Dagur - 18.05.1937, Page 3
22. tbl.
DAGUR
89
„Bændablaðið“,
Garðar
og höfnin á Dalvík.
Minnisblað fyrir
)Bændaflokksu-menn.
III.
»En hvernig vill Heimdallur svara þessum spurningum:
»Hvenær hefir Sjálfstæðisflokkurinn reynzt landi sínu trúr?«
»Hvenær hefir Heimdallur reynzt landi sínu trúr?«
»Hvenær hefir Sjálfstæðisfiokkurinn barizt fyrir sóma
Iandsins?«
»Hvenær hefir Heimdallur barizt fyrir sóma landsins?«
»Hvenær hefir Sjálfstæðisflokkurinn barizt fyrir sjálfstæði
landsins?«
»Hvenær hefir Heimdallur barizt fyrir sjálfstæði Iandsins?«
»Allir aðrir en Heimdallur munu svara þessu á einn veg:
Aldrei«. (Framsókn 20. tbl. 1933).
Bændaflokksforingjarnir hafa nú myndað »Breiðfylkingu«
með þeim flokki, sem að sjálfra þeirra dómi hefir aldrei
reynzt landi sínu trúr, aldrei barizt fyrir sóma landsins og
aldrei barizt fyrir sjálfstæði landsins, þó að flokkurinn nefni
sig Sjálfstæðisflokk.
Geta nokkrir kjósendur, sem vilja reynast landi sínu trúir,
sem einhverju láta sig skifta sóma landsins og sjálfstæði
þess, fylgt slíkri »Breiðfylkingu« við kosningar til Alþingis ?
Pví svara kjósendur 20. júní næstkomandi.
„Bændablaðinu“ og Garðari
Þorsteinssyni hefir orðið órótt út
af því, að mér tókst að fá tillögu
samþykkta í fjárveitinganefnd Al-
þingis, sem vonandi verður til að
tryggja framgang hafnármálsins á
Dalvík á næsta þingi.
„Bændablaðið“ ríður á vaðið
með grein, er það nefnir „Sex ára
svefn“. Má segja að þar vantar
ekki illkvittnina í garð okkar
þingmanna Eyfirðinga, en þó tek-
ur hitt út yfir, hvað ritsmíð þessi
er bjánalega vitlaus. Það er eins
og blaðið hafi enga hugmynd um
það, að til hafnargerðarinnar
verða Svarfdælingar sjálfir að
leggja fram stórfé á móti ríkis-
sjóði, eins og allir aðrir, sem í
slík stórvirki ráðast, og að málið
þurfti margháttaðs undirbúnings
heima í héraði. Meðan sá undir-
búningur fór fram, segir blaðið að
málið hafi sofið og kennir okkur
þingmönnunum um. Heldur það
að Svarfdælingum hefði verið
greiði ger með því, að við hefðum
farið að flytja tillögur um þetta
á Alþingi, áður en þeir sjálfir
voru tilbúnir? Vill ekki blaðið
spyrja þá sjálfa? Annars er þessi
„Bændablaðs“-ritsmíð ekki svara-
verð og læt ég úttalað um hana.
