Dagur - 22.07.1937, Blaðsíða 1

Dagur - 22.07.1937, Blaðsíða 1
DAOUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. • • « • • •-•••• » • •- XX. árg. \ Akureyri 22. júlí 1937. 36. tbl. *• ♦-#- • «*— nt-~ér-~e> ♦ a- - Núverandi ríkissfjórn faer traust fram til næsta Alþingis frá Framsókn- arflokknum og Alþýðuflokknum. Þegar landskjörstjórn haíði lok- ið störfum og úthlutað uppbótar- þingsætum, lýstu þingm. stjórnar- ílokkanna yfir stuðningi sínum við ríkisstjórnina, þar til Alþingi kemur saman, væntanlega um miðjan okt. Með þessum stuðningi þingmeirihlutans til handa núver- andi ríkisstjórn er þingræðisregl- unni fullnægt. Auk þess hafa miðstjórnir beggja stjórnarflokkanna samþ. svofellda yfirlýsingu um áfram- haldandi samstarf fram til haust- þingsins: „Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn, sem hafa sameig- inlega meiri hluta á Alþingi, hafa Um undanfarið nokkurra ára bil hefir neytendafélagsskapurinn i höfuðstaðnum verið í hraðri fram- för. Erfiðleikar og vandkvæði kreppuáranna opnuðu augu fólks- ins, betur en nokkuð annað, fyrir því, hver stoð samvinnufélags- skapurinn er, þegar þröngt er í búi og hvern eyri þarf að spara. Kaupfélag Reykjavíkur tók að vísu ekki mjög hröðum vexti, en þróun félagsins hefir verið örugg allt fi'á byrjun. Pöntunarfélag Verkamanna aftur á móti óx mjög hröðum skrefum. Skipulag þess var dálítið með öðrum hætti en kaupfélaga yfirleitt, þar sem Pönt- unarfélagið tók ekki upp Rochdale regluna um markaðsverð og end- urgreiðslu arðs, heldur seldi vör- una með kostnaðarverði eða því sem næst. Það var ljóst strax frá byrjun hvert tjón klofningur samtakanna myndi neytendum í ekki stærri bæ en Reykjavík er. Félögin voru að óþörfu í samkeppni hvort við lcomið sér saman um að leita samninga um ágreiningsmál sín og önnur mál, sem úrlausnar krefjast, og gera, ef samkomulag næst, op- inberan málefnasamning um á- framhaldandi stjórnarsamvinnu. A meðan á þessum samningaum- leitunum stendur, koma flokkarnir sér saman um að styðja núverandi ríkisstjórn, enda verði Alþingi kvatt saman eigi síðar en 15. okt. riœstkomandi.“ Blöðum Sjálfstæðisflokksins er órótt út af þessari yfirlýsingu mið- stjórna flokkanna og eru auðsjá- anlega á glóðum yfir því að sam- komulag um málefnasamning ná- ist milli stjórnarflokkanna. annað og eyddu í það bæði fé og fyrirhöfn. Eitt sterkt neytendafé- lag í bænum myndi hafa skapað neytendum í bænum miklu sterk- ari aðstöðu í baráttunni við and- stæðinga samvinnunnar og sparað kostnað og gefið betri árangur til neytenda. ■ Bein afleiðing þessa er svo sam- runi félaganna og myndun Kaup- félags Reykjavíkur og nágrennis. Hið nýstofnaða félag mun þegar ganga í Samband íslenzkra sam- vinnufélaga og er þannig bætt við einum hlekk í keðju þá, er bindur samvinnumenn landsins saman til átaka fyrir sameiginlegum hags- munum. Þessi atburður ber Reyk- víkingum vitni um vaxandi sam- vinnuþroska, og er það von allra samvinnumanna að hið nýstofnaða félag eigi eftir að lyfta miklu á- taki til hagsbóta fyrir neytendur í Reykjavík og samvinnuna í land- inu. Þessi félagasamruni í Reykjavík ætti að verða til þess að við hér á Akureyri litum í okkar eigin barm. Akureyri hefir löngum verið talin mesti samvinnubær landsins, og ber það nafn með réttu, þar sem Kaupfélag Eyfirðinga ber höfuð og herðar yfir önnur kaup- félög landsins. Engu að síður eru hér einnig starfandi tvö önnur neytendafélög. Þessar fregnir úr Reykjavík ættu að gefa forráðamönnum