Dagur - 17.06.1937, Blaðsíða 1

Dagur - 17.06.1937, Blaðsíða 1
DAOUR keraur út á hverjum firatu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyi-ir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 17. júní 1937. 31. tbl. Hvers vegna kjósa iðn- aðarmenn á Ak. íulltrúa Framsóknarílokksins? i. Þegar Framsóknarflokkiurinn kom á innflutningshöftunum til þess að ná greiðslujöfnuði við út- lönd, varna skuldasöfnun og lyfta undir nýjan iðnrekstur í landinu, voru það andstæðingarnar, bæði til hægri og vinstri, sem töldu inn- flutningshöftin hið mesta glap- ræði. Verzlunarráð íslands — klíka heildsala og stórkaupmanna í Reykjavík — mótmælti þeim harðlega, og blöð Sjálfstæðis- manna hafa æ síðan deilt harðast á fjármálastjórn Eysteins Jónsson- ar í sambandi við innflutnings- höftin. í fyrstu tók Alþýðublaðið í sama strenginn, en í samvinnu stjórnarflokkanna hefir Alþýðu- flokkurinn orðið að hlýta sterkri forustu fjármálaráðherra í þessu máli. II. Það verður ekki um það deilt, að aukning iðnaðarins í tíð nú- verandi stjórnar hefir orðið svo mikil sem raun ber vitni vegna þess, að innflutningshöftunum hef- ir verið beitt til að styðja framtak þeirra, sem ráðizt hafa í að stofna til nýs iðnreksturs. Innflutnings- nefnd hefir kostað kapps um að láta iðnvélar og hráefni til iðnað- ax sitja fyrir öðrum innflutningi, og iðnfélögin hafa sjálf fengið að flytja inn þessar vörur. Á sama tíma hefir innflutningur erlendra iðnvara verið stórlega takmarkað- ur. Þetta hefir tekið spón úr aski heildsalanna reykvísku. Þeir hafa ekki haft aðstöðu til að skatt- leggja þessar vörur, né iðnvörurn- ar, sem úr þeim eru framleiddar. Blöð þeirra og Sjáfstæðisflokksins hafa því sífellt klifað á því, að verzlunina þurfi að gefa frjálsa — eins og þeir orða það — og af- nema innflutningshöftin. Þau telja að höftin skapi dýrtíð í landinu, vegna þess að iðnvörur megi fá ó- dýrari frá útlöndum, en algerlega er gengið fram hjá því, sem hverj- um manni ætti að liggja í augum uppi, að vinnsla þessara vara skapar stórkostlega atvinnu til hsnda fólMrra í bæjurram, þar sem iðnin er rekin. Og þessi upphæð er ekki lítil. Á síðastliðnu ári er talið að iðnfyrirtækin í landinu hafi greitt í verkalaun 10—12 milj. króna. Vegna innflutningshaft- anna hafa þessi vinnulaun flutzt inn í landið, og það munar um minna. Ólafur Thors, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði á flokks- fundi þeim, er hann hélt hér á Akureyri, að hann teldi ekki rétt að auka iðnaðinn frá því sem nú vœri, vegna þess að íslenzkar iðn- aðarvörur gætu ekki keppt við aðrar í frjálsri samkeppni, þó vildi hann lofa þeim iðnaði að lifa, sem nú væri fyrir í landinu. En enga vernd vildi hann láta veita honum af því opinbera, og að- flutningshöftin vill hann um fram allt afnema með öllu. Hvernig má þá skilja þetta? Var hann ekki á fundinum aðeins að dylja hið sanna innræti sitt til þessa at- vinnuvegar, vegna þess iðnaðar- fólks, sem þarna kann að hafa hlýtt á? Eða kannske þetta sé eitt af þeim vopnum, sem Sjálfstæðis- flokkurinn ætlar að beita gegn at- vinnuleysinu í landinu?! (Smbr. stefnuskrána, sem birt var í ís- lendingi eftir íundinn.) III. Hvernig er nú umhvorfs í iðn- málunum hér á Akureyri? í meðvitund landsmanna er Ak- ureyri að verða iðnaðarbær. Sam- vinnumenn hafa verið brautryðj- endur að iðnaði í bænum. Kaupfé- lag Eyfirðinga reið á vaðið með stofnun Mjólkursamlagsins, og' síðan hefir félagið í sambandi við Samband íslenzkra samvinnu- félaga hafið ýmsar nýjar iðngrein- ar, eins og kunnugt er, og endur- bætt og aukið aðrar, eins og gert hefir verið með Gefjunarverk- smiðjuna. Nú er svo komið, að þessi tvö félög hafa við iðnþjónustu hér í bænum um 270 manns og má ó- hætt gera ráð fyrir, að vegna þess- arar iðju hafi um 1000 manns lífs- uppeldi sitt hér í bænum. En þar að auki veita samvinnufélögip í bænum, og þá sérstakiega Kaupfé- lag Eyfirðinga, fjölda manns at- vinnu við