Dagur - 20.05.1937, Side 2
92
DAGUR
23. tbl.
„Og þannig mælti
Zaraþústra
„Mikill Iiávaði.
en Ififtil ull!“
Þegar formaður Sjálfstæðis-
flokksins, Ólafur Thors, var hér á
ferð á dögunum, til þess að setja
niður deilur í liði sínu og sætta
þær íhaldskempur, er sárast hafði
klæjað í framboð fyrir flokkinn
hér, við „valdatöku“ Sigurðar
dýralæknis, hélt hann að sjálf-
sögðu fund með mönnum sínum
og kannaði liðið. „íslendingi“ seg-
ist svo frá í feitletraðri fyrirsögn,
að Ólafur hafi haldið það „ágæta
ræðu“, enda birtir blaðið mjög ít-
arlegan útdrátt úr henni í langri
grein og segir, svo að engum sjá-
ist yfir það við lesturinn, að þar
hafi farið saman „kraftur, mál-
snilld og rökfimi afburðamanns-
ins“. Má til sanns vegar færa, að
krafturinn hafi verið talsverður,
en sá kraftur mun minna marga á
söguna um bóndann, er klippti
grísinn sinn, og þótti hávaðinn
mikill, en ullin lítil, enda er það
helzt um rökfimina að segja, að
ræðan mun einstakt plagg í ís-
lenzkri stjórnmálasögu — og er þá
langt til jafnað — svo frábær er
hún um óskammfeilni og hunda-
vaðshátt.
Ihaldið á
blðilsbuxuiiiini.
Það er raunar engin nýlunda, að
stjórnmálaflokkar lofi upp í erm-
ina sína fyrir kosningar, enda
munu flestir vitibornir kjósendur
fyrir löngu búnir að læra að meta
kosningaloforð þeirra með hæfi-
legum afslætti. Hins vegar eru
„stefnuskrár11, „áætlanir“ og
„kosningabombur“ flokkanna jafn-
an all fróðlegar til athugunar fyr-
ir athugula og gagnrýna lesendur.
Og stefnuskrá sú, er Ólafur Thors
leggur nú fram fyrir hönd flokks
síns, er sannarlega fróðleg og
skemmtileg, þegar hún er lesin
með hliðsjón af forsögu flokksins
og afskiptum hans af þjóðmálun-
um frá upphafi. Sýnir ræðan, að
Ólafur er bráðhnittinn og kald-
hæðinn öfugmælasmiður, sem
„Spegillinn“ gæti verið fullsæmd-
ur af að hafa fyrir ritstjóra. En
seinheppin verða þau öfugmæli þó
í munni formanns „Sjálfstæðis-
flokksins“. Þá má og greinilega
ráða það af ræðu Thors, hvar í-
haldið hyggur nú helzt á land-
vinninga og kjósendaveiðar.
Flokkurinn þarf ekki að semja
stefnuskrá er gangi í augu hinna
prúðu manna, er mynda hinn ó-
brotgjarna kjarna hans, stórbrask-
aranna og stórútgerðarhöldanna.
Slíkir menn vita vel, hvaðan vind-
urinn blæs, þótt Ólafur fægi ekki
stél sitt framan í þá, þegar hann
er að tala við „háttvirta kjósend-
ur“. Hann má gjarnan þeirra
vegna semja „áætlun“, sem líkleg
sé til að ganga í augu fjöldans, og
krydda hana jafnvel með „marx-
istisku" gjálfri og róttækum víg-
orðum. Því nú er verið að biðla
til smákaupmannanna, smáútvegs-
mannanna, millistéttarfólksins,
verkamanna í sveit og við sjó og
allrar annarrar alþýðu, sem kynni
að vera svo heimsk að gína við
agninu. Ólafur forsmáir jafnvel
ekki alveg að útbúa „prógramat-
riði“ fyrir „mennina með mosann
í skegginu“, þótt bændadeild áróð-
ursstarfseminnar sé þó auðvitað
fyrst og fremst ætlað að sjá fyrir
hæfilegri tálbeitu handa þeim lýð.
