Dagur - 20.05.1937, Qupperneq 3
23. tbl.
DAGUR
93
Hafnarmál
Það er svo að sjá á dagblöðun-
um nú, að þau ætli að nota sem
landsmálaagn handa okkur Svarf-
dælingum hafnarmál Dalvíkur,
sem vitað er, að er okkar stærsta
mál nú, og sem ég hygg að óhætt
sé að segja að allir Svarfdælingar
standi óskiptir að. Mál, sem ég
veit fyrir víst, að hver kjósandi í
Svarfaðardal, af hvaða landsmála-
flokki sem hann er, ætlar sínum
fulltrúa að styðja til fulls frdm-
gangs, nái hann að taka sæti á
Alþingi. Hafnarmálið á Dalvík er
ekki pólitískt flokksmál í Svarfað-
ardal.
Það er einmitt þessi aðstaða
sveitunga minna, sem kemur mér
itl að rita þessar línur. Allar mis-
sagnir um málið tel ég hættulegar
og því til ófarnaðar.
Nú fyrir skömmu birtist í Degi
grein eftir Svarfdæling, sem ég
veit ekki hver er, enda skiptir það
engu máli. Grein þessi er að mín-
um dómi athugunarverð að
nokkru. Þó ég hinsvegar telji víst
— enda ber greinin það með sér
sjálf — að þar ráði meiru að höf-
undurinn veit ekki betur, en hitt,
að hann láti pólitískan lit ráða
penna sínum.
Tölur þær, sem hann tekur upp
í grein sína úr hafnarlögum Dal-
víkur, eru rétt til færðar, eins og
lögin gera ráð fyrir að sú höfn
kosti, er þau eru sniðin við, en
hann getur hins ekki, að sú fyrir-
hugaða höfn nú er nokkru dýrari
og önnur en þau eru byggð á.
Af umræddri grein virðist mega
ráða, að greinarhöfundur telji, að
hafnarmálið hafi aldrei átt, og eigi
nú engan stuðning frá neinum
öðrum þingflokki en Framsóknar-
flokknum, og þá heldur ekki
heima í héraði.
Mér er ekki kunnugt um afstöðu
einstakra þingmanna annarra
flokka en Framsóknarflokksins á
því þingi, er lögin voru samþykkt,
en hitt veit ég, að eitthvað af
Sjálfstæðisflokksmönnum greiddi
þeim atkvæði, en að sjálfsögðu
fyrir atbeina Framsóknarflokksins
og þá fyrst og fremst þingmanna
hjartfólgnustu hagsmunamálum
einlægustu fylgismanna sinna úr
„breiðfylkingunni“ fyrir einskær-
um náungakærleika í garð fjöld-
ans og allrar alþýðu. En hann
gleymdi líka ýmsu öðru: Hann
gleymdi að geta þess, hvaða að-
ferðum flokkur hans hyggst að
beita til að gera a. m. k. eitthvert
brot þessara fögru loforða að
veruleika. Hann gleymdi fortíð
flokksins og hinum alræmda orð-
stír ýmsra helztu foringja hans.
Hann gleymdi því, að kjósendur
landsins hafa áður sýnt það við
kjörborðið, að þeir gleyma ekki.
Hann gleymdi, þegar öllu er á
botninn hvolft, öllu nema stóru
orðunum. Það er von að aumingja
„íslendingur“ falli í stafi yfir
kraftinum, málsnilldinni og rök-
fiminni!
Dalvíkur.
Eyjafjarðarsýslu. — Framsóknar-
flokkurinn stóð óskiptur að því
máli þá, sem hann og gerir enn.
Það skal ennfremur tekið fram,
enda er mér það ljúft og skylt, að
sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu tók á
nýafstöðnum sýslufundi á sýsluiia
ábyrgð þá, er hafnarlög Dalvíkur
gera að skilyrði fyrir hafnarbygg-
ingunni, og að þeirri málaleitun
Svarfdælinga studdu með atkvæði
sínu sýslunefndarmenn úr öllum
flokkunum þremur, Framsóknar-
ílokknum, Bændaflokknum og
Sjálfstæðisflokknum, þó sá stuðn-
ingur væri óskiptastur hjá Fram-
sóknarflokksmönnum.