verzlun, vöruflutninga og byggingarframkvæmdir. Það er all einkennilegt, þegar formaður verkamannaflokksins í landinu, segir á stjórnmálafundi að hann kunni ekki við það, að sjá það í blaði Framsóknai’manna núna fyrir kosningarnar, hverjir það ’ eru, sem bætt hafa verzlun- ina, hafið nýsköpun í iðnaðinum, og veita verkalýð bæjarins mesta atvinnu. Hann þolir ekki að sjá á það bent, að einmitt þessir menn, samvinnumennirnir, hafa nú mann í kjöri hér, og fulltrúa þeirra er bezt treystandi til að fara með umboð kjósendanna á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn metur meira hagsmuni heildsala og stór- kaupmanna en alþýðunnar í land- inu. Hann vill afnema aðflutnings- höftin og á engan hátt veita iðn- aðinum vernd né auka hann. Hon- um stendur á sama þó þessi at- vinnuvegur sé lagður í rústir. Fyrir nokkru skrifaði ég dálitla grein í Dag út af blaðagreinum sem birzt höfðu um hafnarmál Dalvíkur. Önnur greinin var í Degi, hin í Bændablaðinu. Báðum þessum greinum fann ég nokkuð til foráttu um málsflutning. Eg tók hverja greinina fyrir sig, eins og þær komu að mínum bæj- ardyrum, og reyndi að færa báð- um greinarhöfundum skrif þeirra út á þann bezta veg, sem mér var unnt. Það sem ég vissi að var rangt, færði ég á réttan veg, og gaf hverjum stjórnmálaflokki þann heiður í umræddu máli, er honum bar, og ég bezt þekkti, enda tel ég það eitt sæma, að fara rétt með mál, hvort heldur sem eru stjórn- mál eða önnur mál. Höfundur Bændablaðsgreinar- innar gerir tilraun til að svara grein minni í 7. tölubl. Bænda- blaðsins, en þar fer að vonum, hann hrekur ekki eitt einasta at- riði, er ég þar sagði, en barmar sér aðeins undan því, að ég taki ó- miúkari tökum á sér en höfundi Dagsgreinarinnar. Þetta hefi ég alls ekki gert, gerði báðum grein- nnum skil, eins og mér þóttu efni til standa, en þessi umkvörtun Bændablaðsgreinarinnar um of hörð átök frá minni hendi sanna bara það eitt, „að sá brennur eld- Alþýðuflokknum er enn ekki vaxinn fullur skilningur á félags- legum samtöku.m í atvinnuháttum og verzlun. Þess vegna segir full- trúi hans þegar bent er á fram- kvæmdir samvinnumanna í Eyja- firði og á Akureyri: „Eg kann ejíki við þetta!“ Framsóknarflokkurinn einn hef- ir byggt á starfsgrundvelli sam- vinnumanna, sem telja að vanda- málin beri að leysa með félagsleg- um samtökum. Hann vill styðja að því, að framkvæmdir atvinnumál- anna séu reknar með samvinnu. Framsóknarflokkurinn hefir sýnt það á síðustu árum, að honum ein- um er treystandi til sterkra átaka fyrir hinn unga iðnað í landinu. Vegna þess kjósa iðnaðarmenn á Akureyri fulltrúa samvinnu- manna. Vegna þess kjósa þeir frambjóð- anda Framsóknarflokksins, Árna Jóhannsson, 20. júní. urinn heitast, sem á sjálfum brennur.“ Eg hafði alls ekki ætlað mér að svara umræddri Bændablaðsgrein, þar sem hún í engu hrakti um- mæli mín. Hún slær að vísu föstu, hver sé höfundur Dagsgreinarinn- ar eftir Svarfdæling og segir ber- um orðum, að Bernharð Stefáns- son sé höfundurinn. Þetta er marghrakið og fyrirfram vitað að er ósatt, og því heimskan ein að eltast við það, og skal heldur ekki gert hér. í 9. tbl. Bændablaðsins er grein- ar minnar aftur minnzt í grein eft- ii Pétur Eggerz á Hánefsstöðum. Hann telur þessa grein mína furðulega af þeim ástæðum, að hún sé rétt. Mér finnst þetta ekk- ert furðulegt, og svo mun flestum Svarfdælingum finnast, og ég er viss um að Pétri Eggerz er þetta ekkert undrunarefni, eftir því sem ég þykist þekkja hann, hvað svo sem hann annars segir í blaða- greinum sínum. Eða á ég að trúa því, að það þyki furðulegt í blaða- greinum, hvort heldur sem þær fjalla um menn eða málefni, landsmál eða félagsmál, að segja rétt frá. Eg hefi þá skoðun, að sannleikurinn sé sagna beztur, og eigi allstaðar rétt á sér, og þeirri skoðun mun ég halda fyrst um sinn, þrátt fyrir það þó einhver kalli það furðulegt. Iðnaðarmaður. Að gefnu tilefni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.