þess- ara tveggja félaga tilefni til þess að íhuga hvort ekki væri heppi- legra að neytendur í bænum væru allir í einu sterku félagi, og hvort ekki væri rétt að athuga mögu- leika þess, að svo mætti verða í framtíðinni. Vorhátíð Framsóknarmanna. á Austurlandi var sunnudaginn 11. júlí í Atlavík í Hallormsstaða- skógi. Á sjötta hundrað manns var á samkomunni og fór hún mjög vel fram. Ræður fluttu síra Stefán Björnsson frá Eskifirði, sem setti samkomuna fyrir hönd Framsókn- arfélaganna, og síra Jakob Krist- insson skólastjóri á Eiðum. Veður var hið bezta þenna dag. Skemmtu menn sér ágætlega við söng, dans og samræður. Sam- komustaðurinn er einn hinn feg- ursti staður á landinu. Sama dag héldu Framsóknar- menn í Húnavatnssýslum og Strandasýslu sameiginlega vorhá- tíð að Reykjaskóla í Hrútafirði. Sóttu samkomuna á fjórða hundr- að manns úr þessum sýslum og um 25 manns úr Reykjavík. Skúli Guðmundsson alþm. setti samkomuna með ræðu,- en meðal annara ræðumanna voru Hallgr. Jónasson kennari, Hannes Pálsson bóndi á Undirfelli og Hermann Jónasson forsætisráðherra. Var sungið á milli ræðanna. Fór sam- koman hið bezta fram. Zíon. Samkoma föstudaginn 23. þ. m., kl. <3% e. h. Ungfrú Damgaard, aðal- framkvæmdastjóri K. F. U. K. í Dan- mörku talar. Allir velkomnir. Söltun síldar hófst i fyrrdag. Allmikil síld hefir verið fyrir Norðurlandi að und- anförnu, 'en illveður mjög hamlað veið- itini. I bræðslu er komið nokkru minna en á sama tíma i fyrra. Misprentast hefir föðurnafn Jóns Gauta Jónssonar í síðasta tölubl. Péturs- son fyrir Jónsson. Sforl framfaraspor stígið í samvinnu- ináhian landsin§. Kaupfélag Reykjavákur, Pönf* unarfélag verkamanna og Pönl- unarfélagilS „f®Iáf“ §ameinasf, og mynda Kaupfélag Reykjavákur og nágrennis. NÝJA-BÍÓ Fimmtudaginn 22. þ. m. kl. 9: Morð um borð. Spennandi leynilögreglumynd er gerist um borð í stóru herskipi. Bönnuð fyrir börn. AUKAMYND: Laxinn og laxveiðar. Niðursett verð. Sýnd í síðasta sinn. Blómans barn, en ekki blómanna, á að vera í vísu Sigf. Eliassonar í kvæðinu »Systir þjóðskáldsins«, sem vitnað er til í ritdómi á öðrum stað hér í blaðinu. — Leiðréttist þetta hér með. Vinnudeita í Rcykjavík. Verkamannafé- lagið Dagsbrún í Reykjavík hefir auglýst nýjan kauptaxta, sem ákveður tímakaup í algengri vinnu k. 1.50 í stað kr. 1.36 áður, og liækkun annars kaups í sam- ræmi við það. Ýmsir atvinnurekendur hafa gengið að hinum nýja kauptaxta, en aðrir ekki, og hefir Dagsbrún hafið verkfall hjá þeim, þar á meðal hjá bæn- um og ríkinu. Sáttasemjari ríkisins hefir komið með 1.45 kr. tímakaups miðlunar- tillögu, sem Dagsbrún hefir hafnað. Maöur hverfur í Reykjavik. Síðastliðinn föstudagsmorgun gekk Pétur Hjaltestcd, fyrrv. stjórnarráðsritari, frá heimili sínu í Reykjavík. Sást hann siðast i bænum um kl. 11 f. h. og síðan ekki. Hefir hans verið mikið leitað á sjó og landi, en ekki fundizt. Hattur hans og yfirhöfn fannst í klettaskoru í Nausthólsvik suður við Skerjafjörð. Pétur var 72 ára að aldri. Flokkur karla og kvenna'úr íþróttafé- laginu Ármann í Reykjavík sýndu fim- leika hér í Samkomuhúsinu í fyrrakvöld við mikla aðsókn og góðar viðtökur. ÍNNILECT ÞAKKLÆTI vottum við öllum nær og jjxr, sem á einn eða annan hátt sýndu okkur vinar- og samúöarhug við veikindi, frájall og jarðarför dóttur okkar og systur, Reginu Þorstfinsdóttur. Sesselja Sigurðardóttir. Þorsteinn Magnússon. Vigfús Þorsteinsson. Jón Vigfússon.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.