaupmaður, 74 ára gamall. Var hann danskur maður, en koin hingað að Höepfnersverzlun 16 ára gamall, varð síðan verzlunarstjóri þeirrar verzlunar og kaupmaður urn skeið. Ungur gekk hann að eiga eftirlifandi ekkju sína, Ni- coline f. Jensen hóteleiganda hér í bæ. Christensen sál. var ætíð vinsæll og vel látinn maður og samdi sig vel að siðum og háttum islendinga. Halldór Halldórsson, unglingspiltur frá Tréstöðum, drukknaði við Oddeyrartanga í fyrri viku. Talið er líklegt að hann hafi fengið aðsvif og dottið í sjóinn út Öryggju á Tanga.num, LjósiHyndastoían í Qránufélagfsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 11 f.h. til kl. 6 e.h. Niðursell verð í maí og júní. Guðrún Funch-Rasmussen. Saumastofa fyrir kjóla, kápur og dragtir tekur til starfa um næstu helgi í Gránufélagsg. 21, Ak. Guðrún Funch-Rasmussen. Húsnæði óskast. 3 herbergi og eldhús nú þegar eða 14. maí. Upplýsingar á Hótel Akurcyri. • yFáheyrt slys vildi til í Reykjavík um fyrri helgi. Bíll var keyrður fram af bryggjuhaus í sjóinn. I bílnum voru þrír menn, bifreiðarstjórinn, Gunnlaugur Bjarnason að nafni, og tveir lögreglu- þjónar. Hét annar þeirra Geir Sigurðs- son en hinn Ármann. Tveir þeirra, Gunnlaugur og Geir, drukknuðu, en Ár- manni var bjargað með naumindum. Um orsök slyssins er ókunnugt. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentverk Odds Björnssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.