Dagur - 20.05.1937, Síða 1

Dagur - 20.05.1937, Síða 1
DAOUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddag-i fyrir 1. júlí. XX. •-# t f < árg. { Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. • • • • « ••• •-•• Akureyri 20. maí 1937. 1 23. tbl. BlalS koiitiiiista NÝJABíó ræðst á K. E. A., af því að félagið vill auka atvinnu verkafólks a Akureyri. Foringjar kommúnista vilja taxta, en r r to. í tveimur síðustu blöðum „Verkamannsins“ birtast árásar- greinar á Kaupfélag Eyfirðinga í sambandi við kaup félagsins á fiski, flutningi hans hingað og verkun hér á staðnum. Af því að í greinum þessum er hrúgað upp ósannindum og blekk- ingum, skal mál þetta upplýst nokkuð, svo að almenningi gefist kostur á að sjá blekkingar komm- únistablaðsins. Á síðastl. vetri gerði Kaupfél- Eyf. tilraunir og undirbúning til þess að kaupa fisk á Suðurlandi og flytja hann hingað norður til verkunar. í þetta var ráðizt ein- göngu með það fyrir augum að auka atvinnu hér yfir vorið og sumarið. Félagið hefir keypt all- mikið af ufsa í Reykjavík og bæði þorsk og ufsa í Vestmannaeyjum. Reykjavíkur-ufsinn er þegar hing- að kominn, en allur Vestmanna- eyjafiskurinn er enn þar í Eyjum. Þegar félagið gerði fiskkaup þessi, voru allir útreikningar mið- aðir við þá-verandi kauptaxta og kaupgjald við fiskvinnu og verk- un fiskjarins. En síðan er settur nýr kauptaxti af Verklýðsfélagi Akureyrar, þar sem kaup við þessa vinnu er hækkað allveru- lega frá því, sem áður var. En eins og nú lítur út með fisksölu, er sýnilegt, að með hinum hækk- aða kauptaxta verður beint tap á þessari atvinnubótatilraun. Það hefði því verið alls óverjandi af stjórnendum félagsins að skaða það vitandi vits, með því að halda áfram á þeirri braut, er framund- an var í þessu máli. Voru þá tveir vegir fyrir höndum: Annar sá, að selja fiskinn óverkaðan úr landi, hinn að freista að komast að við- unandi samningum um kaupgjald- ið. Síðari leiðin var reynd, af því að það gat leitt af sér 35—50 þús. kr. atvinnuaukningu fyrir verka- fólk í bænum í sumar. Og eftir að málið hafði verið athugað af þeim aðilanum, sem kauptaxtann hafði sett, féllst hann á að láta það óá- talið og afskiptalaust, að niður- staða málsins yrði á þessa leið: Verkafólkið vinnur að fiskverk- uninni í ákvæðisvinnu, þar sem greiddar séu kr. 12 á skpd. fyrir þorsk og kr. 14 fyrir ufsa, þó þannig aö greitt sé upp í þetta lcaup samkvœmt taxta ársins 1936, og verður það LÁGMARKS- GREIÐSLA jyrir vinnuna. Ef þessi ákvæðisvinna leiðir í Ijós hagnað, greiðist verkafólkinu eftir á það, sem honum nemur. Svona liggur málið nú fyrir. Ef verkafólkið vill, getur það fengið atvinnu við fiskverkunina með þessum kjörum. Því er tryggt taxtakaup frá 1936 sem lágmark. Það skal og tekið'skýrt fram, að karlmenn eru með í ákvæðisvinn- unni engu síður en konur og með sömu skilyrðum og þær. Það eru því rakalaus ósannindi, þegar „Verkamaðurinn" segir, að það sé „mjög mikið vafamál“, hvort verkafólkið, sem ráðið er með þessum kjörum, fái greiddan „gamla taxtann“. þar sem því er einmitt tryggður hann sem lág- mark eins og að framan er greint. Allt raus „Verkamannsins“ um það, að fiskverkunarkonurnar eigi að „borga kauphækkun hinna“, eins og blaðið orðar það, er ein- tómt bull, þar sem karlmenn eru með í ákvæðisvinnunni og hlíta somu reglum og konur. „Verkamaðurinn" eggjar