Þá skrifar Garðar Þorsteinsson
um þetta mál í 19. tölubl. „íslend-
ings“ og ber að játa það, að mikl-
um mun er grein hans skárri,
heldur en sú í „Bændablaðinu“,
þó efasamt sé hvaða gagn hún
gerir málinu. Garðar fer mörgum
fögrum orðum um áhuga „Sjálf-
stæðismanna“ á hafnarmáli Dal-
víkur. Ég hefi ekki fyrr orðið
þessa áhuga var, en það gleður
mig að heyra, að hann sé fyrir
hendi og vonandi dofnar hann
ekki eftir kosningarnar. En hvað
sem þessum áhuga líður, þá er
hitt rétt, sem „Svarfdælingur“
segir í „Degi“, að rödd kom frá
„Sjálfstæðismanni“ í fjárveitinga-
nefnd, þegar ég bar tillögu mína
þar fram, um að ekki væri hægt
að greiða atkvæði um hana þá
þegar, og 'út af því frestaði for-
maður atkvæðagreiðslu til næsta
dags. Þetta er satt, hvað mörg
simskeyti sem Garðar hirtir til að
mótmœla því (menn athugi
skeyti Jóns á Reynistað). Garðar
afsakar flokksbræður sína, sem
ekki komu á næsta fund og ekki
greiddu atkvæði um tillöguna,
með því að ekki hafi verið vitað
fyrirfram að atkvæðagreiðslan
færi fram á fundinum. Þetta er
rangt. Ég gaf það eftir á fyrri
fundinum, að atkvæðagreiðslu
yrði frestað, með því ófrávíkjan-
lega skilyrði, að hún fœri fram á
nœsta fundi. Allir nefndarmenn
vissu því, eða áttu að minnsta
kosti að vita, að atkvæðagreiðslan
mundi yerða.. Hitt er svo annað
mál, að ýmsar aðrar ástæður,
heldur en áhugaleysi fyrir málinu
eða andstaða gegn því, gátu vald-
ið því, að menn komu ekki á
fund. Annir þingmanna voru auð-
vitað miklar síðustu daga þings-
ins o.. s, frv. Ég legg því engan
dóm á orsakirnar til þess, að 3
„Sjálfstæðismenn“ vantaði. Ann-
ars verð ég að segja það, að mér
þykir símskeyti Þorsteins Þor-
steinssonar dálítið skrítið. Hann
var sá eini af „sjálfstæðismönn-
unum“, sem var viðstaddur at-
kvæðagreiðsluna, og þegar tillag-
an var borin upp, greiddi hann í
fyrstu ekki atkvæði, en þegar við
hinir 5 höfðum greitt atkvæði
með tillögunni, sagði hann að það
mætti bæta sér við. Tillagan var
því bókuð samþykkt með 6 atkv.
Ef til vill birtir Garðar nýtt
skeyti frá Þorsteini um að þetta
sé lygi, en það er nú satt engu að
síður. En sem sagt: úr því Garðar
lýsir yfir þessum mikla áhuga
„Sjálfstæðismanna“ á málinu, þá
aðeins gleður það mig og skal ég
ekki vera að draga neitt úr því,
en þá ætti hann ekki heldur að
vera með getsakir og illkvittni í
minn garð út af þessu máli.
Garðar segir, að ég hafi ekki
borið tillöguna fram af áhuga fyr-
ir málinu, heldur sem „kosninga-
beitu“, og færir sem rök fyrir
þessu, að ég hafi ekki borið hana
fram fyrr en 19. apríl. Þessi rök-
semd hefði verið „Bændablaðinu“
samboðin, en frá alþingismanni er
hún næsta fávísleg. Fjárveitinga-
nefnd var að fjalla um fjárlaga-
frumv. fyrir árið 1938, og mein-
ingin var auðvitað sú, að fá fjár-
veitingu og ábyrgðarheimild
tekna upp á fjárlögin, hefðu þau
verið afgreidd á þinginu. En þeg-
ar það lá fyrir, að þingið yrði rof-
ið og fjárlög ekki afgreidd, bar ég
fram tillögu um að skora á stjórn-
ina að taka þetta upp á fjárlaga-
frumvarp fyrir árið 1938. Slíka
tillögu var ekki hœgi að hera
fram, fyrr en fullvíst var að þing-
rof mundi verða. Það hlýtur
Garðar að sjá við nánari athugun.
Nú var að vísu nokkuð lengi
grunur um það, að til þingrofs
mundi draga, en formlega lá ekk-
ert fyrir um það fyrr en 16. apríl
að kvöldi, og fyrr var þessi tillaga
ekki frambærileg. Ég bar hana
því fram við fyrsta tækifœri.
