Dagur


Dagur - 27.05.1937, Qupperneq 2

Dagur - 27.05.1937, Qupperneq 2
100 DAGUR 25. tbl. Látið ekki blekkjast, þótt alturhaldiflokk arnir „heiti vel“. I. Aldrei hefir íslenzka þjóðin sfaðið á jafn mikilvægum tíma- mótum og nú, síðan hún endur- heimti frelsi sitt. Aldrei hafa aft- urhaldsöflin látið eins ófriðlega, og aldrei hafa þau sýnt lýðræðinu eins mikla lítilsvirðingu í orði og verki og nú upp á síðkastið. Ólaf- ur Thors, foringi Sjálfst.fl., hét á líðsmenn sína í vetur um að veita „viðnám“ gegn réttlátum kröfum um sæmilegar tryggingar á spari- fé þjóðarinnar hjá óreiðufélaginu Kveldúlfi, sem nú hefir verið Sett undir eftirlit. Hvað eftir annað hefir þessi sami flokksforingi hót- að „óvæntum“ atburðum, spáð pólitískum andstæðingum voveif- legum endalyktum og gefið í skyn, að eignir þeirra yrðu gerðar upp- tækar. Og nazistarnir, hin grímu- lausa sál afturhaldsins, hafa annað slagið hópast saman í húmi næt- urinnar og misþyrmt mönnum, sem ekkert höfðu unnið til saka annað en það, að vera annarrar skoðunar um stjórnmál. — Það er raunaleg staðreynd, að fjölmörg- um efnamönnum og émbættis- mönnum úr íhaldsflokknum hefir ekki tekizt uppeldi barna sinna betur en svo, að þau hylla fram- andi ofbeldiskenningar, er byggja tilveru sína á því að bannfæra alla frjálsa hugsun og kæfa síðan öll mótmæli í blóði þeirra manna, er urma lýðræði og frelsi. Það má telja víst, að mörgum foreldrum muni vera hin mesta raun að of- beldishneigðum sona sinna. Hitt er jafnvíst, að ýmsir hinna harð- svíruðustu afturhaldsseggja og máttarstólpa ,Breiðfylkingarinnar‘ eygja sína síðustu von um völd hér á landi í æfingum ungling- anna um vopnaburð og herferðum gegn andstæðingunum. II. Svo herma fornar sögur, að Ei- ríkur rauði hrökklaðist af landi burt, sakir vígaferla og óhæfu- verka. Nefndi hann hið jöklum þakta land, er hann fluttist til, Grænland. Lét hann svo um mælt, að fleiri myndi fýsa til landsins, ef það „héti vel“. íhaldsflokknum gamla svipaði um margt til óeirð- armannsins Eiríks rauða. Eftir að sá flokkur var orðinn sekur við þióðina um ýms pólitísk óhæfu- verk og hafði hrökklast frá völd- um við lítinn orðstír, lagði hann sitt rétta nafn fyrir róða og tók upp annað, sem lét betur í eyrum. Hugði íhaldið, að sér yrði betur til liðs, ef flokkurinn „héti vel“. Fallegt flokksheiti átti að nægja til að dylja hrími þakið og hrjóstr- ugt, póliitisk hugarfar og réttlæta gamlar syndir fyrir dómstóli þjóð- arinnar. III. íhaldið lék tveim skjöldum og hugðist blekkja þjóðina með nafnakaupum. Þetta tókst þó ekki, því allir vissu að innrætið og „á- hugamálin" voru hin sömu, þótt óhæfan væri forgyllt og láitin „heita vel“. íhaldið tapaði næstu kosningum eftir nafnaskiptin og öll vopn snerust í höndum for- hleypismanna þess. Nú voru góð ráð dýr, hér þurfti róttækari blekkingar en einfalda umskýr- ingu. Og heildsalarnir og brask- lýðurinn tóku að hugsa fast, því þótt þeir reiði yfirleitt ekki mann- vit eða speki í þverpokum, þá hafa þeir nokkurt klækjavit. Endaði sú áreynsla með jóðsótt. }£om heild- salaklíkan hart niður - og Bænda- flokksörverpið faeddist í þenna heim. Var nafn þess flokks frá upphafi vega vel fallið til blekk- inga, því það gaf til kynna önnur og meiri áhugamál og hugðarefni, en dansinn í kringum gullkálfa heildsalanna, sem í reyndinni hef- ir orðið hans eina afrek. Enda átti sá flokkur aldrei annað erindi inn í heim stjórnmálanna. IV. í fyrstu virtist Bændafl. ætla að verða foreldri sínu til lítillar gleði, því hann hafði hnútur og hnífla á lofti og færði í höfuð stóra íhalds- ins, eins og þegar bolakálfur fæst við stórt naut. Fór „Framsókn11, blað Bændafl., upphaflega hinum háðuglegustu orðum um Heimdall og allt, sem íhaldsins var. Gekk blaðið þá stundum svo mjög úr ham sínum, að það gáði einskis og fór með rétt mál. Þótti heildsala- klíkunni flokkskrílið sýna furðu mikil einkenni umskiptingsins og órækjunnar. Tók nú foreldrið að ýfast og hótaði að draga af fram- lögum sínum til uppeldis örverp- inu. Glúpnuðu þá forystumenn Bændafl., enda áttu þeir alla sína pólitísku tilveru undir náð hins stærra íhalds, og rann auk þess blóðið til skyldunnar. Og nú er svo komið, eins og alþjóð veit, að hinir 3 afturhaldsfl. (Sjálfstæðis- fl., Bændafl. og Nazistar) hafa runnið saman í einn, sem þeir nefna sjálfir „Breiðfylking íslend- inga“, en væri rétt