íhaldsforingjarnir eru ekkert
smeykir við að svíkja þessa menn
seinna. Þeir treysta „fánaliðinu11
þrautæfða úr Kveldúlfsportinu til
þess að kenna þeim hæversku og
undirgefni, þegar þeir færu að
ganga eftir efndunum að „sigrin-
um“ afstöðnum.
Þá er og stefnuskrá „breiðfylk-
ingarinnar“, eins og Ólafur lýsir
henni, ný rök fyrir málstað þeirra
manna, er varað hafa við nazista-
hættunni í íhaldsflokknum. Hún
sver sig svo greinilega í ætt við
„hina 25 punkta“, stefnuskrá Hit-
lers fyrir valdatöku hans, en sú
stefnuskrá var, svo sem kunnugt
er, soðin saman úr vinsælustu
stefnumálum og girnilegasta lýð-
skrumi allra mögulegra flokka og
dró ekki sízt — þótt merkilegt
megi kallast — dám af vígorðum
og kosningabrellum sósíalista og
jafnvel kommúnista. Hitler tókst
að svæfa gagnrýni nægilega
margra kjósenda til þess að hon-
um var kleyft að rýja þýzku þjóð-
ina flestum mannréttindum,
prentfrelsi, málfrelsi, skoðana-
frelsi, og hneppa allt, er á móti
reis, í fangabúðir með tilstyrk
„fánaliðsins“ úr hinu þýzka
Kveldúlfsporti. Nú er eftir að vita,
hvort íslenzkir kjósendur renna
jafn auðveldlega á agn hinnar
nýju „breiðfylkingar“.
14 punklar Ólafts.
Ólafur skiptir lýðskrumi sínu í
„punkta“ að sið Hitlers, svo að
kjósendur megi fremur hafa yfir-
sýn nokkra um hið fyrirheitna
land íhaldsins. En rausn Ólafs er
þó sýnu minni en Hitlers, því að
punktar hans eru aðeins 14, en
Hitlers 25, og tókst honum þó að
svíkja þá alla. Gæti þetta bent á,
að Hitler sé öllu frjósamari andi
en Ólafur.
Thors byrjar að sjálfsögðu á því
að ganga af öllu atvinnuleysi
dauðu í landinu með „einstak-
lingsframtaki" einu saman, en
annars með tvær hendur tómar,
og er það rösklega gert af íhalds-
manni. Ekki þykir honum þó ó-
maksins vert að geta þess, hvern-
ig þetta megi verða, nema hvað.
„flokkurinn ætlar og skal bera á
það öll þau vopn, sem þurfa muni
til þess að ráða við það.“ Og
kappinn klykkir út með því, að
koma hér á „heiðvirðu og réttlátu
stjórnarfari og ráðvendni í með-
ferð opinbers fjár.“ Er þetta
sniðulega gert af flokki, sem var-
ið hefir framferði allra stærstu
fjárglæframanna, veiðiþjófa, at-
kvæða-falsara, -síldarmála og
-mjólkurflösku-1 ögbrjóta þessa
lands. Allt hér á milli er og á
sömu bókina lært: Fiskveiðasjóð-
ur á að fá 12 milljónir handa sjáv-
arútveginum og margt fleira, sem
honum má að gagni koma. Teknar
skulu upp „breyttar og bættar að-
ferðir í verkun og sölu fiskjar,“
þótt Ólaf og hans nóta óraði
aldrei fyrir slíku, meðan þeir
voru því sem næst einráðir um
meðferð aflans og dyttu slíkar
„hundakúnstir“ fyrst í hug, er hin
„rauða“ fiskimálanefnd var búin
að brjóta ísinn. Landhelgisgæzlan
skal efld með byggingu nýrra
varðskipa, sjálfsagt til að „passa
upp á“ hina dæmdu veiðiþjófa í
þingmannaliði „Sjálfstæðisflokks-
ins“, sbr. hól „Morgunblaðsins“ á
dögunum um „heiðarleik“ Jóns
Auðuns, eftir að uppvíst var orðið
um dulmálslykil hans, er saminn
var beinlínis með það fyrir augum
að hjálpa togurum Jóns að ræna
landhelgina í hans eigin kjördœmi.