Þessa tel ég rétt að geta, til að
taka fyrir misskilning, er mér
virðist umrædd grein geta gefið
tilefni til, en skal að öðru leyti
ekki fjölyrða um hana.
Þann 12. maí sl. birtist svo for-
ustugrein í Bændablaðinu, með
fyrirsögninni „Eftir 6 ára svefn“.
Grein þessi ræðir um hafnarmál
Dalvíkur á þeim grundvelli, að sú
kyrrstaða, sem komst á það mál, af
þeim sökum, að Svarfdælir voru
ekki undir búnir að leggja sinn
hluta kostnaðar mannvirkisins
fram, sé að kenna þingmönnum
kjördæmisins. Þeir hafi „gleymt“,
eins og blaðið orðar það, hafnar-
málinu á Dalvík, þar til nú að
kosningar standi fyrir dyrum, þeir
beri ábyrgðina á því að málið er
ekki komið í framkvæmd. Ég segi
nú bara: „Fyrr má nú rota, en
dauðrota.“ Fyrr má nú affæra það
rétta, en snúa því alveg við.
Þetta er Bændablaðið, sem
skrifar svona, og ætlar svarfdælsk-
um bændum að gleypa svona and-
lega matarframleiðslu.
Sem Framsóknarflokksmanni
má mér þetta ritsmíð vel líka, hjá
flokki, sem ég treysti ekki. Því
háskalegri vopn á sjálfa sig og
sinn fldkk og málstað, hygg ég að
naumast verði smíðuð.
Þessi ritsmíð er óefað ætluð
okkur Svarfdælingum einum, og
verður ekki hjá komist að líta á
hana sem fjandsamlega í okkar
garð, og erum við litlir menn, ef
við launum í engu.
Við Svarfdælir vitum ofur vel,
að við ein'ir eigum sök á um svefn
þann í 6 ár, sem hafnarmál okkar
hefir sofið, ef sök á að kalla. Það
hefði mátt drengilegt telja frá
þeirra hendi, sem í þessum drætti
á framkvæmdum sjá aðeins svefn
áhugalausra manna, að benda
okkur á þetta. Nú er þetta ekki
gert, heldur er þingmönnum kjör-
dæmisins kennt um, og má furðu-
legt kallast, ef nokkur treystir
svona málaflutningi.
Ég vil ætla greinarhöfundi þá
meinlausustu forsendu fyrir þess-
ari grein sinni, að hann treysti
því, að Svarfdælir séu meinlaus
flón, flón, sem segja megi hvað
sem vera skal, jafnvel að segja
þeim, að það, sem þeir sjálfir vita
að er rétt, það sé órétt, sannleikur
sé lygi og lygin sannleikur.
Hvernig ættu nú Svarfdælingar
Minni§blað fyrir
„Bændallokk§“-menn.
IV.
»Ofbeldisfiokkarnir báðir, kommúnistar og nazistar, eiga
að verða sjálfdauðir á íslandi. Við munum, íslendingar,
feta í fótspor frændþjóðanna um að halda fast í lýðræðið,
málfrelsi, fundafrelsi, skoðanafrelsi, sjálfsstæði dómstólanna
og svo framvegis.
En ekki einungis skulu þessir ofbeldisflokkar verða sjálf-
dauðir. Auk þess á hver sá flokkur, sem fær á sig grun
um dekur við ofbeldisstefnurnar, að fá á sig tortryggni
þjóðarinnar og bera skarðan hlut frá borði.
Tryggvi Þórhallsson^
(»Framsókn« 27. tbl. 1933).
F>að er ekki einungis að Bændaflokksforingjarnir hafi
fengið á sig »grun um dekur« við ofbeldisstefnu nazista,
því þeir hafa blátt áfram sameinast íhaldinu, sem allir vita
að elur við brjóst sér ofbeldisstefnu nazista. Sjálfstæðisfl.