nefnt „Alls- herjarafturhald íslands“. V. Strax og þessir 3 flokkar höfðu svarizit í fóstbræðralag, fóru aðal- málgögn heildsalaklíkunnar að tala digurt og hafa í hótunum við andstæðinga sína. Morgunblaðið minnir hæversklega á það, hverj- ar aðferðir hafi verið notaðar í Þýzkalandi til að kenna vinstri flokkunum betri siðu, þ. e. bóka- brennur, pyntingar, fangelsanir og morð. Og Vísir frá 5. maí síðast- liðnum talar um það eins og sjálfsagðan hlut, að stofnað verði til bræðravíga og uppreisnar í landinu, ef „Breiðfylkingin" sigri ekki við kosningarnar. Um svipað leyti fara svo nazistar á stúfana og misþyrma saklausum mönnum. Og ýmsum pólitískum andstæðing- um hefir verið hótað limlesting- um og lífláti í nafnlausum bréfum. Slíkar eru þá starfsaðferðir ,Breið- fylkingarinnar*. En trúir þjóðin slíkri náfylkingu fyrir fjöreggi sínu, lýðræðinu? Hvers má vænta af þeim mönnum, sem hóta and- stæðingum sínum limlestingum og lífláti fyrir kosningar og telja blóðugar byltingar og bræðravíg sjálfsögð, ef afturhaldið vinnur ekki kosningarnar í vor? Það er fljótsagt. Af slíkri fylkingu er einskis að vænta nema yfirgangs og ofbeldis. Gegn slíkum ófögnuði berjast allir þeir kjósendur, sem unna lýðræði og frelsi. En einkum þurfið þér, æskumenn og konur, að vera á verði, því yðar er fram- tíðin. Þér hljótið óhjákvæmilega að líða mest af þeim afleiðingum, sem áþján afturhaldsins myndi búa landi og lýð. Og umfram allt, látið ekki flokksheitin blekkja yður, því afturhaldið er eitt og hið sama, þótt flokkarnir „heiti vel“ og kalli sig Sjálfstæðisflokk, Bændaflokk, Þjóðernissinna og „Breiðfylking“. JJngur Framsóknarmaður. lii með Eyjafirði. Á sjávarbakkanum út með Eyja- firði er vaxandi byggð, og sumir af þeim, sem þar búa, hafa óspart heyrt því haldið fram, að þeir ættu að vera annaðhvort íhalds- menn eða Alþýðuflokksmenn, af því að Framsóknarmenn sinntu ekki málum þeirra. En þetta eru skrítin öfugmæli. Ég minnist á eitt dæmi: Steinolíuna. Var það ekki Framsóknarflokkurinn, sem undir forustu M. Kr. braut ofur- vald steinolíuhringsins ameríska hér á landi. Framsóknarflokkur- inn kom á innlendri verzlun með olíu og bjargaði sjómönnum og útgerðarmönnum um stund úr klóm olíuokraranna. En íhaldið hafði meirihluta aðstöðu upp úr kosningunum 1923 og lagði niður íslenzku verzlunina með öllu, til þess að spekúlantarnir gætu aftur byrjað að græða á sjómönnunum í sambandi við olíuviðskiftin. Upp úr þessu komu svo tvö félög hér á landi, en tilheyra sama hring ytra. íhaldið ræður öðru, en Al- þýðuflokksleiðtogi hinu. Verðið er það sama hjá báðum. Ríkisstjórn- in kaupir hvern lítra af olíu í „Ægi“ á 11 aura og hefir gert í mörg ár. En hvað borga sjómenn út með Eyjafirði? Og er sýnileg nokkur breýting hjá Shell og B. P. að koma til móts við sjómenn um verðlækkun á olíu? Ef nokkurntíma á að vera von um að leysa sjómenn og útgerðar- menn úr þeim óeðlilegu hömlum, sem þeir eru nú læstir í með olíu- verzlunina, þá verður það fyrir baráttu Framsóknarflokksins. Hann hefir áðnr höggvið á olíu- fjöturinn. Hann einn hefir vilj- ann. Kjósendur við sjóinn geta gefið honum stórlega bætta að- stöðu til að hefja sókn móti þeim aðilum, sem una vel við olíuverzl- unina eins og hún er nú. Velvakandi. er, að Þ. Br. og íhaldið réðu land- inu í tvö ár, án þess að hreyfa legg eða lið til þess að bjarga kjötverzlun bænda. Haustið 1932 var kg. af dilkakjöti sumstaðar á landinu 52 aurar. Skuldabyrðin óx bændum yfir höfuð. Örvænting greip hugi æskumanna, svo að í einstaka sveitum fóru unglingarn- ir að leggja eyrun við byltingar- boðskap Rússa. Á Alþingi 1933 vildi Páll Hermannsson að þingið legði fram allmikið fé til bjargar í hallæri þessu. Þorsteinn Briem sagði, að 72 aurar væru nóg fyrir kg. af kjöti. Og hann bæfcti ekkert upp. Það beið eftir Hermanni Jónassyni. Það beið líka eftir ráð- herrum Framsóknarmanna að gefa út löggjöfina um kjötskipu- lagið. Það var barizt hart á móti þeirri umbót á Alþingi og í blöð- unum af sálufélögum Garðars og Stefáns í Fagraskógi. En þeir voru hvarvetna hraktir til baka. En heildsalarnir þola ekki, að bænd- ur verzli sjálfir með sína vöru án undirboðs frá svikulum keppi- R a k b 1 ö ð: Servus Gold, Tip Top, Moudial, Gold Rush, Valet o. fl. Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörudeildin.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.