Dagur - 07.05.1937, Blaðsíða 1

Dagur - 07.05.1937, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. XX. árg. Akureyri 7. maí 1937. J 19. tbl. Sann^jarn miHffoklkiir á að ráða á Hvemig heíði Kveldúlfsmálinu lyklað, ef Framsóknarflokkurinn hefði ekki miðlað málum? Það er almennt viðurkennt, að aðalviðfangsefni 20. aldarinnar í stjómarfarslegu tilliti sé skipting arðsins. Með verksmiðjunum hefir komið fram auðkúgun og fjár- dráttur verksmiðjuhöldanna Þeirra draumur er að geta lifað ó- hófslífi á kostnað hins vinnandi fjölda. Alstaðar eru það þessir stóriðjuhöldar, sem skipa innstu sæti hjá íhaldsflokkunum. Hér á landi þekkjast þessir menn bezt frá stórútgerðinni. En lítum svo til hins vinnandi fjölda, sem skipar sér í andstæða fylkingu við íhaldsöflin og stórat- vinnurekendurna. Hans hlutskipti er að þræla í þjónustu fárra auð- kýfinga. Verksmiðjulýður stór- borganna er oft menningarsnauð- ur, og þegar hann rís upp gegn ranglætinu, sem hann er beittur, sér hann ekki nema aðeins eitt ráð til úrbóta: Ráð byltinga og ger- breytinga. „Alræði öreiganna“ verður lausnarorðið, sem þeir hyggjast að lækna með heiminn. Óp þessa fjölda berast til fjar- lægra landa og eru þýdd á ótal tungumál, einnig þar sem þetta lausnarorð á illa við um staðhætti alla. Þegar þessum ólíku fylkingum lendir saman í Hjaðningavígum, fara mörg menningarverðmæti forgörðum. Barizt er svo, unz yfir lýkur, og á eftir ræður í löndun- um einræði í mynd Fasisma og Kommúnisma. — Þannig gengur til í öllum þeim löndum, sem ekki eiga sanngjarna miðflokka, er miðla málum, og bera klæði á vopn öfgaflokkanna. Þessir mið- flokkar eru verðir lýðræðisskipu- lagsins í öllum löndum. Saga undanfarinna 10 ára hér á landi sannar okkur þetta. Við höf- um verið svo gæfusamir, íslend- ingar, að eiga frjálslyndan og ör- uggan miðflokk, — Framsóknar- flokkinn. — Hann hefir verið það lóðið á metaskálunum, sem ráðið hefir úrslitum. Þess vegna hefir tekizt að halda öfgunum í skefj- um, bæði til hægri og vinstri. Framsóknarflokkurinn er flokk- ui bænda landsins og annarra smáframleiðenda, sem hvorki eiga fyllilega samleið með atvinnurek- endum stórrekstursins eða verka- mönnum. Það eru samvinnumenn lundsins, sem hafa borið gæfu til að miðla hér málum og vernda lýðræðisskipulagið. — Bezta ráðið til að vernda friðinn í landinu, af- komu þjóðarinnar og lýðræðið, er að gera Framsóknarflokkinn sem sterkastan á löggjafarþingi þjóðar- innar. Á síðasta Alþingi kom fyrir eitt mál, sem sýndi glöggt nauðsyn þess að hafa víðsýnan miðflokk í þinginu. Það var Kveldúlfsmálið. Alþýðuflokkurinn, sem farið hefir með stjórn landsins undanfarin 3 ár með Framsóknarflokknum, var farinn að óttast kommúnistana. Hinir róttæku og ábyrgðarlausu menn í flokknum náðu yfirráðun- um, og hugðust í einni svipan að að geta þjóðnýtt mikið af togara- flotanum með því að fara ofurlitl- ar krókaleiðir. Þeir vildu taka fram fyrir hendur bankanna, og láta Alþingi gera ráðstafanir til að gera upp stærsta útgerðarfélag landsins, h.f. Kveldúlf. Þó að Kveldúlfur sé skuldugasta stórat- vinnufyrirtæki í landinu, tókst þó Thorsbræðrum að sannfæra alla aðalmenn íhaldsins í þinginu um það, að hann ætti ekki aðeins að starfa áfram, heldur ætti Lands- bankinn að gefa honum eftir geysilega fjárupphæð. Og svo smekklegt var íhaldið, að láta Ólaf Thors sjálfan mæla fjársukki Kveldúlfs bót í þinginu. Þannig stóðu öfgarnar hvor á móti annari, þegar Framsóknar- flokkurinn greip inn í málið. Sósíalistar höfðu reiknað skakkt. Þeir héldu, að annaðhvort yrðu Framsóknarmenn að ganga inn á uppgjör Kveldúlfs og þjóðnýtingu togaranna á eftir, eða taka á sig