En út af þessu „kosningabeitu“-
tali Garðars að öðru leyti vil ég
taka fram eftirfarandi: Eins og
Garðar getur um, kom Þorsteinn
Jónsson, oddviti Svarfaðardals-
hrepps, suður til Reykjavíkur, á
meðan á þingi stóð, til að vinna
að framgangi hafnarmálsins, mun
hann hafa átt tal við ýmsa þing-
menn um málið úr öllum flokk-
um, meðal annars kom hann á
fund fjárveitinganefndar og ræddi
málið við hana, mun það hafa átt
mikinn þátt í því, hvað málið
fékk góðar undirtektir í nefnd-
inni. Eftir að Þorsteinn fór heim,
áttum við alloft símtal um málið
og horfur fyrir framgangi þess.
Þegar sjáanlegt var orðið að til
þingrofs mundi draga og að fjár-
lög yrðu ekki afgreidd, sagði ég
auðvitað Þorsteini frá því, bað
hann mig þá, ef mögulegt væri,
að koma því við, að fá samt sem
áður umsögn fjárveitinganefndar
um málið, því ef sú umsögn væri
málinu í vil, mundi það hafa
mikla þýðingu fyrir framgang
þess síðar. Með því að ég var hon-
um sammála um það, að meðmæli
fjárveitinganefndar nú mundu að
minnsta kosti frekar bæta fyrir
málinu, þá bar ég þessa tillögu,
sem Garðari er svo illa við og ger-
ir svo lítið úr, fram og fékk hana
samþykkta. Þetta er þá „kosninga-
beitan“. Að Þorsteini Jónssyni
hafi verið það kappsmál að út-
vega mér „kosningabeitu“ er ekki
sérlega trúlegt, því þó hann sé
enginn ofstækismaður í stjórn-
málum, þá mun hann þó vera
andstæðingur minn. Nei, honum
gekk áreiðanlega til aðeins áhugi
fyrir málinu og mín meining var
einnig sú ein, að greiða fyrir því,
en slík aðstaða er Garðari kann-
ske óskiljanleg.
Um þýðingu þessarar tillögu má
auðvitað deila. Það er að vísu
rétt, að hún er engin bindandi
samþykkt þingsins, en þó er hún
ekki eins þýðingarlítil og Garðar
vill vera láta. Eða getur hann
nefnt þess dæmi úr þingsögunni,
að mál, sem fjárveitinganefnd
mælir einróma með, hafi fallið á
næsta þingi, jafnvel þó kosningar
hafi verið á milli? Ég man það
frá árinu 1931, þegar þingrof var
eins og nú, að mál, sem fjárveit-
inganefnd var búin að undirbúa á
vetrai'þinginu (fyrir þingrofið)
Þakkarávarp.
Innilegt þakklœti fœrum við
öllum þeim, sem veittu okkur
hjálp og fœrðu okkur gjafir
er við i vetur urðum fyrir því
tjóni að missa eigúr okkar þeg-
ar bœrinn d Nunnuhóli brann.
Sigurrós Sigtryggsdóttir,
Sigtryggur Sigtryggsson,
frá Nunnuhóli.
gengu greiðlega fram á sumar-
þinginu, þó kosningar væru í
millitíðinni. Ég hika því ekki við
að segja, að samþykkt þessarar
margnefndu tillögu er eitt spor
stigið áfram í hafnarmáli Dal-
víkur.
Bernh. Stefánsson.
Músin, sem öskraði.
Síðan Þorsteinn Briem og Jón í
Dal fengu opinberlega leyfi til
þess að hreiðra sig innan klæða
hjá íhaldinu, eru þeir farnir að
bera sig svo borginmannlega að
‘gefa út blað á Akureyri. Flytur
það gamlar Morgunblaðstuggur og
lætur all-dólgslega. Er þetta allra
líkast því, þegar músin komst í
lekabyttuna undir brennivíns-
tunnunni, og eftir að hafa hresst
sig á henni, stökk upp á kassa og
öskraði: „Látið þið nú helv. kött-
inn koma.“
Helga Sigurðardóttir matreiðslukona
kemur hingað með »Ooðafossi« 21. þ. m.
Hefir hún hér námskeið í allskonar mat-
reiðslu og kennir í deildum, eftir því
sem við á fyrir nemendur. Að kvöldinu
kennir hún skrifstofu- og búðarstúlkum.
Eftir komu sína verður hún til viðtals á
Hótel Goðafoss,