verka- fólkið fast á að standa nú saman og hrinda af sér „ósvífinni árás“. Þá sé „sigurinn auðunninn“. Hin „ósvífna árás“ er í því fólgin að bjóða verkafólkinu upp á 35—50 þús. kr. atvinnuaukningu í sumar. Hinn „auðunni sigur“ er í því falinn að fá verkafólk, þar á með- al konur og unglinga, til þess að þiggja ekki allt að 50 þús. kr. tekjuauka sér til handa í sumar. Hverjir njóta slíks sigurs? Ekki verkafólkið, því það situr aðeins eftir fátækara en ella. „Sigurinn“ hlýtur því eingöngu að felast í gleði kommúnistaforingjanna yfir því að sjá og vita verkafólkið bíða skaða. Hvílíkur sigur! Hér mun það reynast svo, að verkafólkið sjálft hafi vit fyrir „foringjunum“, því það mun meta meira raunverulega auknar tekj- ur sínar en hrópyrði „foringj- anna“ um hærri og hærri kaup- taxta á pappírnum. Verkafólk! Hvort viljið þið held- ur hafa háan taxta og litlar tekj- ur, eða lægri taxta og hærri tekj- ur? Það er spurningin, sem fyrir liggur og þið eigið að svara í þessu máli. Móðir Sankti Péturs. „Bændablaðið“ segir það nokk- uð skilmerkilega, að hin illu öfl í íhaldsflokknum hafi „ráðið úrslit- um í mikilsverðum málum.“ Þar með er því slegið föstu að það hafi verið illu heilli að íhaldið varð þess valdandi, að móðurskip „Bændaflokksins" varð til í síð- ustu kosningum. Skal á það fallizt að sá getnaður var óhappaverk og af illum rótum runninn. Þegar nú það er vitað, að á mannfundum, í blöðum og á Alþingi hefir þessum flokkum aldrei borið á milli í mik- ilsverðum málum, þá er ritstjóri ,.Bændablaðsins“ meira en meðal snápur að opinbera fyrir kjósend- um þetta ástand flokksins, um leið og hann tilkynnir alþjóð sam- einingu hans við þessi vondu öfl, þó raunar að innræti Bænda- flokks-foringjanna hafi alltaf gægzt undan sauðargærunni. Og því fólslegra er þetta, þegar I- haldið er að leggja á sig það erfiði Föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Ny mynd. að toga „Bændaflokkinn upp úr þeim heimkynnum, „þar sem eng- in von er um frelsun“, eins og stendur í Helgakveri, að þá skuli þeir vera að sparka í þá menn í íhaldinu, sem bágt eiga. Það minnir glöggt á hina frægu sögu um móður Sankti-Péturs. Að ganga í vatnið. Ritstjóri „Bændablaðsins" gerir það að umtalsefni, svona fyrir- fram, að hætt sé við að „Bænda- flokknum11 verði borið það á brýn að hann með sameiningunni við í- haldið afsali sér sjálfstæði(!!) sínu. Það er nú vitanlega mál út af fyrir sig þetta sjálfstæði fyrir flokk, sem allir vita að enga von hefir um eitt einasta þingsæti, ef hann stæði einn og óstuddur í kosningunum. En hitt er það, að ritstjórinn virðist haldinn af þeim kvíðasjúkleika, sem þjáir suma menn, þegar þeir eiga að fara í vatn, sem sé þeim, að gera 1 bux- urnar áður en þeir ganga í vatnið. Draumur. Mig dreymdi einkennilegan draum í nótt. Ég var staddur í einhverju ókunnu húsi með einum vini mínum, og þegar ég horfði út um gluggann, sá ég mann koma ríðandi á dökkum hesti, með lest í taumi. Fremur fannst mér maður- inn skuggalegur. Þegar hann kom nær, sá ég að þetta var Olafur Thors. Teymdi hann glámóttan Framhald á 4. siðu. t Móðlr okkar Olöf M. Þorsteinsdóttir andaðisl 13. þ. m. Jarðarfðrin fer fram fóstudaginn 21. niaí og hefst frá heimill hcnnar. Hafnarstraeti 01, kl. 1 e. h. liðrn, tengdabðrn og barnabðrn.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.