ábyrgð á fjársukkinu í Kveldúlfi eins og íhaldið. En Framsóknar- menn gerðu hvorugt. Þeir völdu skynsömustu leiðina, og sýndu með því, að þeir víkfa ekki fet út Alþingi. frá sinni stefnu, og eru, sem mið- flokkur, bezt til þess fallnir að ráða fram úr hinum þýðingar- \iestu vandamálum. Framsóknarflokkurinn þröngv- aði Kveldúlfsmönnum til að veð- setja Landsbankanum eignir fyrir 1 milljón króna, sem þeir höfðu dregið út úr fyrirtækinu. Þeir settu þeim það skilyrði, að fækka framkvæmdastjórum úr 5 niður í 2, og þeir kröfðust þess, að Kveld- úlfur yrði settur undir eftirlit tveggja manna, sem Landsbankinn útnefndi, og ættu þeir aðgang að öllum skjölum félagsins og bók- um. Hvervetna um land hefir stefna Framsóknarflokksins mælzt vel fyrir meðal hinna gætnari og hyggnari manna. Og betur en nokkru sinni áður hafa menn sannfærzt um það, að með því er málefnum landsins bezt borgið, að Framsóknarflokkurinn sé sem (Frh. á 4. síðu). Jvar má eg leysa Síðan fregnir um hina algeru sameiningu „Bændaflokksins“ við íhaldið tóku að heyrast, hefir rifj- ast einkennilega ljóst upp fyrir mér sögn nokkur um bónda á Þremi í Eyjafirði og son hans. Sonurinn hafði svo mikið föður- ríki, að hann var eigi sjálfráður að því hvar hann gengi örna sinna, heldur varð hann að spyrja föður sinn nákvæmlega um það í hvert skipti. Það má áreiðanlega leita lengi að þeirri dæmisögu, sem betur mundi eiga við um 'samband „Bænda“-flokksins við íhaldið, en þessi sögn um feðgana á Þremi. „Bænda“-flokkurinn á upphaf sitt og alla tilveru íhaldinu að þakka, enda hefir það komið skírt í ljós undanfarið, að íhaldsforkólfarnir þykjast hvert bein eiga í mann- greyjum þeim, sem nefna sig þó bænda-„vini“. Og nú dregur senn að þeirri úrslitastund um þetta efni, þegar faðirinn ættleiðir son- inn „löglega11, og uppvíst verður að íhaldið og „Bænda“-flokkurinn hafa sameiginlegt framboð þing- NÝJA BÍÓ «— Föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: „Víking- urinnM. Amerísk stórmynd í 12 þátt- um, tekiu eftir hinni heims- frægu skáldsögu CAPTAIN blood eftir Rafael Sabatine. Aðalhlutverkin leika: Errol Flynn og Olivia de Havilland. Mikilfengleiki og æfintýra- blær hinnar frægu sögu nýtur sín fullkomlega i myndinni, sem er talinn einhver stærsti sigur fyrir ameríska kvik- myndali§t. — »Víkingurinn« er læknirinn Peter Blood, sem seldur er þrælasölu til Austurlanda, en tekst að flýja og gerist síðan frægasti sjó- ræningi síns tíma. — Peter Blood er leikinn af enska leikaranum ElTOl Flynn, sem hefir hlotið heimsfrægð fyrir glæsilegan leik i þessu hlutv. Börn yngri en 14 ára fá ekki aðgang. biixnr, íaðir éb?“ mannaefna í kjördæmum landsins við í hönd farandi kosningar. Ef einhver skyldi hafa trúað því hingað til að „Bænda“-flokkurinn væri verðugur einhvers trausts í samvinnu- og menningarmálum, þá er nú kominn tími til fyrir þann sama að láta af þeirri sann- færingu' sinni. Lítill flokkur sem, eins og „Bænda“-flokkurinn nú, festir ættartengsl við íhald sér sterkara, þarf engrar miskunnar eða frelsis að vænta á því heimili. Hann er sonurinn. Og hann mun alltaf þurfa að spyrja: Hvar má ég leysa buxurnar, faðir minn? En þegar leyfis þarf að spyrja jafnvel í þeim efnum, hversu mun þá fara í stærri málunum? Kjósendur góðir! Munið það við kjörborðið 20. júní n. k., að það hefir jafnan verið stefna íhaldsins að hindra hvert gott málefni, hefta viðreisnina í landinu, eigi sízt með því að þrengja kosti samvinnufé- laganna. Samkvæmt þeirri stefnu sinni mun það starfa, ef það kemst til valda, og — láta „Bænda"- flokkinn hjálpa sér til þess, S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.