— Bændafl. — nazistar, það er hin þríeina »BreiðfyIking«
eins og kunnugt er. Samkv. ofangreindum dómi Tryggva
Pórhallssonar, hins upphaflega foringja Bændaflokksins,
hlýtur því Bændafl. nú, eða öllu heldur foringjar hans,
sem gengið hafa í bandalag við nazistaofbeldið, að fá á
sig eitthvað meira og verra en tortryggni þjóðarinnar og
bera skarðan hlut frá borði.
Pessi orð hins Iátna foringja síns þurfa kjósendur, sem
eru í Bændaflokknum, að hafa fast í huga, þegar þeir
ganga að kjörborðinu 20. júní næstkomandi.
að treysta manni með svona hugs-
anagangi til að vinna að þeirra
málum á þingi þjóðarinnar, ef
hann ætti setu þar. Mundi ekki
eðlilegast að gera ráð fyrir því, að
hann færi sínu fram, án tillits til
þeirra vilja, ekki væri að óttast
þá, að þeir gætu sér hið rétta, þó
hann dræpi fyrir þeim þeirra eig-
in mál, gæti hann bara sagt þeim,
að hann hefði gert það eftir beiðni
frá þeim. Og þeir mundu trúa.
Nei, greinarhöfundur má trúa
því, að Svarfdælingar eru ekki
svona manntegund. Þeir kunna
góð skil á sönnu og ósönnu og
allur ódrengilegur málaflutningur
er þeim andstygð.
Því tökum við það illa upp, að
þingmenn okkar, sem hafa verið
boðnir og búnir, hvenær sem til
þeirra hefir verið leitað, í þessu
máli, að vinna því allt gagn, og
meira en nokkrum öðrum má
þakka hvað því máli er komið,
skuli nú vera bornir þeim sökum,
sem Bændablaðsgreinin ber á þá,
því má ekki láta ómótmælt úr
Svarfaðardal.
Að endingu þetta: Telji Bænda-
blaðið íslenzka bændur á líku
þroskastigi og greinin virðist
benda til að það hugsi sér svarf-
dælska bændur, þá þarf það svei
mér ekki að vera hreykið af hjörð-
inni sem það telur sig vera að
berjast fyrir. Og eitt er víst, að
eigi blaðið ekki beittari vopn að
bera á þingmenn Framsóknar-
flokksins, eru þeir ekki í hættu
staddir í Svarfaðardal.
Hæfilegar kvittanir við Bænda-
blaðsgreininni veit ég að Svarf-
dælir gefa á þeim rétta veittvangi,
við kjörborðið við kosningarnar í
vor.
Þór. Kr. Eldjám.
í eiQin fótum.
í fyrsta leiðara „Bændablaðs-
ins“, sem ritaður er af Stefáni á
Varðgjá, segir, að „Bændablaðið“
vilji styðja „Bændaflokk, er
standi á eigin fótum“ og sem ekki
þurfi að standa upp við aðra. —
Nú eru óðúm að berast fréttir af
framboðum flokkanna og fréttirn-
ar eru á þá leið, að Bændaflokk-
urinn og Sjálfstæðisflokkurinn
bjóða næstum alstaðar fram í fé-
lagi, sem einn flokkur væri. Þann-
ig stendur Bændaflokkurinn.
á eigin fótum. Hann stendur svo
sem ekki upp við neinn annan
flokk, hann er bara gjörhorfinn
inn í Sjálfstœðisflokkinn.
NÆTURVÖRÐUR er í Stjömu Ap6-
teki þessa viku. (Frá n. k. mánud. er
næturvörður í Akureyrar Apóteki.)
Hérmeð tilkynnist að jarðarför Iíristinar Guðlaugsdóttur, er
andaðist á Kristneshæli 11. þ. m., er ákveðin laugardaginn 22.
þ. m., kl. i e. m, Qg hefst með húskveðju á heimili okkar,
Aðalstræti 23.
Pálina Guðjónsdóttir. Guðlaugur Iiristjánsson.