Dagur - 17.06.1937, Blaðsíða 2

Dagur - 17.06.1937, Blaðsíða 2
132 DAGUR 31. tbl. Það sé fjarri mér að fara að deila við Pétur Eggerz eða höfund Bændablaðsgreinarinnar og læt sennilega máli mínu lokið með þessari grein; ég vildi aðeins lofa greinarhöfundum að sjá, að ég hefi lesið greinar þeirra og svara þeim að svo miklu leyti sem þær snerta grein mína í Degi. Hinu öðru í umræddum grein- um, sem gripið er úr lausu lofti og talinn sannleikur, skal ég ekki svara, þótt ekkert sé léttara. Ég skrifaði ekki af pólitískum eltinga- leik, heldur af hinu, að ég taldi mér skylt að leiðrétta það, sem ég vissi að var rangt. Og dóminn þann, að grein mín sé furðuleg, af því að hún sé rétt, hann ætla ég að þola, og tel mig vaxa af en hvergi minnka. Þór. Kr. Eldjárn. íhaldsmenn segjast bera mikla umhyggju fyr- ir fjárhag ríkisins. Sú umhyggja hefir meðal annars birzt í því, að íhaldsmenn hafa komið róggrein- um um fjárhag landsins inn í er- lend blöð. Eina slíka róggrein fengu þeir birta í Tidens Tegn og aðra ætluðu þeir að fá birta í Times, en því blaði velgdi við að gleypa slíka landráðavofu og út- hýstu henni. Út af því máli varð Morgunblaðið sér til stórskamm- ar, sem kunnugt er. Breiðfylkingarmenn klifa sí og æ á því, að skattar og tollar hafi hækkað í tíð núverandi stjórnar. Sannleikurinn er nú samt sá, að skattar og tollar hafa lækkað um 15 kr. á mann síðan í blómatíð íhaldsins, úr 120 kr. nið- ur í 105 krónur. Er skuldakónginum trúandi fyrir fjármálum þjóðarinnar? Ef Breiðfylkingin kemst í meiri hluta við kosningarnar, þá krefst Ólafur Thors þess að verða fjár- málaráðherra og verður það. Nú vill svo vel til að fengin er nokkur vissa um fjármálavit Ól. Th. Fjármálastjórn hans í Kveld- úlfi er á þá leið, að Kveldúlfur skuldar 5—6 miljónir, sem hann getur ekki borgað, og var fyrir skömmu settur undir opinbert eft- irlit. Þar við bætist að Landsbank- inn hefir nú séð það ráð vænst, að þoka Ólaíi Thors út úr fram- kvæmdastjórn Kveldúlís. Þenna mann litur „Breiðfylk- ingin“ á sem efnilegasta fjármála- ráðherra íslands! Kosningalygar »Breiðfylkingar allra íslendinga« Breiðfylkingarmenn halda því stöðugt fram gegn betri vitund, að Framsóknarmenn hafi gert kosn- ingabandalag við kommúnista. Það er alveg öruggt og áreiðanlegt, að þetta er gert í ákveðnum tilgangi og með visst takmark fyrir aug- um, Fari svo, að Breiðfylkingin komist í meiri hluta, þá vill hún hafa skapað sér grundvöll fyrir ofbeldisráðstöfunum. Og sá grund- völlur telur hún að fáist með því að stimpla Framsóknarflokkinn sem kommúnistaflokk fyrir kosn- ingarnar, svo að hún á þeim for- sendum geti hafið ofbeldisofsókn- ir gegn honum að kosningum afloknum, þar sem hann sé bylt- ingaflokkur. Kjósendur! Látið ekki Breið- fylkinguna sigra með þessari kosn- ingalygi. Ól. Th. gerður grikkur. í útvarpsumræðum í gærkveldi gat Hermann Jónasson þess, að hann færi með næsta morgni norður í Skagafjörð, til þess að mæta á fundum þar í dag. Þá brá Ólafur Thors við og skoraði á H. J. að mæta sér norður á Strönd- um á sama tíma, auðsjáanlega af því Ól. Th. hélt, að hann gæti ekki komið því við. En þá gerði H. J. honum þann grikk að skýra honum frá því, að hann gæti orð- ið við þessari áskorun hans, því Eysteinn Jónsson ætlaði til Skaga- fjarðar í sinn stað. Þá kvað Ólaf- ur hafa fölnað. Sfaka. Atkvæðisrétt að eta sinn eílaust þykir fremur gott, ef blessaður „Sjálfstæðis“- burgeisinn breytir honum í þurrt og vott! S. Zíon. Næstkomancli sunnud. kl. 1014: Sunnudagaskóli. öll börn velkomin. Kl. 8%: Almenn samkoma. Allir velkomnir. Svar til »Karls í Koti« komst ekki í þctta blað vegna þrengsla. Varðtimi lækna: 17. júní, fimmtud. og kv.: V, Steffensen, 18. — föstudag: Jón Oeirsson; 19. — laugardag: Pétur Jónsson, 20. — sunnud. og kv.: Á. Guðmundss. 21. — mánudag: Vald. Steffensen. 22. — þriðjudag: Árni Guámundsson. 23. — miðyikudag: Jón Geirsson. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentverk Odds Björnssonar. Opnað 15. júní. Dvöl, gisting, veitingar. Munið sundlaugina á Laugum. Sumargiifihúsið á Sími: Breiðamýri. Laugum Valdemar Hólm Hallstað: Eg er á förurn Kvæðið fallega, sem allir syngja við Iagið Folk- visa eftir Merikanto, Fæst sérprentað í vandaðri útgáfu hjá Þorst. Þ. Thorlacius. Ibúð 4 herbergi og eldhús, vantar mig frá 1. okt. næstkomandi. Barði Bryn/'ólfsson. Aðalstræti 32. Kjósið Framsóknarflokkinn! Kaupum KJÖT af sjálf- dauðum skepnum, nothæft til refaeldis; Ari og Árni, Þverá. PLÖNTURNAR eftir St. Stefáns- son, eitt eintak, óskast keypt nú þegar. Sn. Áskelsson, prentari.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.