Þá á landbúnaðurinn og að fá
mikið fé handa á milli, bændunum
á að fjölga, ræktunin að vaxa og
framleiðslan að auðveldast, svo að
all verður í „þessu fína lagi“ í
sveitunum. Flokkurinn hyggst að
berjast fyrir „óðalsrétti“ með því
að skipta óðulunum upp í smá-
býli(!) o. s. frv. o. s. frv.
Ekki gleymir „Sjálfstæðið“ iðn-
aðinum heldur. Ólafur ætlar að
leggja honum nægilegt reksturs-
íé, þótt „ísl.“ teldi það hér á dög-
unum eina hina svívirðilegustu
„kosningabombu" sósíalista að
tala um að ríkið legði ákveðnar
upphæðir í iðnlánasjóð. 'Eln-i at-
vinnuvegurinn, sem Ólafur gleym-
ir alveg, eftir sögusögn „Isl.“ að
dæma, er verzlunin. Hún er alls
ekki nefnd á nafn í hinum 14
-punktum! En hann ætlar að sjálf-
sögðu hinni útvöldu „þjóð“ sinni
að vita það, að hún á að fá allar
útlendar vörur, þar á meðal iðn-
aðarvörur, hömlulaust til sölu á
innlendum markaði, og þannig
skal hinum unga iðnaði lands-
manna, sem vitað er að margir
kaupsýslumenn líta mjög röngu
auga, veitt hægt andlát mitt í öllu
lánsfé sínu! Og það sem meira er
um vert: Hann ætlar kaupmönn-
unum að vita það, að íhaldið er
fúst til að leggja kaupfélögin og
samvinnufélögin að velli og leyfa
möngurunum að hreiðra um sig í
bælinu þeirra. Þess vegna lofar
hann kaupmönnunum engu. Þeir
eru hans menn. Þeir skilja hann,
þótt hann þegi.
Ólafur gleymir líka gengismál-
inu alveg, þessu fjöreggi hinna
niðurfallssjúku bandamannasinna,
„bændavinanna“. En kaupmenn-
irnir vita líka, að honum er treyst-
andi til að stilla tungur þessara
orðhvötu manna, áður en til nokk-
urra framkvæmda kemur, er brot-
ið gætu í bága við hagsmuni
þeirra. Hannes er a. m. k. hans
„einka-eign“ og nú á hann ítök
nokkur í þeim öllum..
Enn eru ótalin fjöldamörg fríð-
indi, er Ólafur býður þjóðinni, ef
hún aðeins vill falla fram og til-
biðja hann. Hún á að fá skóla, raf-
veitur og yfirhöfuð allt eða ílest
það sem „íhaldsflokkurinn“ hefir
verið að draga á langinn og fjand-
skapast við undanfarin ár. Verka-
lýðurinn á að fá „sem hæstar árs-
tekjur,“ „vinnustaðir verði sem
heilsusamlegastir", en fyrst og
fremst eiga þó verkamenn að
njóta þessa staka „vinnufriðar11,
sem Thor Thors ætlar að skenkja
þeim með vinnulöggjöf sinni, af
kveldúlflegri náð og föðurkær-
leika!
En aðalafrekin eru þó enn ó-
talin: þjóðin á að fá greiðsluhalla-
laus fjárlög og fullan greiðslu-
jöfnuð. Og þessi fjármálabýsn
vii’ðast eiga að gerast á þann ein-
falda hátt, að mikið fé skal ýmist
lánað eða gefið öllum atvinnu-
greinum, en þær fái eftirgefna
tolla og skatta; með öðrum orð-
um: afkoma ríkissjóðs skal tryggð
með því, að greiða sem mest úr
honum en minnst í hann. Þetta er
skemmtileg lausn þessa vanda-
máls, og hljóta allir að vera á-
nægðir með hana!
Það sem Olafur gleyindi.
Af framanrituðu er ljóst, að Ól-
afur gleymdi í ræðu sinni öllum
ÁGÆT hafragrjón
í pökkum, fást í
Kaupfélag Eyfirðinga.
Nýlenduvörudeildin.